Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Side 4
STORH UGA BJARTSÝNISMAÐUR BARÓNINN Á HVÍTÁRVÖLLUM EFTIR BRAGA ÞÓRÐARSON Styttur kafli úr nýrri bók sem heitir Blöndukúturinn og inniheldur frásagnir af eftirminnilegum atburðum og skemmtilegu fólki. Þar á meðal er kafli sem hér birtist um þann dularfulla mann, barón Charles Gouldréc Boilleau sem skildi eftir sig spor í Reykjavík og Borgar- firðinum. Hörpuútgáfan gefur bókina út. SEINNI hluta dags í maí 1898 riðu gestir í hlað á stórbýlinu Hvítárvöllum í Borgarfirði. Þarna voru komnir væntanlegir kaupendur jarðarinnar, en Andrés Fjeldsted, eigandi henn- ar, hafði auglýst jörðina til sölu þá um veturinn. Andrés bauð gestina velkomna og vísaði þeim til stofu. A fasi og klæðaburði komumanna mátti sjá að ekki voru þeir allir íslenskir. Þeir voru þrír saman. Ungur maður hafði orð fyrir þeim, var túlkur þeirra, og talaði hann íslensku. Sagði hann Andrési að með sér væri Charles Gouldréc Boilleau, franskur barón, og systursonur hans Richard Lechner. Bar- óninn væri þangað kominn að tilvísan Einars Benediktssonar skálds, sem þá rak fasteigna- sölu í Reykjavík. Erindi hans væri að festa kaup á jörðinni. Andrés var strax tilbúinn að ræða þau mál. Leist honum vel á komumenn og fannst mikið til um kurteislega framkomu þeirra og viðmót allt. Baróninn var meðalmaður á hæð, dökkur á brún og brá og snyrtimenni í klæða- burði. Aðspurður um kaupverð jarðar og áhafnar upplýsti Andrés að það væri 36 þúsund krón- ur. Varð hann kátur mjög þegar baróninn tók í hönd hans, án þess að gera minnstu athuga- semd og handsalaði kaupin. Formlegt afsal fór síðan fram nokkrum dögum seinna, eða 21. maí. En það voru fleiri jarðir sem fylgdu Hvítárvöllunum. Heggsstaðir á kr. 200 og Fossatún með veiðirétti í Grímsá á kr. 2000. Einnig fylgdu samkvæmt samningnum: „7 kýr mylkar, 2 kvígur, 1 naut, 1 ungneyti, 5 hestar, 4 hryssur, 2 folar (tveggja og þriggja vetra), 3 tryppi veturgömul, 109 ær, 93 geml- ingar, 13 hrútar veturgamlir og 4 eldri. Þá fylgdi ennfremur veiðiréttur í Hvítá, sem var þá ein besta veiðiá landsins. Þá réð baróninn sem ráðsmann Sigurð Fjeldsted, son Andrésar. Fréttin um eigendaskipti Hvítárvalla barst eins og eldur í sinu um héraðið. Að vonum þóttu þetta mikil tíðindi í Borgarfírði og vakti umtal og bollaleggingar meðal fólks. Einkum þótti dularfullt hve baróninn var vel fjáður. Spurði því hver annan spurninga um fortíð og uppruna þessa forvitnilega aðalsmanns sem keypti bújarðir jafn auðveldlega og heima- menn keyptu hross. Engin svör fengust til að svala forvitni fólks. Næstu vikur voru miklar annir á Hvítár- völlum við eigendaskiptin. Auk ráðsmannsins, Sigurðar Fjeldsted, sem síðar varð bóndi og héraðshöfðingi á Ferjubakka, réð hann sér- stakan verkstjóra um sláttinn. Hét sá Gísli Þorbjamarson og var búfræðingur að mennt. Vinnufólkið var flest endurráðið. Baróninn gerði sér fljótlega ferð um lönd jarðar sinnar ásamt ráðsmanni og verkstjóra. Ræddi hann við þá hugmyndir sínar um bú- skapinn. Meðal annars ætlaði hann að byggja 40 kúa fjós í Reykjavík. Heyið til að fóðra kýmar, ætlaði hann að fiytja sjóleiðis frá Hvítárvöllum. Einnig hugðist hann stórauka laxveiði sem var mikil á