Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 20
ARKITE KTÚ R Sln TIL FYRIR- MYNDAR Tímaritið THE ARCHITECTURAL REVIEW kynnir nýjg og athyglisverða byggingarlist um víða veröld, en í hverju blaði er tekið fyrir eitt hús, langoftast nýtt, undir fyrirsögninni „SKELFILEGT". Þar er sitthvað sem tímaritinu er ekki að skapi, til dæmis þegar stíl- tegundum er ótæpilega blandað saman, eða þó að smekkleysið þykir keyra úr hófi af einhverjum öðrum óstæðum. Hér eru nokkur dæmi. ÍBÚÐABLOKK í úthverfi Helsinki. Arkitekt: Reijo Jallinoja. Frá Norðurlöndum, segir tímaritið, vænt- um við þess að komi eitthvað skynsamlegt og ekki hafa Finnar sízt verið þekktir fyrir afar hreinleg- an arkitektúr, stundum svo nálgast meinlæti. Hér hafa menn aftur á móti sleppt fram af sér beizl- inu og farið offari með tízkubólurnar. Ef til vill eru það viðbrögð gegn þeim stíl sem hef- ur verið ríkjandi, en allt fer það úr böndunum. ADLON HÓTEL, Berlín. Nú er verið að byggja upp frá grunni nýja miðborg Berlínar og hafa margar stórstjörnur meðal arkitekta verið til kallaðar. Meðal þess sem þar hefur risið er Adlon Hótel, nefnt eftir öðru sem þar var fyrrum á sama stað, byggt 1907. í stað þess ^að teikna eitthvað í takt við tímann hafa arki- tektar þessa nýja hótels, Patzschke, Klots og félagar, farið í fótspor þeirra sem teikn- uðu og byggðu hús fyrir síðustu aldamót. Þetta er dýrt lúxushótel en í raun og veru skyldara Hótel Borg í útliti en ýmsum nýjum hótelbyggingum. Þannig byggja menn ekki í nútímanum, segir blaðið og jafnframt: „Það er spurning hversvegna þetta þarf að vera svona til þess að höfða til hinna ríku?“ HIN FRÆGA „Rjómaterta" sem Mussolini lét byggja við Piazza di Venezia í Róm er eiginlega ekki hugsuð sem hús, heldur sem minnismerki um Vittorio Emanuele II. Það er gamalkunnugt að einræðisherrar hafa íhaldssaman smekk og að þeir horfa meira til fortíðar en framtíðar þeg- ar þeir láta byggja eitthvað stórfenglegt. Hitler hafði í huga slíkar byggingar í hinni nýju höfuðborg þúsundáraríkisins og Albert Speer hafði teiknað eitthvað af þeim, en þær komust ekki lengra en á pappírinn. Mussolini lét hinsvegar byggja sína rjómatertu, sem alla tíð síðan hefur verið talin sem illa gerður hlutur á þessum stað og engin undur að Arcitectural Review telji hana ekki til fyrirmyndar. HÆSTIRÉTTUR Namibíu. í höfuðborginni Windhoek var nýlega lokið við nýtt hús yfir Hæstarétt landsins, en hvort húsið er eftir innlenda arkitekta eða erlenda er ekki getið. Tímaritið, sem áður fór lofsamlegum orðum um Hæstaréttarhúsið við Arn- arhól, taldi aftur á móti að Hæstaréttarhúsið í Namibíu hefði fátt til síns ágætis. Húsið væri klumpur sem helst minnti á það sem Albert Speer teiknaði fyrir Hitler, og ekkert væri þar að finna sem tengdi húsið við hefðir menningu Namibíu. „SJÓNRÆNT SLYS“ nefndi tímaritið þetta hús í bænum Aalen, nærri Stuttgart í Þýzkalandi. Hér er tekið til viðmiðunar það sem einkennir marga þýzka smábæi sem sprengjuregn síðari heims- styrjaldarinnar jafnaði ekki út. Það eru hús úr bindingsverki og múrsteini, sum nokkurra alda gömul og mynda oft hrtfandi og sérstætt umhverfi. Hér er aftur á móti reynt að búa þennan stíl til með nýjum byggingarefnum og aðferðum og útkoman verður blanda af átthagastíl og „high Tech“, eða hátæknistíl. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.