Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Side 19
FENGUM STRAX
MEÐBYR
í HAFNARBORG
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
TRÍÓ Reykjavíkur, ásamt gestum sínum, Junah Chung og Ragnhildi Pétursdóttur.
TRÍÓ Reykjavíkur kemur fram á afmælistón-
leikum Hafnarborgar, menningar- og lista:
stofnunar Hafnarfjarðar, annað kvöld kl. 20. í
ár er hálfur annar áratugur liðinn frá stofnun
Hafnarborgar og tíu ár frá því að starfsemin
hófst. Tríóið skipa sem fyrr Guðný Guð-
mundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran
sellóleikari og Peter Máté píanóleikari en auk
þeirra koma fram á tónleikunum Ragnhildur
Pétursdóttir fiðluleikari og Junah Chung
víóluleikari.
Samstarf Tríós Reykjavíkur og Hafnar-
borgar hófst haustið 1990 og hefur staðið
óslitið síðan. Petta er því níunda árið sem
tríóið stendur fyrir tónleikum í safninu, yfir-
leitt fernum til fímm á ári. Tónleikarnir annað
kvöld eru þeir 35. í röðinni.
„Við vorum nýkomin frá Bandaríkjunum úr
tónleikaferð þegar sú hugmynd kviknaði að
koma á tónleikaröð á góðum stað á höfuð-
borgarsvæðinu,“ segir Gunnar. „Starfsemi
var þá nýhafín í Hafnarborg og okkur leist
strax vel á staðinn. Pétrún Pétursdóttir for-
stöðukona og Sverrir Magnússon, lyfsali og
frumkvöðull safnsins, tóku okkur líka afskap-
lega vel, þannig að samstarfí var komið á. Því
miður entist Sverri ekki aldur til að sjá tón-
leikaröðinni hleypt af stokkunum en fyrstu
tónleikarnir voru einmitt minningartónleikar
um hann.“
Gunnar og Guðný segja tríóið, sem þá var
skipað þeim tveimur og Halldóri Haraldssyni
píanóleikara, þegar í stað hafa fengið meðbyr
í Hafnarborg. „Hér hefur okkur alla tíð verið
vel tekið og engan skugga borið á samstarfíð.
Vonandi hefur það verið báðum aðilum til
framdráttar," segir Guðný.
Bæði ljúka þau lofsorði á Hafnarborg sem
tónleikastað - hljómburður sé sérstaklega
góður í salnum. „í Hafnarborg fer vel um alla,
flytjendur og áheyrendur, og ekki að ósekju
AF LITLUM
TðWLlST
Sfgihlir diskar
DITTERSDORF
Carl Ditters von Dittersdorf: Strengjakvartettar
nr. 2 & 6 í B & A; ‘Strengjakvintettar nr. 3 & 6 í
C og G. Franz Schubert kvartettinn (Florian
Zwiauer, Helge Rosenkranz, Hartmut Pascher &
Vincent Stadlmair); *JuIius Berger, 2. sellö. cpo,
cpo 999 122-2. Upptaka: DDD, 3/1991. Útgáfuár:
1992. Lengd: 62:40. Verð (12 tónar): 1.800 kr.
í LÖNGUN sinni eftir að skilja snilligáfu
undrabarns allra undrabarna, Wolfgangs Ama-
deusar Mozarts, og höndla galdur sköpunar-
augnabliksins, bundu tónfræðingar löngum
trúss sitt við grandskoðun meistaraverka hans,
í von um að þar kæmi með tíð og tíma í ljós
eitthvað sem hönd væri á festandi.
Núorðið eru menn ekki lengur jafn vongóðir.
Æ fleiri hallast að því að snilligáfa Mozarts
verði tæpast nokkurn tíma skilin til fulls. En
annað markmið og auðveldara er að komast
ögn nær því sem skilur hafurinn frá sauðunum.
Og þar stendur almennum Mozartunnanda sú
leið opin að hlusta á tónlist samtímamanna.
Tæpast verk stórmeistara eins og Haydns,
sem sía sögunnar hélt eftir, heldur frekar af-
urðir minni spámanna sem voru í miklum met-
um um sinn dag en hurfu síðan sýnum, unz
sjóndeildarstækkun geisladiskavæðingar sóp-
aði þeim aftur upp af gólfi gleymskunnar.
