Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 15
til vill komið með ýmsar ábendingar, sem Þórbergur hefur tekið til greina. Það má hins vegar vel vera að ljóðið hafi upphaflega verið ort á góðri stundu með Erlendi, en ekki af Þórbergi einum, sem síðan hafi borið það und- ir Erlend. Ég hygg að slík atburðarás hafí einmitt valdið því að Þórbergur setti yfirleitt nafn Erlends undir uppkastið að ljóðinu. Hann hefur tæplega haft það við að kenna öðrum mönnum skáldskap sinn jafnframt, þótt þeir hafi gefið honum góð ráð um ýmis atriði eftir á, enda eru þessa engin önnur dæmi. Hér hefur eitthvað óvenjulegt verið á seyði. Ekkert er þó hægt að fullyrða um þetta. En það er vissulega dálítið skemmtilegt að til sé næstum því vissa fyrir því að Erlend- ur í Unuhúsi eigi hlut í kvæði eftir Þórberg Þórðarson. En nú kynni einhver að spyrja: Er ljóðið ort vegna dauða raunverulegs manns? Eftir skýringum Þórbergs við upplesturinn á ísa- firði mætti ætla það. Og þegar hann las „Graf- skrift“ inn á hljómplötu lét hann þess getið að Ijóðið hafi verið ort sem „eftirmæli um kunn- ingja minn sem dó“, en þá voru reyndar tæp 60 ár liðin frá atburðunum. Ef marka má það sem Þórbergur segir í kynningunni fyrir kvæðinu, er hann las upp á ísafirði, hefur hinn látni setið á alþingi, misst ömmu sína um fermingu (hvað þetta er þórbergskt!) og þrisvar fengið verðlaun fyrir jarðarbætur úr ræktunarsjóði. Tveir alþingismenn létust árið 1915. Jón Jensson yfirdómari við Landsyfir- réttinn og alþingismaður Reykjavíkur 1894- 99 andaðist 25. júní en Júlíus Havsteen, kon- ungskjörinn þingmaður 1887-93 dó 3. maí. En þessir menn ræktuðu sannarlega engin tún og koma ekki til greina sem fyrirmyndir að kvæðinu. Hins vegar dó Helgi Þórarinsson bóndi í Þykkvabæ í Meðallandi 28. nóvember. Hann fékk reyndar þrisvar sinnum verðlaun úr ræktunarsjóði fyrir jarðarbætur, árin 1903,1909 og 1911. En hann sat aldrei á þingi þótt hann hafi verið víðfrægur sem mildll bú- höldur. Hafi Þórbergur átt við Helga gæti það skýrt hvers vegna Ijóðið birtist ekki í Hálfum skósólum. Það hafi blátt áfram ekki verið til- búið til prentunar fyrir jólin vegna þess hve skammt var liðið frá því það var ort. Af fram- anrituðu er ljóst að ekki er hægt að koma skýringum Þórbergs um bakgrunn ljóðsins fyllilega heim og saman við neinn sérstakan mann er lést árið 1915. Og er þetta engan veginn eina dæmið um það að orðum Þór- bergs um sannfræðina í verkum sínum sé var- lega treystandi. En það má þó vel vera að ein- hver hafi dáið sem Þórbergur hafði í huga þegar hann orti ljóðið. Athugasemdin á hljóm- plötunni bendir svona fremur til þess. En jafnframt hefur hann - og það var aðalatriðið - notað tækifærið og hent almennt gaman að erfiljóðunum sem greinilega hafa farið mjög í taugarnar á honum. Og Þórbergi hefur lík- lega verið kunnugt um árlegar skýrslur í Búnaðarritinu á þessum árum um búhölda sem fengu verðlaun fyrir jarðarbætur. Sumir tvisvar sinnum og einir fjórtán höfðu fengið þau þrisvar sinnum á því herrans ári 1915. Þórbergur hefur í ljóðinu blandað saman sannfræði og skáldskap eins og hans var hátt- ur. A Isafirði sumarið 1922 bar hann hvort tveggja á borð fyrir áheyrendur sína sem heilagan sannleika en í skýringum sínum í Eddunni er allt í meiri þoku. Þar er skopstæl- ingin sjálf á vinsælli bókmenntagrein aðalat- riðið. Að lokum verð ég að biðja hálfpartinn af- sökunar á þessari smámunasemi sem leiðir þó ekki til ákveðinnar niðurstöðu um tilurð eins gamankvæðis eftir Þórberg Þórðarson. En ég tel þó ekki rangt að reyna að tæma möguleik- ana um bakgrunn