Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 5
arrar. Úr köldum marmaranum leystust tón- ar og áköll kynslóðanna sem í nær tvö þúsund ár hafa sungið guði - eða guðunum til dýrðar á þessum stað. Þarna skynjaði maður að sál hússins hafði drukkið í sig andvörp dauðlegra sálna, allt frá sál hins mikla Hadríanusar sem margir telja mesta keisara Rómaveldis - til okkar lítilla og lágra af Nesinu. I hugann komu orð íslensks mikilmennis Einars Benediktssonar sem tjáir áhrifamátt þessa umhverfis í kvæði sínu „Kvöld í Róm": Söguborg, með kaldra múra minning, merkt afhruni ogreisn, aftjóni og vinning, goðþín, rústir, hof og styttur hverfa, hjaðna eins og bólstrar skýjaeimsins. Þú varst til, svo eilífð mætti erfa anáa þann, sem beindi þínu stáli, stýrði afli þínu í mynd og máli, meitlaði svip þinn í ásýnd heimsins. Já, fáir staðir hafa meitlað ásýnd heimsins eins og Róm og meitlar reyndar enn. Enda þótt langt sé síðan við íslendingar gengum af hinum rómverska kirkjuarfi fyrir tilskikkan Danakonunga blundar hann enn í okkur. Þótt við íslendingarnir værum framandlegir í Pantheqn, þessu hofi keisara og páfa, þá var veröld íslendingsins ekki eins fjærri og við héldum. Einhver landi hafði verið þarna á undan, Sturla Sighvatsson hefur eflaust skrið- ið inn í þessa höfuðkirkju á hnjánum í yfirbót- arferð sinni til Rómar til að bæta fyrir brot sín gegn Guðmundi biskupi góða og hver veit nema gráleit förukona á efri árum, víð- förulusta kona heimsins, Guðríður Þorbjarn- ardóttir, hafi gert þarna bæn sína til heilagrar guðsmóður eða Jesú sonar Maríu. Aukinheld- ur var kallast á við okkur úr köldum marmara bak við þar semvið sungum. Sjálfur Thor- valdsen og sonur íslands leyndist þar í marm- arabústu og hver veit nema hann hafi tekið undir þegar við sungum,,Gefðu að móðurmál- ið mitt" þótt deila megi um færni hans í ís- lenskunni. Thorvaldsenstyttan af rómversk- um karínála lætur ekki mikið yfir sér, en við sem erum auðtrúa teljum það jarteikn að hún skyldi halda sig einmitt í skotinu þar sem við sungjum. Þessari upphöfnu stund í Pantheon lauk með því að Selkórinn söng Islenska og erlenda sálma og kirkjutónlist, þar á meðal eftir séra Hallgrím sem aldrei komst víst til Rómar og hefur sennilega lítið kært sig um enda rétt- trúaður lúteran og lítil pápisti. Þegar kórinn söng „frá allri villu klárt og kvitt" flaug það í gegnum hugann að villan sem Hallgrímur bið- ur Guð að forða oss frá sé sú rómverska pá- píska sem tíðkaðist um hans daga. En nú er víst öldin önnur - sem betur fer - því vel fer á með fylgismönnum Rómarbiskups og mót- mælendum víðast hvar eins og þátttaka okkar í hinni rómversku messu bar gott vitni um. Bretnar súlur og blóðvöllur Pantheon er vitaskuld ekki nema brot þess mikla arfs sem þessi makalausa borg geymir. I raun hefur það löngum verið þannig með evrópska og síðar ameríska menntamenn og skáld að engum fannst hann fullnuma nema að hafa séð með eigin augum þau listaverk og mannvirki - þótt rústir væru - sem finnast í Róm. Helstu skáld 18. og 19. aldar héldu í pflagrímsför til Rómar og Grikklands, Goethe sem áður er nefhdur, Byron og Keats. Og flestir íslendingar sem komnir eru til vits og þroska kannast við suðurgöngu Davíðs Stef- ánssonar, í það minnsta ljóðin hans sem þar urðu til og ennþá eru sungin á rökkurkvöldum upp til fjalla á Islandi þegar gleðin er við völd. Frá Via sacra frá Vestu eldi sló frægðarroða á Rómaveldi segir Davíð á einum stað. Maður sér hann fyrir sér ganga hinn helga veg Via sacra í gegnum Porum Romanum þar sem eitt sinn var nafli alheimsins og setjast á brotna súlu í hofi Vestumeyjanna til að byggja íslenska stuðla og höfuðstafi. Þótt varla sé Rómartorg meira en rústarbrot þá getur maður með auð- ugt ímyndunarafl og túristalitteratúr séð fyrir sér hve glæstur þessi staður einn sinn var og hve verkfræði og byggingarlist hinnar fornu Rómar hefur verið á háu stigi. Ekkert jafnað- ist á við vegi þeirra allt þangað til Hitler byggði