Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Síða 9
Vegna landþrengsla
leggja Hollendingar
áherzlu á háhýsi, en sá
hænqur er á að ekki er
hægt að grafa niður á
fast, takmarkast hæð
húsa af því hversu djúpt
er hægt að reka burðar-
súlur í sendinn jarðveg
Holland hefur lengi verið þétt-
býlasta land í Evrópu.
Landnotkun og landnýting
skiptir þar svo miklu máli að
menn verða bæði að byggja
þétt og hátt ef eitthvað
ræktarland á að verða eftir
fyrir rósirnar og túlipanana.
Á málverkum frá 17.öld má sjá, að þá var
þéttleikinn farinn að einkenna hollenskar
borgir; húsin voru - og eru enn - eins og mjó-
ar sneiðar sem pakkað er þétt saman. Þessar
mjóu byggingar, hlaðnar úr steini, eru jafn-
an með háu risi og snúa göflum annaðhvort
að umferðargötum eða sýkjum. Traust und-
irstaða fékkst með því að reka á frumstæðan
hátt staura niður í botnlausan sandinn.
Hvort sem byggt er yfír fólk eða fyrir-
tæki í Hollandi er nokkuð ljóst að það þarf
fremur að vera á hæðina og er frá því sagt í
nýrri bók um háhús í Hollandi: Hoogbouw
in Nederland. Flest af því sem þar er sýnt
er byggt undir merkjum síð-módernisma,
sem segja má að einkennist af því að oftast
er horfið frá strangleika sem þótti nauðsyn-
legur í árdaga fúnksjónalismans og þeirrar
stefnu sem síðan hefur almennt verið kennd
við módernisma. Segja má að nú teljist það
ekki guðlast lengur að gera eitthvað sér-
staklega fyrir augað og útlitið. Form hús-
anna er allavega; sum eru sívöl, önnur átt-
strend eða mynda boga og mörg þeirra eru
meiri um sig neðantil. Það virðist úr sög-
unni að háhýsi þurfi að hafa sama form og
kæliskápar eða eldspýtustokkar upp á rönd,
sum þeirra með með háu risi, ekki ósvipað
nýju húsunum meðfram Skúlagötunni í
Reykjavík.
Nokkur hollenzk háhýsi bera þó keim af
hefðbundnu lagi skýjakljúfa eins og þeir hafa
verið byggðir í Ameríku. Þar á meðal er
Rembrandt-turninn, 35 hæðir og fjögurra
hæða bflageymsla undir. Þetta er stflhrein
bygging, að mestu leyti eftir nótum módern-
ismans, en þó ekki alveg. Til dæmis er það
frávik og getur varla talizt þjóna öðru en út-
litinu að turninn er inndreginn á öllum horn-
um. Sama stfleinkenni kemur íyrir í Marsh
& McLennan-byggingunni sem hýsir skrif-
stofur.
Resident-samstæðan í Haag, skrifstofu-
turnar og íbúðir, er eftir því sem fyrrgreind
bók hermir að líkindum metnaðarfyllsta nýja
borgarumhverfið í Hollandi sem ráðist hefur
verið í uppá síðkastið. Þessi gríðarstóra sam-
stæða þriggja tuma og lægri húsa, sem nú er
í byggingu, er látin mynda eina, samvaxna
heild. Hæst rísa Helicon-byggingin, Astalíu-
turninn og Zurich-turninn. Höfundur hans,
Rob Krier, hefur haldið því fram að háhýsi
eigi ekki að standa eins og staurar, ein sér,
heldur mynda samhangandi heild með lægri
byggingum. Aðrir sem þama hafa komið við
hönnunarsögu em stjörnuarkitektarnir Ces-
ar Pelli og Bandaríkjamaðurinn Michael
Graves, einn af forvígismönnum póst-
módernismans.
Hollendingar búa ekki við þau hlunnindi
RESIDENS-samstæðan með Zurich-turninn, sem Cesar Pelli teiknaði, fyrir miðju. Hér er nýstárleg og metnaðarfull tilraun til þess að skapa
samfelit bogarumhverfi í Haag á þann hátt að rúmlega 100 m háar turnbyggingar, hver með sínum svip, eru samtengdar með öðrum lægri. Sjá
einnig mynd af Residens-samstæðunni á forsíðu.
DE OLOPHANT skrifstofubyggingin í Am-
sterdam er 65 m á hæð og kannski á mörk-
um þess að geta talizt háhýsi. Arkitektinn,
Hans van Egmond í Noodwijk, hefur teiknað
húsið þannig að þrjár álmur mætast í miðju.
Útlitið er nokkuð dæmigert fyrir síðari tíma
módernisma, án strangleikans sem áður
ríkti. Til dæmis hefði þessi þaksvipur verið
óhugsandi fyrr á öldinni. Hér er fallega farið
með glugga (og gluggapósta), álrammar ut-
anum gluggana eru bronslitaðir en húsið er
að öðru leyti klætt með rauðu graníti.
að geta grafið kjallara eða tvær hæðir niður
og staðið þar á fastri klöpp. Ekkert er að
hafa annað en mismunandi þétt sandlög og
hæð bygginga í hollenzkum borgum hefur
alltaf verið háð tækninni við að reka staura
sem lengst niður í þessi sandlög og láta þá
mynda undirstöðu. Með tímanum hefur verið
þróuð tækni til þess að reka burðarsúlur tugi
metra niður í gljúp sandlögin. Án þeirra væri
útilokað að byggja háhús í Hollandi.
GÍSLI SIGURÐSSON
SJÁ NÆSTU SÍÐU
DELFTSE POORT skrifstofubyggingin í Rotterdam er hæsta hús í Hollandi, 150 m. Hér var f
byggt yfir margháttaða borgarstarfsemi: Brautarstöð neðanjarðarlesta með bílageymslu,
verzlanir og veitingahús, en hæst gnæfa skrifstofubyggingar tveggja stórfyrirtækja. Arkitekt-
inn, A. Bonnema, virðist vera heillaður af módernismanum fyrr á öldinni eins og Gropius og
Mies van der Rohe skilgreindu hann. Þessi kaldhamraði stíll þykir yfirleitt ekki mjög mann-
eskjulegur og víðast hvar hefur verið horfið frá honum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JÚLÍ 1999 9"