Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 4
Róm er ekki bara funheitur veruleiki lífs og dauða, hún er hugtak, hún er brennipunktur menningar- arfs okkar; þar fléttuðust saman þrjór rætur vest- rænnar menningar, grísk hugsun og list, gyðing- kristin trú oq siðferði oq rómversk lög og skipulag. ÞAÐ er sagt að Goethe hafí eitt sinn verið beðinn um að skrifa um Róm en hann hafí svarað „Ef ætti að skrifa um Róm þyrfti að skrifa með þúsund pennum". Borgin foma við Tiberfljót er svo margslungin, svo samtvinn- uð allri okkar sögu og menningu að það er varla á færi nokkurs eins manns að lýsa henni og menningu hennar út í hörgul. Róm er borg óþolinmóðra ökumanna og vespueigenda, borgin þar sem Marcello Ma- stroianni og sænska kynbomban Anita Ek- berg busluðu í Trevibrunninum fræga í mynd Fellinis La Dolce Vita, Hinu ljúfa lífi eins og það útleggst á íslensku. Það líf er þó frekar vandfundið í Róm nema ef til vill í skuggaleg- um hliðargötum þar sem portkonur vekja at- hygli á vöru sinni með ýktum mjaðmarhnykk og litsterkum fotum. Sú Róm sem augað sér er miklu frekar borg hrundra múra og súlu- brota fortíðarinnar, þar sem marmarafh'sar minna á löngu liðna dýrð keisaranna, hún er borg svartra kufla og Maríudýrkunar þar sem „La Cupola“ gnæfír yfír, hvolfþakið mikla á Péturskirkjunni - og páfínn situr þar enn ekkert síður en þegar Jón Oskar skáld kom þar fyrir nokkrum áratugum. Og þó er borgin yndislega mennsk ekki síst þegar komið er að spönsku þrepunum sem liggja upp að kirkjunni Trinitá dei Monti. Þangað sækir ungt fólk, kúnstnerar og skáld - þangað sótti eitt sinn Snorri Hjartarson og orti um skáldbróður sinn Keats sem þama bar beinin: Dimmt og hljótt í húsinu við Trínitá dei Monti líkt og þá Hvít þrepin upp hæðina ómandi af fjöllitu ungu lífí Róm er þó ekki bara funheitur veruleiki lífs og dauða, hún er hugtak, hún er brennipunkt- ur menningararfs okkar; þar fléttuðust saman þrjár rætur vestrænnar menningar, grísk hugsun og list, gyðing-kristin trú og siðferði og rómversk lög og skipulag. Borgin laðar enn pílagríma sem skríða á hnjám upp kirkju- tröppur, menningarvita sem baða sig upp úr menningu og list - og hún er borgin sem enn laðar íslendinga til suðurgöngu - forseta og fyrirmenn, skáld og söngfólk og svo bara rétta og slétta ferðamenn sem vilja njóta þessa margslungna umhverfis. í hofi Hadríans keisara Svo er Selkórnum á Seltjamarnesi fyrir að þakka að loksins komst ég til Rómar - var þó búinn að vera lengi á leiðinni. Sá ágæti kór hélt nefnilega í söngför suður á Ítalíu undir stjóm Jóns Karls Einarssonar s.l. sumar og söng þá m.a. í þeirri frægu byggingu Panthe- on í Róm. Pantheon er ærið sérstök bygging, sú eina af fornum stórbyggingum keisaratímans í Róm sem hefur varðveist nánast óskemmd. EFTIR HALLDÓR REYNISSON FERÐABROT OG HUGLEIÐINGAR UM RÓMABORG SPÆNSKU tröppurnar og kirkjan Trinitá dei Monti. PANÞEON - hof allra guða- að innanverðu. Það var Marcus Agrippa, tengdasonur Ágústusar keisara, sem lét byggja þetta stærsta hvolfþak veraldar árið 27 f. Kr. Selkórinn söng í Panþe- on í Rómarför sinni. Nafnið sjálft er grískt og merkir „fyrir alla guði“ - og segir okkur hversu skuldbundin rómversk menning er þeirri grísku, enda var það byggt sem hof ólympísku guðanna. Upp- runalega lét tengdasonur Ágústusar keisara Agrippa að nafni reisa hofíð árið 27 fyrir Krist. Af þessari byggingu er þó aðeins súlna- hliðið eftir. Hadríanus keisari lét hins vegar endurbyggja sjálft hofíð á árunum 120 til 125 eftir Krist og hugsanlega er byggingin hönn- un hans. Árið 609 e. Kr. var hofinu svo breytt í kirkju og á hún sennilega varðveislu sína því að þakka, því kristnir menn fóru ekki alltaf vel með minjar fornaldarinnar. Hún er ein- stök fyrir þær sakir að hún er byggð utan um kúluform, hæð og þvermál er hið sama, tæp- lega 43 metrar, en í þakinu er síðan op 9 metrar í þvermál, þar sem fuglar himinsins eiga greiðan aðgang - sem og vatn og vindar. Daginn sem Selkórinn söng í byggingunni var regnpollur á miðju kirkjugólfínu. Bygging þessi hefur verið innblástur margra húsa- gerðarmanna enda á Michelangelo að hafa sagt um Pantheon að það væri „hönnun engils en ekki manns“ og þarna hvílir Rafaelo, einn af höfuðsnillingum Endurreisnarinnar. Meira að segja Danir hafa stælt Pantheon eða svo sýndist mér um daginn þegar mér varð gengið fram hjá Sirkusnum í Kaup- mannahöfn. Já, meðal annarra orða - orðið sirkus er komið frá Rómverjum og Tívolí líka. íslcnskur söngur i Pantheon Mynd hvers og eins af Róm þessari marg- slungnu borg er ærið persónubundin. Fyrir mér sem guðfræðingi og presti varð sú reynsla að syngja í Pantheon kannski há- punkturinn. Þar rann saman í eitt, Róm keisaranna, Róm páfanna og sú uppgötvun að borgin við Tíberfljótið rennur með einhverj- um hætti um æðar mín sjálfs og allra annarra vestrænna manna. Þarna í Pantheon þar sem dúfur flögruðu á milli rómverskra marmarasúlna í Kórintustíl tókum við félagar í Selkórnum þátt í latneskri messu, því flest fór fram á þvi forna máli. „Exultate Deo“ - sungu íslenskir trésmiðir og hjúkrunarfræðingar, og sálfræðingar og skrifstofumenn bættu um betur í „Laudate Dominum“. Á milli sungu kórbræður og syst- ur kirkjunnar, fólk úr öllum áttum, svartur maður úr Afríku og asísk stúlka úr austrinu undir stjórn gráfexts kantors frá Sviss, allt á latínu, allt í gregorsöng. Sú austræna söng hárri og dálítið mjórri röddu að hætti austur- lenskra í hofi allra guða og allra þjóða, omnes gentes. Og þá var eins og eitthvað gerðist, vægt taugaáfall eða létt hjartastopp, jafnvel hin sæla sjón innri augna eins og miðalda- mystíkerar lýstu algleyminu - hin foma bygg- ing lifnaði og tók undir í söngnum og lék sér að því að varpa honum frá einni hlið til ann- „SÖGUBORG MEÐ KALDRA MÚRA MINNING" 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.