Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Blaðsíða 14
FLUGUR OG FJOLL - ÞRIÐJI HLUTI Myndlýsing: Andrés. EFTIR MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON Rit franska heimspekings- ins Jacques Derrida hafg vakið froðufellandi heift hefðfestumanna um árabil. Rætt hefur verið um ^óskiljanlegt þvaður", „sýndarmennsku", „froðu- snakk", „trúðshátt", „útúr- snúninga" og „rökleysur", svo fáein dæmi séu tekin. ATTATÍU og átta vetur eru gengnir frá því rit- gerð Þorvalds Thorodd- sen birtist og veður hafa skipast í lofti svo nokkru nemur; hinar sálsjúku andhetjur hafa verið leiddar til bókmennta- legs öndvegis, rifrildin úr Verðandi límdust saman fyrir löngu, og skáldið sem um var sagt að hefði dauðari augu en aðrir menn skipar nú virðulegan sess sjáandans í ís- lenskri bókmenntasögu. Andhetjumar hafa breyst í stórmenni sem sungið er lof í skóla- bókum á meðan sjaldan er minnst á frú Val- gerði og Þorvald náttúrufræðing, en út frá er því gengið, líkt og í seinasta þætti, að þau hafi verið slegin vitsmunalegri glámskyggni eða blindu. En ætli það sé allskostar rétt? Er alveg víst að hugmyndir okkar um andleg stórvirki séu í réttara hlutfalli við raunveru- leikann en fordæmandi skammsýni hinna dauðu? Ræðst fagurfræðileg skynsemi okkar ekki einnig af tilfínningahlöðnum fordómum um skáldiega og andlega snilld, hugmyndum sem bylgjast og falla? Era smásögur Gests Pálssonar svo dæmi sé tekið jafnmerkilegar núna og þær þóttu fyrir fáeinum áratugum, era þær safaríkari bókmenntir en Saga Olafs Þórhallasonar sem ekki var talin með skáld- skap til skamms tíma eða Landfræðissaga Þorvalds sem ekki telst enn til bókmennta? Menn skýra bókmenntalega samtíð sína nú sem forðum á líkan hátt því skáldum, heim- spekingum og rithöfundum er eftir sem áður raðað niður og þau metin út frá siðferðileg- um eða félagslegum verðmætum, oft með lík- ingum sem eiga sér upptök í liðnum tíma, annarri skynsemi og heimsmynd, enda hljót- um við að gera ráð fyrir uppátroðslu margra sögustiga, samlífí hugsunarhátta og þver- stæðum í þekkingarheimi hvers tíma. Allt annað er einfeldni sem einhverra hluta vegna virðist höfða til Kristjáns Kristjáns- sonar. Trúðleikarinn Rit franska heimspekingsins Jacques Derrida hafa vakið froðufellandi heift hefð- festumanna um árabil. Rætt hefur verið um „óskiljanlegt þvaður“, „sýndarmennsku", „froðusnakk“, „trúðshátt", „útúrsnúninga" og „rökleysur", svo fáein dæmi séu tekin. Sundurgerð Derrida á að vera tákn um menningarlegan faraldur sem brotist hefur fram í sundran sammannlegra verðmæta og altækri afstæðishyggju, niðurrifí sem er að sögn sprottin af hnignun tíðaranda líkt og tómhyggja nítjándu aldar, villuráfí og nei- kvæðni sem „kjaftastéttirnar“ hafa „ginið við“ í fáfræði sinni og einfeldni. Greina- flokkur Kristjáns Kristjánssonar er sein- asta dæmi um viðbrögð af þessu tagi, sam- bland vísvitaðs eða ómeðvitandi misskiln- ings, úrtínslu og hvatvísi, en aðferðarfræði Derrida er samkvæmt honum „efagjarn trúðleikur, tilgangslaust fálm“ (III) þar sem rifið er niður með glott á vör án þess boðið sé upp á nýjar lausnir, enda sé hvorki gengið út frá fastri miðju, uppsprettu gilda, meðvitund eða ásetningi höfundar né tilvís- un til endanlegrar merkingar eða ytri veru- leika; hvaðeina er „afstætt og afbyggjan- legt“ líkt og í „póststrúktúralisma" Foucaults. Sundurgerðarhugtakið (e.deconstruction) hefur verið túlkað á ýmsa vegu, í gamni og alvöru, enda tengist það oft og tíðum fjör- miklu niðurrifi, afhjúpun ábúðarfullrar orð- ræðu á sviði hugmyndafræði, skáldskapar og stjómmála. Þá er rétt að gera greinarmun á fræðilegri og alþýðlegri sundurgerð, en sú seinni er algeng í munnmælum og skopsög- um, almúgalegri fyndni þar sem beitt er „öf- ugri afbyggingu“, ef svo má að orði komast, eins og eftirfarandi saga frá árinu 1934 er til vitnis um: „Þér hljótið að þekkja andlit nátt- úrunnar í öllum hennar myndum", sagði skáldhneigð kaupstaðarstúlka við sveita- bónda kvöld eitt að sumarlagi, „hafíð þér ekki séð sólina ganga undir í logandi eldflóði eins og kviknað væri í öllum heiminum; hafði þér ekki séð mánann eins og dauðhræddan flóttamann á fleygiferð undan dimmum og drangalegum regnskýjum; og hafið þér ekki séð þokuna læðast niður fjallahlíðamar eins og þúsundir vofa sem allar böðuðu út hönd- unum?