Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Blaðsíða 2
SÝNING 15 LISTAMANNA Á FRANSKA SJÓMANNADAGINN POLYLOGUE 153 er samsýning 15 lista- manna frá París sem opnar í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b í dag kl. 16. Þeir listamenn sem taka þátt eru Anne de Villéle, Catherine Helmer, Christine Canetti, Dana Wyse, Dar- ko Karadjitch, Dino Bruzzone, Frangoise Pétrovitch, Frédéric Atlan, Igor Antic, Isa- belle Lévénez, Jérome Olivet, Maike Freess, Marie Héléne Vincent, Mihail Milunovic og Valerie Mréjen. Polylogue er félag áhugamanna, listunn- enda, safnara og menntamanna, stofnað árið 1996. Markmið félagsins er að styðja lista- menn, og sýna og koma á framfæri listsköpun þeirra í hvaða búningi sem hún birtist. Hún getur verið breytileg, í formi gjöminga eða eins konar víxlverkun á milli listamanna og áhorfenda eða annarra listamanna. Listamennimir era valdir með eftirfarandi tilvitnun í Wassily Kandinsky í huga: „Listin er ekki sköpun án takmarks, heldur kraftur sem þroskar og göfgar mannsandann." Félag- ið vill ýta undir og skapa sérstök tengsl á milli listamannanna, listaverkanna og áhorfenda eða eins og Pierre Soulage sagði: „... þá er veruleiki listaverksins hin þrefóldu tengsl sem skapast á milli verksins sjálfs, lista- mannsins og áhorfandans." Polylogue er al- farið rekið á frjálsum framlögum. Tala fiskaflans mikla Allar uppákomur Polylogue hafa númer í stað titils, sem endurspeglar um leið samfé- lagið sem við lifum í: símanúmer, pin-númer, kennitölur o.s.frv. 15 listamönnum Polylogue var boðið að opna sýningu á franska sjó- mannadaginn 5. júní og ákveðið var að velja töluna 153 sem er einnig tala „fískaflans mikla“. Sýningin, sem er skiptisýning, er unnin í Morgunblaðið/Kristinn FRANSKI listamaðurinn Frédéric Atlan, einn 15 listamanna frá París, kemur sýningu sinni fyrir í Nýlistasafninu. samstarfí við þrjú gallerí í París: Galerie Ant- on Weller, Galerie Corinne Caminade og Galerie Polaris. Flugleiðir styrkja þessa sýn- ingu. Sýningarstjóri er frú Odile Baudel en hún er jafnframt formaður samtakanna Polylogue. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 og henni lýkur sunnu- daginn 27. júlí. TONLEIKAR GYÖRGY SEBÖKS UNGVERSKI píanóleikarinn og kennarinn György Sebök heldur tónleika í Salnum, Tón- listarhúsi Kópavogs, á morgun, sunnudag, kl. 17, Sjómannadaginn. A efnisskránni er sónata í c-moll KV 457 eftir W.A. Mozart, sónata í f-moll op 57 eftir L.v. Beethoven („Appassionata" ) og eftir hlé fantasía í C-dúr D. 760 eftir Fr. Schubert (,,Wanderer“). György Sebök fæddist í Ungverjalandi árið 1922 og hóf þar tónlistamám fímm ára gam- all. Hann nam við Franz Liszt tónlistarhá- skólann í Búdapest, þar sem þeir Zoltan Kodály og Leo Weiner vora meðal kennara hans. Hann varð prófessor í píanóleik við Bela Bartók tónlistarháskólann í Búda- pest 1949 og árið 1950 hlaut hann alþjóðleg verðlaun sem kennd eru við Berlín og ungversku Liszt verðlaunin. György Árið 1957 settist Sebök að í Sebök Frakklandi og má segja að þá hafi alþjóðlegur ferill hans hafíst fyrir alvöru. Hann fór víða, hélt einleikstónleika, lék með öllum fremstu hljómsveitum heims og þekktir urðu kammer- tónleikar, sem hann hélt með Arthur Grami- aux og Janos Starker. Auk þess lék hann inn á fjölda hljómplatna. Sebök fluttist til Banda- ríkjanna árið 1962 og hefur síðan verið pró- fessor við Tónlistardeild Indiana-háskóla í Bloomington, auk þess sem hann kennir m.a. í Berlín, Tókýó og Kanada og heldur námskeið víða um heim. Námslceið i píanóleilc György Sebök heimsækir ísland nú í þriðja sinn. Fyrst kom hann hingað til lands árið 1991 og hélt tónleika og námskeið á vegum Tónlistarskólans i Reykjavík. Fyrir tveim ár- um var hann gestur FIH og hélt píanótón- leika í íslensku óperanni og námskeið í píanó- leik og kammertónlist. Að þessu sinni er hann gestur FÍH á nýjan leik og eru tónleikarnir haldnir á vegum FIH. Auk tónleikanna í Tónlistarhúsi Kópavogs mun hann halda námskeið í FIH-salnum að Rauðagerði 27 dagana 7.-11. júní frá kl. 10:30-12:30 og 19:30-21:30. