Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 9
KONURAUNIR ASSESSORS BJARNA STEINGERÐI STEINARSDÓTTUR HUGSANLEGA tók fallegt vorveður með svalri hafgolu og útsýn til Snæfellsjökuls á móti assessor Bjarna Thorarensen þegar hann steig á land af vorskipi árið 1811. Líkt og venjulega þegai’ frétt- ist af skipakomu í fásinninu voru múgur og margmenni stödd í nágrenni fjörunnar þegar bátarnir renndu að landi með farþegana. Bjarni hafði verið skipaður auka- dómari við landsyfirréttinn eftir níu ára dvöl í Kaupmannahöfn við nám og störf. Eitthvað hafði orðstír hans flogið á undan honum og menn þóttust vita að þarna færi gáfumaður og skáld gott en jafn- framt nokkuð aðsópsmikill, stór- orður og grobbinn gleðimaður. Bjarni sest fyrst að í Reykjavík hjá dönskum verslunarmanni Jens Klog og Guðrúnu Jónssdóttur konu hans sem var dóttir eins af vefurunum í innréttingum Skúla fógeta. Jens lést skömmu síðar og flutti Bjarni sig þá um set. Maddama Klog var drykkfelld nokkuð og lenti af þeim sökum i basli eftir fráfall eiginmannsins. Líklega hefur henni þó ekki verið alls varnað því að svo samdist með Bjarna og henni að hún yrði bú- stýra hans eða ráðskona. Bjarna hefur sennilega gengið það eitt til að hlaupa undir bagga með þessari fyrrum húsmóður sinni en konan sér í sambúð þeirra hið prýðilegasta tækifæri til að komast að nýju í örugga höfn hjóna- bandsins. Tvennt kom til er gerði hálfundar- legt að maddaman færi að gera sér vonir um slíkt, annað það að hún var um fertugt en Bjarni tuttuguogátta ára. Hitt vóg þó þyngra að jafn ættgöfugur maður og Bjarni Thoraren- sen gerði ákveðnar kröfur um ætterni og eign- ir væntanlegrar eiginkonu og uppfyllt maddama Kiog ekki þau skilyrði. Henni hefur þótt að fyi-rum kona danskættaðs kaupmanns sem að auki var bróðir þáverandi landlæknis mætti renna hýrum augum hærra en rétt og slétt vefaradóttir. Auk þess er vitað af bréfum sem Bjarni skrifaði vinum sínum í Kaupmannahöfn að hann var fús til að sigla fleyi sínu í örugga höfn hjónabandsins og hafði leitað fyrir sér eftir kvonfangi en gengið bónleiður til búðar. Ekki er vitað hver sú stúlka var eða hvað kom til að hún hafnaði svo vænum biðli en maddama Klog hefur sennilega talið sig þess umkomna að sefa sorgir og sært stolt assessors Bjarna. Bjarni var þó á öndverðri skoðun. Hann taldi bústýru sína nálega gengna af göflunum og leið mikla önn fyrir ástleitni hennar. Heimilisástæður assessorsins komust enn fremur jafnskjótt í hámæli og voru hafðar í flimtingum manna á milli. Gilti einu hvort um var að ræða sauðsvartan almúgan eða yfir- stéttina sem Bjarni sjálfur tilheyrði hvorum tveggju var umræðuefnið jafn gómsætt í munni. Að lokum sá Bjarni sér ekki annað fært en að reka maddömuna frá sér og flæktist hún þá manna á milli í bænum og hefur sennilega ver- ið mörgum aufúsugestur er fýsti að frétta frá fyrstu hendi um samskipti þeirra Bjarna. Bjarni tók allt þetta mál sér hins vegar mjög nærri og þótti Reykjavík að eigin sögn hvimleiður bær. Sennilega hefur sú mæða sem hann varð þar fyrir átt sinn þátt