Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Side 16
KARLSHASKOLI I
HÁLFA SJÖUNDU ÖLD
EFTIR
HELGA HARALDSSON
ÁTTURNAR í SÖGU TÉKKA
Það var menningarfröm-
uðurinn Karl keisari IV
sem stofnaði fyrsta há-
skóla í Evrópu norðan
Alpafjalla og austan Rín-
arfljóts árið 1348. Við
stofnun Karlsháskóla eins
og hann hefur verið
nefndur, voru fjórar
deildir: Frjálsar menntir,
lögfræði, læknisfræði og
guðfræði. Þar eru nú 16
deildir en Dessi Frægi
skóli hefur e cki alltaf siglt
sléttan sjó.
Atta er örlagatala í sögu tékk-
nesku þjóðarinnar. 1618 gerðu
tékkneskir aðalsmenn sem að-
hylltust mótmælendatrú upp-
reisn í Prag. Hún hófst með
því Tékkamir köstuðu lands-
stjórum hins kaþólska, þýska keisaravalds út
um glugga í kastalanum í Prag.
Þetta varð upphaf þrjátíu ára stríðsins,
sem batt enda á alla sjálfstjóm Tékka eftir
ósigur þeirra í orastunni við Hvítafjall (Bíla
hora) 1620. Mótmælendatrú sem átti sterk
ítök meðal landa Jans Húss varð að þoka fyr-
ir kaþólsku; þýska varð allsráðandi á opin-
beram vettvangi. Hinir kaþólsku kennimenn
gerðu sitt til að þjarma að tékkneskri tungu,
sem á blómaskeiði sínu hafði verið milliríkja-
mál í Mið-Evrópu.
Arið 1848 kom fyrsta Allsherjarþing Slafa
saman í Prag. Þá var byltingarástand víða í
Evrópu eins og kunnugt er, og fór Prag ekki
varhluta af. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda
urðu til þess að Slafaþingið leystist upp og
varð lítið um árangur.
Sextíu árum síðar, 1918, öðlaðist
Tékkóslóvakía sjálfstæði, sem Hitler batt
enda á 1938.
Enn liðu tíu ár. 1948 tóku kommúnistar
völdin í Tékkóslóvakíu. Kalda stríðið komst í
algleyming.
Að tveim áratugum liðnum, 1968, kom
Pragvorið með fyrirheitum sínum og von-
brigðum.
Flauelsbyltingin 1989 kom einu ári of seint
til að skipa sér í flokk „örlagaáttnanna“.
Á því herrans ári 1998 var svo 6. Allsherj-
arþing Slafa haldið í Prag - 150 áram eftir
hið fyrsta. En jafnframt héldu Tékkar upp á
650 ára afmæli fyrstu merku áttunnar:
Stofnunar Karlsháskóla 7. apríl 1348.
Karl keisari f jórði
Á ofanverðum miðöldum hafði Bæheimur
um langan aldur víðtæka sjálfstjórn sem eitt
af kjörfurstadæmum þýska keisaraveldisins
„Hins heilaga rómverska ríkis“ („sem hvorki
var heilagt né rómverskt“). Á stundum ríktu
Bæheimskóngar einnig yfir Póllandi og Ung-
verjalandi.
KASTALINN. Örin bendir á hús merkt B. Þar lentu þeir Slavata og Martinic ofan í mykjuhaug og þrjátíu ára stríðið gat hafist.
PRAG þykir með fegurstu borgum Evrópu. Útsýni til Kastalans frá Karlsháskóla.
MENNINGARBORG í miðri Evrópu: Prag á 19. öld.
Sonur Jóhanns af Lúxembúrg, Karl IV,
settist í hásæti keisaradæmisins árið 1346.
Hann flutti aðsetur keisaranna til Prag
(móðir hans var af tékkneskum ættum) og
með honum hófst mikið blómaskeið í sögu
Bæheims. Þótt Karl væri keisari hins þýsk-
rómverska ríkis, leit hann íyrst og fremst á
sig sem tékkneskan konung, og 1356 fékk
hann páfalega staðfestingu („gullna búllu“) á
því að Bæheimskóngur skyldi vera æðstur
kjörfurstanna, sjálfstæði Bæheims var árétt-
að og biskupsstóllinn í Prag var gerður að
erkibiskupssetri. Auk þess jók Karl Bæheim
að löndum, og stendur mikill ljómi af nafni
hans í tékkneskri sögu, enda nefndur Pater
patriae, faðir föðurlandsins.
