Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Blaðsíða 12
SEGÐU
Á KVEÐJU-
STUND...
Á Sögusafninu við enda Unter den Linden breiðgöt-
unnar í Berlín var framningur sem greindi frá örlögum
rithöfunda, listamanna og skemmtikrafta á árum
gullna tímabilsins svonefnda, Die Goldene Zwansiger
Jahre. Hann var eins og í bei nu framhaldi sögusýning-
anna miklu sem BRAGI ÁSGEIRSSON greindi frá
snemma á síðasta ári, Rýnirinn var þar aftur á ferðinni
í desembermánuði og hermii ■ hér sitthvað af meinleg-
um örlögum þessa fólks sem lagði Berlín, Vínarborg
°g heiminn að fótum sér á þessum mer kilegu árum
upp ausnar, u ppstokkunar og viðsjállar mannlífskviku.
EITT af því sem mér hefur fund-
ist ég tvímælalaust þurfa að
gera á heimsóknum mínum til
Berlínar, er að stika í rólegheit-
um um Unter den Linden breið-
götuna. Þar ber margt fyrir
augu og ferðalangurinn eins og
teigar í sig mikla sögu í hverju
skrefi, hafi hann á annað borð athyglina vak-
andi. I bókstaflegum skilningi sæki hann
Sögusafnið við jaðar hennar heim, og þangað
liggur leið margra, meður því að Þýðverjum
er lagið að setja fram söguna á skilvirkan og
hlutlægan hátt, draga ekkert undan svo
gestinum er í sjálfsvald sett að rannsaka og
mynda sér eigin hugmyndir um gang henn-
ar. Og fólk kemur þangað til að fræðast, upp-
götva og upplifa, en ekki af skyldurækni og
koma þaðan úttroðið af einverjum tilbúnum
söguskilningi, sem á viðlíka illa við á sögu-
söfnum sem í listasölum. Þetta allt er hægt
að gera á mjög skipulegan hátt, og hvað það
áhrærir koma menn ekki að tómum kofunum
á prússneskum breiddargráðum, frekar en
fyrri daginn, einnig lögðu húgenottar hér
hönd að í listrænu handverki.
Upplagt að hefja gönguna við enda 17. júní
breiðgötunnar og fyrir framan Branden-
burgerhliðið. Þá hefur vegfarandinn hina
endurgerðu og nývígðu Ríkisþinghúsbygg-
ingu til vinstri handar og þegar í gegnum
hliðið út á Parísartorg er komið blasir glæsi-
hótelið Adlon við hægra megin, sem hefur
verið endurbyggt í upprunalegri mynd. Lýs-
ir tímunum að það var enski stjömuarkitekt-
inn sir Norman Foster sem stóð fyrir breyt-
ingum á Ríkisþinghúsinu og bókstaflega um-
bylti byggingarlistarsögunni. Aðeins lengra í
götunni er rússneska sendiráðið byggt 1950-
53 í sykurtertustíl.
Fyrir alla þá sem fyrrum komu að hliðinu
og múmum úr báðum áttum em umskiptin
yfirþyrmandi, ætti að fá jafnt bjartsýnustu
sem svartsýnustu menn til að lyfta brúnum
og sperra upp augun, einkum hafi þeir heim-
sótt borgina og öll hernámshverfin á tímum
kalda stríðsins. Nákvæmlega fyrir miðju
Unter den Linden, sker hið langa
Friedriehstrasse götuna, og þar til hægri
handar em einhver glæsilegustu kauphús
borgarinnar og Evrópu, og nú er stuttur
spölur að Gendarmenmarkt, leikhúsbygg-
ingu húsameistarans nafnkennda Karls
Friedrichs Schinkels, ásamt frönsku og
þýsku dómkirkjunum. Til vinstri handar er
stutt í nákaldar höfuðstöðvar Stasi, þar sem
engir vildu búa en listamenn yfirtóku að
hluta, og þar sem listamenn koma fer blóðið
að ólga og fasteignir að hækka eins og dæm-
in sanna í heimsborgunum. Einn góðan veð-
urdag hafa þeir svo ekki efni á að búa þar
lengur, þykir ei heldur eftirsóknarvert.
