Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 17
bókmenntaverk. Við erum farin að lesa í umhverfi okkar og alls konar fyrirbrigði, skoða þau sem texta, hluta af stærra tákn- kerfi. Þetta finnst mér að sumu leyti brjóta nið- ur þá andstöðu sem menn hafa stundum stillt upp á milli þess að rannsaka og túlka bókmenntaverk og hins vegar að vinna út frá einhverri fræðikenningu, nota hana til að kortleggja bókmenntaverk, nota jafnvel bók- menntaverkið sem dæmi um kenninguna. Það hefur farið mjög fyi'ir brjóstið á sumum rithöfundum og fræðimönnum að allt í einu virðast bókmenntaverk bara orðin lítil dæmi um einhverja kenningu. En þetta er oft mis- skilningur. I frjórri fræðilegri túlkun er iðu- lega verið að spyi'ja hvernig lestui- fer fram í bókmenntaverki, hvemig bókmenntaverk meðhöndla veruleika, vinna úr umhverfinu og endurskapa það.“ Bókmenntasögurilun og hefðarveldi - Bókmenntafræðingar og aðrir hugvís- indamenn em sem sé farnir að horfa meira í kringum sigen þeirgerðu? „Já, vissulega. Um leið og rannsóknir hafa orðið þverfaglegri hefur orðið mikil al- þjóðavæðing í fræðunum, vitund um mis- munandi menningarheima hefur aukist, eft- irlendufræðin eru bestu dæmin um það þar sem kannað er hvernig fyrrverandi herra- þjóðir og nýlendur eru mótuð af menningar- samskiptum. Sömuleiðis hefur kynjafræð- inni og femínismanum vaxið fiskur um hrygg. Og rannsóknir á hvers konar minni- hlutahópum hafa færst í vöxt. Það eru því spennandi tímar í fræðunum og óhjákvæmi- legt að þessi þróun leiti inn í bókmennta- söguna. Það er fráleitt að ætla sér að skrifa bókmenntasögu nú eftir einhverju gömlu mynstri fyrir samtíma sem er nú þegar breyttur. Og fyrst talið hefur borist að bókmennta- sögu, þá hefur mér þótt vanta hér umræðu um hefðarveldið, um „kanónuna" en sú um- ræða tengist eftirlendufræðunum, kynja- fræðunum og umræðum um minnihlutahópa. Það hafa vaknað svo margar spurningar um gildi í menningunni: Hvernig verður gildi til og hvernig er það framleitt og endurfram- leitt en það er algert lykilatriði í því hvernig hefðarveldi er samsett. Þetta er spurningin um hvaða bækur við eram sammála um að eigi að lesa og skrifa um. Hefðarveldi er óhjákvæmilegt en ég verð alltaf jafn hissa þegar ég heyri í fólki sem telur sig bara vera með það nokkurn veginn á hreinu hvernig hefðai'veldið er samsett, það sé bara nokkuð sjálfsagður hlutur. Arfurinn sé skýr og eðli- legt framhald hans séu einhverjir ákveðnir höfundar og einhverjar ákveðnar bækur. Það hafa komið fram róttækar efasemdir um þessa hluti en sú umræða hefur ekki skilað sér hingað. Eg hef sjálfur komið að þessum spurning- um um hefðarveldið í gegnum þýðingafræð- ina. Hvað gerist eiginlega í litlum bók- menntaheimi eins og hér á landi þegar verið er að þýða mikilvæg erlend verk? Hvar eiga slík bókmenntaverk heima í íslenskum bók- menntaheimi? Eru þau ekki hluti af íslensk- um bókmenntum? Er hægt að ýta þeim til hliðar og segja að eftir sem áður séu íslensk- ar bókmenntir eitthvert úrval af framsömd- um verkum?" Póstmódernisminn ekki síst sú heimsmynd sem nú er i deiglu - Eins og þú segir þá hefur þróunin í fræðunum ekki verið rökleg undanfarin þrjátíu ár. Þetta er frekar brotakennd mynd og sumir hafa sagt að við séum stödd í millibilsástandi þar sem mikið rót er á hlutunum. Stundum er líka talað um að við stöndum á mörkum tveggja heimsmynda, tveggja tíma, kannski svipað og þýðandinn gerir, okkar er að láta eitthvað verða úr þessum menningarlega eða