Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 10
Þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út með innrás Þjóðverja í Pólland haustið 1939, mátti segja að álfan myrkvaðist í fleirum en einum skilningi og hefðbundnar leiðir íslenzkra námsmanna út til Evrópulanda lokuðust. Ungt fólk átti um það að velja að láta ís- lenzka skólun nægja eða taka þá áhættu að sigla í skipalest yfir Atlantshafið og leita ásjár í Ameríku, oftast í bandarískum skólum. Nokkrir myndlistarmanna okkar tóku þennan kost og þar á meðal var Örlygur Sigurðsson frá Akureyri. I bók sinni Þættir og drættir segir hann svo: „Eg innritaðist um haustið (1941) í Minnesotaháskólann og síðar um veturinn í listaskólann þar í borg.“ Um sjálft listnámið er hann ekki margorður, en segir þeim mun meira af ýmissa þjóða fólki sem hann kynntist, svo og þessu frjálsa, glaða lífi: „Þetta voru beztu og frjálustu ár ævinnar. Ég naut þeirra allra í ríkum mæli. Flakkaði og flangsaði um þver og endilöng Bandaríkin, milli þess sem lagt var stund á listnám á Vestur- og Austur- strönd og sléttunum miklu. Þá var ég ungur og glaður með áfengt áhyggjuleysi í sinni. Líf- ið blasti broshýrt við mér, þótt skuggi stríðs- ins hvíldi yfir heiminum og lifrin var eins og nýþvegin skilvinda og nýrun eins og tveir samstilltir karbúratorar í kappakstursbfl." A hópmynd af Islendingum í Los Angeles 1943, sem birtist í Lesbók 7. nóv. sl. með grein Halldórs Þorsteinssonar, má sjá að þá hefur Öriygur verið þar og lítur sannarlega út eins og eins og hinir Hollywoodstjörnurnar sem þá voru hálfguðir og tóku aldrei út úr sér sígar- ettuna. Þama vom menn léttir á bámnni; kon- ur ekki síður en karlar og í sömu bók segir Ör- lygur: „Ég sá í huganum hvað Akureyri væri heilbrigðari og skemmtilegri bær, ef allar „fínu“ frúmar hleyptu svona frjálslega fram af sér beizlinu og djömmuðu jafn fjörlega á slag- hörpur, trommur og stólsetur á mannamótum og með sama peppi og lifsþrótti og þessar vestrænu kynsystur þeirra.“ Hversdagsleikinn tók svo við heima á Is- landi eftir stríðið; ekki meðal fínu frúnna á Akureyri, heldur í Reykjavíkinni þar sem málarinn settist að. Hann hafði sýnt að hann var góður teiknari og hafði auk þess þann hæfíleika að geta hvort sem var teiknað eða málað fólk. Hann gerði það á sinn hátt, oftast með húmor, stundum með gálgahúmor. Flestir kollegar og jafnaldrar Örlygs höfðu um þessar mundir tekið franska hugmynda- fræði uppá sína arma, sem bæði var þurr og ströng, og það kom ekki til greina að mála neitt sem þekktist, hvorki fjöll (það var kallað að herma eftir fjöllum) né fólk. Örlygur þráaðist hinsvegar við og komst upp með að mála þekkj- anleg fyrirbæri, oftast fólk. Venjulega voru þeir píptir niður sem ekki dönsuðu með í þessum franska dansi, en það var látið gott heita að Ör- lygur málaði portret. Reyndar var honum legið á hálsi fyrir að vera ekki nægilega „alvarlegur listamaður". Islendingar hafa lengst af litið þá listamenn homauga sem gera að gamni sínu, en það kynni þó að vera eitthvað að breytast á síð- I GAMNI OG ALVÖRU MANNAMYNDIR ORLYGS SIGURÐSSONAR EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Sumar ágætustu mannamyndir Örlygs hafa verið dregn- ar upp á góðum stundum og í hita augnabliksins. I bók- um sínum