Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Blaðsíða 4
FRÁ PARÍS Á AKUREYRI TIL PARÍSAR í FRAKKLANDI EFTiR HALLDÓR ÞORSTEINSSON Brátt bættist nýr maður í hópinn, en Dað var enginn annar en Steinn Steinarr. Hann kom ti Frakklands eftir ömurlega vist í Svíaríki og heldur óskemmtileg kynni sérvisl< culega og stranga drykkjusiði | þeirra og kunni l því þegar í stað að meta frjálslyndi Frakka og heimsborgaramennsku í þeinr í efnum. PARÍS á Akureyri, Hafnarstræti 96, þar sem æskuheimili greinarhöfundarins var. Húsið hefur nú verið gert upp. EFTIR flmm ára dvöl í Bandaríkj- unum sneri ég aftur heim til föður- húsanna seint á árinu 1946 og bjó um þriggja mánaða skeið hjá for- eldrum mínum og systkinum í „París“ á Akureyri. Þar átti ég ákaflega náðuga daga, enda fór mestur tíminn í að heimsækja frændfólk, vini og kunningja. I sannleika sagt lifði ég mesta letilífí. Fyrir heimkomu mína frá Bandaríkjunum var þegar afráðið að ég héldi áfram námi mínu í frönsku og frönskum bókmenntum við La Sorbonne í París. I byrjun janúar 1947 lagði ég því af stað að heiman frá Akureyri ásamt þeim Kristjáni Guðmundssyni og Lofti Einarssyni. Sá fyrmefndi var framkvæmdastjóri hjá ein- hverju tryggingafélagi, að mig minnir og faðir Renötu, fyrri konu Halldórs Blöndal sam- göngumálaráðherra, sá síðamefndi, sem í dag- legu tali manna á meðal var kallaður „Loftur ríki“ þótt hann hafi ef til vill ekki fyllilega risið undir því nafni, var litríkur kaupsýslumaður eða kaupahéðinn, sem stundaði alls konar við- skipti um ævina. Farkostur okkar var Willys-jeppi í ágætisá- standi. Ferðafélagar mínir, þeir Kristján og Loftur, skiptust á um að aka og mátti varla milli sjá hvor þeirra væri betri bílstjóri. Vegur- inn á milli Akureyrar og Reykjavíkur var vit- anlega ekki jafngóður og greiður fyrir rúmum fimmtíu ámm eins og hann er nú orðinn og akstursskilyrði því öll langtum lakari og ekki síst að vetrarlagi. Það tók mig nokkrar vikrn- að undirbúa ut- anferð mína, útvega mér vegabréf, gjaldeyri og sitthvað fleira. í beinu framhaldi af þessu er mér eflaust alveg óhætt að gera hér smásynda- játningu varðandi gjaldeyrinn. Honum hafði mér þegar verið úthlutað í frönkum eins og gefur að skilja, þar sem ferðinni var heitið til Frakklands og var þetta yfirfærsla til þriggja mánaða, en hygginn kunningi minn benti mér hins vegar á að það væri langtum hagstæðara fyrir mig að hafa með mér ensk pund til Frakklands í stað franka, þar sem þarlendis væri mikil eftirspum eftir þeim gjaldmiðli og þar af leiðandi hægur vandi að hagnast gífur- íega á því að selja hann á svörtum markaði, sem stóð með sérstaklega miklum blóma á eft- irstríðsárunum. Ég gerði mér því aftur ferð upp í gjaldeyrisnefnd á Skólavörðustíg til að fá yfirfærslu í pundum í stað frankanna og var svo ljónheppinn að hitta þar fyrir gamlan skólabróður minn, Friðfinn Olafsson, þann léttlynda og orðheppna öðling, sem varð sam- stundis við bón minni, en síðar verður þó örlítið vikið að þessu óvenjulega peningabralli mínu. Nú verður farið fljótt yflr sögu. I flugvélinni á leiðinni til Prestwick í byrjun febrúar hitti ég Hallgrím Dalberg, en við höfðum kynnst í Síld- arverksmiðju ríkisins á Siglufirði fyrir nokkrum árum. Við tókum tal saman og fyrr en varði kom í ljós að ferð okkar beggja var ekki aðeins heitið til sömu höfuðborgar heldur líka til sama háskóla. Við gátum því naumast átt meiri samleið. í Edinborg höfðum við tveggja daga viðdvöl, skoðuðum það markverðasta okkur tii óbland- innar ánægju og heimsóttum ennfremur Sigur- stein Magnússon, umboðsmann SÍS í Leith og fóður Magnúsar Magnússonar, hins nafntog- aða og vinsæla sjónvarpsmanns hjá BBC. Þeg- ar hann