Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Qupperneq 4
ÞRÆLASALAR í NORÐURHÖFUM £p í -'.i KÓLUMBUS á íslandi árið 1477, eins og greinarhöfundurinn sér hann fyrir sér. Sonur Kól- umbusar lýsti honum þannig: „Aðmírállinn var maður vel limaður og meira en meðaimaður að hæð. Kinnar voru háar og andlitið langt, án þess að vera feitt eða magurt. Hann hafði arnar- nef og Ijós augu; hann var Ijós yfirlitum, en hafði glóandi litaraft. í æsku var hár hans Ijóst, en er hann stóð á þrítugu varð það hvítt." UM KRISTÓFER KÓLUMBUS OG AÐRA KAUPMENN VIÐ ÍSLANDSSTRENDUR EFTIR VILHJÁLM ÖRN VILHJÁLMSSON Höfundar hundraða bóka um Kólumbus hafa átt mjöq erfitt með að skrifa um eðli verslunar á 15. öld. Það var ekki fyrr en nýlega að fræðimenn þorðu að tengja sykur- framleiðslu, þrælakaup- mennsku og Kólumbus saman. Frá lokum síðustu aldar hefur skömm og hneisa tengst sögu ný- lenduþrælahalds Evrópumanna. Fyrir nokkrum árum setti sænski fræðimaðurinn Per A. Lillieström, sem býr á Kanaríeyjum, fram til- gátu um að Grænlendingar hefðu verið fluttir nauðugir af Portúgöl- um suður til Kanaríeyja skömmu fyrir aldamótin 1500. Þó svo að til- gátan sé byggð á veikum rökum og Lillieström hafi stundum misskilið heimildir og notað upplýsingar, sem taldar er vafasam- ar, er tilgátan afar áhugaverð og vel þess verð að staldra við. Þar sem tilgáta Lillieströms hefur ekki birst opinberlega á prenti, en að- eins verið nefnd í fjölmiðlum, hafa sérfræð- ingar sýnt henni lítinn áhuga. Fréttaflutning- ur um tilgátuna hefur einnig afbakað margt. Því var haldið fram í íslensku útvarpi árið 1993, að samtímaskjöl frá Lissabon sýndu að portúgalskir þrælaveiðarar hefðu flutt Græn- lendinga nauðuga til Lissabon. Enginn fótur er fyrir þessu, enda brann skjalasafn Lissa- bons árið 1755, og flest þau skjöl sem kynnu að hafa varpað ljósi á þennan þátt í siglinga- sögu Portúgala. Hér skal ekki gerð tilraun til að sýna fram á réttmæti tilgátu Lillieströms, aðeins nefnd atriði, eigin uppgötvanir og nýj- ar og gamlar heimildir, sem gætu bent til þess að þrælasalar hafi verið á ferðinni á norðlægum slóðum. Víða verður farið í frá- sögn þessari, sem er full af tilgátum og spum- ingum frekar en alhæfingum um ferðir manna um Atlantsála á 15. öld. Siglingar við islandsstrendur A fimmtándu öld jukust úthafssiglingar og fiskveiðar við íslandsstrendur. Siglingar, veiðar og kaupmennska Engiendinga og þýskra Hansakaupmanna leiddu til margra árekstra og íhlutunar danskra konunga, sem sendu hingað óvinsæla embættismenn til að koma í veg fyrir að Englendingar næðu völd- um á miðunum. Lýbikumenn höfðu stuggað Englendingum burt af fiskmarkaðinum í Björgvin og sóttu Englendingar þá í auknum mæli til Islandsmiða. Hansamenn keyptu fyrst og fremst fiskinn og útveguðu Islend- ingum báta og veiðarfæri. Enskir stunduðu hins vegar bæði verslun og veiðar í trássi við bann konungs og brutu sífellt samninga, sem gerðir voru um yfirráð dansk-norska ríkisins yfir Norðuratlantshafi. Öldin einkenndist síð- an af kapphlaupi þessara aðila um völd við ís- landsstrendur. Væringamar náðu hápunkti í fjórum þorskastríðum eins og