Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 16
ÞU ERT VARKAR OG TEKUR ENGAR OYFIRVEG AÐAR ÁKVAROANIR, VIRÐIR GAMLAR HEFOIR, EN LÆTUR ÞÆR EKKI KOMA í VEO FYRIR UMBÆTUR. HULDA Hákon: Þú ert varkár [...], 1996 - akrýllitir á hydrocal og MDF. LÆKNAÐ MEÐ LIST Islenska menningarsamsteypan art.is gengst fyrir myndlistar- og Ijóðasýningu undir yfirskriftinni Líf- æoar á sjúkrahúsum víðs vegar um landio á árinu sem gengið er í garo. Sýningin var opnuð á Land- spítalanum í gær. QRRI PÁLL ORMARSSON kynnti sér sýninguna og ræddi við sýningarstjórann, _______Hannes Sigurosson, og fleira fólk_______ sem ao henni kemur. EGGERT Pétursson: Án titils, 1997 - olía á striga. OLL eigum við leið á sjúkrahús á lífsleiðinni. Meðan við njótum heilsu og krafta þurfum við sem betur fer ekki að leggja leið okkar þangað nema til að heimsækja vini og ættingja sem ekki eru eins lánsamir. Sumir læknast fljótt, aðrir eru lengur að ná sér og einhverjir eiga þaðan ekki afturkvæmt. Engar stofnanir sam- félagsins spegla í raun betur sjálft lífið, sorg þess og gleði, en sjúkrahús. Það kann því að skjóta skökku við að húsakynnin eru oft óper- sónuleg og kuldaleg. Skiljanlegt er að sjúkra- húsin kjósi frekar að verja sínu takmarkaða fjármagni í bætta aðhlynningu en fegrun um- hverfisins. En fallegt umhverfi getur létt mönnum lund og dreift huga þeirra á svipað- an hátt og umhyggja og hlýlegt viðmót starfs- fólks sjúkrahúsa getur bætt andlega líðan og flýtt bata." Þessi orð talar Hannes Sigurðsson hjá íslensku menningarsamsteypunni art.is sem gengst á árinu fyrir sýningu á verkum mynd- og ljóðskálda á sjúkrahúsum víða um land. Sýningin, sem hefur yfirskriftina Lífæðar, var opnuð í aðalinngangi Landspítalans, svo- kallaðri K-byggingu, í gær og stendur til 8. febrúar. Þá fer hún á ferð um landið og áður en árið er á enda verður búið að setja hana upp í ellefu sjúkrahúsum víðs vegar um land- ið. Um er að ræða frumraun á sviði sýningar- halds en ekki er til þess vitað að sýning hafi verið sett upp með þessum hætti í annan tíma hér á landi. „Auðvitað hafa spítalar verið með listaverk á veggjum, enda kaupa sumir þeirra reglu- lega listaverk," segir Hannes, „en þetta er, eftir því sem ég kemst næst, fyrsta tilraunin til að kynna list með kerfisbundnum hætti á þessum vettvangi. Ég gerði mér strax grein fyrir því að þetta yrði að vera sýning sem fremur auðvelt yrði að setja upp og taka nið- ur, því það verður talsvert mikið mál að flytja hana milli staða." Einvalalið listamanna Lífæðar eru, að sögn Hannesar, hugsaðar semeinskonar sýnishorn af því sem verið hef- ur að gerast og gerjast í myndlist og ljóðlist á íslandi síðustu ár og áratugi. Tólf myndlistar- menn sýna samtals 34 myndverk og tólf ljóð- skáld birta átján ljóð. Sum verkanna hafa komið almenningi fyrir sjónir áður, önnur ekki. Listamennirnir eru á ólíku aldursreki en allir leggja þeir út af lífinu og tilverunni. Hannes segir hópinn í raun endurspegla helstu strauma og stefnur í myndlist og ljóða- gerð frá síðari heimsstyrjöld til dagsins í dag. „Þetta er einvalalið." Myndlistarmennirnir eru: Bragi Ásgeirs- son, Eggert Pétursson, Georg Guðni, Harald- ur Jónsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hreinn Friðfinnsson, Hulda Hákon, ívar Brynjólfsson, Kristján Davíðsson, Osk Vil- hjálmsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Tumi Magnússon. Ljóðskáldin eru: Bragi Ólafsson, Gyrðir Elíasson, Hannes Pétursson, Ingi- björg Haraldsdóttir, ísak Harðarson, Kristín Omarsdóttir, Sigurður Pálsson,' Sjón, Matthí- as Johannessen, Megas, Vilborg Dagbjarts- dóttir og Þorsteinn frá Hamri. Það sem vakir öðru fremur fyrir Hannesi er að kanna hvort mynd- og ljóðskáld ge ti náð til almennings með þessum hætti. „Eg hef lengi velt því fyrir mér hvernig listamenn geta náð betur til almennings án þess að troða verkum sínum upp á hann. Það er stað- reynd að þorri almennings sækir ekki lista- söfn og hin „hvítmáluðu" gallerí. Einmitt