hraðbrautir í Þýskalandi. Þeir voru meira að segja farnir að brúka frumstæðar gufuvélar og steinsteypu og lögðu Cloaka maxima, skólpræsi eða framræslu á sjálfu Rómartorgi. Það er engin furða þótt sagn- fræðingurinn Will Durant hafi komist að þeirri niðurstöðu í Rómarsögu sinni að Róm- verjar hinir fornu hafi staðið á þröskuldi iðn- byltingarinnar. Hið ódýra vinnuafl þrælanna hafi komið í veg fyrir þá þróun. Það er ákaflega auðvelt að dást að glæsileik hinnar fornu Rómar allt þangað til komið er að Colosseum. I sjálfu sér er Colosseum enn CASTEL ANGELO - Engilsborg við Tíber. Myndin er tekin af brú sem þar er yfir ána. SELKÓRINN syngur í Rómaborg undir stjórn Jóns Karls Einarssonar. Umfram annað er Róm staður til að njóta pess að vera til. Borg sem höfðar til skynfæranna, brotnar súlur oggræn tré fyrir augum, vespuhljóð t eyrum, lykt afkajfi, bragð af Chiantirauð- víni. ein staðfestingin á byggingarsnilld og fagur- fræði hinnar fornu Rómar - en um leið á ótrú- legri grimmd. Að byggja slíkt gríðarmann- virki með flóknum tæknibúnaði (það var t.d. hægt að breyta sviðinu í lítið stöðuvatn fyrir sjóorrustur) til þess eins að horfa á blóðið fljóta virkar á okkur sem undarleg afskræm- ing, jafnvel perraháttur upp á nútímaíslensku. Hannes Pétursson skáld orðar andstyggðina ágætlega þegar hann segir í Ijóði sínu Colosseum: Hálfvegis óskur hálfvegis þögn IfJrt og úthafsbreiða og eldgígur fjalls. Hálfvegis ljón hálfvegis fíll hálfvegis eiturormur Keisarinn og Krislur Það er í sjálfu sér ekkert undrunarefni að kristnir menn komust fljótlega í andstöðu við mátt og megin Rómar. Látum vera með Róm- arbrunann sem Neró kenndi kristnum mönn- um, látum vera með keisaradýrkunina sem var ósamrýmanleg trúnni á Krist. Sú grimmd sem óx samfara velmegun Rómverja og birt- ist hvað best í skylmingaleikjunum var með öllu ósamrýmanleg hinni nýju trú úr austrinu. Engin furða að Afríkumaðurinn Ágústínus kirkjufaðir áliti Róm „veldi hins illa" (sama hugtak og Reagan Bandaríkjaforseti notaði 17. öldum seinna um Sovétríkin). Það er samt kaldhæðni sögunnar að kirkjan varð með tíð og tíma arftaki „þessa illa veldis" og yfirtók smátt og smátt meira af hlutverki og arfi Rómarveldis. Páfinn yfirtók titilinn „Pontifex maximus", þ.e. æðsti prestur sem keisarinn hafði áður borið. Kristnir menn tóku basílíkur (dómshús og fundarstaðir Rómverja) sem fyrirmyndir þegar þeir reistu kirkjur. Meira að segja Hallgrímskirkja í Reykjavík ber greinilega þessi rómversku ummerki. Jafnvel skrúði íslenskra þjóðkirkju- presta á uppruna sinn í skartklæðnaði róm- verskra góðborgara sem var nokkurs konar jakkaföt þessa tíma. List Rómar varð lfka kirkjulist og róm- versk áhrif má sjá í íkónalist fram á okkar daga. Hinn frægi altarishiminn, svokallað baldacchino yfir háalteri Péturskirkjunnar sem Bernini gerði upp úr bronsþaki Panthe- on, hafði að fyrirmynd hásætishimin róm- verskra keisara. Kirkjan erfði einnig lög Rómaveldis - og stundum einnig grimmdina. Vofa hins forna Rómarveldis gekk þannig aftur í rómversk-kaþólskri kirkju og í þeim skilningi er kirkjan, ekki síst hin rómversk- kaþólska, meiður af klassískri menningu forn- aldarinnar. Péturskirkjan og Sixlinska kapellan Það er erfitt að lýsa Péturskirkjunni í Róm með orðum. Bæði er byggingin tröll- aukin að stærð og íburðurinn og listin svo yf- irgengileg að menn komast í einhvers konar annarlegt ástand við að koma þar inn. Reyndar er það þannig með Péturskirkjuna að menn verða eiginlega helst að koma beint utan af flugvelli í litlum Fíat til að fá áhrif þessarar byggingar óþynnt í æð. Listin og menningararfurinn er nefnilega svo yfirfljót- andi í Róm að það er hætt við að menn séu orðnir nokkuð mettaðir eftir fjórar kirkjur og fjögur söfn ef þeir eiga svo Péturskirkj- una eftir. Sjálfur var ég orðinn heldur sadd- ur, líkt og aðalrétturinn væri nú fyrst að koma eftir fimm forrétti. Sennilega þarf maður að upplifa helgihald í Péturskirkjunni til að skilja samhengið