hugmyndalega árekstri sem við erum að upplifa. Hvernig á annars að skýra þá stöðu sem við erum í? Menn tala um póstmódernisma en þú hefur einmitt skrifað töluvert um hann og svo skrifaðir þú doktorsritgerð um hugtakið módernisma. „Það er erfítt að svara þessu í stuttu máli en ef maður ætlar að reyna að sjá einhver vitleg mörk þarna á milli þá verður það ekki gert á fagurfræðilegum forsendum ein- göngu. Það hefur ekki verið hægt að benda á ákveðin formeinkenni á skáldverkum sem era póstmódernísk en ekki módemísk. Póst- módernísk listaverk era að mjög miklu leyti afurð módernismans en þau sækja líka í aðr- ar hefðir. Að því leyti era þau ekki í sömu andófsstöðunni og módernisminn. Það sem skilur á milli módernisma og póstmódernisma er ný heimsmynd. Og þar koma mörkin, sem þú nefndir, til skjalanna; póstmódernismi á sér stað í heimi sem hefur breyst. Vesturlöndin geta til dæmis ekki lengur lokað sig af, mörkin á milli þeirra og annarra heimshluta hafa riðlast. Eg held raunar að Vesturlandabúar lifi með þessa spurningu á heilanum: Hvað verður um okk- ur? Eg las í bók um daginn að sú öld sem nú er að líða sé síðasta öldin sem einkennist af forræði Vesturlanda í heiminum. Manni bregður svolítið við að lesa svona nokkuð en sennilega er þetta rétt. En um leið og það gerist era svo mörg önnur mörk að riðlast, milli kynja og kynþátta, það losnar um minnihlutahópa af ýmsu tagi. Við höfum því annars vegar heimsmynd þar sem hnattvæð- ing verður sífellt meiri en á móti kemur þessi markahyggja, við höfum ótal markalínur þar sem allir era að skilgreina sig, ýmist til að benda á réttindi sín eða til að draga fram einhver menningareinkenni. Minnihlutaein- kenni þykja áhugaverð nú, þau era jafnvel röksemdin fyrir því að komast í kanónuna, hefðarveldið. Póstmódernismi sprettur sem sé upp úr þessari nýju heimsmynd. Og það er kannski vegna þess að póststrúktúralistar hafa verið að glíma við þessa breyttu heimsmynd sem sumir hafa litið á fræðikenningar þeirra sem grandvöll póstmódemismans. Þar gleymist hins vegar að póstmódernisminn er ekki síst sú heimsmynd sem nú er í deiglu; meðal ann- ars þess vegna er hugtakið svona óljóst og flæðandi. Þegar sagt er að eitthvert listaverk sé póstmódernískt þá er oft átt við samspil fornra einkenna og nútímalegra. En mér þykir frjórra að tala um samspil verksins og áðurnefndrar deiglu. Að því leyti er póst- módernismi tímahugtak. Sumir tala líkt og þessi tími sé liðinn. Við þyrftum hins vegar að hafa skilið ákveðið viðmið að baki til að geta sagt að við væram komin út úr póst- módernismanum og það höfum við ekki gert.“ Ástandið endurspeglast í sögulegri hneigð - Finnst þér að bókmenn talandslagið hér- lendis beri þessarar deiglu einhver merki? Finnst þér íslenskir rithöfundar vera að fást við þetta ástand á einhvern hátt? „Ég held að þetta ástand endurspeglist ekki í miklum formlegum umbrotum en við getum séð viðbrögð við því í sterkri sögu- legri hneigð. Ég held að svörun bókmennt- anna við ringulreiðinni og þeim hraða sem einkennir samtímann sé könnun á fortíðinni, í sumum tilfellum er hægt að tala um fortíð- arþrá en einnig má tala um leit að ákveðnum lífsmynstram í fortíðinni og þá með saman- burð í huga. Þetta er kannski eitt meginein- kenni á bókmenntunum núna og það ber ekki mikið á tilraunum og formlegum nýj- ungum. Mönnum þykir kannski að módern- isminn hafi farið út að mörkunum og það verði ekki komist mikið lengra. Mér finnst jafnvel að skáldsagan, sem oft