Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Qupperneq 15
MENN ERU eru hluti af náttúrunni og lifa af henni, í sátt við hana. Þá siðfræði ætti að vera unnt að kynna héðan úr norðrinu.
Á ÁRI HAFSINS
ÍSLAND OG
NORÐURSLÓÐIR
EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON
ísland liggur miðsvæðis á norðurkollu. Hér ættu því að
verða til „arktískar" skrifstofur og stofnanir sem sinna
sérstökum verkefnum
FÓLKIÐ á norðurslóðum er börn langra veturnótta og skammærrar en mikillar sumarbirtu, lifir
fyrst og fremst af veiðum og afurðavinnslu eða landbúnaði og á sér rætur langt aftur í aldir
með tilheyrandi traustum grunni menningar og lífshátta. Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson.
ISJÖ greinum í Lesbók Morgunblaðsins,
á ári haí'sins, hefur verið fjallað um
norðurslóðir í margvíslegu samhengi.
Með norðurslóðum er þá jafnan átt við
Grænland, ísland, Færeyjar, norður-
hluta Skandinavíu, norðm’hluta Rúss-
lands, alveg austur um, Alaska og norð-
urhéruð Kanada. Fókið sem byggir
þessi strjálbýlu svæði lifir á mörkum lífvæn-
legra svæða, sumt hvert. Það er börn langra
veturnótta og skammærrar en mikillar sumar-
birtu, lifir fyrst og fremst af veiðum og afurða-
vinnslu eða landbúnaði og á sér rætur langt
aftur í aldir með tilheyrandi traustum grunni
menningar og lífshátta. Tilraunir til að gera
þjóðlífsþætti eða fólkið sjálft að innanstokk-
munum suðlægari slóða og annarra hefða eru
oftast úr takti við raunveruleikann. En þjóðir
norðurslóða eru heldur ekki eins og einangruð
eylönd. Þær breytast og taka þátt í ákveðinni
samþættun heimsins; en vonandi sem lengst á
sínum eigin forsendum.
ísland er hlwti heildar
ísland er óumdeilanlegur hluti norðurslóða.
Ekki þarf annað en að skoða verklag okkar,
lífshætti, samþættun sjávar og mannlífs, takt
mannlífsins yfir árið og endalaus átök afdala-
mennsku og heimsmennsku, er einkenna þjóð-
lífið, til þess að sjá í Islendingnum veiðimann-
inn sem rakst upp á skakkt sker og leitar líkt
og óður væri eftir afla og viðurkenningu. En
að slíkri alhæfingu slepptri stendur eftir að
hagsmunir Islendinga og hinna norðurslóða-
búanna fara greinilega saman. Staða þeirra
gagnvart stóru efnahagsblokkum er lík. Hætt-
an af mengun og skyndilegum umhverfis-
breytingum er svipuð. Óvissa um leiðir inn í
framtíðina er sameiginleg. Islendingar taka
enda virkan þátt í samstarfi á norðurslóðum.
Samstarf Norðurlandaþjóðanna á sér langa
sögu en síðustu 1-2 áratugina hefur víddin
aukist og norðurkollan vaxið saman í heild þar
sem nokkrar eða allar þjóðirnar vinna saman á
margs konar vettvangi. Einna lengsta sögu á
sér samstarf þjóðanna í vísindum og rann-
sóknum. Það hefur kristallast í IASC (Alþjóð-
legu vísindanefndinni um rannnsóknir á norð-
urskautssvæðinu) frá 1989. Þremur árum síð-
ar samþykktu stærstu löndin áætlun til vernd-
ar norðurheimskautsumhverfinu (AEPS) og
hefur ísland komið að hlutaáætlunum hennar.
Og nú nýverið hefur svo Norðurheimskauts-
ráðið, með aðild allra, tekið til starfa en með
því hefur heildarsamstarf hafist upp á milli-
ríkja- og ríkisstjórnarstig. Hér innanlands
hafa málefni norðurkollu verið í margra hönd-
u.n, bæði ráðuneyta og stofnana, auk einstak-
linga. Lengst af hefur hvorki verið til sérstök
skrifstofa eða stofnun um málefni norðursins
né fulltrúar á milliríkjastigi. Þetta hefur nú
breyst. I ráðuneytum og sumum ríkisstofnun-
um hafa menn fengið verkefnum eða umboð-
um úthlutað, t.d.í utanríkisráðuneytinu, og nú
á þessu ári (1997) var Stofnun Vilhjálms Stef-
ánssonar komið formlega á fót (á Akureyri).
Hún á að samþætta ýmsa starfsemi sem lýtur
að rannsóknum og samskiptum á norðurheim-
skautssvæðinu, efla þátttöku okkar í samstarf-
inu þar og vera ráðuneytum innanlands til
ráðgjafar, halds og trausts. Að sönnu er stofn-
unin enn fáliðuð en það kann að breytast.
