Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Side 3
l l SltOk MOIi(,l \l{I AI>SI\S - MENNEVG I ISI IIi
25. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR
EFNI
Hús á stultum
Hollendingar verða að byggja þétt og hátt
vegna landþrengsla og Ijölmennis. En það
er ekki einfalt mál að byggja háa turna í
Hollandi því ekki er hœgt að grafa niður á
fast. Eftir því sem hærri hús eru byggð
verður að reka burðarsúlur lengra niður í
botnlausan sand og má segja að þessi hús
standi á stultum. Hér er byggt á nýrri
bók, Hoogbouw in Nederland. Gísli Sig-
urðsson tók saman.
Þrælasalar
í norðurhöfum er heiti
á grein eftir Vilhjálm
Örn Vilhjálmsson dokt-
or í miðaldafornleifa-
fræði. Hann segir að
höfundar ótal bóka um
Kólumbus hafi átt
erfitt með aðaátt sig á
eðli verslunar á 15. öld
og ekki fyrr en nýlega
að fræðimenn hafi þor-
að að tengja sykurframleiðslu, þrælakaup-
mennsku og Kólumbus saman. Hér er
einnig vikið að hugsanlegum afdrifúm nor-
rænna manna á Grænlandi, en seinni hluti
greinarinnar birtist í næstu Lesbók.
FORSÍÐUMYNDIN
Bragi Ásgeirsson
heldur áfram að
segja frá vöskum og
hugumstórum París-
arkonum í grein sem
hann nefnir Valkyij-
ur og hafgúur. Þar
segir hann m.a. af
Janet Flamner,
Djunu Barnes,
Adrienne Monnier,
Hildu Doolittle,
Giselu Freud og
Nancy Gunard og einnig koma James
Joyce og Esra Pound við sögu.
Sumartónleikar
í Skálholti
eru nú haldnir í 25. sinn. Fjölbreytt dag-
skrá verður í Skálholti fimm helgar í júlí-
og ágústmánuði, tónlistarflutningur, fyrir-
lestrar og helgihald. I grein Hrafns Svein-
bjarnarsonar segir frá merku handriti,
Hymni scholares - söngkveri Skálholts-
sveina. Ennfremur er kynnt dagskrá
fyrstu helgar Sumartónleikanna.
er í tilefni af umfjöllun um háhýsi á stultum í Hollandi og sýnir módel af
Renidence-samstæðunni í Haag, þar sem frægir arkitektar eins og Rob Krier,
Cesar Pelli og Michael Graves hafa lagt saman.
BENNY ANDERSON
TILTEKT í
MEÐALASKÁPNUM
ÁSGEIR ÁSGEIRSSON ÞÝDDI
GIös og túbur semlyktá
af löngu gleymdum kvillum
áburðurgegn horfnum líkþornum
h'öftugar mixtúrur mót innanmeinum
sem lögðust á sál og líkama
jafnt á nóttu sem á degi
nú horfu1 á braut
afleyst af seinni tíma kvillum.
Dropar tíí mýkingar ungum augum
sem nú hafa séð of mikið
en þó ekki nóg.
Pillur sem einhverntíma hafa gagnað
eða verið vita gagnslausar
allavega ekki innbyrtar lengur
og tilgangur þeirra orðinn óljós -
rénaðar hitasóttir
læknaður hósti
linaður verkur
Fallvaltleiki
fallvaltleiki -
burtmeðþaðallt
Rýmið fyrír nýjum plágum.
Benny Anderson er danskt skóld og mörgum vel kunnur á (slandl. Það vakti athygli og þótti
einstakt þegar út kom heildarsatn af Ijóðum skáldsins i Danmörku að bókin seldist í 30
þúsund eintökum. Þýðandinn býr í Bargamesi.
RABB
ER ÉG
BANANI?