greinir hann frá tilurð þeirra með gamanmál- um eins og honum er lagið. En eftir Örlyg liggja mörg máluð portret með mjög ákveðin höfundareinkenni og má líta svo á að sem portretmálari hafi Örlygur ekki verið metinn að verðleikum. ustu tímum og má benda á að Þórarinn Eldjám þykir bæði góður og fyndinn rithöfundur. I fjöl- mörgum teikningum sínum af fólki er Örlygur bæði góður og fyndinn. Nokkur beztu portret Öriygs eru teiknuð, ýmist með penna eða koli. Það era þau sem hann teiknar aðallega fyrir sjálfan sig og um leið öðram til skemmtunar. Sum þeirra era hreinn karíkatúr og þar á meðal er ein magn- aðasta mannsmynd hans, krítarteikning af Ama Pálssyni prófessor. „Mikið má vera ef þessi þurs á ekki eftir að nema á brott meyjar úr mannheimi", varð prófessomum að orði þegar hann leit yfir þennan feykilega íront af sjálfum sér að sköpunarverkinu loknu, segir í bók Örlygs, Prófílum og pamfílum. An allrar skopstælingar er hinsvegar krítarmynd Ör- lygs af fóður sínum, Sigurði skólameistara Guðmundssyni. A tímabili var Steinn Steinarr skáld eftir- lætis viðfangsefni málara og sumir þeirra sem máluðu portret af Steini voru aUs ekki þeir sem mest hafa fengizt við þessa sérgrein inn- an myndlistarinnar; málarar eins og Þorvald- ur Skúlason og Nína Tryggvadóttir. En til er einnig góð mynd af Steini eftir Örlyg. Það er svartkrítarteikning og Öriygur túlkar þar erf- iðu stundimar í lífi skáldsins; það er þunglynd- ur maður sem þama styður hönd undir kinn og heldur á hattinum sínum. Annar bragur er á glæsimenninu Krist- manni Guðmundssyni í blýantsteikningu Ör- lygs. Hér er það stórsjarmörinn og kvenna- gullið sem horfir dreymnum augum og Krist- mann er þama lifandi kominn. I bók sinni, Þáttum og dráttum, teiknar Ör- lygur marga þekkta borgara. En í samræmi við bókartextann er skopið allsráðandi í mynd- unum og er komið víða við, allt frá séra Matth- íasi Jochumssyni til Marilyn Monroe. Þeir sem þekktu Agnar heitinn Bogason, ritstjóra Mánudagsblaðsins, verður minnisstæð penna- teikning af honum með þverslauffuna, hattinn, dökk gleraugu og glas í hendi. Þannig munum við eldri blaðamenn eftir honum. Það era samt hin máluðu portret sem segja má að séu uppistaðan í lífsverki Örlygs Sig- urðssonar. A 30-40 ára tímabili voru Örlygur og Sigurður Sigurðsson frá Sauðárkróki þeir sem oftast var leitað til þegar seta þurfti mátt- arstólpa þjóðfélagsins í ramma upp á veggi op- inberra stofnana og fyrirtækja. Aður hafði Ás- geir Bjamþórsson verið virkastur og síðar bættust við Halldór Pétursson, Baltasar, Ei- ríkur Smith, Einar Hákonarson og fleiri. Máluð portret Örlygs era svo persónuleg fyrir listamanninn að þau skera sig úr og þekkjast yfirleitt á löngu færi. Örlygur fer aldrei út í neinskonar fágun eða nákvæmt raunsæi; ekki einu sinni þegar hann málar fín- ar frúr eins og „fröken“ Halldóru Bjarnadótt- ur, né heldur í ágætri mynd af konunni sinni, Unni Eiríksdóttur. Það þekkja allir sem komið hafa nálægt því að mála portret, greinarhöfundurinn þar á með- al, að afmælismyndir af sextugum eða sjötug- um körlum, era sjaldnast spennandi viðfangs- efni. Það er næsta takmarkað sem hægt er að 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 13. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.