Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Blaðsíða 8
+
FREiGÁTAN „La Flore“ fyrir utan verslunarstaðinn Vatneyri við Patreksfjörð. Glæsileg þrímastra, búin 32 falistykkjum.
NÝLEGA FUNDNAR ÍSLANDS-
MYNDIR FRÁ 18. ÖLD
EFTIR ÆSU SIGURJÓNSDÓTTUR
OG GISÉLE JÓNSSON
[ leiðangri sem farinn var til (slands og víðar 1771 og
gerður var út af Loðvík XV Frakkakonungi var komið
við á Patreksfirði, en i með í förinni var listamaðurinn
Pierre Ozanne sem teiknaði mynd ir á mörgum stöðum.
Flestar eru því miður glataðar, nema hvað nýl lega komu
íl Ijós nokkrar m yndan na frá Patreksfirði.
ÝLEGA komu í ljós í
Frakklandi nokkrar áður
óþekktar myndir frá Is-
landi, gerðar af þekktum
frönskum listamanni
Pierre Ozanne
(1737-1813). Þær birtast
nú í fyrsta sinn.
Hinn 1. júlí árið 1772 sigldi franska freigát-
an „La Flore“ inn á Patreksfjörð og akkerum
var varpað hjá verslunarstaðnum Vatneyri.
Skipið kom í þeim erindagjörðum að gera ná-
kvæmar staðarákvarðanir við ísland. Fyrir
tilviljun varð Patreksfjörður fyrsti áfanga-
staðurinn á íslandi.
Ferðin til íslands var hluti af víðtækum
leiðangri, sem gerður var út af Loðvík XV
Frakkakonungi undir forystu Jean René
Antoine Marquis de Verdun de la Crenne
(1741-1805), til að reikna út með hjálp
stjörnufræði og tímamæla, staðarákvarðan-
ir ýmissa staða á hnettinum svo bæta mætti
siglingakort. Með í förinni voru stærðfræð-
ingurinn Jean Charles de Borda og stjörnu-
fræðingurinn Alexandre Guy Pingré, auk
annarra siglingafróðra manna. Leiðangur-
inn tók tvö ár, hófst hinn 29. október 1771
og lauk hinn 8. október 1772. Farið var til
Spánar, siglt með vesturströnd Afríku yfir
til Kanarí- og Grænhöfðaeyja, yfir Atlants-
hafið til Karíbahafsins, komið við á St.
Pierre við Nýfundnaíand, til íslands,
Færeyja, Hjaltlands yfir til Noregs og Dan-
merkur og síðan heim á leið til Brest. Nið-
urstöður mælinganna ásamt ferðalýsingu
og myndum af strandlengju ýmissa staða
voru birtar í tveggja binda riti: Voyage fait
par ordre du Roi en 1771 et 1772 en diver-
ses parties de TEurope, de TAfrique et de
TAmérique .. .suivi de Recherches pour
Rectifier les Cartes hydrographiques ...
Paris 1778.
Hingað kom leiðangurinn frá St. Pierre við
Nýfundnaland eftir 23 daga erfiða ferð. Lenti
skipið í hafvillum við Grænland vegna ófull-
kominna siglingakorta og fundu skipsmenn
ekki ísland. í upphafi var ætlunin að sigla
norður fyrir Hom inn á Skagafjörð, til að
gera hnattstöðumælingar á Hólum í Hjalta-
dal. Þar hafði Guðbrandur Þorláksson biskup
gert staðarmælingar á sínum tíma, sem þóttu
furðu nákvæmar. í Landfræðissögu íslands
segir Þorvaldur Thoroddsen að leiðangur
Verdun de la Crenne ’nafi lagt grunninn að
sjávarmælingum við Island.
Með í förinni var franski listamaðurinn Pi-
erre Ozanne (1737-1813). Eftir hann liggja
nokkrar írumteikningar m.a. frá Patreks-
firði, Tálknafirði, Vestmannaeyjum, auk
tveggja portrettmynda. Hann gerði miklu
fleiri myndir frá Islandi, sem nú munu glat-
aðar því allar landsýnismyndimar, sem birt-
ar eru í bókinni era gerðar eftir teikningum
hans.
Pierre Ozanne fæddist í Brest, þar sem
hann bjó alla ævi. Hann starfaði hjá franska
sjóhemum sem teiknari, málari og skipa-
verkfræðingur. Hann var yngri bróðir og
lærisveinn Nicolas Ozanne (1728-1811), sem
er einn þekktasti skipa- og sjávarmyndamál-
ari Frakka. Eftir þá bræður liggur merkt
safn skipa- sjávar- og hafnarmynda, ómetan-
leg heimild um skip og bæi á s.hl. 18. aldar.
Skipa- og sjávarmyndamálarar voru sérstök
stétt listamanna, oftast starfandi á vegum sjó-
hersins. Þeir þóttu ómissandi við að teikna
skip, kort, hafnir, sjóorastur og staðarmyndir.
Þeir voru því oft fengnir til að taka þátt í leið-
öngram til framandi landa og vora myndir
þeirra hluti af skýrslugerð um leiðangurinn.
Þeir voru lengi vel þeir listamenn, sem höfðu
útimyndagerð hvað best á valdi sínu.
Nicolas Ozanne var umsvifamikill lista-
maður. Hann rak vinnustofu í París, þar sem
systur þeiraa bræðra Jeanne-Frangoise
(1735-1793) og Marie-Jeanne (1736-1786)
unnu við að gera prentmyndir eftir teikning-
um bræðranna.
Pierre hafði minni akademíska teikniþjálf-
un en bróðirinn Nicolas, hins vegar lærði
hann einnig skipaverkfræði og stundaði sigl-
ingar. Núna þykir þessi skortur hans á
akademískri teikningu vera höfuðkostur
mynda hans, því yfir þeim er ferskleiki og
persónulegur léttleiki, sem gerir þær eftir-
sóknarverðar, og sýna að í raun var Pierre
afskaplega næmur teiknari. Hann var einnig
vel þjálfaður í mannamyndagerð, eins og
myndimar frá Patreksfirði og fleiri portrett-
myndir hans bera með sér, m.a. sjálfsmynd
hans, sem nú hangir uppi á safni sjóhersins í
París.
Myndir þeirra Ozanne bræðra era eftir-
sóttar heimildir, því þær þykja með afburð-
um heiðarlegar og nákvæmar. Saman ferðuð-
ust þeir víða um lönd. Þeirra er minnst á al-
þjóðlegum vettvangi vegna mynda sem þeir
teiknuðu af orustum úr frelsisstríði Banda-
ríkjanna og sýndar voru fyrir nokkrum árum
á stórri sýningu í Washington.
Eins og kunnugt er þá var ísland afskap-
lega myndfátækt land. Hver einasta ný
mynd, sem finnst er því ómetanleg, einkum
og sér í lagi komi hún úr hendi góðra lista-
manna. Svo furðulega vill til að þetta sama
sumar árið 1772 vora þrír breskir listamenn
hér á ferð, þátttakendur í leiðangri undir
stjórn aðalsmannsins Sir Joseph Banks.
Nokkram áram seinna, eða 1789, gerði breski
málarinn John Baine talsvert af skissum hér
á landi, en hann kom á vegum Thomasar
Stanley.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 1998
4