Verkefni á norðurslóðum
Þegar um er að ræða stór landsvæði, marg-
ar þjóðir og mikla ábyrgð, að hverju er réttast
að vinna? Okkur mönnunum fjölgar hratt og
stórar efnahagsheildir og stórfyrirtæki teygja
sig æ lengra eftir afrakstri fjárfestinga sinna.
Þrýstingur á jarðarsvæði eins og norðurslóðir
vex jafnt og þétt. Við getum því hvorki lokað
okkur frá umheiminum eða litið svo á að við
ein höfum leyfi til þess að njóta náttúrunnar
hér nyrðra og þess sem hún gefur af sér. En
norðurslóðabúar geta sett fram sín viðmið og
barist fyrir því að þeim verði fylgt. Nokkur
þessara viðmiða eru sem hér segir:
1. Varðveisla náttúrunnar - sjálfbær nýting
náttúrunnar. Með þessu er átt við að ekki
verði gengið á auðlindir nema að því marki
sem þær endurnýja sjálfar sig. Skilgreina þarf
nýtingu í sátt við náttúruna á sviði iðnaðar,
veiða, landbúnaðar, ferðaþjónustu og náttúru-
verndar.
2. Mannvirki í lágmarki - þróun náttúru í
samræmi við ytri skilyrði. Skipulagsmál á
norðurslóðum eru enn á æskustigi. Mjög víða
er mannvirkjagerð næsta stjórnlaus eða
stjórnlítil. Miklu varðar að varðveita víðerni
vegna þýðingu þeirra í gróður- og dýraríki
jarðar, vegna áhrifa þeirra á veðurfar og
vegna mikilvægis í ferðaþjónustu.
3. Varðveisla og nýgerð menningar. Þjóðir
norðurslóða og þá hvað helst frumbyggjar
beggja vegna Atlantshafsins eiga að geta nýtt
sjálfsákvörðunarrétt sinn í þágu þeirra fjöl-
breytni og hagsældar sem fólk kýs á lýðræðis-
legan hátt. I því er fólgin efling hvers kyns
menningarstarfs og menningarsamskipta.
Þannig standa þjóðirnar og frumbyggjarnir
keikir í nútímanum.
4. Miðlun upplýsinga um menningu, þjóð-
hætti, náttúrunytjar og náttúruna sjálfa. Upp-
lýsingar héðan að norðan, t.d. um umgegni við
náttúruna lifandi og dauða eiga brýnt erindi
„suður“; til allra þeirra sem lifa við hástig vél-
væðingar, skipulagningar og þrengsla. Raun-
sæjar upplýsingar um auðlindir, varkámi við
nýtingu þeirra og um lífheim heimskautaslóða
þurfa að berast sem víðast. Menn eru hluti af
náttúrunni og lifa af henni, í sátt við hana. Þá
siðfræði ætti að vera unnt að kynna héðan úr
norðrinu.
Hlutverk íslands
Erfitt er að áætla hve miklu fé Islendingar
eyða í heild til samstarfs á norðurslóðum. Það
fer mjög víða fram og seint unnt að tína til allt
sem kemur við sögu. Hitt er vafalítið að meiru
mætti kosta til. Hér verður þó ekki lögð til
heildarupphæð. I stað þess verður stungið upp
á starfssviðum sem íslendingar ættu að sinna
af því frumkvæði og afli sem þeir geta stund-
um státað sig af.
1. Vísindasamstarf.
í raun hafa margs konar vísindarannsóknir
gildi sem sérstök norðurslóðavísindi af því
einu að þær fara fram hér eða snúast um við-
fangsefni sem eru íslensk. Og oft eru rann-
sóknir bæði þverfaglegar og unnar í samvinnu
manna á Norðurlöndum eða víðar að. Hér er
hins vegar fyrst og fremst átt við rannsóknir
sem eru settar sérstaklega í hnattrænt sam-
hengi á norðurslóðum og leita er svara við til-
gátum eða spurningum sem varða tvær eða
mun fleiri þjóðir á heimskautasvæðunum. Sem
dæmi mætti nefna sérstakt samstarf sagn-
fræðinga sem halda viðamiklar ráðstefnur um
sagnfræði heimskautasvæðanna í löndunum á
norðurslóðum Sérfræðingar um veðurfar og
hafstrauma, jökla og ísaldarjarðfræði skoða
sín viðfangsefni saman og efna til samstarfs-
verkefna. Þannig mætti áfram telja. Þetta
samstarf á að efla með alþjóðlegri samskipta-
miðstöð til eflingar bæði hugvísinda og raun-
vísinda: með sérstökum framlögum ríkis-
stjórna sem í hlut eiga, t.d. til fimm ára í senn.