“ Þá greip bóndinn fram í, kinkaði kolli og sagði: „Jú, mig rámar nú í þetta, en það er svo langt síðan ég hætti að drekka, stúlka mín“. Nefna má fjölmörg dæmi um „sundurtekt" af þessu tagi frá ýmsum tímum, en þau bera til samans vitni um kómíska rökfræði sem hefur beinst jafnt gegn upphöfnum skáld- skap sem háfleygri hugtakanotkun, en þar með eram við komin inn á svið fræðilegrar sundurgerðar. Dæmið að ofan ber vitni um gagnrýninn grallarask.ap, lesið er gegn há- fleygri myndmálshefð sem tók sjálfa sig al- varlega til skamms tíma, en sundurgerð Derrida beinist aftur á móti gegn duldum myndhvörfum eins og fram er komið. Tala má um fræðilegan mótlestur, afhjúpun mót- sagna og skáldlegs leiks sem stöðluð túlkun hefur breitt yfir eða fellt í gleymsku. Sundurgerð og málskrúðsflsekjur Fræðileg sundurgerð hefur oft verið kennd við duttlungafullan leik tilviljunar- kenndra oftúlkana og hugdettna. Þá hefur stundum verið gerður greinarmunur á „rök- föstum“ og „villtum“ afbyggjendum, Derrida og Paul de Man annars vegar og Geoffrey Hartman hins vegar. Menn hafa jafnvel skipt verkum Deraida sjálfs í tvo flokka: heimspekileg verk sem byggjast á mark- vissri, rökfræðilegri greiningu hugtaka, og bókmenntaleg skrif þar sem reynt er að sundra andstæðu heimspeki og bókmennta, skynsemi og mælskulistar, með frjálslegum stílbrögðum og málskrúðsflækjum. Slík skipting er þó hæpin því starf Derrida hefur alla tíð beinst gegn hugmyndum um að heim- spekilegir og vísindalegir textar séu á ein- hvem hátt „sannari" en öðravísi textar, að rökvíst tungumál sé æðra myndhverfu mál- fari listar, fagurbókmennta og goðsagna. En slík skilgreining er reist á eldgömlum for- dómum um andstæðu sannleika og ímyndun- arafls: að heimspekingar setji endanleg sannindi fram á hlutlægan, rökfastan hátt, gagnstætt skáldum og stílistum sem beiti vísvitaðri flærð, ólmum líkingum og skáld- legum vélum í sannfæringarskyni. Skrif Derrida fela í sér uppgjör við heim- spekinga sem trúa því enn að hægt sé að skýra heiminn til hlítar; eða með orðum Ric- hards Rorty: hugsuðir eins og Derrida minna okkur á að heimspeki er í eðli sínu reist á skáldlegum líkingum. Því sannleikurinn er eins og reiðhryssa Gísla í Asum: „Að ríða henni, það er eins og að sitja á engu og halda í ekkert“. Tekið skal þó fram að tengsl skyn- semi og málskrúðs era flókin í ritum Derrida, enda getum við tæplega dregið undirstöður vestrænnar hugsunar í efa á vitrænan hátt sé heimspekin einungis „ein tegund skrifa“ og sundurgerðin aðeins safn hugvitssamlegra mælskuvéla. Þá má spyrja hvort myndræn uppákoma í rökleiðslu hljóti eðli málsins sam- kvæmt að grafa undan fræðilegu eða heim- spekilegu sanngildi hennar. Klipan Derrida hafnar hvergi rökfræðilegri að- ferð í nafni „skáldfíflamáls", eins og ráða má af greinaflokki Kristjáns, heldur sýnir hann, líkt og Nietzsche, að rekja má hugtök, and- stæður og flokkanir vestrænnar heimspeki til skáldskapar sem hún hefur barist við að gleyma eða breitt yfir í þágu eigin sjálfs- myndar. Heimspekingar hafa jafnvel greint á milli „ljósra“ og „myrkra“ hugmynda í þessu samhengi, sbr. „upplýsingarhugtak“ Kristjáns, en eins og Derrida hefur bent á þá byggist slík aðgreining á myndhvörfum því „hvernig gæti þekldng eða tungumál (ann- ars) verið ljóst eða myrkt“. Sumir bók- menntarýnar hafa hafnað rökfræðilegri að- ferð með öllu á grundvelli þessa; mynd- hvarfaeðli tungunnar sýnir, er sagt, að þvættingur heimspekinga um frumhugtök, skynsemi