Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Page 12
HYMNI SCHOLARES -
SÖNGKVER
SKÁLHOLTSSVEINA
Morgunblaðið/Halldór
HYMNI scholares - söngkver Skálholtssveina. í opnunni er upphaf
sálmsins Beata nobis gaudia.
léttlyndar stúlkur í þorpinu, það gat verið
þessi og það gat verið hin. Honum var svo
sem sama, hver það var af þessum drósum, en
honum sámaði að staðurinn hafði verið saurg-
aður af þessum ódámi - og þennan stað gætu
þau ekki notað aftur, hann og hún.
Lengra var pilturinn ekki kominn í hug-
leiðingum sínum, þegar formaðurinn tók allt
í einu að hrista sig og bölva frosthörkunni,
og hann sagði:
- Nú væri gott að hafa úlpuræfilinn. Ég
skil ekid hver andskotinn hefur orðið af
henni. Ég fór með hana heim um daginn að
láta konuna rimpa í hana og hún hengdi hana
framí bíslag en síðan hefur hún ekki sézt.
Konan segir að ég hafi farið með hana um
borð og týnt henni, en það getur ekki verið,
ég fínn hana hvergi hér. Ég skil ekki, að
nokkur hafi farið að stela þessum ræfli; hún
var svo sem einskisnýt, en mér er bara ráð-
gáta, hvað af henni hefur orðið. . .
Þar sem pilturinn hímdi í rórhúsinu, rufu
þessi orð formannsins múrvegg draumsins
og urðu fyrst að ónotakennd í maganum,
sem síðan barst upp eftir honum sem eins
konar kuldadoði og í huga hans tóku að snú-
ast í algeru reiðileysi hvert um annað orðin:
úlpa. . . pabbans. . . týnd. Hann náði ekki
að beita orðin skipulagðri hugsun né draga
af þeim ályktanir. Þau bara snerust í höfði
hans og reyndar um hann allan og leituðu út
í köldum svita. Formaðurinn og vélstjórinn
og báturinn og hafið og stormurinn varð allt
óraunveruleiki og enginn annar raunveru-
leiki en þessi þrjú stjómlausu orð. . .
Meðan þessu fór fram í rórhúsinu sátu há-
setarnir þrír, sem áttu koju á landstíminu
framí lúkamum. Tveir mannanna vom um
það bil miðaldra og sátu þeir við lúkarborðið
á hléborða, en þriðji maðurinn var innan við
miðjan aldur. Hann var að reyna að hita
kaffivatn í katli í kabísunni og varð að halda
katlinum. Allir voru mennimir enn í
sjóstökkunum, því það lak með skælettinu og
víðar. Þeir vom að bíða eftir að kaffivatnið
hitnaði, svo þeir gætu fengið sér sopa áður
en þeir fæm í kojur.
Kaffihitaranum gekk illa að halda katlin-
um á kabísunni, en hún var á vindborða, og
hann sagði:
- Af hverju lætur báturinn svona. Er
hann tvísjóa?
- Ætli við séum ekki komnir inná Kögur-
inn og hann sé farinn að slá fyrir úr Fjörðun-
um, sagði annar mannanna við borðið.
- Nei, sagði hinn, hann er svo mikið útí,
að hann stendur varla neitt úr Fjörðunum.
Ætli það sé ekki heldur komið sterkt norður-
fall?
- Maður verður kominn úr hálsliðnum áð-
ur en við náum landi, ef koppurinn lætur
svona alla landleiðina, sagði hitarinn.
- Það gerir nú kannski ekki mikið til, ef
þú bara verður búinn að hita kaffið áður,
sagði annar þeirra sem sat og beið.
Rétt í þeim orðum kom hitarinn fljúgandi
yfir í hléborða, ketillinn á eftir honum, þá
hringirnir úr kabísunni og loks glóðin úr
henni. Bleyta var á lúkargólfínu og glóðin
kulnaði strax en lúkarinn fýlltist af reyk.
- Jæja, sagði hitarinn, þá er víst ekkert að
gera nema velta sér í kojuna kaffilaus, ekki
nenni ég að kveikja aftur upp. . .
Þá var slegið af.
- Hvað ætli sé nú að ske, sagði annar
mannanna við borðið, karlinn ætlar þó ekki
að fara að halda sjó. Varla getur hann verið
farinn að óttast landið strax.
- Hann verður nú að finna það lifandi eða
dauður í kvöld, sagði hinn, það á að skíra hjá
mér á morgun.
- Ég þarf líka að komast í land í kvöld,
konan á afmæli, og hún var búin að lofa að
gefa mér útí kaffið, ef. . .
Hér varð skyndilega stanz á máli manns-
ins.
Formaðurinn hafði slegið af vegna þess,
að hann taldi sig grilla í mikið rið, sem fór að
bátnum og var að byrja að hryggja sig. Hann
sneri bátnum lóðbeint undan og beið þannig
ferðlaus eftir ólaginu. Hann sagði þegar það
náigaðist:
- Andskotans hafrót er þetta að verða. . .
Vélstjórinn tók undir það með honum á
leiðinni niður að hyggja að vélinni.
Það var því aðeins einn maður af skips-
höfninni, sem í þessari andrá lét ekki uppi
með orðum eða athöfn hvað honum var í hug.