Samtök sérfræðinga geta verið til ráðgjafar
um hvernig svona framtak getur orðið öllum
rannsóknaaðilum til góðs umfram núverandi
norrænt samstarf, Barentshafssamstarf
o.s.frv. Til dæmis mætti tvískipta Stofnun Mil-
hjálms Stefánssonar í þessu skyni.
2. Menningarstarfsemi.
Til eru norrænar stofnanir í minnstu Norð-
urlöndunum sem miðla menningu. Það dæmi
sýnir að skipulögð, stofnanabundin stai’fsemi
af þessu tagi reynist ágætlega. Koma þarf upp
norðurslóðamenningarstofnunum (Arctic
cultural foundations) í öllum löndunum sem að
framan er getið. Þar sem 'eru norrænar stofn-
anir fyrir ætti að vera auðvelt að samtengja en
í hinum stærri Norðurlöndum, vestan hafs og í
Asíu væri ein stofnun sett á laggirnar. í öllum
tilvikum væri hlutverk þeirra að greiða íyrir
kynningu á menntun og menningu landa og
þjóða sem byggja norðrið. Norðurskautsráðið
gæti fjármagnað starfsemina í samvinnu við
fyrirtæki, stofnanir og félög í aðildarlöndun-
um. Ekki væri um stærri einingar að ræða en
norrænu húsin og átakið því hvorki of dýrt né
skrifræðiskennt. Auk þessa á að efla samstarf
skóla með beinum hætti.
3. Mengunarvarnir.
Nú þegai- á sér stað víðtækt samstarf í
mengunavörnum. En betur má ef duga skal.
Heimskautalöndin þurfa að gera með sér sér-
stakt samkomulag með markmiðum að ná. t.d.
fyrir árið 2010 og leggja af stað með rann-
sóknir og tillögugerð á svipuðu formi og ritið
„Heimskautasvæði Norðurlanda - ósnortið,
ofnýtt, mengað „ sem Norræna ráðherra-
nefndin lét vinna 1996. Þar er enn eitt verkefni,
Heimskautaráðsins og þá í samvinnu við IASC
(Alþjóðlega vísindanefndin um rannsóknir á
norðurslóðum). Þannig þróa menn AEPS-
áætlunina og aðrar skyldar henni.
4. Miðlun.
Mikið vantar upp á að upplýsingamiðlun um
hvers kyns vísindaverkefni, rannsóknafram-
vindu, niðurstöður og aðgerðir geti talist næg.
Það á bæði við um miðlun til almennings, til
stjórnmálamanna og milli sérfræðinga sem
málin varða. Með því að nýta prentefni, sjón-
varpsefni og tölvuefni er hægt að mai-gfalda
flæðið og breiða úr því. Hér er ekki um tilraun
til að stýra vísindum og rannsóknum, heldur
einungis átak til að miðla því sem fram fer. Sé
t.d. haldin ráðstefna um sögu 19. aldar á norð-
urslóðum, kemur fram mikið af merkilegum
og mikilvægum upplýsingum. Töluvert kostar
að miðla því vítt og breytt, hvetja til dagskrár-
gerðar á grunni þess, styrkja útgáfu efnis
o.sfrv. o.s.frv. Fagfélög, einstakar stofnanir
eða skólar eru alla jafna ekki nógu fjársterk til
þess að sinna þessu eins og vera ber. Miðlun-
ina verður því að skipuleggja og kosta.
Af þessari upptalningu má sjá að Norður-
heimskautsráðsins og ríkisstjórnanna og ým-
issa stofnanna bíður ærið verkefni ef svona
sjónarmið hljóta hljómgrunn. Island liggur
miðsvæðis á norðurkollu. Hér ættu því að
verða til „arktískar" skrifstofur og stofnanir '
sem sinna ofangreindum verkefnum ásamt
með ráðinu en lagt hefur verið til að miðstöð
þess verði hér á landi. Auðvelt er að sjá fyrir
sér skrifræðisbákn eða embættismanna-
klúbba, hafi menn fyrirfram neikvæða afstöðu
til þess að stofnanabinda samstarfið enn frek-
ar í norðrinu. Hitt er jafn víst að samtíðin ýtir
á að þessi heimshluti bæði verjist og taki undir
sig stökk fram á við inn í næsta árþúsund með
jákvæðum framlögum til heimsmenningarinn-
ar og í þá átt að gera hagkerfi heimsins mann-
legri og náttúruvænni en þau eru. Til þess
þarf lágmarksskipulag.
Höfundur er jarðeðlisfræðingur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998 1 5