Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 12
hæð. Hærra fórum við ekki þennan dag. Handan dalsins opnaðist dalur og síðan ann- ar dalur. Hér var leiðin erfiðust yfirferðar. Við klöngruðumst um stórgrýti og lágan, þéttan gróður í rigningu, en logni. Best að gæta þess að renna ekki til á hálum steinum og íssorfnu bergi. Ekki vorum við heldur laus við mýið. En þarna var einnig mikið lyng, krækiber, bláber og einiber, ilmur úr jörðu. Eftir langa dagleið var tjaldað á fal- legum stað nálægt mjóu eiði sem skilur að Einars- og Kambsstaðarfjörð. Þurrmatur í kvöldmatinn, kaffi og konjaksdreitill á eftir til að ná úr sér mesta hrollinum. í þokunni grillti í formfagurt fjall, Naajat Qaqqat, sem reis beint upp úr sjónum. Hraðganga lil Qaqortoq Daginn eftir komum við til Qaqortoq um þrjúleytið síðdegis eftir hraða göngu í rign- ingarþoku. Á allri gönguleiðinni höfðum við aðeins mætt einu pari sem var á sömu leið og við. Göngulandið þennan dag var fremur þægilegt. Að mestu var fylgt strönd Hvals- eyjarfjarðar. Þarna rákumst við á veiði- mannakofa. Á vinstri hönd sá til Hvalseyjar sem er nokkuð myndarleg eyja. Að lokum var farið yfir eiði og upp í skarð í um 120 m hæð. Allt í einu birtist bærinn. Þá var stutt að ganga niður að efstu húsunum. Við geng- um í gegnum bæinn sem er gamall verslun- arstaður. Undirlendi er lítið og húsin byggð á hæðum. Þetta eru dönsk timburhús, mörg rauð með hvítum gluggapóstum, og svo blokk- ir. I Qaqortoq búa um 3.500 manns. Við gistum í svefnpokaplássi á stúdenta- garði fyrir nemendur Verslunarskólans. Það var ljúft að komast í sturtu og geta þurrkað gegnumblauta skóna. Hjónin sem höfðu stytt sér leið frá Hvalseyjarkirkju tóku á móti okk- ur með ljúffengri steik og meðlæti. Morguninn eftir var komið sólskin. Við gengum um bæinn og höfnina, skoðuðum skemmtilegt minjasafn og heimsóttum skinnaverksmiðjuna Great Greenland, en þar vinna fimmtíu manns. Verksmiðjan er styrkt af Dönum og kaupir öll selskinn í landinu. Þarna voru núna um 70.000 skinn. Ljóst er að það er mikið vandaverk að mýkja selskinn. Og það þarf mörg skinn í eina flík, 7-8 skinn í hálfsíðan pels. Danadrottning hafði fengið pels sem gerður var úr fjörutíu skinnum svo að hvergi sæist misfella. Verðmætast er skinnið af landselnum og kom það mér á óví,rt. Astæðan er sú að hann er sjaldgæfast- ur. Grænlendingar eru svo miklir veiðimenn að þeir hafa ekki getað látið hann í friði. Við nutum þess að borða góðan mat. Um kvöldið snæddum við hreindýrasteik á Hótel Qaqortoq þar sem fararstjóranum var afhent gjcf sem þakklætisvottur fyrir brautryðj- andastarf sitt, frábæra skipulagningu og far- arstjórn. Hann fékk tupilak sem er útskorin tör.n sem sýnir að hluta mann og að hluta dýr. SÍgling inn Eiríksf jörð Við vöknuðum klukkan sex síðasta morgun- inn á Grænlandi sem var 17. júlí. Áætlunar- ferjan til Narsarsuaq lagði úr höfn kl. 8, en þangað er sjö tíma sigling. Á bryggjunni voru veiðimenn að flá seli og höfðu snögg og fagmannleg handtök. Og grænlenskir dreng- ir stóðu uppi á stólpum og veiddu á handfæri af mikilli list, sveigðu sig og beygðu. Og hví- líkt jafnvægi! Við héldum okkur mest uppi á dekki og létum sólina verma vanga, mýið víðsfjarri. Niðri í káetunni var gulnuð innrömmuð brúðkaupsmynd af Margréti II Danadrottn- ingu og Hinriki prins. Þetta var skemmtileg sigling. Fyrst var siglt vestur fyrir nesið, beygt inn sund og inn í Skógarfjörð. Ferjan stoppaði við Narsaq