Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Blaðsíða 8
¦k
FREiGÁTAN „La Flore" fyrir utan verslunarstaðinn Vatneyri við Patreksfjörð. Glæsileg þrímastra, búin 32 fallstykkjum.
NÝLEGA FUNDNAR ÍSLANDS-
• •
MYNDIRFRA18. OLD
NÝLEGA komu í Ijós í
Frakklandi nokkrar áður
óþekktar myndir frá ís-
landi, gerðar af þekktum
frönskum listamanni
Pierre Ozanne
(1737-1813). Þær birtast
nú í fyrsta sinn.
Hinn 1. júlí árið 1772 sigldi franska freigát-
an „La Flore" inn á Patreksfjörð og akkerum
var varpað hjá verslunarstaðnum Vatneyri.
Skipið kom í þeim erindagjörðum að gera ná-
kvæmar staðarákvarðanir við ísland. Fyrir
tilviljun varð Patreksfjörður fyrsti áfanga-
staðurinn á íslandi.
Ferðin til íslands var hlutí af víðtækum
leiðangri, sem gerður var út af Loðvík XV
Frakkakonungi undir forystu Jean René
Antoine Marquis de Verdun de la Crenne
(1741-1805), til að reikna út með hjálp
stjörnufræði og tímamæla, staðarákvarðan-
ir ýmissa staða á hnettinum svo bæta mætti
siglingakort. Með í förinni voru stærðfræð-
ingurinn Jean Charles de Borda og stjörnu-
fræðingurinn Alexandre Guy Pingré, auk
annarra siglingafróðra manna. Leiðangur-
inn tók tvö ár, hófst hinn 29. október 1771
og lauk hinn 8. október 1772. Farið var til
Spánar, siglt með vesturströnd Afríku yfir
til Kanarí- og Grænhöfðaeyja, yfir Atlants-
hafið til Karíbahafsins, komið við á St.
Pierre við Nýfundnaland, til íslands,
Færeyja, Hjaltlands yfir til Noregs og Dan-
merkur og síðan heim á leið til Brest. Nið-
urstöður mælinganna ásamt ferðalýsingu
og myndum af strandlengju ýmissa staða
voru birtar í tveggja binda riti: Voyage fait
par ordre du Roi en 1771 et 1772 en diver-
ses parties de l'Europe, de l'Afrique et de
l'Amérique .. .suivi de Recherches pour
EFTIR ÆSU SIGURJÓNSDÓTTUR
OG GISÉLE JÓNSSON
I leiðangri sem farinn var til Islands og víoar 1771 og
gerour var út af Loðvík XV Frakkakonungi var komið
við á Patreksfiroi, en meo í förinni var listamaðurinn
Pierre Ozanne sem teiknaoi myndir á mörgum stöðum.
Flestar eru því miður glataoar, nema hvað nýlegg komu
í Ijós nokkrar myndanna frá Patreksfiroi.
Rectifier les Cartes hydrographiques ...
Paris 1778.
Hingað kom leiðangurinn frá St. Pierre við
Nýfundnaland eftir 23 daga erfiða ferð. Lenti
skipið í hafvillum við Grænland vegna ófull-
kominna siglingakorta og fundu skipsmenn
ekki ísland. í upphafi var ætlunin að sigla
norður fyrir Horn inn á Skagafjörð, til að
gera hnattstöðumælingar á Hólum í Hjalta-
dal. Þar hafði Guðbrandur Þorláksson biskup
gert staðarmælingar á sínum tíma, sem þóttu
furðu nákvæmar. I Landfræðissögu íslands
segir Þorvaldur Thoroddsen að leiðangur
Verdun de la Crenne hafi lagt grunninn að
sjávarmælingum við ísland.
Með í förinni var franski listamaðurinn Pi-
erre Ozanne (1737-1813). Eftir hann liggja
nokkrar frumteikningar m.a. frá Patreks-
firði, Tálknafirði, Vestmannaeyjum, auk
tveggja portrettmynda. Hann gerði miklu
fleiri myndir frá íslandi, sem nú munu glat-
aðar því allar landsýnismyndirnar, sem birt-
ar eru í bótónni eru gerðar eftir teikningum
hans.
Pierre Ozanne fæddist í Brest, þar sem
hann bjó alla ævi. Hann starfaði hjá franska
sjóhernum sem teiknari, málari og skipa-
verkfræðingur. Hann var yngri bróðir og
lærisveinn Nicolas Ozanne (1728-1811), sem
er einn þekktasti skipa- og sjávarmyndamál-
ari Frakka. Eftir þá bræður liggur merkt
safn skipa- sjávar- og hafnarmynda, ómetan-
leg heimild um skip og bæi á s.hl. 18. aldar.
Skipa- og sjávarmyndamálarar voru sérstök
stétt listamanna, oftast starfandi á vegum sjó-
hersins. Þeir þóttu ómissandi við að teikna
skip, kort, hafnir, sjóorustur og staðarmyndir.
Þeir voru því oft fengnir tO að taka þátt í leið-
öngrum til framandi landa og voru myndir
þeirra hluti af skýrslugerð um leiðangurinn.
Þeir voru lengi vel þeir listamenn, sem höfðu
útimyndagerð hvað best á valdi sínu.
Nicolas Ozanne var umsvifamikill lista-
maður. Hann rak vinnustofu í París, þar sem
systur þeirra bræðra Jeanne-Frangoise
(1735-1793) og Marie-Jeanne (1736-1786)
unnu við að gera prentmyndir eftir teikning-
um bræðranna.
Pierre hafði minni akademíska teikniþjálf-
un en bróðirinn Nicolas, hins vegar lærði
hann einnig skipaverkfræði og stundaði sigl-
ingar. Núna þykir þessi skortur hans á
akademískri teikningu vera höfuðkostur
mynda hans, því yfir þeim er ferskleiki og
persónulegur léttleiki, sem gerir þær eftir-
sóknarverðar, og sýna að í raun var Pierre
afskaplega næmur teiknari. Hann var einnig
vel þjálfaður í mannamyndagerð, eins og
myndirnar frá Patreksfirði og fleiri portrett-
myndir hans bera með sér, m.a. sjálfsmynd
hans, sem nú hangir uppi á safni sjóhersins í
París.
Myndir þeirra Ozanne bræðra eru eftir-
sóttar heimildir, því þær þykja með afburð-
um heiðarlegar og nákvæmar. Saman ferðuð-
ust þeir víða um lönd. Þeirra er minnst á al-
þjóðlegum vettvangi vegna mynda sem þeir
teiknuðu af orustum úr frelsisstríði Banda-
ríkjanna og sýndar voru fyrir nokkrum árum
á stórri sýningu í Washington. ¦¦
Eins og kunnugt er þá var ísland afskap-
lega myndfátækt land. Hver einasta ný
mynd, sem finnst er því ómetanleg, einkum
og sér í lagi komi hún úr hendi góðra lista-
manna. Svo furðulega vill til að þetta sama
sumar árið 1772 voru þrír breskir listamenn
hér á ferð, þátttakendur í leiðahgri undir
stjórn aðalsmannsins Sir Joseph Banks.
Nokkrum árum seinna, eða 1789, gerði breski
málarinn John Baine talsvert af skissum hér
á landi, en hann kom á vegum Thomasar
Stanley.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 1998
4