Hvítárvöllum og flytja út lax og selja. Þá var hann með hug- myndir um að setja á stofn stórt hrossabú og taldi sig geta grætt 75-150 krónur á hverjum hesti sem seldur yrði. Sigurður Fjeldsted sá strax að baróninn hafði gleymt kostnaðarlið- unum. Hann benti á að afla þyrfti heyja handa hrossunum, annars mundu þau falla úr hor og þá yrði nú gróðinn lítill. Féll þá baróninn frá þeirri hugmynd. Hugmyndir barónsins vöktu undrun hinna nýju forsvarsmanna búsins og þóttu þeim sumar þeirra nýstárlegar, en ekki allar að sama skapi skynsamlegar. Nokkrar efasemd- ir gerðu vart við sig, en þeir létu gott heita og hugðust bíða átekta. Meðal þess sem hann vildi láta framkvæma var bygging á nýju íbúðarhúsi og átti vel til þess að vanda. I tengslum við það átti að rækta skrúðgarða, en baróninn hafði næmt auga fyrir fegurð og vildi sjá trjágarða og blómaskrúð í nálægð sinni. Þegar baróninn kom að Hvítárvöllum, átti jörðin veiðirétt í Grímsá eins og áður segir. Þessi veiðiréttur hafði verið seldur Englend- ingum. Var baróninn hjá þeim öllum stundum þegar þeir voru að veiða og þá vaknaði ein af gróðahugmyndum hans. Árni Óla lýsir baróninum svo: „... að hann hafi verið meðalmaður á hæð, dökkur á brún og brá og snyrtimenni, seintekinn og hægur í öllu dagfari, en fjörugur þegar menn fóru að kynnast honum og hrókur alls fagnaðar í sam- kvæmum og þegar hann hafði gesti hjá sér. Annars fór hann einförum og vildi sem fæst- um kynnast." (Tilvitnun lýkur) Þá skal þess einnig getið að baróninn keypti veiðirétt í Langadalsvatni af Borgarhreppi. Lét hann reisa þar sumarbústað og dvaldi þar löngum stundum. Þessi bústaður varð síðar gangna- mannakofi og þótti nýtast vel. Starfsfólkið heima á Hvítárvöllum hafði um nóg að hugsa og margt að skrafa. í eldhúsinu og úti á engjunum þar sem fólk var við vinnu var pískrað um nýja eigandann. Kvenfólkið horfði til hans með ódulinni aðdáun. Það var sannarlega nýlunda að slíkt glæsimenni að út- liti og klæðaburði væri á næstu grösum. Sp- urningarnar hrönnuðust upp en engin svör voru fáanleg. Þessi forvitni og umtal var efst á baugi í Borgarfirði og nærliggjandi sveitum. Þá var ekki örgrannt um að ógiftar dætur betri bænda hugsuðu til höfðingjanna á Hvít- árvöllum með örlitlum vonarneista um hjóna- band. Vinnustúlkumar á höfuðbólinu voru sárt öfundaðar. Þær voru rjóðar með hamr- andi hjartslátt þegar þær nálguðust húsbónd- ann. Baróninn gaf sig lítt að hjúum sínum. Ef hann þurfti að hafa afskipti af búrekstrinum ræddi hann þau mál eingöngu við ráðsmann- inn eða verkstjórann. Hins vegar var hann ljúfmannlegur í allri framkomu við sitt fólk, en krafðist skilyrðislausrar virðingar. Sem dæmi um það heimtaði hann að karlmenn tækju ofan höfuðföt sín þegar hann gekk framhjá þeim og skipti þá engu máli hvaða störfum þeir voru að sinna. Fljótlega var hafist handa við byggingu ibúðarhússins. Húsgögn voru keypt af fínustu gerð sem og annar búnaður. Samtímis var hafíst handa við ræktun skrúðgarða, eins og áður var nefnt. Líkt og margir samlandar hans hafði baróninn næmt auga fyrir fegurð. Eflaust hefur honum þótt Islendingar hirðu- lausir um flest sem augað gleður og þess vegna viljað sýna þeim gott fordæmi um fag- urt