ljóðsins eftir dagbók Þór- bergs sjálfs og öðrum skrifum hans, úr því uppkast að kvæðinu hefur varðveist á annað borð og hefur íyrir tilviljun farið um mínar hendur. Höfundurinn er rithöfundur. Spaks manns spjarir, Reykjavík 1917. bls. 3. Hvítir hrafnar, Reykjavík 1922, bls. 39. Edda Þórbergs Þórðarsonar, 1941, Reykjavík, bls. 61-64 Edda Þórbergs Þórðarsonar. Onnur útgáfa auk- in, Reykjavík 1975, bls. 52-54. Edda 1975, bls. 53. Dagbók Þórbergs á Landsbókasafni. Bréf til Sólu, Reykjavík 1983, bls. 35. Handskrifað handrit Þórbergs á Landsbókasafni, bls. 2-3. Edda 1975, bls. 52-53. Edda 1975, bls. 61. Handritamappa á Landsbókasafni með erfiljóði frá 1915. Fálkinn 1971, KALP 39, síða 1, band 3, nr.3. Alþingismannatal 1845-1975, Reykjavík 1978, bls. 222. Sama stað, bls. 262. Búnaðarritið 1903, bls. 316; 1909, bls. 354; 1911, bls. 347. DRAUMURINN UM MIÐSTÝRÐAN BÚSKAP Á ^JOÐNYTTUM JORÐUM RIÐ 1926 keyptu kommún- istar tímaritið Rétt. Tíma- ritið hafði verið stofnað ár- ið 1915. Að því stóðu menn er létu sig mál landbúnað- arins mjög varða, má þar nefna Benedikt Jónsson 'rá Auðnum, Jónas Jóns- son frá Hriflu og Þórólf Sigurðsson frá Bald- ursheimi. Helst beittu talsmenn blaðsins sér fyrir bættum hag leiguliða samkvæmt kenni- setningum bandaríska hagfræðingsins Henry George. Kommúnistum var nauðsynlegt að eignast málgagn á landsmælikvarða því þeir sóttu fram og ætluðu sér hlutverk í breyttu þjóðfélagi eftirstríðsáranna. Enn um sinn skipuðu kommúnistar sér ekki í heildstæðan flokk heldur voru þeir óróleg deild innan Al- þýðuflokksins. Við þær aðstæður skipti máli að kynna sem flestum hina nýju hugmynda- fræði áður en til eiginlegrar flokksmyndunar kæmi. í því tilliti voru bændur engin undan- tekning. Kommúnistum fannst bændur gera sér litla grein fyrir stöðu sinni í samfélaginu. Þeir væru ekki síð- ur kúgaðir en verkalýðurinn í bæjunum. Bi-ynjólfur Bjamason skrifaði mikið um íslenska bændastétt í Rétt. Árið 1924 hafði hann snúið heim frá námi í Þýskalandi. Þar kynntist hann ríkjandi bylting- arhugmyndum eftir upplausn heimsstyrjaldarinnar 1914-18. Af skrifum Brynjólfs má ráða að hann bar hag íslenskra leiguliða mjög fyrir brjósti. Hann beindi spjótum sínum harðlega gegn ábúðarlöggjöfinni sem honum fannst vinna gegn framförum í landbúnaðinum. Bændur sæju sér hvorki hag í því að vinna að jarðabótum né bæta húsakost á jörðum sínum, slíkt færi með einum eða öðrum hætti í vasa landeigandans. Þarna víkur Brynjólfur að einu lífseigasta vandamáli í íslenska bænda- samfélagsins sem var staða leiguliðans gagn- vart landsdrottni. Allt frá endurreisn Alþingis 1845 bárust þinginu bænaskrár og áskoranir um bætt ábúðarkjör leiguliða. Abúðarmálin þvældust í þinginu áratugum saman eða þar til ný ábúðarlöggjöf var samþykkt 1884. Sú löggjöf gerði reyndar lítið annað en festa for- ræði landeigenda yfir leiguliðum og koma í lög ýmsum ákvæðum sem áður höfðu ekki verið annað en fornvenja. Það var ekki fyrr en með ábúðarlöggjöfinni 1933 að leiguliðar náðu fram baráttumálum sínum, s.s. réttinum til lífsábúðar og tryggingu fyrir viðeigandi end- urgreiðslum vegna jarðabóta. Eins og málin blöstu við á þriðja áratugn- um sagði Brynjólfur leiguliða aðeins að nafn- inu til sjálfstæða framleiðendur því þeir áttu sameiginlegt með verkamönnum bæjanna að missa ágóðann af vinnu sinni í vasa annarra og í því tilliti leit hann á eignarréttinn sem einkaleyfi til framleiðslu. Því hækkuðu leigu- liðar í raun leiguna þegar þeir reyndu að auka framleiðsluna. Þótt Brynjólfur beini spjótum sínum aðallega að leiguliðum í málflutningi