Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Síða 8
VALKYRJUR OG HAFGUUR II HÉR heldur Bragi Ásgeirsson áfram að segja frá vöskum og hugumstórum Parísarkonum, eins og hann gerði í greininni Amasónur og Sírenur, sem birtist í Lesbókinni 19. júní. Hér nefnir Bragi til sögunnar m.a. Janet Flamner, Djunu Barnes, Adrienne Monnier, Hildu Doolittle, Giselu Freud og Nancy Gunard og einnig koma James Joyce og Esra Pound við sögu. JANET Flanner, sem hér sést efst til vinstri með rithöfundinum Er- nest Hemingway í lok seinni heims- styrjaldarinnar, var einn nafn- kenndasti persónuleikinn á vinstri bakkanum. Stolt kona, meðvituð um gáfur sínar og styrk, umgekkst and- ans stórmenni tímanna sem jafn- ingja, nefndi gjaman gæiunöfnum sem enginn annar í París, jafnvel ekki öllum heiminum, vogaði sér að gera. Augljóst má vera að Fl- anner og Hemingway eru að bera saman bæk- ur sínar á veitingastað nokkrum vegna þýð- ingarmikiis máls. Bæði eru í einkennisbúning- um bandaríska hersins og þau hafa lagt frá sér gleraugun. Rithöfundurinn virðist vera að lesa fréttatilkynningu en hún hlustar einbeitt og íhugul. Fyrir framan Flanner sér í tvö portvínsglös en Hemingway heldur sig við franskari vökva, þetta að best verður séð. Eft- ir Flanner er haft að París hafí búið yfir sér- stökum næmleika sem gerði hana að einni mest æsandi borg veraldar. Má vera meira en rétt og að hluta til enn í dag. Astríða hennar sem fréttaritara The New Yorker var góðar kjaftasögur sem var sporðrennt með Cinzano - ávaxtasafa - örvunardrykk á Café des Deux Magots og Café Flore, á Boulevard St. Germain, þar sem hún sat löngum með vinu sinni Solitu Solano ásamt Nancy Cunard og Djunu Bames, eða á uppáhalds matsölustað þeirra, La Quatriéme Republique í Rue Jacob. En þrátt fyrir allt, og að þær tækju virkan þátt í laufléttu Parísarlífi áranna þar sem kyn- ferðislegar hömlur og fordómar áttu ekki til- takanlega greiða leið upp á háborðið, voru þær hinir mestu vinnuþjarkar við skriftir. Að auki var það svo að frjálslyndi og hömluleysi í ástum var einmitt það sem fæstar þessar kon- ur stefndu að eða sóttust eftir, er þær komu til Parísar, en samkvæmt Andrew Field, ævi- söguritara Djunu Bames, höfðu þær ekki að- stöðu til að hafna því. Þetta kom óforvarendis og fyrirvaralaust í flasið á þeim og þær vom í raun vanbúnar því frjálsræði sem borgin bauð upp á. Sviðið var magnað og mikilfenglegt en flestar þeirra vom óvissar um hlutverk sitt og hvemig þær ættu að bera sig að. Sumar höfn- uðu bæði áfengi, sem þær töldu ekki samræm- ast hinum hreina tón skáldskaparins, líkt og útgefandinn Winfried Ellermann sem nefndi sig Bryher, sem og fijálsum ástum. Þegar Esra Pound reyndi að kyssa Bryher í leigubíl var honum hafnað með grimmilegu biti í vör- ina og svipað gerðist er Robert McAlmon reyndi það sama við Adrienne Monnier. Bóka- búð Monniers á 7 Rue de l’Odeon, þar sem framúrstefna áranna lifði góðu lífi, var svo til beint á móti bókabúð og útgáfufyrirtæki Sil- viu Beach við sömu götu og það vora þær stöllur líka í lífi og list, þó aðeins nær. Þær áttu sér lengi hreiður steinsnar frá bókabúð- unum, vom um leið mikilvægir bókmennta- og menningarlegir tengiliðir milli Frakklands og Ameríku ... Það er falslaus, hreinn og blíður svipur yfír portrettmálverki Romaine Brooks af Adrienne Monnier, með fíngerðar hendurn- ar í kjöltu sér, og við hæfi þessa mikla vinar bókarinnar. Listmálaranum Romaine Brooks var einstaklega lagið að ná fram innri sem ytri einkennum viðfangsefna sinna sem mikið til vom þessar valkyrjur og hafgúur á vinstri bakkanum. I blökku skauti Monniers sér í hina