umhverfi. Honum tókst það sannarlega, því að fljótlega varð nokkur vakning um rækt- un blóma- og trjágarða i Borgarfirði. Þegar byggingu og búnaði hússins var lokið réð baróninn sér ráðskonu, sem hafði það hlutverk að sjá um heimilishald fyrir barón- inn, Richard Lechner frænda hans, og gesti þeirra. Ráðskonan var Elísabet Arnadóttir sem síðar giftist Sigurði Fjeldsted. Elísabet hafði í nógu að snúast við matar- gerð og gestakomur. Baróninn vildi hafa mik- ið við í mat og drykk og gera sem best við gesti sína. Neytti hann víns með öllum máltíð- um og var til þess tekið hve vínbirgðirnar voru fjölbreyttar. En víkjum nú að uppruna barónsins. Hann var sonur franska sendiherrans í Lima í Perú. Móðir hans var bandarísk af auðugum ættum, dóttir öldungadeildarþingmanns. Þau bjuggu í glæsilegri höll í Lima. Umhverfis höllina voru pálmalundir og gosbrunnar, sannkallað- ur ævintýraheimur fyrir ungan dreng að dvelja æskuár sín. Baróninn ungi var gæddur góðum tónlist- arhæfileikum, eignaðist ungur cello og lék oft fyrir gesti foreldra sinna. Hann hlaut uppeldi að hætti efnafólksins og var sendur í háskól- ann í Eton á Englandi, en þaðan höfðu út- skrifast margir af þekktustu aðalsmönnum Evrópu. Þar átti hann góða daga og kynntist nýjum hliðum á lífinu. Hann tók þátt í hinu ljúfa skemmtanalífi eftir því sem tækifæri gáfust. Naut hann fljótt mikillar kvenhylli. Glæsilegt útlit hans og persónutöfrar voru slíkir að kon- ur flykktust að honum. Fyrr en varði sigldi hann hraðbyri inn í hið ljúfa samkvæmislíf að- alsfólks og fyrirmanna víðsvegar um álfuna. Hann var fjölhæfur tónlistarmaður og eftir- sóttur sem slíkur. Þessi mikla athygli og kvenhylli hafði mjög slæm áhrif á viðkvæmt eðli hins unga manns. Hann var ýmist ölvaður af tónlist og þeirri hamingju sem hann upplifði við að sökkva sér niður í verk méistaranna og flytja þau með eigin túlkun og tilþrifum, eða þá að hann var gjörsamlega niðurbrotinn andlega af þung- lyndi og ástarsorg. En alltaf hafði hann næga fjármuni og þurfti aldrei að hafa áhyggjur af framfæri sínu. Þegar foreldrar hans létust með stuttu millibili ákvað hann að gerast tónlistarmaður. Hélt hann til framhaldsnáms í cellóleik í Þýskalandi og víðar. Glæst framtíð blasti við hinum unga tónlistarmanni. En nú tóku ýmsir erfiðir eiginleikar að gera vert við sig. Hann hneigðist til þunglyndis. Fjárhagsáhyggjur lögðust þungt á hann. í stað þess að horfast í augu við vandann hellti hann sé út í taumlaust hóglífi, leigði dýrar íbúðir, hélt veislur og bauð til sín gestum. Safnaði hann skuldum og lenti í alls kyns fjár- málabraski. Smám saman seldi hann allar eig- ur sínar, listmuni og ættargripi og var hund- eltur af skuldheimtumönnum. Þessi taumlausa óreiða leiddi til þess að hann glataði vinum sínum og er talið að hann hafi orðið fyrir sárum vonbrigðum í ástamál- um, þegar sú sem hann dáði mest hafnaði honum. Loks flýði hann frá Þýskalandi og öll- um skuldunum. Um þessar mundir, árið 1897, var baróninn 30 ára. Enn eitt skipbrotið hafði orðið í lífi hans og örvæntingin hafði hann á valdi sínu. En um það bil sem hann var að yfirbugast enn eina ferðina og sat á veitingahúsi í 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.