sínum vissi hann að sjálfseignarbændur voru oft lítið betur stæðir og ekki bætti úr skák að oft voru óglögg skil milli stétta og erfitt að meta af hverju viðkomandi byggði afkomu sína, sbr. verkamenn/bændur í grennd við þéttbýli. Það má sjá af skrifum Einars 01- geirssonar í Rétt að hann er sömu skoðunar. Hann sagði allan þorra bænda eiga sameigin- lega hagsmuni með verkamönnum bæjanna. Hann sagði fáa bændur geta lifað af jarðeign- um sínum án þess að vera eiginlega jarðvinn- endur og ættu þeir því að leggja við hlustir þegar kommúnistar segðu frá stefnumálum sínum. Framtíð landbúnaðar Skrif kommúnista í Rétti bera með sér að þeir höfðu mikla trú á framtíð landbúnaðar á Islandi og var það í takt við ríkjandi viðhorf í þjóðfélaginu. Þúfnabanarnir sem Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri sá um að flytja inn og kynna var ýmsum hvatning, menn gerðu sér ljóst hversu miklu var hægt að af- __________EFTIR_________ SIGURGEIR GUÐJÓNSSON íslenskir forkólfar komm- únista vildu útfæra ríkis- eignarfyrirkomulagið hér á landi með samvinnu- byggðum, Hver byggð átti að sérhæfa sig í ákveðinni tegund búskap- ar eftir landkostum á hverjum stað. I STAÐINN fyrir hokur og smábúskap skyldu koma samvinnubyggðir í ríkiseign. kasta með stórvirkum vélum. í raun var al- mennur vilji í þjóðfélaginu fyrir því að bæta hag landbúnaðarins eftir að greinin hafði farið halloka fyrir útveginum á undangegnum ára- tugum. A ánmum 1921-27 fjármagnaði rikis- sjóður, t.d. hinar umfangsmiklu áveitufram- kvæmdir í Flóanum. Brynjólfur Bjamason sagði í grein í Rétti að það væri mikill misskiln- ingur að íslenskur jarðvegur væri illa fallinn til ræktunar og vitnaði hann þar í Þorvald Thoroddsen náttúrufræðing sem sagði óvíða í heiminum finnast eins frjósaman jai'ðveg sem íslensku mýi-amar. Þess vegna fannst Brynjólfi hlutdeild landbúnaðai'afurða í út- fiutningi landsins í ósamræmi við mannaflann sem atvinnuveginn stundaði. Þetta vom engar sérskoðanir kommúnista. AHt frá stofnun rjómabúanna um aldamótin 1900 var alltaf gert ráð fyrir því að stór hluti íslenskra land- búnaðarafurða færi á erlenda markaði. Á þriðja áratugnum dró úr slíkum væntingum eftir að Norðmenn hækkuðu innlutningstolla á íslensku saltkjöti. Það var reynt að svara þessu með útflutningi á fersku kjöti til Bretlands og styrkti ríkissjóður Eimskip til að kaupa kæli- skipið Brúarfoss til flutninganna. Talsmenn landbúnaðarins létu þó ekki deigan síga og sáu sóknarfæri á innanlandsmarkaðnum og má í því sambandi benda á aukna mjókurvinnslu. s.s stofnun Mjólkurbús KEA árið 1927 og Mjólk- urbús Flóamanna árið 1929. Þjóðnýttar jarðir Á þriðja áratugnum dró ekkert úr fólksflótt- anum úr sveitunum og sem fyrr var það helst vaxandi útvegur í bæjunum sem átti stærstan þátt í þvi. Stjórnvöld reyndu þó ýmislegt til þess að spoma við þróuninni og gripu til þess að styrkja landbúnaðinn eins og kostur var og má í því tilfelli nefna ræktunarsjóðinn sem settur var á laggirnar árið 1923 og lögin um byggingar og landnámssjóð sem samþykkt vora 1928. Kommúnistum vora þessar aðgerðir ekki að skapi og töldu þeir stjómvöld í raun hygla bankaauðvaldinu og stórbændum í við- leitni sinni til að koma jörðum í sjálfsábúð. I stað sjálfseignarstefnunnar vildu kommún- istar þjóðnýta allar jarðir og töldu þeir að með því yi'ði komist hjá dýram jai'ðarafgjöldum til banka og lánastofnana. Við þjóðnýtingu myndi ábúandinn greiða ríkinu visst árgjald sem tryggði honum lífstíðarábúð og fengu bömin hans ábúðarréttinn sjálfkrafa tryggðan. í þessu sambandi var Einar Olgeirsson hátíðleg- ur í grein í Rétti. „Eina ráðið til að varðveita jörðina handa þeim, sem á henni vinnur, er að gera hana óseljanlega, og óseljanleg getur móðir jörð ekki verið í höndum neins dauðlegs manns, heldur aðeins í höndum hinnar eilífu mannfjelagsheildar.