Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 8
MARGSINNIS hef ég vakið athygli á því hér í Lesbók að skipulag Reykjavíkur er klúður sem gerir fólki á höf- uðborgarsvæðinu bæði dýrt og erfitt að búa þar og sinna daglegum erindum. Byggð af þessu tagi er varla hægt að skilgreina sem borg, heldur einhverskon- ar strjálbyggt þéttbýli; slitrur bæjarhverfa sem varla hanga saman, en inn á milli óbyggðar víðáttur, engum til gagns. Um 1940 var þéttleiki byggðar í Reykjavík 170 íbúar/ha en nú er hann kominn í 28 íbúa/ha og sígur trúlega enn á ógæfuhliðina með nýrri byggð í Blikastaðalandi og á Kjalar- nesi. Miðborgarsamtökin, félagsskapur sem hefur á sinni könnu að stuðla að vexti og við- gangi miðbæjarins, hélt fund á síðastliðnum vetri og kynnti róttækar tillögur í þá veru að snúa þessari óheillaþróun við og skapa skil- yrði fyrir mun meiri og þéttari byggð út frá gamla miðbænum í Kvosinni. Borgarstjór- anum í Reykjavík var boðið til fundarins, svo og talsmanni minnihlutans í borgar- stjóm. Mér fannst að tillögurnar gætu skipt sköpum fyrir Reykjavík framtíðarinnar og að forvitnilegt væri að heyra og sjá viðbrögð þeirra sem fara með völdin og láta hlutina gerast. Bæði borgarstjórinn og talsmaður minni- hlutans fóru í kringum tillögumar um þessa framtíðarskipan eins og kettir í kringum heitan graut og fundannenn skildu þá að þaðan var einskis að vænta. I staðinn íyrir að reyna að leggja mat á þá framtíðarsýn sem þama var birt, fóra þessir borgarstjómarmenn í sín gömlu hjólför og körpuðu um það hvenær Hafn- arstræti hefði verið lokað fyrir bílaum- ferð og hvenær ekki. Lengra náði fram- tíðarsýn þeirra ekki. í stuttu máli era tillögurnar svohljóð- andi og vísast ennfremur til skipulags- uppdráttar sem kynntur var á fundinum og hér fylgir með: Með uppfýllingu í Skerjafirði era sköpuð skilyrði fyrir nýj- an Reykjavíkurflugvöll, en í Vatnsmýr- inni og á gamla flugvallarsvæðinu er gert ráð fyrir að rísi 10 þús. manna íbúðar- og miðborgarbyggð. Jafnframt er aukið við byggingarland með víðáttumikilli upp- fyllingu norðan við Seltjarnames. Sú uppfylling nær frá höfninni við Kvosina og út fyiár Akurey. Þar er gert ráð fýrir hafskipahöfn á móts við Engey, en milli uppfyllingarinnar og Nessins er gert ráð fýrir bátahöfn eða lystihöfn. Á landfyll- ingunni við Akurey, sem er 450 ha sam- kvæmt tillögunni, er gert ráð fýrir 30 þús. manna byggð, en einnig er gert ráð fyrir íbúðar-og miðborgarbyggð um- hverfis Vesturhöfn. Ekki var þess von að málið yrði á dag- skrá við borgarstjómarkosningamar síð- astliðið vor þar sem hvorki R-listinn né Sjálfstæðisflokkurinn virtust hafa kjark eða framsýni til að minnast á tillögumar, þaðan af síður að gera þær að sínum. Það þótti vænlegra að sameinast Kjalames- hreppi og geta dreift Reykjavík upp að Hvalfirði. Áfram skal haldið á þeirri braut að höfuðborgin verði í henglum út um víðan völl, svo allir geti verið háðir einkabílum í þeim mæli að bflar á hverju heimili verða helzt að vera jafn margir fólkinu sem þar býr. Meinið er einnig að dreifíngarstefnunni hefur ekki verið fylgt eftir með fullnægjandi gatnakerfi, sem eitthvað gæti dregið úr óþægindunum. Fyrir utan einstaka endur- bætur svo sem Höfðabakkabrúna, Ártúns- brekku og mislæg vegamót