í því að gera hann fráhverfan bæjarlífínu og flytur hann sig um sfet að Gufunesi. Hefði nú mátt ætla að þessum unga menntamanni væru allir vegir færir að biðja sér konu er honum sómdi en nokkrar ástar- raunir biðu Bjama enn áður en hann að lokum giftist. Því olli að- allega erkifjandi hans Magnús Stephensen er þrisvar tókst að spilla svo um fyrir kvonbænum hans að hann varð af stúlkunni. Fyrst bað hann Guðrúnar Stef- ánsdóttur frá Möðruvöllum í Hörgárdal en hún sagði honum upp eftir tvö ár í festum. Þá sneri hann augliti sínu að Odda á Rangárvöllum. Treysti Bjarni þar á að Ólafur Finsen bróðir stúlkunnar sem Bjarni ætlaði sér hefði hug á að giftast systur Bjarna en hann reyndist ástfangin af annarri og varð þá ekki af frekari kvonbænum assess- ors í þeim knérunn. Þá leitaði hann fyrir sér hjá Stefáni amtmanni á Hvítárvöllum bróður Magnúsar Stephensen og vai’ dóttir Stefáns föstnuð Bjarna. Magnús tók brátt að beita áhrifum sínum og því er skemmst frá að segja að hann náði að telja bróður sinn og bróður- dóttur á að bregðast orðum sínum. Bjarni reið að lokum á laun vestur í Stykkis- hólm og bað Hildar Bogadóttur sem hann gift- ist fjórum dögum síðar. Bjarni kom sem sé að sunnan vopnaður giftingaleyfi til að allt mætti nú ganga sem greiðlegast áður en Viðeyjarjarl hefði spurnir af ferðum hans. Hjónaband hans og Hildar vai’ð þrátt fyi’h’ flumbruháttinn far- sælt og Bjai’ni hrósaði fljótt happi og taldi sig hafa hreppt góða konu. Minna mátti gæfan nú vai’la gera honum eftir þær raunh’ sem hann hafði áður ratað í. Höfundurinn er blaðamaðurí lausamennsku. BJARNI Thorarensen. HELGA ÞORLEIFSDÓTTIR KYRRÐ yfír háum tígulegum kirkjuturninum hnituðu blásvartir hrafnarnir undarlega hringi og með tignarlegum vængjaslögum var sem þeir dönsuðu djarfan áistardans yfír kirkjuturninum kona sat í kirkjunni á rauðum stól horfði á kertaljósin sem bærðust á altarinu í kirkjurauðri umgjörð friðarins Konan fann bikar sinn verða barmafullan af kyirðinni í hvítri kirkjunni hún lyfti höfði sínu til að sjá hrafnana svi'fa á svörtum vængjum ástaiinnar yfír kirkjuturninum konan tæmdi bikar sinn og horfði á síðustu loga kertanna deyja út við blásvört vængjaslög hrafnanna Höfundurinn er félagsráðgjafi I Kópavogi. LJÓÐRÝNI HRAFN GUNNLAUGSSON: VOR Allt er brjálað. Brjálað. Fuglamir brjálast í trjánum og skríkja sig hása og kófsveittur klakinn stynur af sólsting. Blessaður vertu ljúfurinn! Það er vor. Vorið blíða. Vorið heimska. Vorið hagstæða. Göturnar anga af útsprungnum stclpum og ég er aldreijafn kátur til fótanna. Litla óþekktin mín manstu allan kuldann í vetur þegar myrkrið saugperu lampans og við skulfum af ást undir sænginni. Nú vil ég elska svo einlægt úti í haganum uppi í trjánum á borðinu inni í blámanum. Mig langar svo ótrúlega að leysa úr læðingi langsvæfan borgarann og láta hann dansa nakinn um dúndrandi göturnar. Bíta hverja konu í fótinn og blása á alla uppgerð. Aðeins ef éggæti brjálað almennt siðgæði og elskað óstjórnlega. Tekið götuna, húsin og heiminn í faðm minn og fallið meðal freyðandi