fékk að vita hverra manna ég var, fræddi hann mig um það að hann væri gamall bekkjarbróðir móður minnar í bamaskólanum á Akureyri. Frá Yorkshire fórum við svo áfram með lest til Lundúna og þar gistum við vitanlega á Regent Palace, annar gististaður kom ekki til greina, enda þá þegar orðinn fast athvarf ís- lenskra ferðalanga svo og kaupsýslumanna og heildsala í viðskiptaerindum. Strax næsta dag rákumst við á einn þeirra, Kjartan Guðmunds- son, sem jafnan var kenndur við Axminster, en við Hallgrímur vorum báðir málkunnugir hon- um að heiman. Kjartan var höfðingi í lund, sí- veitull og örveitull. Örlætið virtist honum eig- inlega í blóð runnið. Óhætt er að fullyrða að við félagamir þrír höfum fengið meira en smánasasjón af skemmtana- og næturlífi Lundúnaborgar þá fáu daga, sem við dvöldum þar. Ekki man ég gjörla hvemig það atvikaðist að Kjartan tók þá djörfu ákvörðun að slást í fórina með okkur Hallgrími til Parísar, en það átti ef til vill óbeinan þátt í þvi að maður, sem síðar verður nefndur til sögunnar, fékk glaðn- ing; sem hann átti alls ekki von á. Ég minnist þess enn eins og það hefði gerst í gær hversu taugaspenntur ég var við vega- bréfaskoðunina í Frakklandi, enda hafði ég ekki alveg hreint mjöl í pokahorninu, þar sem ég var með um það bii 110 ensk pund í buxna- vasanum, en leyfilegt hámark voru aðeins 5 pund í reiðufé, á mann í þá daga. Sem betur fer slapp ég í gegn og þar með með skrekkinn. Það var leikur einn að ávaxta sitt pund eða réttara sagt sín pund í þann tíð, enda voru þau að öll- um jafnaði seld á helmingi hærra verði en skráð gengi og það vitaskuld á svörtum mark- aði í París. Lánið lék ekki að sama skapi við Þórberg Þórðarson undir nákvæmlega sömu kringum- stæðum um það bil hálfu ári síðar, er hann var inntur eftir því hversu mikið erlent lausafé hann hefði meðferðis. Þar eð honum þótti eng- in ástæða til að leyna sannleikanum frekar en endranær, sagði hann eins og var og kom þá í ljós að það var langt fram yfir það sem heimilt var og var hann þá tiineyddur að greiða allháa sekt fyrir bragðið. Margrét, kona hans, hafði nokkra skapraun af þessari dæmalausu fljót- fæmi manns síns, enda fannst henni að satt mætti stundum kjurt liggja. Það gæti borgað sig betur. París er einstök í sinni röð. Hún býr yfír töfrum, sem lætur enga hrifnæma sál ósnortna. Hún er óumdeilanlega háborg menn- ingar og lista. Að öðrum listsköpunarskeiðum ólöstuðum er engin goðgá að fullyrða að í flest- um ef ekki öllum greinum fagurra lista hafi verið fágæt gróska þar á seinni hluta fimmta áratugarins. Hér verður lesendum hlíft við upptalningu á nöfnum frægustu listamanna, þótt á einstaka þeirra kunni að verða minnst síðar. Til Parísar flykktust á þeim tíma bæði ungir mennta- og listamenn jafnt frá nálægum lönd- um sem fjarlægustu heimshornum til þess eins að komast í snertingu við menningarstrauma, er þeir töldu vænlegasta til að koma þeim sjálf- um til mests þroska, framgangs og frama á mennta- eða listabrautinni. íslendingár voru engir eftirbátar annarra þjóða í þeim efnum. Nú væri ef til vill forvitnilegt að tilgreina nöfn nokkurra þeirra, sem voru í París ýmist við háskóla- eða listnám á árunum 1946-50. Meðal þeirra fyrstu til að hleypa heimdragan- um eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar og fara utan til frönskunáms voru þær Ásta Stef- ánsdóttir, bankastarfsmaður, og Sigríður Magnúsdóttir, síðar frönskukennari við MR. Það var árið 1946. Skömmu síðar bættist svo Drífa Viðar í hópinn. Hún sótti tíma í mynd- listaskólanum La Grande Chaumiere og naut um nokkurt skeið tilsagnar listmálarans Ferdinands Léger. Hún kemur síðar við sögu á nokkuð eftirminnilegan