í byggingunni. Að öðrum kosti er hætt við að maður fái það á tilfinninguna að vera staddur inn í risastórum eldflaugaskotpalli sem breytt hefur verið í sýningarhús fyrir endurreisnar- og barokklist, líkt og fyrir galdur. Það er nokkuð önnur kennd að koma í Sixtínsku kapelluna. Hvorki er hún yfirgengileg að stærð né margt þar að sjá - utan freskurnar í lofti sem Michelangelo málaði á bakinu á fjór- um árum. En þvílík sjón! það þyrmir yfir að sjá allar þessar fígúrur í návígi, - Drottin her- sveitanna snareygðan við að skapa heiminn (við dauðlegir verðum hálf-feimnir við að trufla hann í svo merkilegu verki), horfa svo upp á snertingu handar Adams og Drottins og þó snertast þeir ekki en við skynjum neistann, lífsneistann sem hleypur á milli, sköpunar- kraftinn, þetta sem gerir Adam að manni. Þessi mynd er eins og vaxtarræktarsýning með öfugum formerkjum. Þar breytast menn í vöðvabúnt, hér breytist vöðvabúntið hans Michelangelos í mann. Og svo er það kórgaflinn. Þar segir Michelangelo aðra sögu, sögu hins efsta dags og þar eru hinir sælu og einnig hinir for- dæmdu. Þarna engjast nánast berir, munúð- arfullir líkamar ýmist af sælu eða pín. Nánast berir, þvi einum kardínála kaþólsku kirkjunn- ar mislíkaði svo öll nektin að hann fékk lista- mann til að mála slæður ýfir skapnað karla og kvenna. En Michelangelo hefndi sín. Það má nefnilega sjá mynd kardínálans í gervi glat- aðrar sálar þar sem hún steypist nánast nakin niður til helvítis! Þarna í Sixtínsku kapellunni fannst mér að ég væri að verða veikur - og hvorki af al- múgalegu kvefi né plebeiskri hálsbólgu, nei af sjúkdómi sem kenndur er við franska rithöf- undinn Stendhal og nefnist Stendhal-heil- kennið. Þessi sjúkdómur hellist yfir ef menn fá of stóran skammt af fegurð og list í einu. Sá franski varð fyrir þessum áhrifum í annarri ámóta byggingu, Santa Croee í Flórens og lýsti heilkenninu þannig: „Veldi tilfinninganna hvelfdist yfir mig með hvílíkum þunga að ég gat varla greint það frá trúarlegum ótta og skelfingu. Hjartað hamaðist í brjósti mér og ég óttaðist á hverri stundu að falla í öngvit á gólfið". Það sem bjargaði mér hins vegar í Sixtínsku kapellunni var að hvergi var hægt að láta sig falla á gólfið fyrir masandi japönskum og amerískum túristum með myndavélarnar á lofti. Amerikanar fornaldarinnar Hverju hefur Róm skilað til okkar? það er svo margt að við erum hætt að verða vör við það. Rómversk áhrif umlykja okkur enn og smjúga jafnvel inn um augu og eyru. Lögin, trúin, latínan og afleidd mál, húsagerð og ekki síst það hvernig við hugsum og flokkum hugs- anir okkar í skúffur. Stundum líkja menn Róm við samtíðina, heimspólitíkinni þá við heimspólitfkna nú. A miðöldum var til hið heilaga þýsk-rómverska keisaradæmi, svo kom Bretinn með sitt heimsveldi og taldi sig að sumu leyti vera arf- taka Rómar og byggði hús og minnismerki í klassískum stíl (það gerðu reyndar fleiri). Og nú eru það Ameríkanar. Líkt og Róm- verjar þá eru þeir yfirburðaríki nú. Lfkt og rómversk tíska var ráðandi þá, gengur amer- ískur lífsstfll alls staðar nú. Þeir byggðu hof og hringleikahús um allt Miðjarðarhaf með stöðluðu útliti, við byggjum McDonalds og Kentucy Fried Chicken veitingastaði út um allar trissur. Og fyrirgangurinn í valdasölum Washing- ton með tilheyrandi svikum og harðýðgi var víst daglegt brauð þá. Og er nokkuð nýtt við kvennafar Clintons? Voru ekki ýmsir keisarar og keisaraynjur fræg fyrir gjálífi? Arrivederci Roma - verlu sael Róm Umfram annað er Róm staður til að njóta þess að vera til. Borg sem höfðar til skynfær- anna, brotnar súlur og græn tré fyrir augum, vespuhljóð í eyrum, lykt af kaffi, bragð af Chi- antirauðvíni. Um leið höfðar hún til einhvers sameiginlegs innra minnis, djúpt inni í vél- búnaðinum á okkur sjálfum, minnis sem erfitt er að þurrka út. Höfundur er sóknarprestur í Nessókn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 13. FEBRÚAR 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.