Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Blaðsíða 7
YFIRLITSSYNING A VERKUM SÆMUNDAR VALDIMARSSONAR I GERÐARSAFNI ar myndhöggvara. MARGRÉT SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR spiallaði við Sæmund og sýningar- stjórann, Guðberg Bergs- son, sem valdi verkin á sýninguna en á dögunum kom út bók eftir þann síð- arnefnda um ævi og verk Sæmundar, sem átti áttatíu ára afmæli á árinu. Morgunblaðið/Kristinn SÆMUNDUR Valdimarsson umkringdur styttunum sínum áður en þeim var raðað upp í sýningarsölum Gerðarsafns. ASÝNINGUNNI eru 80 verk í einkaeign og opinberri eigu, auk 30 nýrra verka sem seldust upp þegar á fyrsta hálftímanum eftir að sýningin var opnuð. Nýrri verkin eru öll unnin á síðast- Jiðnum tveimur árum en annars spannar sýningin mestallan feril Sæ- mundar Valdimarssonar eða allt frá því að hann fór að vinna styttur úr rekaviði snemma á áttunda áratugnum. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-18 og henni lýkur 13. des. nk. Fyrsta sýningin sem Sæmundur tók þátt í var sýning á alþýðulist sem Guðbergur Bergs- son stóð fyrir í Galleríi SUM og Asmundarsal í tengslum við Listahátíð í Reykjavík árið 1974. „Guðbergur var sá fyrsti sem keypti af mér verk,“ segir Sæmundur, sem kveðst vera sjálf- sprottinn listamaður en lætur sýningarstjór- ann um að útskýra hvað í því orðalagi felst. „Hann er sjálfsprottinn á allan hátt að því leyti að hann er ekki sprottinn upp úr neinum lista- jarðvegi, hann er ekki fæddur inn í þennan listaheim, hann hefur ekki gengið í gegnum skóla og hann hefur ekki notið neinnar þjálfun- ar. Og þar af leiðandi spretta þessi verk fram á hans eðlilega máta. Hann fylgir ekki neinum sérstökum stíl, þó að það megi auðvitað sjá á vissan hátt eitthvað sem hann hefur séð annars staðar, það kemur ekkert algerlega frá manni sjálfum,“ segir Guðbergur. Hafði ekki roð við konunni Frá því að Sæmundur tók þátt í alþýðulista- sýningunni 1974 hefur list hans verið í stöðugri þróun. „Það fór heill áratugur í alls kyns til- raunir," segir hann en fyrstu einkasýninguna hélt hann á Kjarvalsstöðum 1984. ,Áður hafði ég raðað upp myndum úr mislitum steinum og málað dálítið líka en svo þóttist ég sjá að það væru alltaf hundruð frístundamálara en kannski bara einn sem ynni úr rekaviði," segir Sæmundur. Hann vann lengi vaktavinnu í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi en hætti því þegar hann varð sjötugur og hefur síðan unnið eingöngu að styttunum. Eiginkona hans, Guð- rún Magnúsdóttir, hefur líka komið nálægt listinni og gerði lengi vel blómamyndir sem hún raðaði upp úr skeljum. Þegai- hér er komið sögu í samtalinu setur Guðbergur upp prakkarasvip og segir: „Svo er líka eitt leyndarmál í þessu, fyrst voru þau saman að vinna í þessu, konan hans og hann, og konan gerði myndir líka. Þegar Sæmundur sá að hann hafði ekki roð við konu sinni í myndlist, þá neyddist hann til þess að breyta til og fara að gera styttur - vegna þess að hún er mikill klaufi við öxina en hins vegar er hún afar góð að sauma í - svo það var eiginlega hún sem rak hann út í að gera stytturnar. Svona er nú sannleikurinn um þetta,“ segir Guðbergur og Sæmundur kveðst alveg geta skrifað undir það. Um verk Sæmundar á fyn-nefndri alþýðu- listasýningu 1974 segir Guðbergur að vissulega hafi ýmsir aðrii- verið betri. „En það var ein- hvern veginn þannig að hann hafði meira þol- gæði og líka þetta að Guðrún þjarmaði svo rækilega að honum. En hinir sem sýndu voru annaðhvort ógiftir, ekkjumenn eða konur og höfðu enga samkeppni og gáfusú þess vegna upp en hann hélt áfram.