Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 19
GLÆSILEGT OG LIFANDI SAFN Einn fremsti sérfræðingur á sviði varðveislu bóka og handrita hefur dvalið hér undanfarna daga á veg- um Willard Fiske-stofnunarinnar og Þjóðarbókhlöðunnar. John F. Dean er forstöðumaður þeirrar deildar við Cornell-háskóla í New York-ríki í Bandaríkjunum, er sinnir varðveislu og viðgerðum á bókum og handritum. Sú deild er jafnframt ein sú stærsta á sínu sviði í Bandaríkjunum. John F. Dean hefur farið víða um heim og veitt ráðgjöf við bóka- og handritasöfn um hvernig best megi standa að varðveislu þeirra. Dean er ekki með öllu ókunnugur íslensk- um bókum því eitt stærsta safn íslenskra bóka á erlendri grund er geymt í bókasafni Cornell-háskóla. „Það eru þrjú stór söfn ís- lenskra bóka í veröldinni. Hið stærsta er að sjálfsögðu hér í Þjóðarbókhlöðunni íslensku, síðan í Kaupmannahöfn og hið þriðja er geymt í Cornell." Dean getur þess að allt ís- lenska safnið í Cornell hafi verið myndað á örfilmur og nú sé það einnig orðið aðgengi- legt á Saganet, sérstakri vefsíðu sem komið hafi verið upp með gríðarmiklum upplýsing- um um íslenskar bókmenntir. „Hlutverk mitt hér þessa daga hefur verið að fara yfir stöðuna með starfsmönnum Þjóð- arbókhlöðunnar og gera tillögur um hvernig haga megi varðveislustarfinu í framtíðinni. Mér sýnist aðalvandi stofnunarinnar vera fjárskortur því starfsaðstæður eru hér mjög góðar og starfsfólkið vel þjálfað, en til að standa undir markmiðum sínum þyrftu starfsmenn stofnunarinnar að vera fleiri." John F. Dean segir að í grófum dráttum megi skipta varðveisluhlutverki bókasafns á borð við Þjóðarbókhlöðu í fjóra þætti. „í dag eru um 70% af öllum nýjum útgefnum bókum í kiljuformi. Þær skemmast því mjög fljótt og viðgerðaþátturinn er mjög umfangsmikill. Þessar bækur þarf yfirleitt að binda inn mjög fljótlega til að tryggja endingu þeirra. Þá er mjög mikilvægt að binda inn tímarit því þau skemmast annars og týnast mjög fljótt. í þriðja lagi er mikið starf við að gera við bækur sem eru í útlánum. í fjórða lagi þarf að sinna viðgerðum og varðveislu gamalla bóka og handrita." Dean segir að örfilman hafi leyst John F. Dean, forstöðumaður varðveisludeildar bókasafns Cornell-háskóla. Morgunblaðið/Asdis talsverðan vanda en alls ekki allan. „Flestir kvarta undan því að lesa bækur af örfilmum. Öðru máli gegnir með dagblöð og efni prentað á mjög fyrirgengilegan pappír. Það er miklu fljótlegra að leita að tOteknu efni í dagblöðum af örfilmum en fletta blöðunum sjálfum. Megnið af þeim bókum sem gefnar eru út í dag er prentað á góðan pappír. Við þurfum því fyrst og fremst að 'gæta að bókbandi nýrra bóka en öðru máli gegnir með prentað efni frá tímabilinu u.þ.b. 1850-1960. Gæði pappírs á þessu tímabili eru lítil og hann skemmist fljótt ef ekkert er að gert." John F. Dean lýsir hrifningu sinni á hönn- un Þjóðarbókhlöðunnar og umgengni um húsið. „Þetta er glæsileg bygging og eitt best hannaða bókasafn sem ég hef séð og ég tek sérstaklega eftir því hvað allt er hér hreint og snyrtilegt. Þá finnst mér einnig gaman að sjá hversu vel stúdentarnir ganga um bækurnar, þeir meðhöndla þær af virð- ingu, ég vildi að ég gæti sagt það sama um stúdentana við Cornell-háskóla. Mér sýnist einnig að talsverðrar fyrirhyggju hafi gætt við staðsetningu Þjóðarbókhlöðunnar, því bókasöfn hafa tilhneigingu til að stækka og byggingin sjálf og umhverfið virðist leyfa stækkanir og viðbyggingar ef á þarf að halda. Mér finnst einnig skynsamlegt a^ tengja saman Þjóðarbókhlöðu og Háskóla- bókasafn með þeim hætti sem hér er gert. Með þessu móti verður safnið lifandi en ekki að