sem er 2000 manna bær. Þarna fóru nokkrir í land og aðrir komu um borð. Við sigldum inn Eiríksfjörð, víkinga- skip blasti við okkur við Narsarsuaq. Það beið byrjar. Við höfðum nokkurn tíma í Narsarsuaq. Sumir fóru í göngutúr, aðrir skoðuðu söfn og enn aðrir komu sér fyrir á sólpallinum á Café Blue West One og fengu sér öl og ís. Við nut- um síðustu stundanna undir grænlenskum himni. Við vorum reynslunni ríkari; höfðum kynnst náttúru og veðurfari ólíku okkar, lát- ið hugann reika til forfeðra okkar og örlaga þeirra og íhugað menningu og stöðu Græn- lendinga nútímans. Um kvöldið flugum við í austurátt, yfir hvítan jökul og ólgandi haf, heim til íslands. Heimildir: Joel Berglund: Hvals0 - kirkeplads og stormændsgárd. Udgivet af Qaqotoq kommune 1982. Esbjerg 1994 (3. oplag). Jón Viðar Sigurðsson: Göngu- leiðir á Grænlandi I. Igaliku, Hvalseyjarfjarðarkirkja, Qaqortoq. Reykjavík 1998. Jónas Jónsson: íslandssaga. 1. hefti. Ríkisútgáfa námsbóka. Ove Bake: Igaliko - fra bispesæde til fáreholderbygd. Narssaq 1983. Vestur til Vínlands. Grænlendinga saga og Eiríks saga rauða. Eysteinn Sigurðsson bjó til prentunar. IÐNÚ 1992. Höfundurinn er ritari Ferðafélags íslands. HILDIGERÐUR FRÁ BINGEN HÚN var samtímamaður Ara fróða og mikilvirkur rithöfund- ur. Rit hennar njóta nú meiri athygli en nokkurn tíma fyrr eftir andlát hennar. Tugir bóka, sem byggðar eru á verk- um hennar, hafa verið gefnir út á undanfórnum árum. Á þessu ári er þess minnst að 900 ár eru liðin frá fæð- ingu Hildigerðar frá Bingen. Á okkar mælikvarða var Hildigerður ekki að- eins rithöfundur, heldur einnig tónskáld, læknir, ljóðskáld, náttúrufræðingur, leikskáld og guð- fræðingur. Á tímum hennar voru þessi ólíku svið einungis angar af sama meiði. Líf mannsins og hin jarðneska veröld var sköpunarverk Guðs og í lifandi sambandi við hann, m.a. fyrir milli- göngu tónlistar, visku, forsjónar og heilags anda. I eigin augum var Hildigerður fyrst og fremst þjónn og verkfæri Drottins. Hún var nunna og síðar abbadís, og verk sín taldi hún innblásin af Guði. I þremur stærstu ritverkum sínum lýsir hún vitrunum sem hún fékk. Þær birtust henni sem eins konar andleg sýn á formi bjartra mynda af fólki, byggingum og alheimin- um, en einnig var talað til hennar að ofan. Þess- ar myndir, sem sumar hverjar líkjast mandölum austrænna þjóða, skýrir Hildigerður rækilega fyrir lesendum sínum með hliðsjón af heims- mynd og guðfræði síns tíma og leggur út frá þeim til siðbótar og andlegs skilnings. Hildigerður fæddist árið 1098 í þorpinu Bermersheim við Rín, skammt frá Mainz. Hún var af aðalsættum, yngst 10 systkina, en for- eldrar hennar létu hana átta ára gamla í umsjá einsetununnu nokkurrar, Jutta að nafni, og hjá henni ólst hún upp. Smám saman myndaðist söfnuður af nunnum af Benediktsreglu í kring- um þær, og þegar Jutta lést 1136 var Hildigerð- ur valin abbadís. Þessi söfhuður starfaði í munkaklaustrinu að Disibodenberg, en um 1150 tók Hildigerður sig upp ásamt hluta af systrun- um og stofnaði sérstakt nunnuklaustur í Rúpertsberg nálægt bænum Bingen við Rínar- fljót, og var það vígt árið 1152. Svíar lögðu klaustrið í Rúpertsberg í rúst í 30 ára stríðinu löngu síðar, en Hildigerður hafði einnig stofnað annað klaustur í Eibingen handan Rínarfljóts, ög var það endurreist um síðustu aldamót eftir aldarlangt hlé. Er Hildigerður var 42ja ára gömul, og nokkrum árum áður en hún stofnsetti fyrra klaustur sitt, fékk hún