Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 15
FRELSI OG ÖRLENDI í GRETTLU - 3 .FRJALS- GJAFI EERO SUVILEHTQ TÓLF SPAKSTÖK - AFORISMAR EYVINDUR P. EIRÍKSSON ÞÝDDI Sá er síðast hlær, varla hlær. Grimmur er markaðurinn, selur einnig snöru um eigin háls. EFTIR HERMANN PALSSON EINS og ráðið verður af því sem hér hefur verið skráð, þá gegnir Spes, sem á móðurmáli okkar heitir Von, fyrst þeirri þrifnaðar- sýslu Maríu meyjar að vera FRJÁLSGJAFI: hún leysir út- lendan fanga úr myi'kvastofu. Síðar tekst hún á hendur að leika hlutverk ísöndar hinnar björtu, gerist ást- kona Þorsteins og þý girnda sinna; að hyggju manna íyrr á öldum örlentist hún frá Kristi meðan þau Drómundur nutust. Að lokum sigi-ast hún á sjálfri sér, snýr baki við heimin- um og bergur um leið bónda sínum úr þeirri ánauð sem hafði þröngvað þeim báðum. Sam- kvæmt hugmyndum fyrri alda hefur dauði þeirra hjóna verið undanfari að eins konar heimkomu úr útlegð. Spes frelsar sig og síðari bónda sinn úr veraldlegi-i prísund. Áður en hugað verði að örlendingu Grettis sjálfs er rétt að minnast þess snögglega að hann var einnig frjálsgjafí um stundar sakir eins og bróðurkona hans suður í Miklagarði, þótt enginn kristniblær sé yfir nauðsynja- verki hans. f kaflanum um „Landhreinsun" hér á eftir verður fjallað um þetta efni, en nú skal þó nefna tvo dóma um lausnarann Gretti. Þegar Grettir kemur heim eftir berserkja- dráp, tekur húsfreyja Þorfinns á móti honum og bað hann velkominn. „Og hefir þú nú,“ seg- ir hún, „mikla frægð unnið og LEYST MIG OG HJU MÍN frá þeirri skemmd er vér hefð- um aldri bót fengið, nema ÞÚ HEFÐIR BORGIÐ OSS“. Og síðar tekur bóndi hennar i sama streng: „Þorfinnur [...] talaði um það langt erindi hvert FRELSI að Grettir hefði unnið mönnum norður í landi þá er hann drap berserkina.“ 7. ÚTLAGINN GRETTIR Hugtökin ÚTLEGÐ og ÖRLENDING eru að því leyti ólík að hið fyrra er einkum notað um seka menn sem eru gerðir rækir úr sam- félagi sínu og dæmdir til að flýja fósturjörð- ina. Að því er Grettla telur var kappinn ÚTLAGI síðustu nítján ár ævi sinnar og þó dvaldist hann |)á á fósturjörðu sinni. ÖRLENDING (ORLENDI) getur að vísu fólgið í sér slíka útlegð, en kjarninn í merk- ingu hennar er einangrun manns frá öðru fólki, jafnvel frá grönnum sínum og vinum. ÖRLENDINGUR fer sínar eigin götur, á enga samleið með öðrum, enda getur einvera hans stafað af einþykki hans sjálfs engu síður en af áþján annarra manna; sumir örlending- ar eru jafnan sundurþykkir við sjálfa sig. I æsku er Grettir sérlundaður og óhlýðinn föð- ur sínum, enda á hann í vök að verjast; harður föðuragi og vetrarkuldi urðu þó ekki ofjarlar tíu ára drengs, en meðferð hans á heimagás- um, hryssunni Kengálu og Ásmundi gamla sýnir furðu mikla ósvífni og lítinn vilja til að þóknast ráðamönnum, enda kemur engum á óvart á hverjum refilstígum Grettir lendir eft- ir að hann sleppur að heiman. Grettir á hendur sínar að verja þegar hann vegur fyrsta víg sitt, og fyrir það verður hann sekur og skyldi vera utan þrjá vetur. Framan af vist sinni í Noregi er Grettir einrænn, „fá- talaður lengstum" og „ófylgjusamur" kurteis- um gestgjafa sínum, en eftir hið mikla afrek að ráða niðurlögum tólf berserkja er Grettir hafður í hávegum meðan hann dvelst þar. Síð- ar vegur hann þrjá bræður, hvern á fætur öðrum; þótt tveir þeirra hefðu sóst eftir lífi bróðurbana síns, þá er Sveinn jarl tregur til sætta, vill veita Gretti þyngstu refsingu en leyfir honum þó að lokum að fara í friði til ís- lands. Þótt undarlegt megi virðast þá gerir jarl hann ekki útlægan í Noregi, en Gretti myndi vafalaust hafa orðið illa vært þar til lengdar. Hér er auðsæilega stefnt til útlegðar. Eftir heimkomu frá Noregi er bersýnileg breyting á orðin: „Þá gerðist ofsi Grettis svo mikill að honum þótti sér ekki ófært.