dularfullu H.D., eða Hildu Doolittle, sem hugsandi horfir í gegnum fræga teikningu Dj- unu Bames af James Joyce, yfir til vinu sinn- ar Bryher, neðst til vinstri. Joyce skarar tals- vert sögu valkyrjanna í París, og það gerir Esra Pound líka. Pound hitti H.D. fyrst 1901 er hún var 16 ára og fyrr en varði vom þau trúlofuð, en um leið flækt í þríhyming í ásta- málum. Pound leit á H.D. sem skjólstæðing sinn, leiðrétti og færði ljóð hennar til betra máls í kaffistofu British Museum, sem var ekki ónýtt fyrir skáldkonuna ungu því á því sviði var hann líkast til frábærasti haus aldar- innar sem margir leituðu til, þar á meðal James Joyce. Hann nefndi heitmeyna H.D. Imagiste, sem hann skrifaði líka undir rit- smíðar hennar. Langt og flókið samband þeirra endaði 1913, er hún giftist Richard Addington, en þrátt fyrir allt héldu þau Pound nánu sambandi fram að andláti hennar. Pound lét Bryher fara mjög í taugamar á sér en H.D. neitaði alla tíð ákveðið að hún stæði í ástasambandi við hana, í hinum mörgu bréf- um sínum til hans. Bryher var hins vegar ævi- vinur og ástkona H.D. en einhverjar tilfinn- ingaflækjur leyndust í heilakirnu Pounds. Hann hafði verið alþjóðlegur útgefandi fram- úrstefnubókmennta í Evrópu en er París var orðin miðja þeirra brast sá starfsgmndvöllur. Ef til vill flýttu kvenútgefendumir í París fyr- ir þeirri þróun eftir viðkynningu við hann. Þannig sagði Margaret Anderson, eftir fyrsta fund þeirra í París, en Pound var þá 38 ára: „Áhugavert ag kynnast honum betur, þegar hann einhvem tíman verður fullorðinn ...“ Bæði Bryher og H.D. höfðu, áður en þær fóru að búa saman, átt vingott við karlmenn á vinstri bakkanum sem áttu það sameiginlegt að vera mjög þekktir og áhrifamiklir bógar í útlensku nýlendunni. Ljósmyndarinn Gisela Freud, hér á sjálfsmynd sem hún tók í Mexíkó eftir heimsstyrjöldina síðari, sló í gegn með ljósmyndum sem hún tók af þekktum lista- mönnum í París, einnig þeim sem áttu eftir að verða þekktir. í samræðum beitti hún fyrir sig blöndu af frönsku, þýsku og ensku sem gerði fólk steini lostið. Hún var sögð tala fjögur tungumál en ekkert vel. Freud hafði yfirgefið Þýskaland í skyndi um miðbik fjórða áratug- arins, með eina tösku sem innihélt ófullgerða doktorsritgerð og rifrildi af fötum, þá hún fékk ávæning um að nasistar væm á eftir virkum andófshópi stúdenta sem hún var meðlimur í. Freud var þakklát því að komast undan nasistum til Parísar en gmnaði ekki að hún yrði eini meðlimur hópsins sem lifði af. Freud hélt áfram námi við Sorbonne og eitt sinn á gönguferð í leit að bókum í Latínu- hverfinu opnaði hún dymar á Maison des Am- is des Livres og kom í flasið á Adriene Monni- er sem átti eftir að verða mikill áhrifavaldur í lífí hennar, hóf fljótlega að aðstoða hana í bókabúðinni á annatímum. Freud varð vinur kvikmyndagerðarmanna eins og Bunuels, Dalis og Coeteau og fékk þá til að gefa sér ónothæfa afgangsbúta af filmum sínum sem hún mun svo hafa gert tilraunir með. Var opin fyrir hugmyndum og einn góðan veðurdag fékk hún þá flugu í höfuðið að mynda lista- menn Parísarborgar og trúði Monnier fyrir því, sem strax var með á nótunum. Akvað að sýna þessar myndir í bókabúð sinni og leigði í þvi skyni fimm stóla og hengdi hvítan dúk á vegginn og bauð þekktum listamönnum að koma og líta ásjónur sínar á staðnum. Þessar ljósmyndir em nú löngu heimsþekktar. Loks sér í hinn ríka enska erfingja, Nancy Cunard, úr ætt skipafélags með sama nafni, í óða önn að prenta framúrstefnurit sitt Hours Press. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 3. JÚLÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.