Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Blaðsíða 6
HITCHCOCK með aðalleikkonunni í „The Lady Vanishes", Margaret Lockwood, árið 1938. REBECCA var fyrsta myndin sem Hitchcock gerði í Bandaríkjunum; Joan Fontaine og
Laurence Olivier í hlutverkum sínum.
HITCHCOCK í HUNDRAÐ ÁR
I sumar verða hundrað
ár liðin frá fæðingu
kvikmyndaleikstjórans
Alfreds Hitchcock, sem er
einn af mikilvægustu
hlekkjunum í þróunarsögu
kvikmyndagerðarinnar
á öldinni, en nafn hans
tengist kvikmyndunum
með alveg sérstökum
hætti rétt eins og nafn
Chaplins eða Disneys.
ARNALDUR INDRIDA-
SON fjallar um spennu-
myndaleikstjórann sem
enn lifir góðu lífi
í spennumyndum dagsins.
EGAR franski kvikmyndaleik-
stjórinn og gagnrýnandinn
Francois Truffaut gerði annál-
aða viðtalsbók við Alfred
Hitchcock á sjöunda áratugn-
um, „Hitchcock by Truffaut:
The Definitive Study“, reyndi
hann að sýna fram á vægi hans
sem þróunarafls í kvikmyndagerð og tókst
það með miklum ágætum. Truffaut var sem
kunnugt er einn af frönsku kvikmyndagagn-
rýnendunum sem kenndir voru við tímaritið
„Cahiers du Cinéma“ og horfðu mjög til
Bandaríkjanna í leit að þungavigtarmönnum í
kvikmyndagerð og þóttust frnna þar nokkra
sem höfðu áberandi höfundareinkenni; John
Ford, Howard Hawks svo aðeins tveir séu
nefndir. Til varð hin svokallaða höfundar-
kenning sem hljóðaði upp á að leikstjórinn
væri eini og endanlegur höfundur að bíó-
mynd. Það væri á hans ábyrgð hver útkoman
yrði. Hann einn réð gerð myndar og hún sagði
til um hans list. Þess má geta að Dogmaskjal
danska leikstjórans Lars von Triers, en um
það hefur nokkuð verið rætt hérlendis í tilefni
af sýningum dogmamyndanna Veislunnar og
Fávitanna á Kvikmyndahátíð í Reykjavík
1999, er sett til höfuðs höfundarkenningunni
frönsku. Samkvæmt danska dogmanum skal
þurrka út nafn leikstjórans því kvikmynd get-
ur aldrei verið verk eins manns heldur þvert á
móti fjölda einstaklinga. Þeir sem þekkja
verk Hitchcocks og lesa viðtalsbók Truffauts
komast fljótt að því hversu mikið ber á milli í
þessum tveimur stefnum.
Lisl og skemmtigildi
Æviverk Alfred Hitchcocks féll mjög að
höfundarkenningu Frakkanna og viðtalsbókin
varð ekki hvað síst til þess að styrkja kenn-
inguna. En bókin gerði líka annað. Ef fólk
hafði ekki tekið list Hithcocks alvarlega fram
að útgáfu hennar (Truffaut var sannfærður
um að svo væri ekki og það var ein ástæða
þess að hann gerði bókina) breyttist það með
útkomu hennar. Með myndum sínum hafði
Hitchcock áorkað það sem fæstum tekst, að
sameina list og skemmtigildi. Myndir hans
margar urðu mjög vinsælar og sjálfur varð
hann einn af þekktustu kvikmyndaleikstjór-
um síns tíma og þekktustu leikstjórum aldar-
innar. Nafn hans tengdist kvikmyndagerð
með alveg sérstökum hætti. Allir vissu hvað
það stóð fyrir á sama hátt og allir vissu fyrir
hvað nafn Chaplins eða Walt Disneys stóð.
Hann var einn af fáum raunverulega skapandi
kvikmyndahöfundum kvikmyndaaldar. Mynd-
ir hans eru meira en einföld afþreying og þær
setja hann á stall með áhrifaríkustu lista-
mönnum kvikmyndanna eins og Orson
Welles, Sergei Eisenstein, D.W. Griffith,
Charlie Chaplin og auðvitað síðar Bergman,
Fellini og Godard.
Nú, þegar hundrað ár eru liðin frá fæðingu
meistarans, er ekki úr vegi að skoða list hans
undir leiðsögn Truffautbókarinnar en hún
kom fyrst út árið 1968 og síðar í endurskoð-
aðri útgáfu árið 1984. Hitchcock lést árið 1980
en aðeins að nafninu til. Hann er ennþá á
meðal okkar í flestum ef ekki öllum þeim
spennumyndum sem gerðar eru í dag, sál-
fræðilegum tryllum, framtíðartryllum, ung-
lingahrollvekjum, jafnvel gamanmyndum.
Myndir hans eru einatt í sýningu þökk sé
sjónvarpi og myndböndum og það er sífellt
verið að endurgera þær, nú síðast Geggjun
eða „Psycho", sem Gus Van Sant endurkvik-
myndaði næstum því ramma fyrir ramma og
fékk að réttu lagi afleita dóma fyrir og mynd-
in litla aðsókn.
Áhrif Hitchcocks
Áhrif Hitchcocks á kvikmyndirnar er hvar-
vetna að finna, jafnt á meðal stærri spámanna
og þeirra minni. Þau má sjá í verkum Orson
Welles, Henri-Georges Clouzots, Akira
Kurosawas, William Wylers, Roman Pol-
anskis, Otto Premingers, Ingmar Bergmans,
Claude Chabrols og margra fleiri. Verk Brian
De Palmas eru nánast eftirlíkingar af mynd-
um Hitchcocks. Aliur sá haugur sem gerður
hefur verið af vondum unglingahrollvekjum í
Bandaríkjunum á síðustu tveimur áratugum á
rætur í Hitchcock.
Hitehcock bjó við einstök forréttindi sem
kvikmyndagerðannaður næstum því allan
sinn feril, fyrst í Bretlandi og síðar í Banda-
ríkjunum. Hann réð gerð myndanna sinna
nær ótruflaður af utanaðkomandi áhrifum
(les. peningamönnunum). Vinsældir hans
gerðu honum kleift að fílma nokkurnveginn
það sem honum sýndist. Hann réð leikarana
og tæknimennina og valdi handritshöfundana
og þótt hann hafi ekki skrifað handrit mynda
BARBARA Leigh-Hunt sem eitt af fórnarlömbum morðingjans í „Frenzy'
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999