“ (Réttur XV árgangur). Þessi stefna var í samræmi við stefnuskrá al- þjóðasambands kommúninsta sem samþykkt var á 6. heimsþinginu á árinu 1928 í Moskvu. (Greinin birtist í 14. ái'gangi Réttai' í þýðingu Sverris Kristjánssonar). Stórrekslrarhugmyndir i samvinnubyggðum Þótt menn væra í sjálfu sér sammála um möguleika íslensks landbúnaðai' voru komm- únistar ekki trúaðir á það að efla einyrlgabú- sk'ip eins og framsóknarstjómin sem sat á ár- unum 1927-31. Biynjólfur Bjarnason sagði slíka búskapar- hætti ekki gera annað en styrkja áframhaldandi kotungsbúskap og hokur. Hann sagði að kot- bændur hefðu ekki ráð á öllum þeim tilkostnaði sem þyrfti til nútíma búskapar og nefndi í því sambandi kaup á vélum, verk- færam og áburði, ásamt öðrum rekstrarkostnaði. Hann sagði hugmyndafræði einyrkjans eiga sér stoð í draumalandi miðald- anna áður en auðváldsskipulagið raddi sér til rúms. Þá hafi hver maður átt sín ft-amleiðslutæki og afrakstur vinnu sinnai', slíku væri ekki að heilsa við núverandi aðstæður. Kommúnistar vildu útfæra ríkiseignafyi'irkomulagið með samvinnubyggðum. Þeir litu á byggðirnar sem sjálfstæða kjarna er stæðu sameinaðir að stórrekstri á nútímavísu. Þar ættu bændur að mynda eins konai' samvinnu- félög um kaup og tækjum og tólum til búrekst- ursins. Þeir myndu skipta með sér verkum og selja afrakstur vinnu sinnar á félagsgrandvelli. Samkvæmt þessu gæti ríkið auðveldlega gripið inn í og temprað framleiðsluna þegar allir bændur hefðu bundist þessu kerfi. Hvert byggðahverfi átti að sérhæfa sig í ákveðinni tegund búskapar eftir landkostum á hverjum stað. Þeir töldu ýmis svæði landsins henta vel til þess að mynda slík sveitaþorp, má þai' nefna Eyjafjörð, Kelduhverfi, Reykjadal, Fljótsdal, Skagafjörð, Þingið, Vatnsdal, Borgarfjörð og Suðurland. Stórrekstrarhugmyndir áttu líka hljómgrann í þinginu. Steingrímur Steinþórs- son og Sveinbjöm Högnason, þingmenn Fram- sóknarflokksins, fluttu framvarp um sam- vinnubyggðir árið 1933. Þeir gerðu reyndar hvorki ráð fyi-ir óskiptum ríkisrekstri á land- búnaðai'framleiðslunni né stórfelldri eignaupp- stokkun á landi eins og kommúnistar. Þeir eiga þó sameiginlegt með þeim síðamefndu að gera ráð fyrir náinni samvinnu bænda í byggða- hverfum. Árið 1934 dró til tíðinda í íslenskum stjórnmálum þegar Alþýðuflokkurinn og Fam- sóknarflokkurinn kynntu málefnasaming sinn (stjóm hinna vinnandi stétta 1934-38). í níundu grein hans sagði að þegar í stað ætti að hefja undirbúning að setningu löggjafar um sam- vinnubyggðir í sveitum. Ekkert varð af þessu enda úrlausnarefnin mörg og erfið sem fýlgdu kreppunni og er því ekki ólíklegt að mönnum hafi verið það ósárt að sópa erfiðu og umdeildu máli undii' teppið. Á árinu 1934 fór annai's mest fyrir mjólkursölumálinu. Þá vora sam- þykkt lög sem kæmu skikkan á sölumál bænda og festu einyi'kjabúskapinn í sessi. Það er að sjá sem kommúninstar hafi ekki sett sig upp á móti þessari stefnumörkun því þegar þeir komust íyrst inn á þing 1937 lýstu þeir ekki yf- ir andstöðu við sölusamtök bænda heldur snera þeir sér að því að vemda neytendur gegn of háu verði á landbúnarafurðum. Var upp frá því hljótt um þessar hugmyndir komm- únista í landbúnaðarmálum. Höfundurinn er sagnfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999 15 *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.