blóma. Legið ílaufum og blómstrað hjá bráðnandi vörum og vetri þar til vindurinn roðnar af feimni. Allt er brjálað. Brjálað. En ég stökkvi kaldri skynsemi á brennandi ást mína og brosi hæversklega í þykkum frakka með fallegt bindi í burstuðum skóm með brot í buxum og uppbúinn sakleysissvip. Það var árið 1973 sem Helgafell gaf út fyrstu ljóðabók Hrafns Gunnlaugssonar, Ástarljóð. Bókin skiptist í þrjá kafla; í skóla, Ástarljóð til litlu reiðu sólarinnar minnar og Rauðir sniglar og segir frá ferð manns um eigið hjai’ta, frá því að hann fmnur þar ástina fyrsta sinni, eða eins og segir í ljóðinu Ást (bls. 38): „útlendur stendur maður í hjarta sínu.“ * í fyrsta kaflanum, í skóla, er ungæðisleg hrifningin allsráðandi. Ástin er líkamleg, endist nótt og nótt. Að morgni langar ljóðmælandann að segja eitthvað fallegt og gott, „en innantóm orð hefta vilja minn“ (Eftir eina nótt - bls. 10). Strax í þessum kafla er ljóst að tjáningin er ekki frjáls. Það er verið að lýsa heimi þar sem þögnin og bælingin verða til þess að ástin sem kviknar að kvöldi, slokknar að morgni. Það er söknuður og tregi í ljóðum sem eru full af ástarþrá. Ljóðin eru líka full af hrein- skilni; ljóðmælandinn sveiflast á milli ástar, saknaðar, gleði, sársauka og skammar. I ljóðinu Hildur bíður hann eftir næsta vagni og mætir konu sem hann hefur slitið all- ar taugar til en honum líður eins og afbrotamanni sem er staðinn að verki þegar: „Skyndilega lyftirðu höfði/og augu þín ryðjast í gegnum [ivermóðsku mína/og brenna hjai'ta mitt.“ * í Ástarljóðum Hrafns eru mjög skörp skil milli innra og ytra lífs, milli náttúru og mannlegs samfélags. Tilfmningarnar sem ljóðmælandinn lýsir era ofsafengnar og ákafar. Hann þráir heitt, elskar stórt, verður fullkomlega varnarlaus, saknar mikið og gleymir hratt og sættir sig á augabragði við aðstæður. Hann óttast ekki að elska, heldur óttast hann að tjá ástina - það er einfaldlega ekki viðeigandi. Þetta kemur best fram í ljóðinu Vor, hér að ofan, þar sem ljóðmælandinn vill renna saman við náttúruna: „Aðeins ef ég gæti brjálað almennt siðgæði og elskað óstjórnlega./ Tekið götuna, húsin og heiminn/í faðm minn/og fallið meðal freyðandi blóma.“ Hann er að vakna eftir vetrardvala og kætin er óstjórnleg. En hann getur ekki tekið götuna, húsin og heiminn í faðm sinn. Hann býr við „almennt siðgæði" og verður að hlýða því. Hann getur ekki leyst langsvæfan borgarann úr læðingi og látið hann dansa nakinn um dúndrandi göturnar. Það eina sem hægt er að gera er að stökkva kaldri skynsemi á brennandi ástina og brosa hæversklega „í þykkum frakka/með fallegt bindi/í burstuðum skóm/með brot í buxum/og uppbúinn sakleysissvip". * Ástin getur aðeins átt sér stað í kulda vetrarins þegar myrkrið sýgur peru lampans og „við skulfum af ást undir sænginni". Vorið, birtan, ylurinn, gróðurinn og fuglarnir eru utan seilingar; heitustu og sönnustu tilfmningar mannsins eiga sér þar ekki lífsvon. Þær verður að fela undir sæng og undir yfirborði almenns siðgæðis og uppgerðar. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.