Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Qupperneq 13
ERLENPAR
BÆKUR
HEGEL
Hegel fUr Anfanger - Phánomen-
ologie des Geistes. Eine Lese-Ein-
fiihrung von Ralf Ludwig. Deutscher
Taschenbuch Verlag 1997.
Hegel - Ausgewahlt und vor-
gestellt von Giinter Schulte. Heraus-
gegeben von Peter Sloterdijk.
Deutscher Taschenbuch Verlag 1998.
Fyira ritið er gefið út í ritröð dtv-
útgáfunnar „Philosopie fiir Anfánger“
og hafa komið leiðbeiningamt af
þeim toga um Kant og Nietzsche.
Seinna ritið er úrval úr verkum
Hegels. Fyrra ritið er 204 blaðsíður,
það síðara 495 blaðsíður.
Georg Friedrich Hegel fæddist
1770, lést 1831. Hann fullmótaði eða
fullkomnaði þýsku hugmyndafræðina
og leitaðist við að kortleggja manns-
hugann og þar er „Phanomenologie
des Geistes" lykilrit. Kom út 1807.
Meðal frægustu sporgöngumanna
Hegels, reyndar með ákveðnum fyrir-
vörum, var Karl Marx - sneri honum
við - en kveikjan að heimspekilegri
réttlætingu kenninga Mai-x er að
finna í ritum Hegels, þótt heimspeki
hans sé margfalt margþættari og
dýpri en útlistun Marx á sumum
kenningum hans. Söguheimspeki
Marx er hluti söguheimspeki Hegels.
Munurinn á skoðunum og kenningum
þessara höfunda er að grunni til fólg-
inn í viðhorfinu til einstaklingsins.
Þótt Hegel geri gang sögunnar að ör-
lagavaldi er það fyrst og síðast ein-
staklingurinn sem mótar þá þróun.
Marx telur gang sögunnar hafinn yfir
vilja einstaklingsins, hann sé aðeins
verkfæri „hinnar sögulegu þróunar"
sem stefni í sinni „inexorabilíu“ til
framtíðarríkis kommúnismans. Lykil-
rit Hegels er „Phenomenologían...“
gerð og eðli og starf - hugsun - ein-
staklingsins, þar sem sagan mótast.
Heimsandinn er grunnur framvind-
unnar og allt stefnir að aukinni skyn-
semi. Sagt er að Hegel hafi mælt þeg-
ar hann leit Napóleon koma ríðandi í
fylkingarbrjósti hersveita sinna inn í
Jena: „Þar má líta heimsandann - á
hestbaki." Hann taldi einnig að prúss-
neska konungdæmið væri fullkomn-
asta stjórnarform í heimi í upphafi 19.
aldar.
Phenomenologían er talin vera eitt-
hvert erfiðasta verk heimspekinnar
til skilnings, sumir höfundar telja -
Kojeve - að með ritinu hafi verið
svarað og öll örlög mannheima hafi
verið kortlögð og sagan væri þar með
ákveðin og öll vandamál mannanna
endanlega leyst, „sögunni var lokið“.
Ralf Ludwig gerir mönnum ljóst í for-
mála að „að lesa Hegel“ sé meira en
erfitt og að þeir sem segist hafa lesið
hann og skllið, fari með vafasamar
staðhæfingar. Til þess þurfi leiðsögn
og hana ítarlega sem Ralf Ludwig
leitast við að gera ljósa grein fyrir.
Kveikjan að verkum Hegels er
kenningar Kants um meðvitund og
egóið - sjálfið. Fichte, Schelling og
Hegel eru arftakar hans og af þeim er
Hegel fremstur í skýrri skilgreiningu
sleipra hugtaka og þar með brýtur
hann blað í þýskri hugmyndafræði,
sem rökgreinaheimspekin viðurkenn-
ir ekki, þar gildir reiknistokkurinn og
kvarðinn.
Vissulega kennir áhrifa þýsks
mystisisma í heimsmynd Hegels,
áhrifa frá Jacob Böhme og panþeisma
Spinosa og lengra aftur má finna
kveikjuna hjá neo-platonistum og
Proclusi.
Hegel í útgáfu Peters Sloterdijk er
gefinn út í ritröð dtv, „Philosophie
jetzt“. Hér eru birtir kaflar úr þýð-
ingarmestu ritum Hegels auk bréfa
og fyrirlestra í úrvali. „Phenomen-
ologían“ og „Encycklopædie der Wis-
senschaften" eru hér drjúgar. Bæði
þessi rit eru ágætlega unnin og mjög
þörf.
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
í w.,.
HJÖRTUR PÁLSSON
HJÓL
ÍGRASI
Tíminn og vatnið
hafa orðið hér eftir
í mynd hjóls
og hélu á stráum
raunverulegri
tímanum sem líður
vatninu sem rennur
raunverulegri öllu
sem á verður þreifað
frosið andartak
fai’ins vegar
og hvergi til
nema þar.
Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók Hjartar
Pálssonar, úr Þegjandadal, sem Iðunn
gefur út. Kveikja Ijóðsins var Ijósmynd
Kristjáns Logasonar sem hér fylgir með.
SÖLVI BJÖRN
SIGURÐARSON
SKAKKI
TURNINN
í PÍSA
SIGFRÍÐ
ÞÓRISDÓTTIR
í ÞÖGN
NÁHÚR-
UNNAR
ÁSTA
SVAVARS
ÚTTEKT
Á ÁSTAR-
SORG
Þú halhir enn og hnígur mótijörð,
þín hrösun gerir tilvist þína ríka.
Þú býrð íleynum við þann heimsins harm
að hægfara dauði þinn er líf þitt líka.
Þú leist í grunnri glapsýn þessa tign,
á gullnu torgi íPísa staðþér valdir.
Á gljúpum sandi í rökkri reikuls falls
rís þitt líf og frægð í gegnum aldir.
En einhvern dag í draumi sólarlags,
er dauðinn vís, þú býrð við hættu slíka.
Á feysknum grunni fallvaltleiks og táls
er fall þitt kveðið, þú munt hrynja líka.
Þitt hlutskipti er að hljóta þennan dóm:
Þú hrynur er þinn máttur fer að dvína.
Og eftir stendur aðeins nakin auðn
og engin jarðnesk merki um tilvist þína.
Bergið
sem bíður
að leysast
úr vitundarlegu fangelsi
Stráið
sem þroskast
til lífsins
um meðvitaða samábyrgð
Kýrin
sem jórtrar
af þolinmæði
í auðmýkt og undirgefni
Maðurinn
sem krossfesti
vitund sína
við legstein efnsins
SáUn
sem týndist
ímyrkri
efnishyggj unnar
Ég fómaði sígarettunni
á sama tíma og þér.
Og satt best að segja
þá sakna ég rettunnar
mun meira en þín.
Því ég vissi það alltaf
að hún myndi Ieiða mig
til dauða.
En ég var ekki viss
um þig.
ÚTTEKT
Á ÁSTAR-
SORG2
Nú þegar þú ert búinn
að hakka hjarta mitt í spað
steikja það á pönnu
en hefur ekki lyst á því
og lætur liggja undir skemmdum.
Værirðu þá nokkuð til í
að skila mér því?
Höfundurinn er námsmaður í Frakldandi.
Höfundurinn er iðnrekandi.
Höfundurinn býr í Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998 1 3