söfnunar- og geymslustað eingöngu." TOIVLIST Sígildir diskar IVES Charles Ives: Sónötur fyrir fíðlu og píanó nr. 1-4. Hansheinz Schneeberger, fiðla; Daniel Cholette, píanó. ECM New Series 1605 449 956-2. Upptaka: DDD[?], Sandhausen, Þýzka- landi[?], 12/1995. Útgáfuár: 1999. Lengd: 75:56. Verð (Japis): 1.999 kr. LEONARD Bernstein komst einu sinni svo að orði við hóp ungra tónsmíðanema, og vildi svo til að undirritaður var nærstaddur: „Ykk- ur hefur ábyggilega öllum verið sagt að forð- ast „stílbrot" eins og heitan eldinn. En ég segi: gleymið því! Reynið frekar að gera stíl- brotin sannfærandi." Misjafn rómur var gerður að þeirri speki eftir á, og sumir héldu því fram, að Lenny væri þar aðeins að réttlæta sín eigin verk. En þegar grannt er skoðað stóð Bernstein að því leyti á virðulegri hefð. Bandarísk tónlist átti sér nefnilega snilling sem gerði stílbrot að vörumerki sínu þegar kringum síðustu alda- mót - áratugum áður en svipað („collage", brotastíll, hugflæði, tilvitnanir og þvíumlíkt) fór að láta á sér kræla fyrir alvöru í evrópsk- um módernisma. Og raunar líka í amerískum, því Charles Ives (1874-1954) var einfari, líkt og Jón Leifs og sá norski Fartein Valen. Nú er úr mér úr minni stolið hvort Bernstein nefndi Ives á nafn í þessu sambandi, en hitt er víst að hann þekkti hann vel, því stjórnandinn fjörmikli átti drjúgan þátt í þeirri Ives-vakn- ingu sem átti sér stað á 6. áratug, og tón- skáldið náði að heyra (í útvarpi) 2. sinfóníu sína frumflutta 1951 undir stjórn Bernsteins. Þá loks vildu allir Lilju kveðið hafa, og Ives var hylltur sem forvígishugsuður langt á und- an sinni samtíð. En meðan hann starfaði sem tónskáld - líkt og Sibelius sendi hann ekki fleiri verk frá sér eftir miðjan 3. áratug - átti hann jafn erfitt uppdráttar sem listamaður og honum vegnaði vel efnahagslega. Ives var tryggingasali í Connecticut og stofnaði fyrir- tæki sem gerði honum kleift að draga sig til- tölulega snemma í hlé og helga sig tónsmíð- um. En einhverra hluta vegna virðist hann ekki hafa notað markaðsfærslugáfurnar í að STRITT OG LE koma verkum sínum á framfæri; a.m.k. mættu þau hvarvetna miklu skilningsleysi og andstöðu, langt fram á elliár höfundarins. Samt var Ives alls ekki meðvitaður frum- herji nýrrar tónlistar eins og Edgar Varése og John Cage. Hann gerði bara það sem hon- um var eðlilegt. Eins og bandaríska tónskáld- ið og kennarinn Stephen Mosko lýsti hér ný- lega var Charles þegar í barnæsku vanur „músíktilraunum" föður síns, sem var lúðra- sveitarstjóri og hafði m.a. gaman af því að láta hljómsveitarhópa ganga kruss og þvers um torg, meðan hver þeirra lék sína tónlist, óháða tónlist hinna. Slíkan hrærigraut má víða finna í verkum Ives, þar sem ægir saman áhrifum úr ýmsum áttum. Þar má finna um- hverfishljóð úr bernsku hans á Nýja Englandi, hressileg hlöðuböll jafnt sem púrít- anskan sálmasöng, náttúruhljóð jafnt sem enduróm af evrópskri sígildri tónlist, stund- um allt í senn. Það liggur við að verk hans gætu minnt á timateygða útgáfu af því þegar fólk í bráðum lífsháska endurupplifir æviat- riði í revíuformi á örskotsstundu. Eða, frá öðru sjónarhorni, á menningardeiglu Banda- ríkjanna, þar sem ólík þjóðarbrot og ólíkir siðir þrífast hlið við hlið. Þetta kann að hljóma ærið til að æra óstöðugan. En sem betur fer fær tónlistin hjá Ives að anda. Hún hefur sína hvíldarpunkta, sín Ijóðrænu augnablik, sem í nábýli við stundum krassandi blandaða tækni tón- skáldsins koma því fallegri út þegar þau fá að njóta sín - dálítið eins og þegar kexbiti verð- ur að herramannsmat eftir tveggja tíma fjall- göngu. Fiðlusónötur Ives frá