Miklubrautar og Skeiðarvogs, sem nú er unnið að, era megin umferðaræðar borgarsvæðisins engan veg- inn til þess fallnar að afkasta umferðar- þunga eins og með þarf. Hvorki Sæbraut né Miklabraut geta talizt fullnægjandi stofn- brautir frá Artúnsbrekku til Vesturbæjar- í Morgunblaðinu 9. des sl. tekur Örn Sig- urðsson arkitekt á þessu máli í ítarlegri grein: Höfuðborg í vanda. Þeim vanda lýsir hann m.a. svo: EÐA ALLT LÁTIÐ REKA Á REIÐANUM EFTIR GISLA SIGURÐSSON Spurningin er: Á að dreifa Reykjavík enn frekar, slitrur öéttbýlis vestur um Kjalarnes og áleiðis upp á Mosfells- leiði, eða á flytja flugvöllinn, gera uppfyllingar báðum megin Selt|arnarness samkvæmt tillögu Miðborgarsam- takanna og byggja þar alvöru borg. UPPDRÁTTUR að framtíðarskipulagi út frá gamla miðbænum í Reykjavík, sem Miðborgarsamtökin hafa lát- ið gera og kynnt. Flugvöllur með tvær flugbrautir sem snúa eins og brautirnar á gamla flugvellinum er kom- inn á uppfyllingur úti á Skerjafirði. Nýtt byggingarland er til orðið í Vatnsmýrinni og annað ennþá stærra á uppfyllingum sem ná norður fyrir Akurey og Engey. „Reykjavík er höíuðborg í vanda sem birtist í útþyrmtri byggð, splundraðri miðborgar- starfsemi, versnandi almenningssamgöng- um, vítahring bílanotkunar, versnandi ástandi umhverfísmála og hnignun miðborg- arsvæðis. Orsakir vandans eru grandvara- leysi í skipulagsmálum og vanræksla á stefnumótum til langs tíma. Undir þetta er hægt að taka, en það er at- hyglisvert að ekkert af þessu virðist hafa farið fyrir brjóstið á þeim sem gáfu kost á sér í síðustu borgarstjórnarkosningum. I þeim hanaslag vora vandamál næstu mán- aða efst á baugi, en enginn viðraði framtíð- arsýn fyrir Reykjavík á næstu öld. Eins og Öm bendir á í grein sinni voru áhugaverðar skipulagstillögur settar fram á fyrri hluta aldarinnar og samkvæmt þeim gat Reykjavík þróast í góða og áhugaverða borg. Hernám Breta og gerð flugvallarins í Vatnsmýrinni batt hinsvegar enda á þá þró- un. Flugvöllurinn á 142 ha svæði í Vatns- mýrinni tók bróðurparinn af nesinu og kom í veg fyrir að þetta ákjósanlegasta byggingar- svæði út frá Kvosinni byggðist. Það var þó aðeins upphaf óheillaþróunar en hvert ógæfusporið af öðru hefur síðan verið stigið. Á árunum eftir stríðið var farið að byggja slitrótt hverfi austur eftir bæjarlandinu og síðar varð í tízku að sólunda byggingarlandi undir eitthvað sem kallað var „græn svæði“ en hafa hvorki orðið til gagns né ánægju. Vegna dreifingar borgarhverfa upp um Breiðholt, upp að Rauðavatni og alla leið að Korpu í nánd við Blikastaði hefur gífurlegur viðbótarkostnaður orðið við hverskonar leiðslur og gatnagerð og yfirgengilegur tími, óþægindi og kostnaður verður af akstri milli borgarhverfa. I stórum dráttum er þetta ameríska bflaborgin sem höfð hefur verið til hliðsjónar; enginn hreyfir sig öðravísi en á bfl. Líklega hefur það þó bara æxlast svona, fremur en að skipulagið hafi byggst á fram- tíðarsýn. Örn Sigurðsson sagði ennfremur í grein sinni: „Reykjavík er dreifbýlasta höfuðborg Evrópu og þó víðar væri leitað. íbúum á hvern hektara hefur fækkað mjög og t.d. bjuggu 38.000 manns innan Hringbrautar og Snorrabrautar 1940 en nú búa þar 16 þúsund. Stefnuleysi í skipulagsmálum mun valda meiri þynningu byggðar á ókomnum