hátt. Myndlistamenn- irnir komu svo hver á fætur öðrum og höfðu mislanga viðdvöl eftir efnum og ástæðum. Þeirra á meðal voru t.d. Hörður Agústsson, Jó- hannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson, Kristján Davíðsson, Hjörleifur Sigurðsson, Valtýr Pétursson, Gerður Helgadóttir, er ílent- ist þar, og svo Guðmundur Elíasson. Hans verður síðar getið. Þarna voru líka ungir menn sem voru þegar byrjaðir eða í þann veginn að byrja að láta gamminn geisa á ritvellinum, menn eins og t.d. Agnar Þórðarson, Thor Vilhjálmsson, Geir Kristjánsson og Guðmundur Steinsson. Nokkrir voru innritaðir í Sorbonne og lögðu þar stund á lögfræði, alþjóðarétt eða þá frönsku og franskar bókmenntir. Lögfræðing- arnir Gunnlaugur Þórðarson, Hafþór Guð- mundsson og ferðafélagi minn, Hallgrímur Dalberg, voru þama vitanlega í framhaldsnámi í sérgreinum sínum, en í frönskunni voru hins vegar Sigrún Laxdal, Björg Valgeirsdóttir, Guðni Guðmundsson, síðar rektor MR, að ógleymdum Astu Stefánsdóttur, Sigríði Magn- úsdóttur og undirrituðum. Gunnar Norland menntaskólakennari dvaldi líka einu sinni sum- arlangt í París til að æfa sig í talmálinu. Hann var í einu orði sagt afburða tungumálamaður. Arið 1949 lét Högna Sigurðardóttir innrita sig í skóla fagurra lista og valdi byggingarlist sem aðalnámsgrein sína. Kristófer Finnboga- son bjó alllengi í París, en fór svo til Hollands, þar sem hann vann hjá hollenska flugfélaginu, KLM. Haukur Bjamason ílentist í Frakklandi og gerðist um síðir starfsmaður í íslenska sendiráðinu þar. Hann er nú látinn. Hedvig Blöndal gekk í klausturskóla í meira en ár, ef mig minnir rétt. Síðast en ekki síst langar mig til að nefna Katrínu Thors, sem lagði stund á leiklist. Leikferill hennar hér heima var með miklum glæsibrag, en alltof, já, því miður alltof stuttur, íslenskri leiklist til óbætanlegs tjóns, því að hún átti sannarlega pund sem var vel þess virði að ávaxta. Steins þáttur Steinars Víkjum nú aftur að ferðafélögum mínum, Hallgrími og Kjartani. Þar eð ég var þeirra færastur í franskri tungu, enda búinn að hafa hana sem aðalnámsgrein í Kalifomíuháskóla í fjögur ár, kom það líkt og af sjálfu sér að ég gerðist leiðsögumaður þeirra og túlkur og var þannig i málsvari fyrir þá, ef svo má að orði kveða. Brátt bættist nýr maður í hópinn, en það var enginn annar en Steinn Steinarr. Hann kom til Frakklands eftir ömurlega vist í Svía- ríki og heldur óskemmtileg kynni af Svíum, einkum og sér í lagi var hann ósáttur við sér- viskulega stranga drykkjusiði þeirra og kunni því þegar í stað að meta frjálslyndi Frakka og heimsborgaramennsku í þeim efnum. í Svía- ríkinu voru í þá daga lagðar svo fáránlegar hömlur á drykkju manna að þeir máttu ekki kneyfa vín nema því aðeins að þeir innbyrðu mat um leið, en brennivínsþorsti og matarlyst fylgjast ekki alltaf að og fékk Steinn Steinarr svo sannarlega að súpa seyðið af því. Leiður og langsvekktur pantaði hann á einum stað eina baun með brennivíninu, en fékk því miður hvorugt. Er hægt að bjóða íslensku skáldi upp á þvílíkt og annað eins? Mikið var því Steinn feginn að vera sloppinn úr þrúgandi helsinu í Svíþjóð og kominn til lands jafnréttis, frelsis og bræðralags. Enda þótt það hefði engan veg- inn verið ætlun hans að nema franska tungu í höfuðborg Frakklands, þá lærði hann engu að síður tvö orð, sem ég reyndar kenndi honum, en þau voru: „Deux cognacs" (tvo koníak) og ég þori hiklaust að fullyrða að hann hafi notað þau oftar en tvisvar sinnum á dag. Ekki spillti það fyrir ánægjunni að sá eðaldrykkur var á hlægilega lágu verði í þá daga. Ekki svo að skilja að Steinn hafi setið að sumbli öllum 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.