Er ég banani? er barnaspil sem sló
í gegn um jólin í íyrra. Það er
óneitanlega skemmtilegt að
heyra fólk spyrja þessarar
spurningar, - en maður á ekki
von á henni í alvöru. Ég er ekki
banani og þú ekki heldur. Við er-
um heldur ekki tómatar, - og
verðum það ekki. Jafnvel þótt við borðum
erfðabreyttan tómat í hvert mál. Maður hefði
haldið að þetta væri almennt á hreinu, - en
svo er ekki. Það sá ég í sjónvarpinu í Svíþjóð
um daginn þegar vegfarendur í þessu upp-
lýsta velferðarríki voru spurðir um afstöðu
til erfðabreyttra matvæla. Þó nokkrir höfðu
áhyggjur af því að nýju genin í sojabaunum
og tómötum gætu breytt þeim, - og ein kona
sagðist aldrei ætla að leggja sér gen til
munns. Það verður lítið í matinn hjá henni
blessaðri, - nema kannski gerilsneytt sykur-
vatn, og ekki fer hún langt á því. Spurningin
um erfðabreyttu matvælin er flókin, - einfalt
svar er ekki til. Þessi aðferð við ræktun hef-
ur bæði kosti og galla og menn verða að fara
varlega inn á þetta svið, skref fýrir skref.
Hvers vegna vilja menn vera að fikta við
genin í matnum? Maðurinn hefur stundað
kynbætur frá ómunatíð til þess að fá betri
uppskeru. En erfðabreytt matvæli eru ólík
venjulegum kynbættum afurðum, því í þeim
hefur hluta af erfðaefni óskyldrar lífveru, ofl>
ast örsmárrar, verið komið fyrir til þess að
breyta eiginleikum. Nýja erfðaefnið gerir að
verkum að lífveran, - sem oftast er planta en
getur líka verið dýr, - getur nú framleitt eitt-
hvert ákveðið prótín eða hvata fyrir efnaferli,
sem hún gat ekki framleitt áður. Með þessu
móti má gæða plöntur ýmsum eiginleikum, til
dæmis þeim að þær nýti sólarljósið betur, séu
saltþolnari, þurfi minna vatn, vaxi hraðar,
geymist lengur, fæli frá sér skordýr eða þoli
betur skordýraeitur, beri fleiri ávexti, séu
bragðbetri, - og jafnvel hollari.
Þetta er ekki Útils virði í veröld sem býr við
sívaxandi fjölda svangra munna, samhliða sí-
fellt minnkandi ræktunarlandi. Á hverri mín-
útu bætast við 170 manns á þessari plánetu, -
og hvað á þetta fólk að borða? Höfum við ekki
alltaf treyst því, þegar þessar ógnvænlegu töl-
ur hefur borið á góma, - tölur sem maður
varla skilur, - að þetta hljóti að bjargast ein-
hvern veginn - vísindin finni einhverja leið.
Því ekki gerum við það með þeim aðferðum
sem notaðar hafa verið hingað til í landbúnaði.
Ræktarlandið sem til er dugar ekki. Þar að
auki fer það land minnkandi. Þær eru ógn-
vænlegar tölurnar um eyðingu gróðurlands,
hvort sem er af völdum uppblásturs eða
byggðar, sem krefst sífellt meira svæðis undir
götm- og hús. Hvaða land fer undir borgir og
þorp? Oftast ræktarland, eða að minnsta kosti
ræktanlegt land - því menn eru ekki að
byggja borgir uppi um kletta og klungur, í
eyðimörkum, á hraunflákum eða jöklum.
Byggð eykst venjulega þar sem hún var fyrir
og þrengir að skógum og ökrum. Svo eru tak-
mörk fyrir því hvað lengi er hægt að yrkja
sama akurinn án þess að hvíla hann. Sífellt
stærri landsvæði verða ónýt vegna ofnotkun-
ar. Þar við bætist allt sem fýkur með veðri og
vindum, - rykið af ökrunum er í raun dýr-
mætur jarðvegur sem fýkur í tugmilljóntr
onnatali út í buskann á hverju ári. Akurlendið
minnkar og minnkar, meðan við stöndum
frammi fyrir því, að verða að tvöfalda mat-
vælaframleiðslu í heiminum á næstu 30 árum.
Hvemig förum við að því?