kunnugt er. Samslcipti íslendinga eg útlendinga á 15. öld Aldre? höfðu fleiri útlendir menn haft við- komu á íslandi eftir landnám en á 15. öld. Af- skipti Islendinga af erlendum mönnum voru oftast vinsamleg. íslendingar streymdu til út- lendinganna við ströndina og margir fóru jafnvel með þeim út fyrir landsteinana. Sögur fara einnig af ránum og rupli Englendinga á íslandi, en mestar erjur voru þó millí hinna mismunandi hópa útlendinga. Þótt mikill hluti landsmanna nyti góðs af þessum siglingum og samskiptum við erlenda sjómenn, voru höfð- ingjar landsins ekki eins hrifnir. Þegar þeir voru ekki að myrða hver annan, klöguðu þeir til konungs yfir útlendingum. Meiri ógnun við völd höfðingjastéttarinnar voru hins vegar allir þeir erlendu embættismenn, sem sendir voru til landsins af konungi á 15. öld. Þeir gengu oft erinda hinna mismunandi hópa, sem stunduðu hér fiskveiðar og verslun. Fjórða júlí árið 1480 komu tuttugu og fjórir sýslumenn og lögréttumenn norðan og vestan á Islandi saman í stofu á Lundi í Lundar- reykjadal. Þeir festu einn af öðrum innsigli sitt við kvörtunarbréf, sem þeir höfðu ritað Kristjáni konungi fyrsta. I bréfi þessu má meðal annars lesa þetta: „Sýslumenn og lögréttumenn norðan og vestan á Islandi gera góðum mönnum kunn- ugt með þessu voru bréfí að vér vorum þar hjá og heyrðum á á álmennilegu Öxarárþingi at almúginn af öllu landinu klagaði sig um vetursetu er (útlenskir menn) hefðu hér, hvað oss leist og öllum almúganum úti frá vera stór skaði fyrir landið sakir þess að þeir halda hér hús og garða við sjóinn og lokka svo til sín þjónustufólkið að bændurnir fá ekki sína garða upp unnið eða nein útvegu haft þá er þeim eða landinu mega til nytja verða. Hér með selja þeir ónytsamlegan pening inn í landið og taka þar fyrir bæði skreið og smjör og slátur og vaðmál all for dýrt framar meir enn sett er og samþykkt. (Nú með því að hirð- stjórinn og lögmennirnir og allur almúgi heyrðu), hvem skaða landið mátti hér út af fá, þá var það samþykkt að hirðstjóranum Heyndrik Daniel og lögmönnunum báðum, Brandi Jónssyni og Oddi Ásmundssyni og öll- um almúganum, utan lögréttu og innan, at hér skyldi enginn útlenskur maður vera í landið eða vetursetur hafa nema sá sem föður er og innborinn í míns herra Norges konungs ríki, hvað oss líst nu ekki halldið vera eftir því sem vor lands lagabók og sáttmáli útvísar að hér skuli enginn hiðstjóri vera í Iandinu nema sá hjér er innlendur af gömlun hirðstóra ætt- um. ( - ) Skrifum vér yðar náð því soddan (bréf til) at oss þykja lögmennirnir í landinum heldur sljóvir í vera að rita til yðar náðar, hvert lagaleysi í landið er hvað almúgan stendur. Utlendingar ollu greinilega heldri mönnum landsins áhyggjum og undan mörgu var kvartað árið 1480. Þótt klögur hafi gengið út af Englendingum og þeim væri bönnuð versl- un, voru það samt fyrst og fremst höfðingjar landsins, sem voru bestu kaupnautar þeirra. „Útlendingurinn" ó íslandi Síðar á öldum var ekki amast eins mikið yf- ir þeim útlendingum, sem juku virðingu Is- lands eða tengdust Islandssögunni á einhvern jákvæðan hátt. Þetta á jafnt við um heims- þekkta