þess vegna verða Lífæðar ekki dæmigerð safna- sýning, þar sem fólk gengur með hendur fyrir aftan bak, eins og um kirkjugólf, heldur verð- ur verkunum dreift um spítalana, þar sem fólk mun rekast á þau. Þetta verða óvænt kynni." Hannes segir hugmyndina að sýningunni hafa kviknað við lestur viðtals við Kristján Tómas Ragnarsson yfirlækni endurhæfingar- stöðvar Mount Sinai-sjúkrahússins í New York. Þar greinir læknirinn frá því að hann hafi keypt verk eftir listakonuna Laufeyju Vilhjálmsdóttur til að fegra og lífga upp á ganga spitalans. „Forráðamenn art.is töldu ekki síður þörf á að gleðja þá sem um sárt eiga að binda vegna sjúkdóma hér á landi og voru því nokkrir yfírmenn sjúkrahúsa spurðir hvernig þeim litist á hugmyndina. Þeir tóku henni allir fagnandi og var þá framkvæmdinni hrundið af stað. í fyrstu var áætlað að sýna á átta sjúkrastofnunum en áhuginn reyndist svo mikill að sýningarstaðirnir eru orðnir ell- efu." Slyrkt af lyfiafyrirtæki Leitað var til Glaxo Wellcome á íslandi eft- ir aðstoð við að fjármagna þetta umfangs- mikla verkefni en móðurfyrirtæki þess, sem er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, er þekkt fyrir stuðning sinn við menningu og listir víða um heim. Segir Hannes beiðninni strax hafa verið vel tekið þar á bæ. Glaxo Wellcome er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims, starfar í yfir 150 löndum og vinna um það bil sextíu þúsund manns hjá því. íslenska dótturfyrirtækið var stofnað árið 1990 og eru starfsmenn þess sjö. Kristján Sverrisson, framkvæmdastjóri Glaxo Wellcome á íslandi, segir ekki endilega liggja í augum uppi hvers vegna lyfjafyrirtæki tengist menningu. „Við hjá Glaxo Wellcome á íslandi höfum lengi stutt við bakið á sjúklinga- samtökum af ýmsu tagi til góðra verka, til dæmis útgáfu- og fræðslustarfsemi sem teng- ist þeirra sjúkdómum, en viljum gjarnan styðja við viðskiptavini okkar á fleiri sviðum enda ljóst að fólkið sem við erum að þjóna hef- ur fleiri þarfir heldur en þær sem lúta að okk- ar framleiðsluvörum. Móðurfyrirtækið ver líka hundruðum milljóna króna á ári hverju í ýmsar aðrar þjóðfélagstengdar aðgerðir, svo sem listviðburði af ýmsu tagi. Tilgangurinn er auðvitað að koma til móts við almenning, gera okkur sýnilegri og skila þjóðfélaginu einhverju til baka, ef svo má að orði komast." Kristján segir Glaxo Wellcome á íslandi hafa um tíma verið að velta því fyrir sér hvernig fyrirtækið gæti á menningarlegum forsendum tengst viðskiptavinum sínum. „Þegar Hannes kynnti fyrir okkur hugmynd að myndlistar- og ljóðasýningu sáum við strax að hún hentaði okkur vel. Við slógum því til, hratt og örugglega. Ef þetta verður svo til þess að koma íslenskum listamönnum betur á framfæri við almenning er auðvitað tvöfaldur sigur unninn. Ég vona svo sannarlega að þessi sýning eigi eftir að verða fólki til ánægju og yndisauka." Hannes kann Glaxo Wellcome bestu þakkir fyrir sitt framlag - án þess væri engin sýning. „Það lyftir enginn brúnum þegar hann fer á handboltaleik og sér auglýsingar frá fyrir- tækjum á gólfinu og allt í kringum völlinn en ef setja á upp myndlistarsýningu má helst ekki nefna styrktaraðilann á nafn, jafnvel þó hann sé lykillinn að framkvæmdinni. Þetta „tabú" skil ég ekki, sé þvert á móti ekkert þessu til fyrirstöðu, svo lengi sem smekklega er að málum staðið." Hringferð um landið Hannes kveðst þegar í upphafi hafa tekið þá stefnu að senda Lífæðar í hringferð um landið. „Það vantar meiri samgang milli höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar, ekki síst á sviði menningar og lista. I árs- skýrslu Byggðastofnunar fyrir árið 1997 kem- ur fram að þriðja helsta ástæðan fyrir því að fólk flyst af landsbyggðinni er skortur á afþr- eyingu og menningu. Það er merkilegt að rík- isvaldið og fyrirtæki sem starfa á landsvísu skuli ekki leggja meiri áherslu á þetta. í þessu tilliti er Glaxo Wellcome því einnig að taka af skarið." 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.