árum. Óumflýjanlegt virðist að aukinn íbúa- fjöldi færi Reykjavík fjær því að teljast a 1- vöru borg. “ Undanfarna tvo áratugi eða rúmlega það hafa komið fram tillögur um tilfærslu flug- vallarins og þéttingu byggðar á nesinu. Trausti Valsson arkitekt og fleiri gerðu til- lögu 1975 um flugvöll í Skerjafirði, en Mið- borgarsamtökin og fleiri gerðu síðar athug- semdir og vöraðu við þeirri háskalegu þróun sem sjáanleg var. Forsvarsmenn Björgunar gerðu tillögur um landfyllingu norðan Örfiriseyjar 1981. Þeir hafa enn gert tillögu um landfyllingu við Nauthólsvík fyi'ir 700 manna byggð. Sú tillaga hefur bæði fengið góðar undirtektir og verið mótmælt, en skiptir engum sköpum; þarna yrði til enn einn skækillinn, slitinn úr tengslum við heildina. Landfylling í Skerjafirði og bygging nýs flugvallar þar ætti að verða for- gangsverkefni til þess að losna við Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni og geta hafið uppbyggingu út frá Kvos- inni. En slík framtíðarsýn er utan og ofan við skilning borgar- og landsfeðra. Skammtímalausnir þykja betri. Nú á að berja í brestina og demba rámlega hálfum öðram milljarði í að púkka uppá flugvöllinn í Vatnsmýrinni og byggja nýja flugstöð. Með þessari ákvörðun setja stjórnvöld fótinn fýrir eðlilega framþróun. Eru það þá skýjaborgir einar, að unnt sé að gera nægilega stóra land- fyllingu í Skerjafirði og flytja völlinn þangað? Síður en svo. Reiknað hefur verið út að í landfyllingu, sem þarf að vera 83 ha, þurfi 7.8 milljónir rámmetra af fyllingarefni og útbúa þarf 8 km langa brimvöm. Líklegur kostnaður er 4.2 milljarðar króna, en til samanburðar má nefna að áætlaður kostnaður við Sundabraut er um 12 milljarðar. Bent hefur veri á að ýmsar borgir hafa farið þá leið að byggja flug- velli á uppfyllingum út í sjó; nýjasta dæmið er einn stærsti flugvöllur heims- ins í Hong Kong. Um síðustu aldamót var mannfjöldi í Reykjavík 5.600 og hefur um það bil tuttugufaldast á þessari öld. Ekki era líkur á svo stórfelldri þróun á næstu öld, enda yrði mannfjöldinn í borginni þá 2.2 milljónir um aldamótin 2100. I grein sinni telur Örn Sigurðsson að íbúar á höfuðborgarsvæðinu verði þá 500-800 þúsund. Með sama áframhaldi er ljóst að Kjalarnes hrekkur skammt og þá verður að teygja sig upp fyrir Lækjarbotna, uppá Sandskeið og Svínahraun, jafnvel uppá Mosfellsheiði. Það liggur ljóst fyrir að þungamiðja byggðar í Reykjavík hefur færst hratt aust- ur eftir og að gamli miðbærinn í Kvosinni hefur af ýmsum ástæðum tapað þeirri stöðu sem hann hafði. Mest munar um að verzlun- in hefur svo að segja flúið þaðan og Lauga- vegurinn einn hefur styrkst þegar litið er á gamla bæinn inn að Snorrabraut. Að öðru leyti er stór hluti verzlunar kominn miklu austar, í Kringluna, í Mjóddina og Smárann í Kópavogi. Örn Sigurðsson nefnir í grein sinni að nú þegar móti íýrir óreiðukenndri línubyggð frá norðaustri til suðvesturs með þungamiðju í Kópavogsdal. Uppbyggingin þar, væntanleg tvöföldun Reykjanesbrautar og tilkoma Sundabrautar muni styrkja þá þróun. Þessi línubyggð verði til af sjálfu sér ef ekkert vitrænt verði aðhafst í skipulags- málum höfuðborgarsvæðisins, heldur látið reka á reiðanum hér eftir sem hingað til. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.