Ópusa höfunda eins og Bach-sonanna Karls
Filippusar Emmanúels og Jóhanns Christians,
Stamitz, Cannabichs, Wagenseils, Monns, Van-
hals og Carls Ditters von Dittersdorfs. Höf-
unda sem Mozart stóð í raun í þakkarskuld við
og sem sömdu oft dýrðlega tónlist, án þess að
eiga þann úrslitaneista sem skilur á milli fella
og hátinda á mælikvarða tímans.
í slíkum samanburði er Dittersdorf nærtæk-
ur. Ekki aðeins vegna nálægðar í tíma
(1739-99), heldur vegna þess að hann bjó í Vín
og var vinur Mozarts; lék m.a.s. með honum í
strengjakvartett sumarið 1784 ásamt Haydn
og J.B. Vanhal, skömmu eftir útkomu Op. 33
að tónleikahald hefur aukist jafnt og þétt í
safninu,“ segir Gunnar.
Hann segir þetta fyrirkomulag þekkt víða
um heim, að tónlist og myndlist vinni saman.
„Mörg listasöfn eru notuð sem tónleikasalir
og það hefur færst í aukana hér á landi. Má
þar nefna Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn,
Listasafn íslands og Sigurjónssafn. Hefur
þetta komið sér vel því, eins og við þekkjum, á
tónlistin ekki í mörg hús að venda á Islandi.
Hún hefur raunar verið algjört olnbogabarn
hvað þetta varðar - ávallt setið á hakanum.
Við tónlistarmenn fógnum þess vegna af heil-
um hug þeirri miklu framtakssemi af hálfu
Kópavogsbæjar að reisa tónlistarhús, sem
tekið verður í notkun um áramótin. Það er í
einu orði sagt stórkostlegt."
Fjögur verk eru á efnisskrá tónleikanna
annað kvöld, þrír stuttir strengjakvartettar
fyrir hlé og kvintett í f-moll fyrir píanó og
strengi eftir Brahms eftir hlé.
Guðný bendir á að allir kvartettarnir séu í
sömu tóntegund, c-moll. Það sé þó tilviljun.
Fyrsta verkið er Hægur þáttur eftir Anton
von Webern. Fallegt og skemmtilegt verk, að
mati Guðnýjar. „Það fer örugglega um suma
þegar þeir heyra minnst á Webern en hann er
frægastur fyrir tólftónamúsík. Eg get þó full-
vissað fólk um að Hægur þáttur er eitthvert
rómantískasta verk sem til er - það er ekki til
ómstríður tónn í því.“
Næst á efnisskrá er Andante in memoriam
eftir Emil Thoroddsen en hundrað ár voru lið-
in frá fæðingu hans í júní síðastliðnum. „Þetta
er lítt þekkt verk sem Emil skrifaði til minn-
ingar um móður sína, Önnu L. Guðjohnsen,
en hún var aftur dóttir Péturs Guðjohnsens
dómorganista,“ segir Guðný. „Var verkið
frumflutt við útfór hennar. Dr. Viktor Ur-
bancic útsetti verkið síðan fyrir strengjasveit
en það hafði ekki verið flutt, svo vitað sé til, í
kvartetta Haydns (1782) sem urðu Mozart
hvatning til „Haydn“-kvartetta sinna 1786,
kórónu tóngi’einarinnai- á 18. öld. Þegar Carl
Ditters reyndi loks sjálfur við greinina með 6
kvartettum og 6 kvintettum (með tvískipuðum
sellóum) á árunum 1787-89, fór hann sem sé
ekki varhluta af þessum mestu meistaraverk-
um aldarinnar í þeim geira og vissi vel að sam-
keppnin var hörð. Þótt hann ætti annars afar
létt með að skrifa, gerðist hann óvenju vand-
virkur, enda fóru nærri því 14 mánuðir í kvar-
tettana eina; óhemjutími í þá daga, þó að varla
þætti lítið afrek í dag að semja sex
kortérslanga strengjakvartetta á rúmu ári.
Kvartettar og kvintettar Dittersdorfs standa
nær upphaflegum skemmtianda dívertímentós-
ins en síðustu kvartettar Mozarts, en eru engu
að síður hlustunai-verðir, hvort heldur í for-
grunni eða sem bakgrunnstónlist. Leikur
Schubertkvartettsins er hreint og klárt fram-
úrskarandi, ýmist snarpur eða dúnþýður en
alltaf fágaður, og jafnvægið milli radda er engu
líkt. Asamt nánast vammlausri upptöku gerir
það að verkum (þótt skömm sé frá að segja), að
manni hættir oftar til að hlusta á slíkan disk en
á ýmis voldugri tónminnismerki mannsandans.
