Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Blaðsíða 14
VESTURGARÐURINN var endurhlaðinn frá grunni. STEYPA í elsta gosbrunni á fslandi reyndist vera það heilleg, að einungis þurfti að gera við skemmdir og endurnýja lagnir ENDURNÝJUN trjágróðurs var eitt af mörgum verkum í Skrúði. ENDUR- GERÐ SKRÚÐS EFTIR BRYNJÓLF JÓNSSON í fyrri grein um Skrúð í síðustu Lesbók var drepið á nokkur atriði í sögu garðsins, sérstaklega í tíð Sigtryggs og Hjaltlínu. Hér er einnig stiklað á stóru og aðallega fjallað um tímabilið eftir 1992. Eftir fráfall Sigtryggs tekur við nýr kafli í sögu Skrúðs. Þorsteinn Gunnarsson og kona hans, Ingunn Guðbrandsdóttir, taka við umönn- un garðsins næstu 17 árin. Þor- steinn byrjaði sem kennari á Núpi árið 1958 og mun þá Sigtryggur hafa haft hönd í bagga með að fá hann til þess að taka að sér umönnun garðsins. A þessum tíma eru reynitrén, sem frá byrjun voru uppistaða trjágróðursins, hvað fallegust og í mikilli grósku. Nokkrar breytingar verða í garðinum. Minni áhersla er lögð á ræktun grænmetis en þess í stað meiri áhersla á rækb 1 un ýmissa fjölærra blómjurta og runna. í þessu skyni var Þorsteinn í samböndum við frægarða víðsvegar um heim, aðallega á Norð- urlöndum, auk þess sem hann viðaði að sér áhugaverðu efni, sem þegar var komið í rækt- un hér innanlands. Varðandi fræinnflutninginn átti Þorsteinn m.a. samskipti við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra, sem oftar en ekki greiddi götu hans og studdi hann varðandi ræktun Skrúðs. Þorsteinn vann af vísindalegri nákvæmni að merkingu tegunda og hélt skrá yfir reynslu af ræktun þeirra. Þetta kallaði á enn meiri umhirðu og átti kona hans, Ingunn, ekki hvað síst þátt í því að halda öllu í röð og reglu. Áhersla Þorsteins var á vissan hátt einn ' angi af upphaflegri stefnu Sigtryggs: „að sanna og sýna fram á hvað hægt væri að rækta í íslenskri mold. “ Á þessum árum var Skrúður einn af þeim görðum sem voru með hvað flest- ar tegundir blómjurta á landinu. I yfirlitstöflu, sem Ingunn dóttir Þorsteins tók saman úr fræ- skrám, er getið um fjögur hundruð tegundir blómjurta og runna sem ræktaðar voru við til- tölulega erfiðar aðstæður. Þegar fram liðu stundir og halla tók undan fæti fyrir Héraðsskólanum á Núpi minnkaði viðhald á garðinum. I grein, sem Vilborg Guð- mundsdóttir skrifar í Morgunblaðið árið 1988, segir svo: „Hugur minn flýgur um fjöll og dali og staðnæmist á grundum Dýrafjarðar," ... og síðar: „En hvað ætli framtíðin feli ískauti sér fyrir þann unaðsreit sem Skrúður var. Það þarf meira en vorylinn einan til að leysa hann úr þeirri órækt sem hann er kominn í, þar sem mannshöndin hefur ekki lagt honum lið undan- farin ár.... ... En þó margir viti um Skrúð og hafí gengið þar um garð og jafnvel notið þaðan einnar og einnarplöntu sér til yndisauka íheimagarði, þá virðast þær færri hendurnar sem tilbúnar eru til að forða þessum unaðsreit frá glötun. Að vísu eru eðlileg tildrög til þessarar deyfðar nú- tímans bæði hið þrotlausa kapphlaup við tím- ann, sem nú einkennir allt, og hitt líka að garð- urínn er skráður eign héraðsskólans og því léttast að varpa sökinni þangað. En málið er bara ekki svona einfalt. Fyrst er að gá að því að þessi reitur er menningararfur frá liðnum tíma til nútímans og því ekki sæmandi að sjá hann farast án afskipta almennings, einnig það sem öllum er kannski ekki kunnugt um, að stór hluti þeirrar girðingar sem á að varðveita Skrúð, er einnig vörn um skógrækt Vest- fjarða. “ Hér er í fyrsta sinn, a.m.k. opinberlega, vak- in athygli á þeim vanda sem blasir við Skrúði. Framtíð garðsins er í húfi. Vilborg hafði um SKRÚÐUR hefur löngum verið skjól fyrir fugla. Hér hefur þrastapar komið sér fyrir á óvenju- legum stað í fjórstofna reynitré. nokkurra ára skeið, eftir að Þorsteinn hættir á Núpi, haft umsjón með garðinum meðan kraft- ar hennar entust til slíkra starfa eða fram til ársins 1983. Hvort fríunarorð og hvatning Vilborgar hafa átt þátt í því, að nokkrir áhugamenn tóku sig til og boðuðu til fundar að Núpi, 27. maí 1992, skal ósagt látið en mörgum var orðin ljós sú staðreynd að ekki mátti dragast öllu lengur að endurreisa garðinn. Ákveðið var að hefjast handa og þá um haustið komu nemendur og kennarar Garðyrkjuskóla ríkisins vestur og hófu uppbyggingarstarfið í Skrúði í samvinnu við heimamenn. í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins, 7. október 1992, segir Grétar Unnsteinsson skólastjóri Garðyrkjuskólans: „Þetta hefur verið stórkostlegur tími fyrir okkur, góður andi og nemendurnir sérstaklega duglegir og áhugasamir, við höfum fengið hér frábærar móttökur og er mikill hugur í heimafólki að halda þessu starfi áfram." Starfið sem nú fór í hönd var ákaflega ánægjulegt í alla staði. Hér var jafnframt verið að vinna ákveðið brautryðjendaverk, þar sem þurfti að fara með mikilli gát við hvert skref. Gamlir garðar á íslandi eru örfáir og jafn ítar- leg endurgerð og uppbygging hefur hvergi verið unnin áður hér á landi. Við þekkjum nú orðið nokkuð vel hvernig endurgera á gömul hús en endurgerð eins elsta garðs á landinu var í raun og veru vinna sem enginn hafði reynslu af. Að öllum þátttakendum, samstarfs- aðilum og stuðningsaðilum ólöstuðum er það í 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.