Haldið aðeins lengra, sér í ríkisbókhlöðuna
til vinstri, síðan kemur Alexander von Hum-
boldt háskólinn og, Neue Wache, nýju varð-
stöðin, sem er nafnkenndasta bygging
Schinkels í klassíska stílnum, nú minnis-
merki yfir fómardýr fasisma og ofsókna,
þamæst Sögusafnið, og fari maður rétt út
fyrir götumörkin og á Karl Marx AUé er
komið út á aflöngu safnaeyjuna, með ræmur
af Spreefljótinu beggja vegna. Beint á móti
háskólanum er ríkisóperan við (August)
Bebel torg, á því og í gegnum gler getur að
líta merkilegt minnismerki helfararinnar of-
an í jörðinni. Við torgið er einnig ríkisóperan
með sitt dásamlega kaffihús í Vínarstíl.
Þetta er aðeins fátt af öllu markverðu á
hinni sögufrægu breiðgötu, sem er að auki í
Mitte hverfinu með áhugaverða hluti á alla
vegu. Bæti hér einungis við að Guggenheim
Berlín er hér einnig og þar era að jafnaði úr-
vals listsýningar, í þetta sinnið voru uppi
málverk Helenar Frankenthaler.
Sögusafnið, sem er í barokkstíl, var fyrsta
byggingin við götuna, reist sem vopnabúr,
Zeughaus, á seinni hluta sautjándu aldar, en
gert að vopnasafni 1877. Eftir seinni heims-
styrjöldina og endurbyggingu í uppranalegri
mynd að safni þýskrar sögu og var svo til
ársins 1991, er það varð að sögusafni þýsku
þjóðarinnar. Verið er að byggja yfir hús-
garðinn, sem verður drjúg viðbót við safnið
og tilbúin 2001 ásamt myndarlegri viðbygg-
ingu, og stendur enginn annar en snillingur-
inn Leoh Ming Pei að baki framningsins, sá
sami og hannaði pýramídann við Louvre.
Það er ekki ýkja undarleg tilfinning sam-
fara því að renna augum yfir þýska sögu í
fyrrverandi týhúsi, en hins vegar fór einn og
annar gesturinn trúlega að hugsa sitthvað
við innlit á sýninguna, Sag beim abseied ...,
Segðu á kveðjustund..., sem hermdi af ör-
lögum fómardýra nasismans. Rithöfundum,'
listamönnum og skemmtikröftum, sem vörp-
uðu Ijóma á Þýskaland og Austurríki á dög-
um Weimarlýðveldisins. Fæsta af þessum
listamönnum þekkja íslendingar í dag og
einungis hluta þeirra á áram áður, en þó
nokkra sem komust undan til Bandaríkjanna
og Englands og urðu heimsþekktir kvik-
myndaleikarar, um bakgrann þeirra vissu þó
fæstir. En söngvarana hlustuðu þeir á í út-
varpinu og af plötum og þeir munu til sem
muna enn eftir þeim Jan Kiepura, Richard
Tauber og Josef Smith. Pólverjann Jan Ki-
epura og konu hans Mörthu Eggerth þekktu
allir á meginlandinu, vinsældir og frægð Ki-
epura og Mörthu var hliðstæða stórstjama
nútímans. Kiepura var gæddur slíkri fá-
dæma söng- og innlifunamáttúra, að eitt
sinn er hann hafnaði að syngja Don Jose í
Charmen, og gaf sem ástæðu að hann óttað-
ist að gera alvöra úr þvi að kyrkja mótsöng-
konuna í ástríðuhita lokaþáttarins, trúðu
menn honum og létu gott heita! Kiepura var
náttúrsöngvari líkt og ítalinn Beniamino
Gigli, og eins og hann átti Kiepura það til að
fara skyndilega að syngja á almannafæri við