Fyrir svo utan það sem fyrr sagði; hver ætti
að þekkja betur sinn Mozart, þegar hann þekk-
ir sinn Dittersdorf. Litlu fiskarnir eru forsend-
ur hinna stæi-ri. Eða hver væri Jónas Hall-
grímsson án Breiðfjörð og Bólu-Hjálmars?
LOURIÉ
A.V. Lourié: Strengjakvartettar nr. 1, 2 & 3;
Dúó f. fiðlu og víólu. Utrecht strengjakvartett-
inn (Eeva Koskinen, Katharine Routley, fiðlur;
Daniel Raiskin, vióla; Sebastian Koloski, selló.)
ASV, CD DCA1020. Upptaka: DDD, Hollandi,
7/1996. Útgáfuár: 1997. Lengd: 62:00. Verð (12
tónar): 1.800 kr.
HARMAGRÚTUR undirritaðs undanfarna
mánuði um sult og seyru í kammerframboði
plötuverzlana virðist hafa haft sín áhrif.
Alltjent sáu sómakærar búðarlokur sig til-
neyddar fyrir skemmstu að grafa fram væna
handfylli, mest strengjakvartetta og allt frá
áratugi þegar við lékum það á tónlistarhátíð í
Hveragerði fyrr á þessu ári. Þetta er fallegt,
melódískt og ljóðrænt verk.“
Þá verður fluttur kvartettþáttur eftir
Franz Schubert. Segir Guðný að þó þátturinn
sé hægur á köflum sé hann dramatískasta
verkið af þessum þremur. Gunnari þykir þátt-
urinn njóta sín vel einn og sér en grunar eigi
að síður að hann hafí átt að vera fyrsti þáttur-
inn í stærra verki. „Schubert var aðeins 23
ára þegar hann samdi þetta verk en það er
ótrúlegt að sjá hvílíkum meistaratökum hann
hefur náð á strengjakvartettnum. Þetta er
fullþroskað verk.“
Algjör Ijársjóður
Gunnar hallar sér aftur í sætinu, dreyminn
á svip, þegar kemur að því að lýsa kvintett í f-
moll fyrir píanó og strengi eftir Johannes
Brahms. „Þetta er stórbrotnasta verk sem
samið hefur verið fyrir píanókvintett, fyrr og
síðar. Algjör fjársjóður," segir hann svo eftir
drykklanga stund. „Þarna er allt - dramatík,
átök, sársauki, öi-vænting, dapurleiki. Ein-
hvern tíma var sagt að í inngangi að lokaþætt-
inum væri að finna allt í senn, wagneríska
spennu, dulúð Schönbergs og dapurleika Ma-
hlers. Það er rétt.“
LEIKUR Schubertkvartettsins er hreint og
klárt framúrskarandi, segir m.a. í dómnum.
vínarklassík fram að miðri 20. öld. Hófst nú
önnur kvöl - þess sem átti völina - því tónlistin
var jafnforvitnileg og hún var fágæt. Nánar til-
tekið var um að ræða lítt kunn verk eftir höf-
unda eins og Pfítzner, Korngold, Milhaud og
Busoni, auk þeirra sem að lokum urðu fyrir
valinu: Lourié og Dittersdorf. Það bætti ekki
úr skák, að spilamennskan var undantekninga-
lítið frábær og sýndi hvað samkeppnin hefur
harðnað gífurlega í kammerflutningi á undan-
fórnum áratugum.
Arthur Vincent Lourié (1892-1966) fæddist í
Rússlandi og hefði verið kjörið úrslitaefni í síð-
ustu Kontrapunkt-keppninni, því óhætt er að
segja, að fáir jafnfrjóir tónhöfundar hafi
gleymzt jafnrækilega og hann á okkar tímum.
Umræddur diskur frá því í fyrra státar þannig
af fyrstu hljóðritunum í heimi á ofangreindum
strengjakammerverkum. Til nokkurrar furðu,
því er nánar var að gáð, reyndist tónlistin með
því frumlegasta sem maður hefur heyrt frá
byrjun 3. áratugar - og sumt með því skemmti-
legasta. Framsæknastur er 1. kvartettinn
(1921), hálftímalangur hlunkur í tveim þáttum
og nánast atónölum stíl, þar sem fátt líkist öðr-
um og þekktari höfundum frá sama tíma, enda
þótt saminn hafi verið í Berlín og Lourié hljóti
að hafa haft aðgang að verkum Schönbergs og
Bergs á síðar meir frægum „Privat-
Þó margir aðrir frábærir tónhöfundar hafi
samið verk fyrir þessa samsetningu er Gunnar
ekki í vafa um að þetta sé stórbrotnast, hreint
ótrúlega innblásið frá fyrsta kafla til þess síð-
asta. „Ég verð alltaf jafn sleginn þegar ég
hlusta á verkið - það er næstum eins og nátt-
úruhamfarir. Að hugsa sér að Brahms var bara
27 ára þegar hann samdi þetta meistaraverk."