Er svarið ekki einfalt? Vísindin búin að
leysa vandann með erfðabreyttum matvælum
sem stórauka framleiðsluna? Því miður er
svarið ekki einfalt. Erfðabreytt matvæli hafa
vanda í för með sér, sem er ólíkur öllu sem
maðurinn hefur tekist á við til þessa. Hann er
ekki sá, að neytandinn verði skrítinn af að
borða nýtt erfðaefni - kúafárið í Bretlandi
varð ekki vegna erfðabreyttra matvæla held-
ur vegna þess að úrgangur úr sjúkum skepn-
um var notaður í fóður. Líkurnar á því að ný
prótín fari illa í fólk eru hverfandi, og meira
að segja má nota þessa tækni til að draga úr
ofnæmisvaldandi efnum í matnum. Eins og
málum er háttað nú snýr höfuðvandinn því
ekki beint að neytandanum. Hann snýr að
jafnvægi í lífkeðjunni. Ef á akrinum vaxa jurt-
ir sem skordýr geta ekki gætt sér á, hvað
verður þá um þau? Drepast þau úr hor eða
fara að éta eitthvað annað? Ef þau drepast
hvað verður þá um dýrin og fuglana sem lifðu
á þessum skordýrum, og hvaða áhrif hefur
það, ef þau snúa sér annað? Og svo koll af
kolli. Nú er talað um að gera að skyldu að
rækta „venjulegt" grænmeti jafnhliða hinu, -
beinlinis sem skordýrafóður.
Þá má spyrja, hvað gerum við í dag? Við
eitrum fyrir skordýr. Er það skárra? Nú er
hægt að búa til erfðabreyttar plöntur sem
þola eitur mun betur en áður, svo að það er
hægt að eitra hvem akur miklu meira og fá
prýðisuppskeni. Skordýrin öll dauð og illgres-
ið líka. En hvað um jarðveginn? Hvert skolast
allt þetta eitur? Hvaða áhrif hafa nýju plönt-
umar ef þær komast út fyrir akurinn? Era
þær hæfari til að lifa og ryðja öðmm úr rúmi?
Það er ekki ætlast til þess að þessar plöntur
fari á flakk, en eina leiðin til að koma í veg fyr-
ir það, er að þær séu ófijóar, þvi vindurinn
spyr ekki um landamæri þegar hann feykir
fræjum. Plöntumar em ekki ófrjóar og fræin
munu fjúka. Bændum er hins vegar bannað að
safna fræjum, - ekki af tillitssemi við náttúr-
una heldur við einkaleyfishafana. Þeir vilja
selja fræ á hverju ári. Nú óttast menn að
bændur sjái sér hag í að framleiða þessar auð-
ræktanlegu gróskumiklu plöntur sem með
vaxandi hraða útrými þeim gömlu. Eiginleik-
ar nýju tegundanna ráðist af gróðasjónarmið-
um þeirra sem aflað hafa sér einkaleyfa á þró-
un þeirra, án tillits til víðtækari hagsmuna, -
án tillits til lífkeðjunnar.
Það sem hefur gerst er framþróun á
ákveðnu sviði sem er úr takti við umhverfi
sitt. Tæknin við erfðabreytingar hefur farið
fram úr almennri líffræði, siðfræði, upplýs-
ingu og opinni umræðu, löggjöf og varúðar-
reglum. Neytendur standa skyndilega frammi
fyrir orðnum hlut án þess að hafa fylgst með
og verið upplýstir um kosti og galla. Þeir sjá,
að matvælaframleiðsla er að færast undir yfir-
ráð stórra auðhringja, sem virðast svífast
einskis til að hámarka hagnað sinn. Æpandi
dæmi um eitruð matvæli mitt í siðmenntaðri
Evrópu hafa eyðilagt traustið milli framleið-
enda og neytenda. Erfðabreytt matvæli lenda
mitt inni í þessari umræðu. Viðbrögðin era
hörð, - stórar verslunarkeðjur í Bretlandi
auglýsa að hjá þeim sé ekkert Frankenstein-
fóður á boðstólum. Næsta skref er að banna
innflutning á Frankensteinfóðri. Þetta mun
hafa áhrif á alla framleiðendur matvæla, -
stórauka kröfur um upplýsingar um upprana
vörunnar, framleiðsluJferil hennar, heilnæmi
og hollustu. Þetta getur bæði orðið ógn, en
ekki síður tækifæri fyrir íslenska framleið-
endur ef rétt verður á málum haldið.
Hræðslan við erfðabreytt matvæli hefur
breiðst út eins og eldur í sinu og þá er hætt
við að barninu verði fleygt með baðvatninu,
nema menn hægi á og íhugi næstu skref.
Spurninguna um það hvernig hægt verður að
koma böndum á galla þessarar tækni til þess
að hún megi nýtast til að seðja þann mikla
mannfjölda sem aldrei hefur fengið málungi
matar.
GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JÚLÍ1999 3