er talað um sem meginform nútímabókmennta, sé að lenda í íhaldsstöðu. Menn einblína svo á skáldsöguna að þeir horfa fram hjá öðrum formum og eru jafnvel svo djúpt sokknir í hana að þeim tekst ekki að kanna möguleika hennar til fulls. Þess vegna hrekkur maður svolítið við þegar maður les bók eins og Næturgalann eftir Jón Karl Helgason sem er í raun ekki skáldsaga en er kölluð það vegna þess að við höfum ekkert annað hug- tak til að lýsa henni. Það væri kannski einna helst hægt að kalla hana ritgerðaskáldsögu. Hún er að sumu leyti dæmi um það einkenni deiglunnar að mörk skáldskapar, samfélags- umræðu, heimspekilegra ígrundana og fræðimennsku verða óljós. Þetta kalla sumir póstmódernískt einkenni en ég held að með þessu sé minnt á rannsóknarhlutverk bók- mennta og annarra listgreina. Þær sundur- greina heimsmynd okkar; listaverkin eru niðurstaða ákveðinnar könnunar en búa jafnframt yfir skapandi sveigjanleika sem ýmsir hafa viljað draga inn í fræðilegar rit- smíðar. Um ágæti þessarar þróunar hefur verið deilt, til dæmis af þýska heimspek- ingnum, Jiirgen Habermas, og frönskum starfsbróður hans, Jacques Derrida, en sá fyrrnefndi telur að ef mörk fræðimennsku og bókmennta þurrkist út þá sé grundvöllur gagnrýninnar og fræðilegrar hugsunar brostinn. Ég held að hann hafi að vissu leyti rétt fyrir sér. Gagnrýnin og fræðileg hugsun er þó einnig í ákveðinni kreppu vegna þess að hún styðst við svo mörg gildi og mörk sem sum hafa látið undan. A hinn bóginn held ég líka, eins og Derrida, að það geti verið mjög frjótt að riðla þessum mörkum. Það hefur einmitt hamlað nútímabókmennt- um að þær hafa verið settar á einhvern ákveðinn bás, það hefur verið dregið úr slag- krafti þeirra með því að hólfa þær af frá samfélagsorðræðunni. Bitið hefur verið dregið úr þeim textum sem era hvað mátt- ugastir. Að því leyti verður mjög spennandi að sjá hvað gerist þegar þessi mörk leysast upp, bæði í fræðimennsku, þar sem ímynd- unaraflið fær að njóta sín á þann hátt sem við töldum að ætti sér eingöngu stað í skáld- skap, og í pólitískri eða sögulegri og hug- myndalegri umræðu.“ Endurntat á einstaklingnum - Það sem truflar sýn manns á það sem þó er að gerast í bókmenntunum er kannski, eins og þú segir, að það er ekki beinlínis hægt að benda á nein formleg eða fagurfræðileg átök sem eru séreinkenni fyrir póstmódemískan skáldskap. Atökin eiga sér stað á öðrum svið- um en þá stendur samt í manni að bókmennt- ir síðustu ára hafa heldur ekki einkennst af hugmyndafræðilegri ástríðu, ef þannig má taka til orða? „Nei, en það hefur verið mikil ástríða í könnun einstaklingsins á tilfinningalífi sínu og það má kalla eitt af megineinkennunum síðustu ára og áratuga. Það hefur farið fram mikið endurmat á einstaklingnum en það endurmat hefur þó ekki haft samfélagið sem skýra viðmiðun. Samfélagið hefur orðið að óræðari stærð þar sem menn finna ekki lengur þær skýra markalínur sem þeir gátu tengt sig við mjög tilfinningalega, eins og gerðist í pólitíkinni hér áður fyrr. Maður sér þetta endurspeglast í örvæntingarfullri orð- ræðu sumra sem eru að reyna að keyra upp gömlu pólitísku kategóríuna, ná henni upp í gamla góða styrkinn en það verður einhvern veginn hjáróma og hjákátlegt.