Brahms átti þó í erfiðleikum með að finna
hljóðfæraskipan, að því er fram kemur hjá
Gunnari, samdi hann verkið fyrst fyrir
strengjakvintett með tveim sellóum. „Þá út- —
gáfu hefur hann vafalaust eyðilagt, því miður,
það væri ómetanlegt að eiga hana í dag. Því
næst útsetti hann verkið fyrir tvö píanó en
þegar hann bar það undir Clöru Schumann,
sem hann mat mikils, sagði hún að það vant-
aði í það strengjahljóminn. Þá fyrst hófst
hann handa við að skrifa verkið fyrir þá hljóð-
færaskipan sem við þekkjum.“
Að svo búnu gerir Gunnar hlé á máli sínu.
Þetta verk nálgast hann bersýnilega af var-
færni, gildir þá einu hvort hann er að leika
það eða ræða um það. „Þetta er margslungið
verk. Fyrsti kaflinn býður upp á hvorki fleiri
né færri en fjögur stef og sá þriðji upp á þrjú, *
sem er líka óvenjulegt. Verkið er eins og sin-
fónía fyrir kvintett."
auffuhrungen" tónleikum þeirra í sömu borg.
Efnissamhengið er að vísu ekki alltaf jafn ljóst
- farið er svolítið úr einu í annað - en daufu
augnablikin eru næsta fá.
I seinni verkunum (1922-24) verður úr-
vinnslan þéttari og tónamálið aðgengilegra.
Kvartett nr. 2 er aðeins einn þáttur uppá tæp-
ar 8 mínútur og skiptast á skapstór ex-
pressjónismi, fisléttur Weillskur spígsporandi
mai's og skoppandi ójafnir balkanrytmar með
dulúðugum pianissimó-innskotum. Þriðji kvar-
tettinn var saminn eftir að Lourié fluttist til
Parísar og gerðist vinur og n.k. erindreki Stra-
vinskys, sem hann þó síðar komst upp á kant 9
við, að því að virðist vegna seinni eiginkonu
rússneska meistarans. Það verk er um kortér
að lengd, fjórþætt (Forleikur, Kórall, Hymni &
Sorgarmars) og undir sterkum áhrifum frá
rússneskri kh’kju- og þjóðlagatónlist þrátt fyr-
ir á köflum stríða hljómanotkun. Enn hlust-
vænni eru hinir fjórh’ stuttu þættir Dúósins
fyi’h’ fiðlu og víólu, sem ekki er tilgreint
hvenær hafi verið samdir, líkast til snemma á
Parísarárunum (1924-41). Þar kennir enn
áhrifa frá rússneskum þjóðlögum, en mest ber
þó á fáguðu hljómaskyni og hrynrænu hug-
myndaflugi tónskáldsins.
Lourié komst til vegs og virðingar í Sovét-
ríkjunum á fyrstu árum eftir októberbylting-
una sem kommissar í tónlistarmálum, en skil-
aði sér ekki heim eftir ferð til Berlínar. Fáein-
um árum síðar settist hann svo að í París. Eins
og svo margir listamenn af gyðingaættum c
forðaði hann sér vestur um haf í byrjun seinni
heimsstyrjaldar, en samdi lítið efth’ það og
varð gleymskunni að bráð.
Það er sérkennilegt, að maður sem í upphafi
gerði sér far um að kanna ókunnari lönd en
harðsvíruðustu frumherjar, skyldi að sögn
enda með að hafa illan bifur á módemisman-
um, sem raunar virðist hafa slökkt á öðrum og
mun þekktari tónskáldum eins og Sibeliusi.
Eftir þessum sýnishornum að dæma hefði mátt
vænta mikils af Louré, hefði hann treyst sér til
að þróa áfram sinn eigin stíl óháð breyttum
kröfum tízkunnar.
Hinn 13 ára gamli Utrecht kvartett, með
finnska stúlku í leiðarasæti, leikur þessi sér-
stæðu verk af svo mikilli leikni, innlifun og ást
á viðfangsefninu að engum ætti að leiðast, og
hljóðritunin er fyrsta flokks.
Ríkarður Ö. Pálsson
FISKUM OG STÓRUM
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998 1 9