Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Page 11
eftir Indriða Einarsson 1907.
íða ásamt föruneyti upp Hverfisgötu, en af þessu til-
liðar.
ÁSGRÍMUR Jónsson: Hekla, 1909. Landið var hvað sem öðru leið fagurt og frítt, en flest óbreytt í aldaraðir og torfbæirnir í Eystrihrepp kúrðu
enn í þýfðum túnum, vallgrónir og líkt og hluti af landinu.
danska ráðuneytið fór frá að íslenski ráðherr-
ann sat áfram. Allt þetta mál var því stormur
í vatnsglasi. Seinni hluti ályktunarinnar er
áskorun á Alþingi um að hafna ritsímasamn-
ingnum en taka í staðinri tilboðum loftskeyta-
félaganna um loftskeytasamband. Það er
erfitt að tengja þessi tvö mál saman og því
verður að líta svo á að stjórnarskrármálið hafi
fyrst og fremst ýtt mönnum til þessara að-
gerða, enda þjóðernishyggjan á þessum árum
að gagntaka íslenskt samfélag.
Gengið var til stjórnarráðsins og bættust
þá í hópinn fjöldi Reykvíkinga þannig að þátt-
takendur skiptu hundruðum. Hannes Haf-
stein tók þessi mótmæli að sjálfsögðu ekki til
greina og varð ekki meira úr þessu máli.
Blaðamannaóvarpið og
konungskoman 1907
Þó heimastjórn væri fengin var almennt að-
eins litið á það fyrirkomulag sem áfanga í
sjálfstæðisbaráttunni. Árið 1906 voru kröfur
orðnar háværar um að enn yrði gengið til
endurskpðunar á stöðu' íslands gagnvart Dan-
mörku. í hinu svonefnda blaðamannaávarpi,
sem sex ritstjórar, sem sumir höfðu verið
svarnir andstæðingar í stjórnmálum, sendu
frá sér segir: „Island skal vera frjálst sam-
bandsland við Danmörku, og skal með sam-
bandslögum, er Island tekur óháðan þátt í,
kveðið á um það, hver málefni íslands hljóta
eptir ástæðum landsins að vera sameiginleg
mál þess og ríkisins. I öllum öðrum málum
skulu íslendingar vera einráðir með konungi
um löggjöf sína og stjóm og verða þau mál
ekki borin upp íyrir konung í ríkisráði Dana“.
Þegar Friðrik VIII kom í heimsókn til lands-
ins árið 1907 tilkynnti hann um skipan nefnd-
ar til að endurskoða stöðu íslands í veldi
Danakonungs. í nefndinni sátu 13 danskir
þingmenn og 7 Islendingar. Sambandslaga-
nefndin skilaði af sér tillögum í maí 1908. Þar
segir að ísland skuli vera frjálst og sjálfstætt
land en utanríkismál og hermál fari Danir
með í umboði Islendinga um ótiltekinn tíma.
Þessar tillögur vöktu strax hörð viðbrögð á
íslandi og voru það fyrst og fremst ákvæðin
um að Danmörk og ísland séu tveir hlutar úr
einu alríki og utanríkismál og hermál falin
dönsku valdi, sem ollu hinni hörðu andstöðu.
Einnig var mörgum þyrnir í augum að gagn-
kvæmur þegnréttur skyldi ríkja og að danski
fáninn yrði áfram verslunarflagg Islands.
Kosið um Uppkaslið
Kosningarnar í september 1908 snérust
fyi'st og fremst um tillögur sambandslaga-
nefndarinnar, sem nú gengu undir nafninu
Uppkastið. Frambjóðendur stóðu og féllu
með afstöðu sinni til þess. Öll önnur mál féllu í
skuggann. Stuðningsmenn Uppkastsins guldu
mikið afhroð og náðu 24 frumvarpsandstæð-
ingar kosningu en 10 fylgjendur. Uppkastið
riðlaði gjörsamlega þein-i flokkaskiptingu
sem áður hafði verið. Þetta mál var reyndar
ekki það eina sem hristi upp í íslenskum
stjórnmálum þetta ár því kvennalisti, sem
boðið hafði fram lista með fjónim konum í
"Kjötpottur landsins’,
HARKAN í pólitíkinni hefur sjaldan verið meiri en á fyrsta tugi aldarinnar, einkum í ráðherra
tíð Björns Jónssonar. Pólitiskir andstæðingar hans gáfu út á sérstöku bréfspjaldi þessa
skopmynd af Birni við „Kjötpott landsins" þaðan sem hann deilir út bitunum.
BYLTING á skrifstofunni: Ritvélin tekin i notkun í heildverziun í Reykjavík 1909.
I
h
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998 1 1