og sannleika er sem hver annar kýrfretur. Derrida hefur aftur á móti ekki haft slíkt í huga því í einni greina hans er einföldum umsnúningi hafnað og bent á að ekki sé mögulegt að ræða um sérstöðu, einkenni og hlutverk líkinga í heimspekilegum textum nema beitt sé hugtökum um myndhvörf. En þau eru sótt í „orðræðu heimspekilegrar skynsemi“ eins og það er orðað. Þegar mælskufræðin skilgreinir myndhvörf er heimspeki ævinlega á næsta leiti, samkvæmt þessu, stílbrögð og hugtök fléttast saman í bendu sem ekki verður leyst úr að hætti Ni- etzsches. Því hvort kom á undan eggið eða hænan? Og sé gengið út frá því að líkingar liggi hugtakamáli okkar til grundvallar þá er eftir að ákvarða í hverju „myndhverf mál- notkun“ felst, óháð kenningum heimspek- inga, skálda og bókmenntafræðinga um eðli og stöðu líkinga því þær byggjast óhjá- kvæmilega á fyrrnefndri andstæðu sem í þokkabót er tilbúin og fölsk. Eða eins og karlinn sagði: Mælti Amlóði eitt orð af viti og ekki af viti. Skriðsandar Þessi stutta lýsing sýnir vonandi að hugs- un Derrida á fátt skylt við „dólgaafbygg- ingu“ þar sem gildi hugtaka og rökfræði er nánast afneitað, þar sem hugtakabúnaði, skáldskap, mælskukúnst og mannvísindum er steypt saman í bendu. Derrida leggur þvert á móti áherslu á heimspekilega ná- kvæmni, að menn kryfji einstök vandamál til mergjar á röklegan hátt þótt um endanlegar lausnir sé sjaldan að ræða. Þá og því aðeins fáum við skynjað árekstra, mótagnir og eyð- ur í hugmyndum sem gegnt hafa hlutverki helgidóma í vestrænni heimsmynd. Fræðileg sundurgerð snýst því ekki aðeins um að sundra hefðbundnum andstæðum heimspeki og bókmennta, eins og ráða má af skrifum Kristjáns Kristjánssonar, enda mun hann eiga fleira sameiginlegt með „dólgaafbyggj- endum" en virðist við fyrstu sýn: í báðum til- fellum er gert ráð fyrir því að Derrida sé al- vöralaus mælskudrengur sem afneiti heim- spekilegum rökum, samkvæmni og greinar- mun sannra setninga. Þá er horft fram hjá því að Derrida hafnar heimspekihefð þar sem gerður er eðlismunur á skynsemi og til- finningum, skipulegu tali og hugarflugi, rök- fræði og mælskulist, enda er sannleikurinn að hans dómi fjölbreyttur, marglitur og mót- sagnakenndur; einstaklingurinn skoðar, skil- greinir og setur fram kenningar með hjálp rökfræði og vísindalegra lögmála í fullri vit- neskju um að þekking hans er, þegar allt kemur til alls, reist á sjónarmiði og mynd- máli. Derrida hafnar því framspekilegri tví- hyggju líkt og Nietzsche forðum; hann leiðir rök að fagurfræði þekkingartengsla, að merkingarheimur okkar er skriðsandur breytilegra túlkana, stöðug samræða þar sem brugðið er nýjum og nýjum grímum á veraleikann; eða með orðum Nietzsches:,cVið getum ekki annað en dáðst að þvi hvílíkur völundarsmiður mannskepnan er að reisa jafn óendanlega flókna hugtakahvelfingu á hreyfanlegum undirstöðum, svo að segja á rennandi vatni“. En táknar allt þetta að líf okkar sé í kjarna sínum sundurlaust ráf milli slitróttra merkinga? Sé svo þá er „póstmódemisma“ ekki um að kenna heldur framandleika sem hefur gegnsýrt daglegt líf og bókmenntir alla þessa öld, þrásækinni kennd þess að við séum á einhvern hátt boðflennur í undarlegri veislu trölla. Okkur hefur verið kennt að manneskjan sé afsprengi blindra þróunar- krafta sem ekki eiga sér vitrænt markmið, að upptök hennar, vöxtur, kvíði og vonir, trú og ástir séu afleiðing „tilviljunarkenndrar niðurröðunar atóma“, að hvert mannslíf sé dæmt til útslokknunar og mennsk viðleitni, ástríðueldar, hetjudáðir og listræn stóivirki hljóti að líða undir lok við líkamsdauðann og grafast undir rústum alheimsins í fylling tímans. Hvernig getur manneskjan varðveitt markmið sín ósködduð, spurði Bertrand Russell um seinustu aldamót, í framandleg- um og ómennskum heimi sem þessum? Höfundurinn er dósent við Hóskóla íslands. 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.