Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 17
KRISTJÁN Davíðsson: Án titils, 1960 - blönduð tækni. GLEÐIN eftir Þorstein frá Hamri Gleðin er bernsk: hana brýtur sí og æ á sömu skerjunum, kýs þójafnan fleytuna fremur en brú og nær að endingu lífhöfn, lendingu í mannsfjöru eins og minni, um nónbilið eins og nú. Úr Það tnlnr í trjúnum, 1995 ASTIN OGÞÚ eftir Kristínu Ómarsdóttur Myndavélin sem tekur myndir af lung- um þínum elskar þig en þú tekur ekki eftir ást hennar. Eða jú. Þegar þú fórst úr bolnum og* hörund þitt snerti í fyrsta sinn spegilslétt stálið, þá tókstu eftir ást hennar en gleymdir henni strax. Konurnar á bakvið myndavélina elska þig líka. Og framköllunartækið. Og ljósið sem lýsir bakvið nýju röntgenmyndina af lungum þínum. Fingurinn á lækninum. Línurnai', myrkrið og þokan sem búa^ til myndina. Þau elska þig. En þú ert bara ekki tilbúinn enn. Morgunblaðið/Kristinn LIÐSMENN Lífæða: Hannes Sigurðsson sýn- ingarstjóri, Ragnheiður Jónsdóttir myndlist- armaður, Kristján Sverrisson, framkvæmda- stjóri Giaxo Wellcome á íslandi, og Sjón. Frá Landspítalanum fara Lífæðar til Akra- ness, þar sem sýningin verður opnuð í sjúkra- húsinu 12. febrúar. 19. mars verður sýningin opnuð í Sjúkrahúsi ísafjarðar, 23. apríl í Heil- brigðisstofnuninni Sauðárkróki, 22. maí í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar, 26. júní í Heilbrigðisstofnuninni Húsavík, 23. júlí á Heilsugæslustöðinni Vopnafirði, 12. ágúst í Heilbrigðisstofnuninni Seyðisfírði, 3. septem- ber í Heilbrigðisstofnuninni Selfossi og 8. október í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Síð- asti sýningarstaðurinn er Sjúkrahús Reykja- víkur en þar verður sýningin uppi frá 12. nóv- ember til 12. desember. Lífæðum fylgir litprentuð sýningarskrá sem dreift verður ókeypis í boði Glaxo Wellcome. I henni eru ljóðin og myndirnar ásamt stuttri umfjöllun um listamennina. rLISTIN ÚT TIL FÓLKSINS „ÞETTA er frábært. fraintak - að fara með listina út til fólksins," segir Ragnheiður Jónsdóltir, einn myndlistannannanna sem þátt taka í sýningunni, „Kosturinn við Hannes Sigurðsson er sá að hann fær ekki bara góðar hugmyndir, heldur fylgir þeiin líka fast eftir. Hann lætur ekki sitja við orðin tóm.“ Riignheiði þykir ekki ólíklegt að þessi sýning geti orðið upphafið að fleiri „óiiefðbundnum“ sýning- um hér á landi. Fagnar hún því. „Það sem okkur myndlistarmenn vantar er meiri tenging við þjóðfé- lagið, þannig að við fáum meiri at- hygli. Því sýnilegri sem listameun eru, þeim niun meiri líkur á því að fólk kaupi verk þeirra og þeir geti lifað af list sinni. Þetta er allra hagur.“ Sjón, eitt skáldanna sem eiga verk á sýningunni, lýkur einnig lofsorði á framtakið. „Ljóð eru þannig að þau koma yfirleitt út á litlum bókuin og seljast engin lif- andis ósköp, þó menn fari sjaldan á hausinn við að gefa þau út. Þau hafa hins vegar lag á því að laum- ast liingað og þangað, um landið og lífið, eins og þetta skenuntilega verkefni er til vitnis uin. Það er alltaf ánægjulegt þegar Ijóðið keinst í kastljósið. Vonandi eiga þessi litlu skeyti eftir að hafa upp- h'fgandi áhrif á þessum stöðuin." Sjón þykir við hæfi að setja ljóðasýningu upp á sjúkrahúsum. „Ljóðlistin og „læknislistin“ eiga nefnilega sameiginlegar rætur í sjálfum Merkúr, hinum róm- verska, og Hermes, hinum gríska, og eiga saineiginlega stafinn, með snákunum tveimur, þannig að ég sé ekki betur en nú séu þessir tveir þræðir að spinnast saman aft.ur á injög skemmtilegan hátt.“ Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra er einnig lirifin af framtakinu en hún ritar inngangs- orð í sýningarski'á Lífæða. Segir hún þar meðal annars: „Myndlist á eins vel við á sjúkrahúsum og orð- in sem Ijóðskáldin töfra fram. Framtakið að safna rayndum og sýna á ellefu sjúkrahúsuin og livelja orðsins menn til að tjá sig uin lífæðar á spftala verður upp- fylling fyrir sjúklinga, shirfsfólk og aðstandendur. í framtakinu felst virðing fyrir öll- um sem eiga þess kost að heyra og sjá verkin.“ Úr Lokaðu augunum og hugsaðu uni mig, 1998 GRÆ.Ð- ARINN eftir Gyrði Elíasson Tíminn - hann er undai'legur náungi Hann gengur um með gi'ösin sín í poka um öxl og leggur við djúp sár Janúai'blómstur febrúarlilju, marsklukku, aprílurt, maígi'esi - Alltafsömu jurtirnar aftur og aftur Og kuflinn hans er ofínn á víxl úr ljósum og dökkum þráðum Úr Indíánasumri, 1996. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999 1 7'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.