mikinn fógnuð viðstaddra. Atti það einnig til
að stökkva upp á bílþak og gefa aukalög fyrir
utan leik- og óperahúsin og er hann var
spurður að því, hvort þessi sönggleði á götu
úti væri ekki hrein sóun, svaraði hann hlæj-
andi, af hverju sóun, þetta kostar mig ekki
neitt! Fræg er sagan af honum er hann eftir
tónleika í Raimondleikhúsinu lét færa sér
stamp af ísmolum í búningsklefann, nuddaði
þeim kröftuglega við nakið brjóst sér til að
örva blóðrásina, og söng þamæst allar aríur
kvöldsins út um gluggann við óskipta hrifn-
ingu og fagnaðarlæti aðdáenda sinna. Mört-
hu Eggerth, sem var stóra ástin í lífi hans, sá
hann fyrst í Kattowits, í heimalandi sínu Pól-
landi, og það var ást við fyrstu sýn, en eitt
elskaði hann þó öllu ofar sem var óperahúsið
í Vínarborg, og hafði mynd af því hangandi í
búningsklefiim sínum. Er Martha eitt sinn
að honum fjarstöddum tók hana niður og
setti stóra og fallega mynd af sjálfri sér í
staðinn brjálaðist Kiepura. Hún sagði
seinna, að erfitt hefði verið að keppa við ást á
steinhúsi og vera um leið afbrýðisöm út í
það! Martha var óperettu- og kvikmynda-
stjama sem lék við miklar vinsældir í fjölda
kvikmynda, en þau hjónin vora sennilega of
rótgrónir Evrópubúar til að ná miklum
frama í Bandaríkjunum, en þangað flúðu þau
1938. Skeði þegar farið var að snúa út úr
nafni Kiepura, hann kynntur sem kammer-
söngvari Jom Kippur (aðal hátíðardagur
gyðinga), afsakið Jan Kiepura, og þá vissi
hann strax hvað klukkan sló ...
Nafnið Richard Tauber munu margir
kannast við, en hann var um sína daga
nefndur Carasó óperettunnar, var uppá-
haldssöngvari Frans Lehár og í Vínarborg
var haft að orði, að engin furða væri að
Tauber rímaði við Zauber (töfra). Fólk stím-
aði á óperettur Lehárs sem Tauber söng í og
fagnaðarlætin gátu verið slík í lok þeirra að
þau vildu engan enda að taka og sviðið líkast
úthafi af blómum. Hann söng víða og gagn-
rýndendur í Napoli sögðu að list Taubers
væri svo sannfærandi, söngvísi hans það
mikil, djúpstæð og innileg ásamt því að tjá-
kraftinn prýddi slík yfirhafin rósemd, að
hlustendur stæðu á öndinni, hástemmdara
gat'það varla orðið í landi söngsins. Marlene
Dietrich var einn af ótal aðdáendum hans og
eitt sinn er hún frétti um miðja nótt að
Tauber væri í borg sem hún var stödd í, tók
hún á rás út úr húsi eins og hún var klædd,
án þess að skeyta um tímann né veðrið, og
beint til goðsins. Þá hélt Clark Gable stóra
veislu honum til heiðurs í Hollywood. Tauber
yfirgaf Þýskaland, í febrúar 1933, vildi ekki
þekkja landið framar eftir að stormsveitar-
hyski hafði misþyrmt honum á raddafenginn
hátt fyrir framan hóteldyr hans. Og árið
1938 hrandi heimurinn fyrir honum er Aust-
urríki sameinaðist Stór-Þýskalandi og Vín
sem hann unni svo heitt missti ljóma sinn,
var ekki lengur lífvænleg borg. Tauber var í
Mílanó er hann fékk tíðindin, lokaði sig inni í
þrjá daga og var ekki viðmælandi. Áður fyrr