“ - Þér fínnst það ekki hafa truflað rithöf- unda að missa þessa handfestu, til dæmis þessa pólitísku handfestu sem þú talaðir um - áður gátu menn jú stillt sér upp öðru hvorumegin. „Nei, en upplausn þessara pólitísku grunnandstæðna skýrir kannski vel hvers vegna bókmenntirnar fara meira að spyrja spurninga um líf einstaklingsins. Að sumu leyti virðast markalínumar, bæði pólitískar, hugmyndafræðilegar og aðrar, svo langt frá okkur. Þetta má sjá ef meginstraumsbók- menntir á Vesturlöndum era bornar saman við sumar eftirlendubókmenntir, til dæmis verk eins og Hinsta andvarp márans eftir Salman Rushdie sem er að vinna á mörkum breska heimsveldisins og Indlands. Rushdie tekur alla ólguna sem er í þessu stóra og stéttskipta landi, Indlandi, og hleypir henni af öllum þunga inn í verkið. Þetta er mun erfiðara fyrir íslenskan höfund að gera. Það er erfiðara að finna þennan þunga í samtím- anum hér, hann er frekar að finna í sögunni, í fortíðinni. Það má kannski segja að Rus- hdie hafi úr meiru að moða, í senn söguleg- um og samtímalegum þunga eða ögrun. Þar með er ekki sagt að lítið sé um merk sögu- efni á Islandi; sum þeirra eru kannski djúp og ásækin þótt hljóð séu á yfirborðinu og eru verk Gyrðis Elíassonar gott dæmi um það. Annars held ég að það sé rétt hjá þér að það verður stundum erfitt að tengja sig við samtímann hér. Ég veit ekki hvort það er að einhverju leyti blinda, að við sjáum ekki í bili fyrir hverju við þurfum að berjast samfélags- lega. Og þess vegna er hugmyndafræðin líka á svolítið skrýtnu róli. Annars vegar fylgir því heilmikið frelsi að losna við gömlu and- stæðurnar, umræður era ekki jafn rígbundn- ar flokkapólitík og áður. A hinn bóginn held ég að þetta frelsi geti líka blindað fólk á það sem er að gerast, bæði á samfélagsmynstrið og efnahagsátök sem vissulega eiga sér stað. Og eftir sem áður búum við í heimshluta sem flýtur á eymd annarra heimshluta. Við ís- lendingar eram þó að þessu leyti í svolítið sérkennilegri stöðu því við eram fyri-verandi nýlenda (en það viljum við auðvitað ekki kannast við) og um leið eram við á meðal mestu velferðarsamfélaga heims.“ íslenskir rithöfundar taka furðu lít- inn þótt í samfélagsumrseðu - I kjölfar þessara hugmyndafræðilegu deyfðai' virðast rithöfundar hafa dregið úr þátttöku sinni í pólitískri og samfélagslegri umræðu. Við þekkjum rithöfunda frá því fyrr á öldinni sem tóku ínjög virkan þátt í umræð- unni, nægir að nefna menn eins og Halldór Laxness og Þórberg Þórðarson en nú virðast rithöfundar ekki hafa mikla löngun til að láta rödd sína heyrast. „Já, kannski Guðbergur Bergsson sé síð- asti höfundurinn sem tekur virkan þátt í um- ræðunni. Hann sagði nú fyrir skömmu að hann væri fyrsti íslenski skáldsagnahöfund- urinn en hann er ef til vill sá síðasti, ef við horfum út frá þessu sjónarhorni. Fleh’i höf- undar hafa þó verið mjög duglegir í samfé- lagsumræðunni í gegnum tíðina, eins og Thor Vilhjálmsson, Sigurður A. Magnússon og Þorgeir Þorgeirson. En almennt þykir mér íslenskir rithöf- undar taka furðu lítinn þátt í samfélagsum- ræðunni. Okkur vantar sárlega fleiri góða greinahöfunda, það era svo margir að skrifa í blöðin sem ráða illa við það. Það*" hefur löngum verið viðhorfið að það felist sérhæfing í því að skrifa bókmenntir og að rithöfundar segi það sem þeir ætli sér að segja í skáldskap sínum. I ljósi þess að mörkin á milli fræða og skáldskapar eru alltaf að verða óljósari þá hlýtur þetta að breytast.