Það var pilturinn.
Báturinn náði ekki að lyfta sér upp á öld-
una, lenti í holinu á henni, þegar braut úr
henni, og hún færði hann á kaf um leið og
hún endastakk honum og hvolfdi honum
framyfir sig.
Ásgeir Jakobsson ritböfundur hefði orðið óttræður í
dog og af því tilefni er sagan birt.
Hymni scholares - söng-
kver Skálholtssveina er eitt
hinna gömlu íslensku tón-
listarhandrita sem verið er
að draga fram í dagsljósið
á vegum Collegium Music-
um. HRAFN SVEIN-
BJARNARSQN segir frá
þessu merka handriti, sem
er hið eina sem varðveitt er
hér landi en auk þess er eitt
handrit varðveilt í Dan-
mörku og annað á
Englandi.
EFTIR siðskiptastríðið á íslandi voru
þau menntasetur, sem klaustrin höfðu
verið, rænd og aflögð og skólahald á
biskupsstólunum niður fallið. Til þess
að festa lúterska kenningu í sessi voru
skólar nauðsynlegir. Kristján konungur III
setti því ákvæði um stofnun latínuskóla í Skál-
holti og á Hólum í erindisbréf Páls Hvítfelds
höfuðsmanns 13. mars 1552. Páll hafði æðsta
stjómvald á Islandi. Erfiðlega gekk að fjár-
magna skólana í fyrstu og seinkaði það stofn-
un þeirra nokkuð.
Erindisbréf Páls Hvítfelds er elsta varð-
veitta skjal sem sérstaklega fjallar um ís-
lenska skóla og kveður á um tónlistarflutn-
ing þar. Daglega skyldi sungið „eftir því sem
til forna gjörðist og sungið var hér hjá dóm-
kirkjunni de tempore...“ Lítið er vitað um
hvað var sungið í latínuskólunum fyrstu ára-
tugina eftir siðskipti. Þó er ljóst að fylgt hef-
ur verið kirkjuskipan Kristjáns III sem út
kom fyrst 1537. Skólapiltar hafa þá sungið
morgun- og kvöldsöng í dómkirkjunum, og
eftir hádegisverð hafa þeir verið æfðir í söng
í skólanum. I latínuskólunum var einn frí-
dagur í viku á 16. og 17. öld, miðvikudagur,
og áttu skólapiltar þó að sækja morgun- og
kvöldsöng þann dag.
Samkvæmt skólareglum frá 1604 áttu
skólapiltar að safnast saman á sunnudögum
og öðrum helgidögum í skólanum og ganga
til kirkju í tvöfaldri röð. Þeir áttu að koma
sér fyrir á sínum stað í kómum án þess að
segja orð eða troðast. Þegar lesið var úr heil-
agri ritningu skyldu þeir hlusta og horfa á
altarið og við prédikunina bar þeim að taka
ofan og beygja hnén þegar Jesú nafn var
nefnt. Eldri skólapiltarnir áttu auk þess að
leggja prédikunina á minnið og punkta hjá
sér innihald hennar til þess að geta gert
grein fyrir henni í skólanum að lokinni guðs-
þjónustu. Þessar reglur virðast benda til
þess að skólapiltar hafi borið húfur innan
húss sem utan.
I Danaveldi, Svíþjóð og Þýskalandi höfðu
skólapiltar tekjur af því að syngja við húsdyr
hjá fólki á hátíðisdögum. Danakonungur
setti oftar en einu sinni bann við þessum
betlisöng í skólareglugerðir á 18. öld. Við
suma skóla í Norður-Evrópu voru í gildi
reglur um hegðun við þennan söng og hvern-
ig skipta skyldi tekjum af honum meðal þátt-
takenda. Engar heimildir eru um söng af
þessu tagi á Islandi fyrr á tímum, enda ekk-
ert þéttbýli og vegalengdir miklar milli bæja.
Hugsanlega eru þó frásagnimar um íslensku
jólasveinana tengdar einhverjum slíkum sið.
GOMBUSVEITIN CONCORDIA FRA BRETLANDI
LEIKUR BAROKKTÓNLIST í SKÁLHOLTI
„FAGNANDI SIGUR ANDANS
YFIR DAUÐANUM"
Breska gömbusveitin
Concordia flytur
kammerverk frá
barokktímanum á
Sumartónleikum í Skál-
holti um helgina.
MARGRET
SVEINBJÖRNSDÓTTIR
ræddi við stjórnand-
ann, Mark Levy, sem
leikur á upprunalega
barokkgömbu frá ár-
inu 1675.
Morgunblaðlð/Jim Smart
GÖMBUSVEITIN Concordia ásamt einsöngvaranum Robin Blaze í miðið og eiginkonu hans, söng-
konunni Lisa Beckley, sem tekur raunar ekki þátt í tónleikunum. Lengst til vinstri er stjórnandi hóps-
ins, gömbuleikarinn Mark Levy, lengst til vinstri er Joanna Levine, einnig gömbuleikari, og við hiið
hennar Robert Howarth, sem leikur á orgel og sembal. Þriðji gömbuleikari sveitarinnar, Emilia
Benjamin, var ókominn til landsins þegar myndin var tekin.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JÚLÍ 1999