hafði hann trauðla getað fengið sér sæti á
kaffihúsi í Vínarborg fyrir ágengni aðdáenda
sinna, en nú mátti hann samkvæmt Niim-
berglögunum ekki stíga fæti inn í leikhús,
kvikmynda- eða kaffihús. Nasistar létu sér
ekki nægja að smána hann opinberlega,
hæða og svipta hann ærunni, heldur reyndu
að uppræta allt sem hann hafði látið eftir sig,
brenndu nótur og mölvuðu plötur sem hann
hafði sungið inn á. Þannig var farið með
mann sem var tónlistarmaður út í fingur-
góma og á heimsvísu. Framúrskarandi pí-
anóleikari, sveiflandi tónsprotanum ef við
átti, og vanrækti enga æfingu. Var jafnvel
hamingjusamur og í essinu sínu eftir að hafa
endurtekið annan þátt í La Boheme fimmtán
sinnum fyrir hádegi. Tauber flutti til
London, varð breskur ríkisborgari 1940, og
lést þar 1948. Nokkra áður hafði hann fýrir
þrábeiðni og þó sárveikur væri, sungið hlut-
verk Ottavio í Don Giovanni, þá austurríska
fílharmonían var þar á ferð. Læknir hans
harðbannaði honum að koma fram en engin
bönd héldu Tauber, og var það öllum undr-
unarefni hve glæsilega honum tókst upp, og
eins og Elisabeth Scwarskopf orðaði það;
ung, hrífandi og fersk var þessi rödd og ekki
vottur af þreytu í henni, við stóðum dolfallin
bak við tjöldin og hlustuðum. Þessir ótrúlegu
veiku tónar, pianossimo, þessi stingandi önd-
unartækni, hann hafði engu tapað af hinum
fræga Mozart stíl sínum. Á eftir þurfti
Tauber á skurðarborðið, kom þá í ljós að
vinstri lungnahelmingurin var fullkomlega
eyðilagður. Söngvarinn lést án þess að hafa
komið til Austurríkis aftur, landsins sem
hann unni svo heitt; ég endumærðist betur á
einum rigningardegi í Salskammergut, held-
ur en í tveggja vikna sól á Riveranni...
Joseph Schmidt var ásamt Tauber ástsæl-
asti söngvari Austurríkis, og var um þann
mann sagt, að frá fyrstu andrá hitti rödd
hans í hjartastað. Hið mikla raddsvið
Schmidts kom strax fram á unga aldri er
hann söng í drengjakór, og framtíðin virtist
blasa við honum. Eitt kom þó í veg fyrir
glæstan frama á sviði, sem var að hann
hætti að vaxa og varð litli maðurinn með
miklu röddina. Að vísu þéttur á velli en
óvenju smávaxinn, þannig að óhugsandi var
að hann syngi hetjuhlutverk á móti foldgná-
um óperadívum, þótt hann léki sér að háu
tónunum. En þrátt fyrir mótlæti missti
Schmidt aldrei húmorinn, og eitt sinn er
hann bauð dömu upp í dans á Vínarballi,
hafnaði hún honum á þeim forsendum að
hún færi ekki út á gólfið með barni. Þá þótt-
ist hann mjög undrandi og sagði, afsakið ég
vissi ekki að þér væntuð yðar! En í útvarpi
naut Scmidt sín til fulls, og á öldum ljós-
vakans varð hann ástmögur þjóðarinnar.
Það þóttu svo fjarstæðukennd býsn, að allan
eftirmiðdaginn og kvöldið milli þess að kosn-
ingatölumar vora lesnar upp í Berlín 1933,
vora leiknar plötur sem hann hafði sungið
inn á og kynntar með þessum orðum; nú
syngur ljúflingurinn okkar, Joseph Scmidt.
