Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 6
-fl EITT SÍÐASTA landslagsmálverki Kjarvals, sem kallað hefur verið Frá Þingvöllum og er málað 1967-68. EFTIR KRISTÍNU GUÐNADÓTTUR Á Kjarvalsstöðum verour í dag opnuð sýningin Af trön- um meistarans. Þar eru sýnd verk frá síoustu röskum tveimur áratugum starfsævi Jóhannesar S. Kjarvals. FRÁ FIMM ára ólst Kjarval A MBmM UmMmM |M^ .^^""^^ ^ II I k. Á upp í Borgarfirði eystra og bjó þar Æk <~^^Wk Áy^^^^ jl^ M\ É\ unglingsár. 1927 AfW ¦_____ ¦ Af ^k l^k Bk Æk eru til heimildir um stopular komur m ^k. ¦¦¦¦ 'M^MW I ¦ I ^^^. M^a. Æu hans þangað en það É7 ^k ^^^^ I ¦ I ^^k ! í M ^k m V sumarið 1948 að Kjarval tók að mJMM\\\\\Mk y j ^k ^^ Æ \ ^^1 M M M ^M ¦ firði og á Hérað. Björn Guttorms- » m ¦ ¦ ¦ ^ ^3^ ¦ ^ ^^ V^ ¦ ? ¦ son á Ketilsstöðum segir svo frá að Kjarval hafi verið á leið til Borgarfjarðar eystra sum- arið 1948, en bátur sem átti að sækja hann að Selfljótsbrú eða Krosshófða hafi ekki komið. Sneri Kjarval þá við og fékk leyfi til að tjalda í Ketilsstaðalandi. Staðurinn sem varð fyrir val- inu var lítill hvammur við Selfljót, gegnt Hreinsstöðum. Rennur Selfljót þar í mjúkum boga en allhár klettur er að baki. Kjarval var svo hrifinn af þessum stað að hann fór þess á leit við Björn að fá að reisa sumarhús í hvamminum. Björn brást vel við og gaf honum þessa spildu af landi sínu. „Það er hvort tveggja á sýslu- og sveitamörkum sem Kjarval valdi sínu sumarhúsi samastað, rétt þar sem komið er yfir mörkin milli Eiðaþinghár og Hjalta- staðaþinghár, sem jafnframt eru mörkin milli Múlasýslnanna. Stendur þetta litla en vel búna sumarhús í hvammi undir lágum klettum með þjóðveginn milli sín og Selfljótsins, sem þarna myndar eins og fagra hörpu úr grænum sverð- inum sem leið þess liggur um. En við hvammin- um blasir þá einnig fjallgarðurinn sem skilur milli Úthéraðs og Borgarfjarðar, og í honum eru hin sérkennilegu Dyrfjöll sem þeir Kjarval og Asgrímur hafa gert svo fræg." Kjarval tók miklu astfóstri við Hvamminn. Hann kom þar árlega til dvalar svo lengi sem heilsan leyfði og virtist njóta þar hvíldar og hressingar. I bréfi til Björns frá 1965 segir hann til dæmis: „En oft er hvammur í huga, og er það hvíld * skarkala- stöðum hér. . . Hvammurinn er okkar sameig- inlega ævintýr. Ástúð og tilhugalíf í heilbrigði hennar náttúru og gjafarans allra góðra hluta." Hið fagra útsýni frá hvamminum með Selfljót í forgrunni varð Kjarval efniviður í allnokkur málverk. Verkið Sumar við Selfljót er frá 1948, en þar leggur Kjarval áherslu á að sýna víðáttu landsins og form fjallahringsins. Verkið Þakk- látur hugur er hins vegar málað haustið 1961. Þórína Sveinsdóttir á Ketilsstöðum sendi Kjar- val blómvönd í afmælisgjöf þegar hann dvaldi í hvamminum. Hann stillti vendinum upp og málaði hanh og sendi henni síðan málverkið. Kjarval hafði oft þennan háttinn á; þeir sem gáfu honum gjafir fengu þær margfaldar til baka. Þannig var eðli hans. SVO virðist sem áhugi Kjarvals á sjó og sjósókn hafi enn á gamals aldri blundað í honum því sumarið 1959 lét hann kaupa fyrir sig bát í Noregi, og nefndi hann „Gullmá- vinn". Hann sigldi síðan einn síns liðs niður Selfljótið, út Unaós og inn Borgarfjörð. Var þetta fyrsta og eina sigling