dauða menn, sem og lifandi menn. Einn þeirra er hinn goðsagnakenndi Chri- stobao Colom (eða Colon), eins og hann hét upp á portúgölsku, þekktari sem Kólumbus, en hann sigldi um heimshöfin frá árinu 1473. Eftirmæli hans hafa verið fegruð mjög gegn- um aldimar. Hann var, að því best er vitað, fátækur og ættlítill vefarasonur frá Genúa á Ítalíu. Þess ber þó að geta til gamans, að ný- lega var því haldið fram að hann væri Norð- maður að hluta til, og áður hafa flestar þjóðir við Miðjarðarhaf eignað sér þennan afreks- mann. I dag er enn allt á reiki um ætt og upp- runa Kólumbusar. Það verður vart nokkurn tíma ljóst, nema ef purpuraklæddir prelátar suður í Vatíkani opna skjöl varðandi kaptein Kólumbus, sem þeir hafa bannað að komi fyr- ir augu almennings í aldaraðir. Telja sumir sérfræðingar, að þau kunni að sýna fram á gyðinglegan uppruna Kólumbusar. Þess má geta að Kólumbus undirritaði oft bréf sín, sem „útlendingurinn“. Þótt afar lítið sé vitað um ævi Kólumbusar fyrir landafundina í Vesturheimi, er hann var sykurkaupmaður og jafnvel þrælasali, sem sigldi á Madeira og Afríku, hefur mönnum ávallt þótt það síður frásagnarverðara en sigl- ingar hans í norðurhöfum. Ekki er heldur ófínt, ef rétt er, að Kólumbus hafi siglt til ís- lands og jafnvel haft hér stutta viðdvöl árið 1477. Þegar árið 1813 skrifar Finnur Magnús- son, að Kólumbus hafi haft spumir af landa- fundum Leifs heppna í Ameríku. Kenning þessi hefur síðan sést í mörgum ritum og meðal annars í bók Vilhjálms Stefánssonar Ultima Thule (1944). Allir sem haldið hafa í þessa kenningu hafa því miður notast við ranga þýðingu á leiðarbókum Kólumbusar úr fyrstu siglingu hans yfir Atlantsála. Leiðar- bækurnar eru nú varðveittar í afriti biskups- ins Bartólómeusar de Las Casas, sem ritað var á árunum 1513-1527 og í ítalskri gerð ævi- sögu Kólumbusar eftir son hans, Hernandos (Ferdinand), sem skrifuð var 1536-37. I fjórða kafla ævisögunnar er afritað bréf Kólumbusar til spænsku konungshjónanna Isabellu og Ferdínands frá árinu 1495, sem sýna átti fram á mikla reynslu Kólumbusar í siglingum. Bréfið hljóðar svo í afburðagóðri þýðingu Sigurðar Hjartarsonar sagnfræð- ings: La Espanola, janúar 1495 .... „Ég sigldi í febrúarmánuði árið 1477 hundrað rastir (493-591 km) framhjá Tile- eyju, en suðurhluti hennar liggur 73 gráðum frá miðbaug, en ekki 63 eins og sumir segja, og hún er ekki innan þeirra marka sem vestr- ið spannar að mati Ptolemeiosar, heldur miklu vestar. Til eyjar þessarar, sem erjafn- stór og England, sigla Enskir með verslunar- varning, einkum Bristolarmenn, og á þeim tíma er ég fór til eyjunnar var sjór ekki fros- inn, en þar var munur flóðs og fjöru gríðar- legur, svo mikill að í sumum stöðum hækkaði sjór tvisvar á dag um tuttugu ogfímm faðma. I Sögu Islands V, sem út kom árið 1990 birtist hins vegar öðruvísi þýðing á sama broti. „í febrúar 1477 sigldi ég sjálfur hundrað spænskar mílur út fyrir eyna Thule. Norður- hluti hennar er 73 frá jafndægralínu, en ekki 63 eins og sumir ætla. Hún er ekki heldur á þeirri línu þar sem vestur byrjar að tali 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.