“ Háskólinn og samfélagið - Þú hefur talsvert sinnt stjórnsýslu í Há- skólanum, þú ert formaðw bókmenntafræði- og málvísindaskorar og stjórnarformaður hinnar nýju Hugvísindastofnunar Háskóla *• íslands. Þykirþér Háskóli íslands hafa tekið nægilega mikinn þátt í samfélagsumræð- unni? Finnst þér rödd hans heyrast nógu skýrt? „Spurningin um tengsl háskólans við sam- félagið er mjög spennandi. Ég hef dvalið nokkuð við störf í Bandaríkjunum þar sem tengslin milli háskóla og samfélags era frek- ar lítil, þar skrifa fræðimenn kannski fyrst og fremst fyrir aðra fræðimenn. Hér taka háskólakennarar talsverðan þátt í samfé- lagsumræðu. Það væri að minnsta kosti al- veg fráleitt að halda því fram að kennarar í hug- og félagsvísindum við Háskóla Islands væru í einhverjum fílabeinsturni því að inn- an þeirra deilda eru margir menn sem era virkir á einhvern hátt í samfélaginu. Undan- ^ farin ár hefur ýmislegt orðið til að ýta undir þetta, til dæmis Endurmenntunarstofnun þar sem kennarar hafa verið með námskeið fyrir almenning. En það þarf hins vegar að gera mikið meira í því að skapa ákveðnar samskiptaleiðir milli Háskólans og almenn- ings. Háskólinn þarf að gera meira af því að bjóða almenningi til sín. Ég held að fólk hafi heilmikinn áhuga á því sem er að gerast hérna innanhúss. Og eflaust gætu háskóla- kennarar látið meira í sér heyra í fjölmiðl- um. A hinn bóginn þarf Háskólinn að hafa^ ákveðið sjálfstæði sem verður að sumu leyti æ mikilvægara og dýrmætara í markaðs- heiminum, hann má ekki glata því þótt hann sé um leið alltaf að mynda meiri tengsl við samfélagið, ekki síst efnahagsleg tengsl við ýmis fyrirtæki og stofnanir. Hann hefur skyldum að gegna við rannsóknir og upp- fræðslu en hann verður jafnframt að varast að verða eingöngu einhvers konar fagskóli, honum ber að stunda gagnrýna umræðu sem er í alþjóðlegu samhengi og miðla henni út í samfélagið. A þetta hefur rektor Há- skólans, Páll Skúlason, bent ítrekað í ræðu og riti. Mér finnst til dæmis stofnanir heim- spekideildar hafa verið veikburða og alls ekki í stakk búnar til að sinna sínu hlutverki sem er að vera leiðandi í fræðasamfélagi hugvísindanna. Þessar stofnanir, sem ég ef- ast um að almenningur viti hverjar eru en heita Bókmenntafræðistofnun, Heimspeki- stofnun, Málvísindastofnun, Sagnfræðistofn- un og Stofnun í erlendum tungumálum, hafa verið afskaplega hljóðlátar, sérstaklega í samanburði við Raunvísindastofnun, Fé- lagsvísindastofnun eða Hagfræðistofnun. Ég vona að þetta breytist með tilkomu Hugvísindastofnunar en hún mun sameina þessar stofnanir heimspekideildar undir einum hatti. Hugvísindastofnun þarf að sameina krafta fólks í deildinni og opna sig út á við, láta á sér bera, vera sýnileg. Hún þarf að gefa almenningi kost á því að fylgj- ast með því sem er að gerast innan deildar- innar og líka mynda tengsl við fræðimenn utan skólans, hún þarf að hjálpa til við að skapa umræðuvettvang sem er fyrir fieiri'r en bara okkur kennarana og nemendurna. Það er orðið talsvert mikið um fólk sem lok- ið hefur framhaldsmenntun og sinnir sínum störfum utan Háskólans en vill samt hafa einhvers konar vettvang til að hafa sam- skipti, halda sambandi við fræðin og leggja jafnframt eitthvað til þeirra. Ein tilraun til að mæta þessu er nýstofnað félag sjálfstætt starfandi fræðimanna, Reykjavíkurakadem- ían, og ég hef áhuga á að taka upp samvinnu við hana og reyna að skapa víðan umræðu- vettvang sem væri þá líka opinn almenn- ingi. Spumingunni um þátttöku Háskólans í * samfélagsumræðunni mætti svara sem svo að einstakir fræðimenn innan skólans hafi rækt tengslin við samfélagið og þjóðlíf ágæt- lega en stofnanir skólans mættu leggja meiri og betri rækt við þetta verkefni." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.