“ Með þessari setningu er gefið í skyn að tiltekin veila í skapgerð hans geri hann blindan á getu sína, enda tekst hann brátt í fang að glíma við ofurefli sitt. Nú er ofsi ekki eini löstur Grettis, heldur er hann einnig sekur um GÁLEYSI, ÞOLLEYSI, BRÆÐI, ÓHLÝÐNI, LETI og OFMETNAÐ, eins og fyt-r var getið. Nú er rétt að hafa það í huga að samkvæmt kenn- ingum fyrri alda var FRELSI afstætt hugtak sem fór ekki einungis eftir stöðu manns og stétt heldur einnig eftir skapgerð hans sjálfs og hátterni. Þótt Grettir státi af því að hann sé sjálfráður ferða sinna, eigi þær ekki undir öðrum, þá er hann engan veginn frjáls mað- ur.8 Þótt hann lyti engum yfirmanni, þá hafði hann aðra drottna yfir sér, eins og ráða má af þessari málsgrein: „Hinn góði maður þótt hann þjóni öðrum, þá er hann þó frjáls, en hinn illi maður þótt hann hafi konungs ríki, þá er hann þó þræll fastur á fótum, eigi sem eins manns sé heldur jafn margra drottna sem hann á löstu marga“. 9 Því má segja að Gretti sé ófrelsi og skaplestir í blóð borið. Formælingar Gláms eru raktar í kaflanum „í Forsæludal", en hér skal þó tveggja getið: ÞÚ MUNT VERÐA ÚTLÆGUR GER OG HLJÓTA JAFNAN ÚTI AÐ BÚA EINN SAMT og MUN ÞÉR ÞÁ ERFITT ÞYKJA EINUM AÐ VERA. „Harður hlutur er ör- lending", segir á einum stað í fomu riti,10 og er hún þá verst ef maður er ekki einungis dæmd- ur til einveru heldur verður einnig að sæta þeim ósköpum að geta ekki verið einn. Rétt eins og Gísli Súrsson, þá þjáist Grettir af myrkfælni, en ótti gerir mann ófrjálsan. Og hitt eykur einnig á nauðir Grettis að honum sýndist hvers konar skrípi þegar myrkva tók. Skortur á raunsýni orkar á mann eins og fjötr- ar og gerir hann ófrjálsan að tilteknu leyti. Dauði Þórissona virðist leiða af einni böl- bæn Gláms: „en flest öll verk þín snúast þér til ógæfu og hamingjuleysis". Áf lýsingunni á eldraun Grettis er einsætt að hann á ekki að hafa valdið brennunni, enda telur Ólafur kon- ungur líklegra „að þú hefðir eigi viljandi mennina inni brennt". En þótt hann sé sak- laus af brennunni, þá er ekki hægt að sýkna hann af helgispjalli þegar skírslan fyi-irfórst í Þrándheimskirkju af þeirri sök að hann missti skap á sér og sló piltinn sem erti Gretti til reiði á helgum stað. Þessi viðburður er ekki skýt-ður, nema „það ætla menn helst að það hafi verið ÓHREINN ANDI sendur til ’ óheilla Gretti", sem tengir pilt við Glám. Við heimkomu frá Noregi verður Gretti ljóst að mjög hefur um þröngt síðan hann ýtti úr vör frá Gásum: „Þessi tíðendi komu öll til senn til Grettis, það fyrst að faðir hans var andaður, annað það að bróðir hans var veginn, það þriðja að hann var sekur ger um allt landið.“ Grettir er nú orðinn gestur heima sér, skrepp- ur þó þangað fyi-st í því skyni að hitta móður sína og hefna bróður síns, og síðan ber fundum þeirra sjaldan saman uns hún lætur hann fá Illuga til föruneytis til að draga úr þjáningum Grettis af myrkfælni. Ásdís situr ein eftir sona- laus heima á Bjai-gi, en þeh- bræður snúa ferð sinni tiþDrangeyjar, tveir Miðfirðingar á norð- urleið. í Skagafirði gera þeir þá höfuðskyssu að þiggja föruneyti Glaums. Úti í Drangey verður Gretti ekki meint af myrkfælni, enda hefur hann bróður sinn hjá sér, og svo virðist sem áhrifin frá formælingu Gláms fari dvín- andi eftir þvi sem frelsi hans nálgast eftir tuttuga ára útlegð. En þá verður Gretth- að þola tröllskap Þuríðai- í Viðvík. Drangey er ekki einungis rammlegt virki gegn óvinum heldur einnig sjálfhelda þeirra Grettis og Illuga; þaðan eiga þeir ekki afturkvæmt. Höfundur er fyrrverandi prófessor við Edinborgarhó- skólo. Athugasemdir: 5 Um notkun orðtaksins „að gjalda dauðaskuld" fjalla ég í kverinu Uppruni Njálu og hugmyndir (Reykjavík 1984), 36.