“ Síðan þetta var hefur Sæmundur sýnt stytt- ur sínar á fjölda sýninga, einn og með öðrum. Sýningin nú spannar sem áður sagði mestallan feril listamannsins. „Ég valdi þannig á sýning- una að hún gæfi sæmilegt yfirlit yfir verk hans, þannig að áhorfandinn gerði sér grein fyrir þróuninni í verkum hans og sæi líka um leið fjölbreytnina og samhengið í þessu öllu sam- an,“ segir Guðbergur. Efniviðinn sækir Sæmundur í fjöruna. „Framan af fór ég sjálfur á fólksbíl suður með sjó, m.a. í Grindavík á slóðir Guðbergs, en í seinni tíð hef ég mest fengið rekaviðinn vestan af Snæfellsnesi og Ströndum á vörubílum,“ segir hann. Auk rekaviðai-ins notar hann vír, sag, roð, laufblöð, lyng og fleira. Vinnustofa listamannsins er í bílskúrnum heima hjá hon- um og hann vinnur allt með handverkfærum. Þau eru ekki mörg; hefilbekkur, öxi, sporjárn og raspar. „Það eina sem snýst er lítil borvél." Þó að Sæmundur sé orðinn áttræður er langt frá því að hann sé að setjast i helgan stein. Hann segist að vísu vera að reyna að stytta vinnutímann eitthvað, með litlum ár- angri þó. „Ég held að það myndi nú ekki verða neitt betra ef maður settist í stól einhvers stað- ar,“ segir Sæmundur. „Það er ekki gott að segja hvað rekur mann áfram til að gera svona, jafnvel þegar maður á að vera sofandi, en eitt af því er tvímælalaust það að sjá aðra gleðjast og fara brosandi út af sýningum." Um karl sem gekk ekki úl og breyttist i konu Þegar litið er yfu- styttur Sæmundar sést að konur eru þar í miklum meh-ihluta. Á stangli má sjá einstaka karl og eitt og eitt bax-n slæðist með en kvenkynið er tvímælalaust ráðandi. Hvers vegna skyldi það vera? „Já, körlunum hefur farið fækkandi, þeir gáfu ekki nógu góða raun. Ég veit ekki hvort það er vert að vera að tala um kynskiptinginn sem er þarna uppi,“ segir Sæmundur og bendir hikandi. „Ef menn vilja fræðast um kynskiptinginn held ég að það sé langbest að þeir lesi um hann í bókinni, því þar er sagt nákvæmlega frá því öllu saman. Það er dálítið löng saga sem er eiginlega ekki hægt að rekja hér,“ segir bókarhöfundurinn leyndai-dómsfullur. Til að svala foi-vitni lesenda Morgunblaðsins skal þess þó getið að umrædd- ur kynskiptingur er stytta sem upphaflega var karl en gekk ekki út, hversu oft sem hún var sýnd. Þá ákvað Sæmundur að breyta karlinum í konu og á næstu sýningu var slegist um hana. „Þetta undirstrikar kannskj hve karlmenn eiga erfitt uppdráttar,“ segir Guðbergur. „Annars hef ég svarað því þannig til þegar ég er spurð- ur hvers vegna ég geri frekar konur að það sé af því að konum líki svo vel að láta handfjatla sig, en körlunum kannski síður,“ segir Sæ- mundur. Ekki kynverur en hafa kynþokka Guðbergur telur sig vita skýringuna á þessu með karlana og konurnar hjá Sæmundi. „Ég held að þetta sé ekki fælni sem stafi af því að þetta séu karlmenn, heldur fælni við kynfærin, einhvers konai- kynfærafælni. I sígildri högg- myndalist voru til mjög strangar reglur um hvernig þau ættu að vera og Michaelangelo fylgdi mjög þeh-ri reglu. En þegar þessi kyn- færi eru þá eru þau ekki samkvæmt þessari sí- gildu reglu um gerð þeirra. Og það er í öllu, konan er sýnd nakin en karlmenn eru afar sjaldan sýndir naktir. I sígildri myndlist þar sem kynfæri konu voru feimnismál þá var alltaf einhver slæða sem fauk fýrir kynfærin. En þá voru karlmenn naktir, til dæmis í Sköpuninni efth- Michaelangelo sem er í Vatikaninu, þai- er Adam nakinn. Kynfærin mega sjást en þau eru gerð samkvæmt þessari sígildu reglu. Hann er ekki kynvera, hann er eiginlega barn, en karl- maður sem kynvera er ennþá eiginlega í banni,“ segir hann og bætir svo við: „En þessar fáu styttur sem Sæmundur hefur gert af karl- mönnum, það er ekki beinlínis hægt að segja að þær séu kynverur. Konurnar eru reyndar ekki heldur kynverur en þær hafa kynþokka. Og kynþokkinn er mjög vel þeginn í list, en ekki kynveran sjálf. Það er mjög erfitt að búa til karlmann sem hefur bara kynþokka, hann er fremur kynvera, en það er auðveldai-a með kon- una.“ Fellst Sæmundur á þessa lærðu skýringu sýningarstjórans? „Ja, hún er ekkert verri en hver önnur, svo ég geri það,“ segir hann. „KONUM LIKAR SVO VEL AÐ LÁTA HANDFJATLA SIG" I Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, stendur nú yfir yfirlitssýning á verkum Sæmundar Valdimarsson- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.