vitrun sem hún lýsir sem vermandi ljósi er fyllti hug hennar og hjarta og gaf henni skilning á allri heilagri ritningu. Þar með kvaðst hún hafa heyrt rödd sem fyrirskip- aði henni að lýsa því í ræðu og riti sem hún sá. Eftir nokkurt hik hófst hún handa við að rita eitt mesta verk sitt, Scivias, og lauk því á 10 ár- um. Hildigerður hafði raunar fengið vitranir allt frá 5 ára aldri að eigin sögn en duldi það fyrir flestum öðrum en nánustu trúnaðarvinum. Eftir að Hildigerður hafði unnið við Scivias í um fimm ára skeið skrifaði hún Bernharði frá Clairvaux og sagði honum frá vitrunum sínum og ritstörfum. Bernharð brást vel við og mælti með henni við páfann, Evgeníus þriðja, sem las úr Scivias ófullgerðum fyrir biskupana á kirkju- þinginu í Trier veturinn 1147-48. Kirkjuþingið Íýsti velþóknun sinni og hvatti Hildigerði til að halda áfram. Þarf ekki að orðlengja það hve mikilsverð sú hvatning var, því að sá boðskapur Páls postula var almennt í heiðri hafður, að kon- ur skyldu þegja. Eftir þetta varð Hildigerður víðfræg um Evrópu, og var litið á hana sem spá- mann, einkum hvað snerti aðdraganda dóms- dags, sem hún lýsir ítarlega í ritum sínum. Hildigerður samdi leikrit „Ordo virtutum" sem fjallar um baráttu sálar á mörkum góðs og ills. Óvinurinn freistar sálarinnar, en kór dyggð- anna stappar í hana stálinu og frelsar að lokum. Sálin öðlast hjálpræði og Óvinurinn er færður í fjötra. Þetta leikrit var undanfari sams konar siðferðilegra leikrita sem nutu mikilla vinsælda víða um Evrópu um einni og hálfri öld síðar. Leikritið er að mestu fært í búning söngva, en þar sem tónlist var talin himnesk í eðli sínu hlaut kölski að vera vita laglaus, enda mælir hann einn ájarðneska tungu í leikriti Hildigerð- ar. Söngvar leikritsins ásamt ýmsum fleiri sem Hildigerður samdi fyrir klaustur sín voru síðar teknir saman í einn bálk er hlaut nafnið „Symphonia armonie celestium revelationum" eða „Sámhljómur himneskrar opinberunar". Symfónía Hildigerðar er enn til og hefur verið EFTIR ARNA EINARSSON Hildigerður var uppi samtímis Ara fróða og hún var mikilvirkur rithöfundur. Rit hennar njóta nú meiri athygli en nokkurn tíma fyrr eftir andlát hennar. Tugir bóka sem byggðar eru á verkum hennar hafg verio gefnir út á undanförnum árum, en á þessu ári er þess minnst ao 900 ár eru liðin frá fæðingu hennar. gefin út á hljómdiskum. Miðaldafræðingar hafa lýst ljóðunum sem einhverjum hinum „óvenju- legasta, næmasta, þaulhugsaðasta og um leið mest spennandi kveðskap tólftu aldar". Hildigerður samdi tvö rit sem teija má ver- aldlegs eðlis, annað um náttúrufræði en hitt um iækningar og heilsufræði. Hið fyrra er nokkurs konar alfræðirit um náttúrufræði, samsett af fjórum bókum um dýr, tveimur um jurtir og tré og þremur um steina, málma og önnur efni. Hitt ritið, „Um sjúkdómsorsakir og lækningar" fjall- ar ítarlega um líkama mannsins, heilsu og ýmsa HILDIGERÐUR frá Bingen skráir vitranir sín- ar á vaxtöflur. Úr Lucca handritinu. sjúkdóma. Meðal annars er langur kafli um vatn og heilnæmi þess eftir því hvaðan það er runnið. í þessum ritum blandar Hildigerður saman við- teknum fræðum og eigin athugunum, sem bera vott um næman skilning á hinu náttúrlega um- hverfi. Tvö handrit öðrum fremur geyma myndir sem lýsa sýnum Hildigerðar og eru nánast óað- skiljanlegur hluti sýnanna. Annað handritið hef- ur að geyma ritið Scivias. Það er frá um 1165 og 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.