aldamótaárun- um sýna þessi sérkenni í hnotskurn, því fyrir utan framsækna tónsmíðatækni eins og fjöltæni („pólýtónalítet"), fjölhryngi („pólýrytmi"), notkun klasahljóma og örtón- bila, tilviljanabeitingu, umbreytingatækni („metamorfósa") og fleira sem flestir tengja helzt við seinni helming okkarar aldar, þá má þar víða heyra kannski auðþekkjanlegasta Charles Ives Luigi Boccherini sérkenni Ives, brotastílinn - þegar ólíkum stílum og tilvitnunum slær saman - í nærri því hverjum einasta þætti hinna fjögurra þrí- þættu sónatna. Nægir í slembiúrtaki að nefna smáskvettu úr „Canticorum" Hándels (1,111), hlöðuballsstemmninguna og hina góðlátlegu skrumskælingu á viðvaningslegum þorpsfiðl- araleik (ekki ósvipað „Die Dorfmusikanten" Mozarts) í 2,11 og tilvitnunina í sálmalagið „Shall We Gather at the River" í 4. sónötu, III. þætti. Þetta er ekki allra jnúsík, en geti viðkynn- ingin reynzt sumum torsótt, þá situr tónlist Ives því fastar eftir sem hún fær lengur að venjast. Flutningurinn er prýðisgóður. Sviss- neski fiðluleikarinn Hansheinz Schneeberger er að vísu enginn flugeldamaður, kominn und- ir sjötugt, en leikur af næmri og þroskaðri til- finningu fyrir andstæðum stílum og stemmn- ingum verkanna, líkt og hinn ágæti píanisti, Daniel Cholette. Upptakan er skýr, ómurinn hæfilega „rakur" og jafnvægið oftast fram- bærilegt, þó að píanóið sé stöku sinni full sterkt. BOCCHERINI, VAN MALDERE, SCHWINDL, WESLEY The Symphony in Europe, 1785. Luigi Boccher- ini: Sinfónía í B-dúr, G514; Pierre van Maldere: Sinfónia í g-moll op. 4 nr. 1; Friedrich Schwindl: Sinfóm'a „Périodique" í F-dúr; Samu- el Wcsley: Sinfónía nr. 5 í A-dúr. Kammersveit Evrópusambandsins („ECCO") u. stj. Jörgs Fa- erbers. Konsertmeistari: Adelina Oprean. Hyperion CDA 66156. Upptaka: DDD, London 11/1984. Útgáfuár: 1986. Lengd: 54:42. Verð (Japis): 1.499 kr. HALDA mætti af plötutitlinum „Sinfónían í Evrópu, 1785" að hér væri á ferð ein af diska- röðum Hyperions sem ræki þróun sinfónískr^. ar tóngreinar með segjum 15-20 ára millibili. Svo er þó ekki, og það sem meira er: heim- sókn á Netvef Hyperions leiddi í ljós, að disk- urinn er ekki lengur á skrá! Þá rifjaðist upp, að 1985 var „Tónlistarár" Evrópusambandsins, þótt hvergi sé á neitt slíkt minnzt í diskbæklingi, og þai* með, að því er virðist, komið tveggja alda tilefni til að kynna fjögur nánast óþekkt verk, flest eftir lítt kunna höfunda, enda þótt aðeins Boccher- ini- og Wesley-sinfóníurnar séu nálægt settu marki (1782 og u.þ.b. 1790). Hinar tvær eru víðs fjarri, 1764 (Maldere) og 1769 (Schwindl). Kunni einhverjum að þykja Ives þungur biti, þá er aftur á móti óhætt að segja að hér fer dæmigert léttmeti. Dáfalleg og leikandi músík, aðgengileg hverjum sem er á stund* inni, en - eins og með mörg átakaminni tón- verk - varla líkleg til að sitja of lengi eftir í manni þegar frá líður. Þó getur alltaf verið gaman að bregða diskinum á með hæfilega löngu millibili, því bæði eru verkin fjári vel og snarplega spiluð af ungmennunum í ECCO- sveitinni, auk þess sem finna má ósvikinn „St- urm und Drang"-súg af Schwindl (þrátt fyrir nafnið) og þó sérstaklega van Maldere (1729-68, f. í Brussel), sem bætir „Werther"- og „Ossian"-kryddi í fislétt forréttarbragðið til ánægju fyrir menningarsögufíklana. Fyrir nú utan að veita manni þessa ávallt vel þegnu viðmiðun við snilld stórmeistaranna Haydns og Mozarts, enda eru öll þessi yndislegu litlui þríþættu verk vel og fagmannlega samin. Hljóðritunin er prýðileg, og varla heyranleg ástæða til að taka diskinn af lista frekar en annað. Ríkarður 0. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.