hans á bátnum en sumarið 1960 málar hann í hvamminum verkið Lesið úr gullbók og voru fyrirmyndir Kjarvals vinnumenn sem smíðuðu bátaskýli yfir Gull- mávinn . . . . . . Sumarið 1948 lét Kjarval ekki lengi staðar numið í hvamminum, en hélt áfram til Borgarfjarðar og dvaldist í sínum gömlu heimahögum fram eftir sumri. Heimildir eru til um að Kjarval hafi dvalist í Borgarfirði á árunum 1926 og 1927. Sú dvöl var fyrir þann tíma að hann tók að mála landslag að teljandi ráði, en þess í stað teiknaði hann á listilegan hátt íbúa Borgarfjarðar, bændur og sjómenn. Frá 1927 og fram til 1948 eru engar heimildir um að hann hafi komið í sína fornu heimahaga. Þó er til nokkur fjöldi mynda eftir Kjarval frá árunum 1927-33 sem sýna Dyrfjöll í ýmsum tilbrigðum, en nokkrar þeirra mynda eru að öllum líkindum málaðar eða fullgerðar í Reykjavík. FERÐIN sumarið 1948 var því fyrsti eigin- legi málaraleiðangur hans á æskustöðv- arnar, og hann einbeitti sér einkum að hin- um töfrandi fjallahring sem umlykur Borgar- fjörðinn. Björn Jónsson í Geitavík segir um dvöl hans í Borgarfirði: „Sumarið 1948 dvaldi hann hér lengi, málaði mikið. Hafði hann þá barnaskólann til umráða og hafði svo opið hús áður en hann gekk frá myndunum og gaf fólki kost á að skoða, sem margir notuðu sér. Hann málaði þá frábærar myndir, og ein er mér sér- staklega minnisstæð, og var hún af Staðar- fjallinu sem speglaðist í tjörn. Staðarfjallið býr yfir meiri tilbrigðum en önnur fjöll hér. Þessi mynd hét „Sjón er sögu ríkari". Ríkið mun hafa keypt pessa mynd og gefið hana til Danmerkur. Hann sá eftir að þessi mynd SKJALDMEY-frá1961. skyldi vera látin úr landi." Það var Alþingi sem keypti myndina og gaf hana danska þjóð- þinginu í júní 1949 í tilefni af 100 ára afmæli stjórnarskrár Danmerkur... . . . Þingvellir höfðu frá þriðja áratug aldar- innar skipað sérstakan sess hjá Kjarval, en þar dvaldist hann langdvölum og málaði. Frá síðari hluta sjötta áratugarins tók hann síðan að mála í Grafningi og á Hengilssvæðinu. Skjaldbreiður hafði ávallt verið eitt af kærustu myndefnum hans og nú sýnir hann okkur fjall- ið eins og það blasir við úr Grafningnum. Af þessum verkum er einna þekktast málverkið Skjaldbreiður sem Kjarval málaði á árunum 1957-62. í myndinni, sem er 204 cm á hæð, er Skjaldbreiður eins og lítil þúst við sjóndeildar- hringinn, en forgrunnur verksins er blásinn upp og þekur stærstan hluta myndflatarins. Kjarval beinir sjónum sínum að hinu nálæga og sýnir okkur nærmynd af yfirborði landsins. Þar getur að líta þá fegurð og litauðgi sem leynist í mosaþembu og steinum sem liggja í rauðum sverði jarðarinnar. Það var ekki einungis form fjallsins Skjald- breiðs sem kveikti sköpunarmátt Kjarvals, heldur einnig táknmynd fjallsins í huga hans, skjaldmeyjan. Kjarval gerði nokkurn fjölda af skissum sem sýna skjaldmey með sverð og skjöld en fjallið Skjaldbreiður er í bakgrunni flestra þeirra. Á skissu frá 1954-1955 svífur skjaldmeyjan fyrir framan fjallið, nakin með holdlegan kvenlíkama, höfuðið sést í prófíl og er andlitslaust, en hárið myndar framstæðan ennistopp. Hún ber sverð og skjöld. I skissu 6 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999 A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.