Tilurð og viðgangur Karlshóskóla
Það var engin tilviljun að þessi menning-
arfrömuður skyldi stofna fyrsta háskóla í
Evrópu „norðan Alpafjalla og austan Rínar-
fljóts" í Prag, sem á 16. öld hlaut viðurnefnið
Hin gullna (Praga aurea) og ber enn með
réttu. Einnig þetta gerðist með blessun
páfans, Clemens VI. Höfuðbyggingar Karls-
háskóla bera enn þann dag í dag heiti þess-
ara höfðingja: Klementinum (bókasafns-
byggingin) og Karolinum (aðalbyggingin).
Við stofnunina 1348 vora fjórar deildir í
háskólanum: „Frjálsar menntir" (þ.e. heim-
speki, málmenntir og skyldar greinar), lög-
fræði, læknisfræði og guðfræði, og skömmu
síðar (1366) lét Karl reisa Karolinum, aðset-
ur fyrir hina 12 meistara.
Að Karli látnum tók sonur hans Václav IV
við ríki hans. Václav þótti minni bógur en
faðir hans - hann var t.d. settur af sem kon-
ungur Þýskalands árið 1400 - en menningar-
áhuga föður síns hafði hann erft sem og at-
læti við Tékka. 1409 gaf hann út Kútnafjalls-
úrskurðinn svokallaða, en samkvæmt honum
fengu Tékkar óskorað yfirráð yfir háskólan-
um, og siðbótarmaðurinn Jan Hus (Jóhann
Húss) varð rektor. Þetta líkaði ýmsum miður
og höfðu sig á brott. Meðal annars voru það
fræðimenn frá Prag sem stofnuðu háskólann
í Leipzig.
Jan Hus var ekki aðeins þekktur sem um-
bótasinni í trúmálum. Hann var einnig frá-
bær málfræðingur, og sú réttritun sem hann
samdi fyrir tékknesku er enn í góðu gildi
bæði í tékknesku og fleiri slafneskum mál-
um. Alþjóðleg hljóðritunarkerfi hafa sótt
margt í smiðju hans.
Á kirkjuþinginu í Konstanz 1415 var Hus
brenndur fyrir villutrú þrátt fyrir griðabrcf
keisarans, en tveim árum síðar tók Karlshá-
skóli opinbera afstöðu með hússítum. Páfi
refsaði með banni við skólahaldi. Það var að
vísu eins og að skvetta vatni á gæs (hus þýð-
ir reyndar gæs), en ófriðarástand það sem
nú var að skapast (hússítastríðin) varð eðli-
legu skólahaldi fjötur um fót, og frá 1419 og
fram yfir aldamótin 1600 var aðeins frjáls-
menntadeildin starfandi.
Þegar kaþólikkinn Sigismundur tók við
ríki eftir Václav bróður sinn 1419, ákvað
hann að útiýma villutrú úr ríki sínu (hann
hafði verið í forsæti í Konstanz), og sendi
hvern herinn á fætur öðram til höfuðs hús-
sítum,-sem þeir tóku hraustlega á móti og
snera reyndar oftar en ekki vörn í sókn.
Þeir áttu því láni að fagna að eiga frábæra
herstjórnendur, svo sem Jan Zizka. Af mik-
illi hugkvæmni notaði bændaher hússíta þau
föng sem hendi voru næst í stríðsrekstri sín-
um; kerrar þeirra urðu að vígvögnum og
jafnframt að auðfluttum en torsóttum her-
búðum; kornþústir voru skreyttar göddum
sem nutu lítillar hylli meðal andstæðinga í or-
ustum, o.s.frv. Eftir tuttugu ára látlausan
ófrið tókst málamiðlun með Tékkum og Sigis-
mundi. Hússítar gerðu tékknesku að eina op-
inbera máli landsins og stóð svo til 1627. Und-
ir stjórn aðalsmannsins Jirí frá Podébrad
1458- 1472 var hagsæld í Bæheimi og vegur
ríkisins mikill.
Kaþólskir létu þó ekki af ásókn sinni, og
magnaðist hún eftir að landið komst undir
Habsborgara 1526. Árið 1559 komu
stormsveitir þeirra, jesúítar, til Prag og
stofnuðu akademíu í Klementinum til
kennslu í heimspeki og guðfræði. 1616 var
stofnunin gerð að háskóla.
Brátt syrti í álinn fyrir alvöra.
Hinar myrku aldir
Eins og fyrr er getið, risu tékkneskir að-
alsmenn upp 1618 gegn kaþólsku og keisara-
valdi, en í orastunni við Hvítafjall 1620 biðu
þeir ósigur fyrir Ferdinand keisara. Árið eft-
ir vora 27 af forystumönnum tékkneska að-
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998