Hann var umsvifalaust, titlaður fyrrverandi
söngvari útvarpsins í nasistapressunni eftir
sigur Hitlers, útskúfaður, niðurlægður, og
smánaður. Flúði frá Vínarborg til Suður-
Frakklands í mars 1938 og söng síðast í óp-
eranni í Avignon 1942, en á elleftu stundu
útvegaði bólivíski ræðismaðurinn honum
fararleyfi til Ameríku. Hið algenga nafn
varð þá litla manninum að meini, því annar
með sama nafni gerði sér lítið fyrir og hirti
pappírana. Nú voru góð ráð dýr og í skjóli
nætur flúði hann yfir til Svisslands og var
þar kominn upp á aðbúnað almennra flótta-
manna frá mörgum löndum. Viðurværið
gekk svo nærri heilsu söngvarans, að hann
varð að veðsetja gulli slegið vasaúr, heið-
ursverðlaun sem ástsælasti söngvari út-
varpsins 1932, en það dugði ekki til og hann
iést í gistihúsi sem verðirnir höfðu flutt
hann í, 16. nóvember 1942. Árið 1947 afhenti
lögmaður nokkur móður smávaxna stór-
söngvarans Joseph Smiths, eins ástsælasta
listamanns Austurríkis á fyrri helmingi ald-
arinnar, henni kistil með eftirtlátnum eigum
söngvarans. Reyndust þær vera nokkrar
gulnaðar silkiskyrtur, myglaðir skór og inn-
siglishringur með innskriftinni J.S....
Það munu ýmsir muna eftir leikaranum
frá Vínarborg, Adolf Wohlbriick, sem tók sér
nafnið Anton Wohlbruck, en hann lék í ýms-
um eftirminnilegum enskum kvikmyndum á
stríðsáranum. Hann var glæsilegur leikari
með útlit mitt á milli Clark Gable og Errol
Flynn, en ólíkt meiri leikari enda af listafólki
kominn langt aftur í aldir. Hatur
Wohlbriichs á Þjóðverjum var slikt, að hann
var í hópi þeirra sem hvatti til sem mestra
loftárása og eyðilegginga þýskra borga...
Enn fleiri munu minnast hins digra og góð-
lega ungveija frá Búdapest, Ssöke Ssakáll,
sem tók sér leikaranafnið S.Z. Sakall og lék í
mörgum frægum kvikmyndum í Hollywood,
m.a. hinni sígildu Casablanca, með Hump-
hrey Bogart og Ingrid Bergman. Þetta var
árið 1942 og fiskað var eftir leikuram sem
vora að leika eigin örlög. Bogart var langt
niðri og í vondu skapi mestan tímann, vegna
þess að hann átti í erfiðleikum með spúsu
sína sem var áfengissjúklingur og var
stöðugt að reyna að kála honum á fylliríum.
Ljósi punkturinn í kvikmyndaverinu var á
þeim tíma S.Z. Sagall, sem Bogart bauð iðu-
lega til sín í búningsherbergið og í tafl,
vegna þess að sá hafði einstæða hæfileika til
að róa Bogart niður. Þó var Sagall þekktur
fyrir sinn svarta húmor, sem sumir sögðu að
væri afleiðing þess að foreldrar hans hefðu
búið á móti kirkjugarði og faðir hans hafði
höndlað með legsteina. Gott dæmi um skop-
skynið er sagan af því er Frits Kortner sló
eftirminnilega í gegn í kvikmyndinni
Dreyfuss. Þá barst honum bréf frá hinum
þekkta gamanleikara í Vín, Paul Morgan,
sem réð sér ekki fyrir hrifningu. „Kæri
starfsbróðir Kortner! Eftir að hafa séð
Dreyfuss, skammast ég mín fyrir að í síma- i
skránni, skuli standa leikari á eftir nafninu
Paul Morgan. Nokkram dögum seinna mót-
tók Kortner bréf frá Sagall, sem var jafn-
uppnuminn af afreki Kortners; „Kæri herra
Kortner. Eg verð að styðja skoðun Paul
Morgans, eftir að hafa séð þig sem Dreyfuss,
skammast ég mín líka fyrir, að á eftir nafn-
inu Paul Morgan í símaskránni, skuli standa
starfsheitið leikari!"
Hvað sem öllum svörtum húmor leið var
S.Z. Sagall holdgervingur hins ljúfa og glað-
i
1 2 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ1999