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Kringlunni Lýður Sigurðsson. Til 22. júní. Gallerí Smiðar og skart, Skólavörðustíg Svanhvít Magnúsdóttir. Til 11. júní. Gallerí Sævars Karls Arngunnur Ýr. Til 18. júní. Gcrðarsafn, Listasafn Kópavogs Yfírlitssýning á verkum Magnúsar Á. Árnasonar. Til 20. júní. Hallgrímskirkja Georg Guðni Hauksson. Hafnarborg Sverrissalur: Ljósmyndasýning Johns R. Johnsen. Til 28. júní. Aðalsalur: Margrét Jónsdóttir. Til 7. júní. Ingólfsstræti 8 Finnbogi Pétursson. Til 13. júní. Kjarvalsstaðir Vestursalur: Karel Appel. Austursalur: Verk úr eigu safnsins. Til 29. ágúst. Listasafn ASÍ Samsýningin Cellolose: Jane Balsgaard, Gabriella Göransson, Gjertrud Hals og Hilde Hauan Johnsen. f öllum sölum. Til 27. júní. Lislasafn Árnesinga Ættarmunstrið: Steinunn H. Sigurðar- dóttir og Inga Jónsdóttir. Til 27. júní. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands Yfirlitssýning á völdum sýnishornum af íslenskri myndlist. Sumarsýning. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á verkum listamannsins. Til 29. ágúst. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn, verk Sig- urjóns Olafssonar. MIR-salurinn, Vatnsstíg 10 Mai Cheng Zheng. Til 20. júní. Nýlistasafnið 15 listamenn frá París: Polylogue 153. Til 27. júlí. Norræna húsið Ljósmyndir af listafólki og menningar- frömuðum frá menningarborgum Evrópu árið 2000. Anddyri: Norræni ljósmynda- háskólinn. Til 15. ág. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Hildur Hákonardóttir. Til 4. júní. Ragnar Bjarnason, Gunnar Árnason, Svava Skúladóttir, Þór Vigfússon, Óskar Beck. Handverk í Húnaþingi, 8 sýnendur. Til 29. ágúst. Sjóminjasafn Islands, Vesturgötu 8, Hafnarf. Sýning á hafrænum málverkum. SPRON, Álfabakka Sigurður Örlygsson. Til 9. júlí. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning opin kl. 13-17 daglega til 31. ág. Þjóðarbókhlaðan Undir bláum sólarsali - Eggert Óiafsson. Til 31. ág. TÓNLIST Sunnudagur Salurinn, Tónlistarhús Kópavogs: Píanó- tónleikar György Sebök. Kl. 17. Hallgrímskirkja: Hörður Áskelsson org- elleikari: Dýrð Krists eftir Jónas Tómas- son. Sverrir Guðjónsson kontratenór og Lára Stefánsdóttir listdansari. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Sjálfstætt fólk: Bjartur, föst. 11. júní. Ásta Sóllilja, sun. 6., fím. 10. júní. Tveir tvöfaldir, lau. 5. júní. Abel Snorko býr einn, lau. 5. júní. Borgarleikhúsið Litla hryllingsbúðin, lau. 5., sun. 6. júní. Maður lifandi, óperuleikur, þri. 8. júní. Loftkastalinn Söngleikurinn Rent, lau. 5., fös. 11. júní. Hattur og Fattur, sun. 6. júní. Iðnó Hnetan, lau. 5. júní. Hádegisleikhúsið: 100-eyja sósan, frums. mið. 9. júní. Fim. 10., fós. 11. júní. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ Krákuhöllin, þrið. 8., mið. 9. júní. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 569 1222. Net- fang: menning@mbl.is. Morgunblaðið/Golli TRÖLLABÖRNIN úr Kramhúsinu flytja verkið Kraftar á leiklistarhátíð barna í Frakklandi. TRÖLLABÖRNIN A HÁTÍÐ í FRAKKLANDI LEIKHÓPI 10-12 ára barna í Kramhúsinu hefur verið boðið að koma á alþjóðlega leik- listarhátíð bama, FITE, sem nú er haldin í 13. sinn í Toulouse í Frakklandi 8.-11. júní. Leikhópurinn kallar sig Tröllabömin og hafa meðlimir hópsins verið þátttakendur á leik- listamámskeiðum í Kramhúsinu í lengri eða skemmri tíma hjá Þóreyju Sigþórsdóttur. Á námskeiðunum hafa þau kynnst ýmsum grannatriðum leiklistar, svo sem raddbeit- ingu, líkamsþjálfun, hlustun og spuna. Á hátíðinni koma saman leikhópar víðsveg- ar að úr heiminum. Hver hópur kemur með sýningu og einnig taka allir þátt í námskeið- um sem haldin era þá daga sem hátíðin stend- ur yfir. Sýningin, sem er fulltrúi Islands á há- tíðinni, kallast Kraftar og tekur um 40 mínút- ur í flutningi. Sýningin varð til í sköpunar- vinnu leikhópsins undir leiðsögn Þóreyjar og Ólafar Ingólfsdóttur dansara. GRASS FÆR SPÆNSK BÓKMENNTAVERÐLAUN Madríd. Reuters. ÞYSKI rithöfundurinn Giinther Grass varð á miðvikudag þess heiðurs að- njótandi að hljóta virtustu bókmennta- verðlaun sem veitt era á Spáni, og era þau kennd við prinsinn af Asturias, en þetta er í fyrsta skipti sem rithöfundi, sem ekki skrifar á spænsku, hlotnast þessi verðlaun. I yfírlýsingu Asturias-stofnunarinn- ar, sem úthlutar verðlaununum, sagði að rithöfundurinn þýski, sem þekktur er fyrir verk eins og Blikktrommuna Gúnther Grass (The Tin Dram), væri „framúrskar- andi tákn bókmennta, gagnrýninnar mannúðar og tryggðar við siðleg gildi á okkar tímum“. Verðlaun þessi era meðal átta ann- arra, sem stofnunin veitir á ári hverju, og meðal þeirra rithöfunda, sem hlotið hafa verðlaunin, era spænski Nóbelsverðlaunahafinn Ca- milo Jose Cela, Perúmaðurinn Mario Vargas Llosa og hinn mexíkanski Carlos Fuentes. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.