-37. bls. 6 Viðræða líkams og sálar Hms I, 463-64. 7 Viðræða æðru og hugrekkis, 447 & 450. 8 Ýmsir garpar státa af því að vera frjálsir ferða sinna. Jafnvel Glámur lætur sér svofelid orð um munn fara við húsbónda sinn í Forsæludal: „Svo mun þér hentast mín vist að eg fara sjálfráður, því að eg em skapstyggur ef mér líkar eigi vel.“ (110.) 9 Leifar, 13. 10 Viðræða æðru og hugrekkis. Hms I, 450. ' Væru rithöfundarútar bannaðir, yrði veröldin ekki gáðari, aðeins þurrari. Er ég undarlegur fugl? Ég flýg ósköp venjulega. Á geðsjúkum tímum telst ofsóknarbrjálæði til borgaralegra dygða. Goðsögnin um einstaklinginn heldur hjörðinni saman. Minnkar fátæktin, þegar hungraðir horast? Föðurlandið lokar landamærum sínum. Móðir Jörð stendur öllum opin. Snyrtimenni, en það er valdalykt af honum. Hann hafði rangt fyrir sér á réttum tíma. Hann komst í ríkisstjórn. Orðin rekur á pappírnum, flóttamenn upp að ströndinni. Pú komst í kjól, myndhverfíng, handan yfír skynsemina. Höfundurinn er finnskt skóld, f. 1947. Hann b|ó lengi í Búlgaríu en er nú lektor í finnsku vð Hóskóla fs- lands. Ljóðið er úr þriðju Ijóðabók hans, Avattava varovasti (Opnist varlega) fró 1997. Þýðandinn er rit- höfundur. WALT WHITMAN Ó FORINGI! MINN FORINGI! ÓLAFUR STEFÁNSSON ÞÝDDI. O foringi! Minn foringi! Okkar hörmungar ferð á enda er runnin, skipið mætti hverri vá, með dýrkeyptu verði var siguiinn unninn, nú nálgumst við, ég heyii klið, fólkið við höfnina fagnar og horfír á hið tigna skip og um æðar steymir djörfung; En ó hjarta! Hjarta! Hjarta! 0 blæðandi hjarta þráin, þar sem foringi minn á þilfarinu liggur, fallinn niður, dáinn. Ó foringi! Mim1 foringi! Rís upp er bjöllur hringja, rís upp - er fáninn hyllir þig og lúðratónar syngja, blómsveigir þér til heiðurs og mannfjöldinn fyllir strendur, til þín þau kalla, hinn hneigði fjöldi, en úr ákafa andlitin breytast; Heill foringi! Kæri faðir! Okkar smæð líkjast stráin! Það er sem draumur að á þilfarinu sértu fallinn niður, dáinn. Minn foringi svarar ekki, með varir folar og værar minn faðir fínnur ekki, ei blóð hans virkir æðar, að lokum við festar liggur, sjóferð á enda er, frá hörmungar ferð, með sigursins skcrf og vænan hlut það ber; fagnið 6 strendur og hríngið 6 bjöllur! En ég, með trega náinn, um þilfarið geng þar sem foringi minn liggur fallinn niður, dáinn. SKIPIÐ MEÐ FELLDU REIÐANA Á einhverju yfírgefnu lóni, einhverjum nafnlausum flóra, á hægu, einmana hafí, við ankeri nálægt ströndinni, gamalt, afmastra, grátt og eyðilegt skip, farai-vana, tekið, eftir sjálfstæðar ferðir um öll jarðarinnar höf, að lokum dregið inn við festar, liggur og ryðgar, niðurnftt. Höfundurinn, 1819-1892, er meðal frægustu skólda Bandaríkjanna og sumir telja hann stórbrotnasta skóld sem Bandaríkin hafa alið. Ljóðið sem hér birtist heitir ó frummólinu O Captain! My Captain! og er úr minningarijóðum skóldsins sem tileinkuð eru Abraham Lincoln Bandarikjaforseta, en Whitman vann m.a. við flutning ó særðum hermönnum ó meðan borgarastríðið geisaði. Ljóðið er fró órunum 18Ó5- 1871. Þýðandinn er í bókmenntanómi í Hóskóla íslands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.