Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1999, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Sverrir HILMAR Öm Agnarsson organisti, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson tónskáld, Finnur Bjarnason tenór og Margrét Bóasdóttir sópran. GLÆSILEG VIÐBÓT VIÐ ÍSLENSKA TÓNLISTARSÖGU Við setningu Sumartónleika í Skólholti í dag verða frumfluttar nýjar sólmaútsetningar Hróðmars Inga Sig- urbjörnssonar, m.a. úr Hymni scholares, söngkveri Skólholtssveina. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR heyrði hljóðið í tónskóldinu og flytjendunum. Varla hafa gemsmiklir og misjafnlega kurt- eisir skólasveinar verið vel þokkaðir alls staðar og eins og fyrr greinir hafa þeir ekki verið húfulausir. Samkvæmt reglum um latínuskóla í Dan- mörku frá byrjun 17. aldar áttu skólapiltar að tala latínu innan skólans. I latínuskólanum í Hróarskeldu áttu skólapiltar í efri bekkjum ekki aðeins að tala latínu innan skólans heldur einnig utan hans, skv. reglum frá 1570. Harð- ar refsingar lágu við ef út af þessu var brugð- ið án sérstaks leyfis rektors. Skólapiltar áttu einnig að syngja á latínu og virðist morgun- og kvöldsöngurinn í ís- lensku latínuskólunum a.m.k. að hluta til hafa farið fram á latínu. Varðveitt eru þrjú íslensk handrit sem talin eru rituð af skólapiltum. I þeim eru latínusálmar fyrir hvem dag vikunn- ar og bera tvö þeirra heitið Hymni scholares, skólasálmar. I einu þessara handrita eru að auki latínusálmar fyrir hátíðisdaga allt árið um kring og í tveimur þeirra eru skólabænir kvölds og morgna. Því hefur verið haldið fram að í þessum handritum sé að finna síðustu leifar af katólska messusöngnum sem tíðkaðist fyrrum á Islandi. Svo mun þó ekki vera því að margir sálmanna eru upprunalega þýskir, ortir af lúterskum sálmaskáldum á þýsku og síðan þýddir á lat- ínu. Það er missMlningur að latínusálmar séu fremur katólskir en lúterskir. Þýskir siðskipta- menn óttuðust að yrði latínusöngur aflagður í kirkjunum þá drægi úr honum í skólunum og latínukunnáttu færi aftur. Guðs orð og fræði var ekki hægt að nema án þekkingar á höfuð- tungum þeim sem heilög fræði og annar lær- dómur væri ritaður á. Hætt væri við að lút- erskir menn stæðu katólskum ekki á sporði að menntun ef þeir glopruðu niður latínunni. Latínan varð með þessum hætti að nokkru til þess að ekki urðu skörp skil eða verulegur hugmyndafræðilegur ágreiningur um tónlist milli lúterskra manna og katólskra. Morgun- og kvöldsöngur er hins vegar arf- ur frá katólskum tíðasöng og ýmsir gamlir katólskir sálmar voru teknir upp óbreyttir af lúterskum mönnum. Þetta má sjá af íslensku handritunum þremur en þau sverja sig að innihaldi í ætt við prentuð latínusálmasöfn sem komu út í Þýskalandi á 16. og 17. öld. Yngsti sálmurinn í handritunum er frá því um 1599. Elsta handritið er frá 1687 og það yngsta frá því um 1720. Þorsteinn Pétursson, prestur á Staðar- bakka, einhver ákafasti fylgismaður píetism- ans eða hreintrúarstefnunnar á Islandi, segir frá latínusálmum og bænum sem fluttar voru í Skálholtsskóla þegar hann var þar við nám á árunum 1729-1734. Jakob Benediktsson hefur bent á að þetta séu sömu sálmar og bænir og í Hymni scholares handritunum. Þorsteinn seg- ir latínusálmana og bænimar aflagðar eftir að Lúðvík Harboe biskup vísiteraði ísland 1743. Það má tefy undarlegt að latínusálmar hafi tíðkast svo seint á Islandi. Danakonungur mun hafa sent bréf á allar dómkirkjur í ríki sínu ár- ið 1640 með tilskipun um afnám latínusöngs, en YFIRSKRIFT tónleikanna er „Dauði og sigur - föstutónlist frá Þýskalandi um dauða og fagnandi sigur andans yfir dauðanum". „Þó að mörg verkanna séu tengd dauðanum, þá er andi þeirra ekki jafn niðurdreginn og ætla mætti, því það er líka í þeim einhvers konar sátt. Mörg tónskáldanna áttu erfiða daga - og kannski var það einmitt þess vegna sem þau gátu skrifað þessi djúpu verk, sem einnig höfðu að geyma von og bjartsýni þrátt fyrir alla sorgina og erfiðleikana," segir Mark Levy, sem hefur verið stjórnandi hljómsveitarinnar allt frá stofnun hennar 1992. Concordia hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir frumlegan flutning á barokktónlist og einnig samtímatónlist og hefur leikið á tón- leikum víða um Evrópu, auk þess sem hópurinn hefur leikið á flestum stærri tónlistarhátíðum í álfunni. Meginviðfangsefnið er ensk tónlist frá 16. og 17. öld, frá Byrd til Purcells, en einnig hefur sveitin fengið núlifandi tón- og ljóðskáld til að semja fyrir sig verk til frumflutnings. A efnisskránni eru sex verk: Hugleiðing um Píslarsögu Krists úr 49. þætti eftir C. Geist, Pastorale fyrir þrjár gömbur í A-dúr eftir G. Finger, Sorgaróður vegna fráfalls föður tón- skáldsins og „Látið gleðióp gjalla“ - kantata við texta úr Davíðssálmi 98 eftir D. Buxtehude, Sónata fyrir þrjár gömbur í a-moll eftir J.M. Nicolai og Sorgaróður í minningu um Póllands- drottningu og kjörfurstafrú Saxlands eftir J.S. Bach. Eins og á tonglino - bara pínulítid meira gras Sveitin er skipuð þremur gömbuleikurum, sem eru auk stjórnandans þær Joanna Levine og Emilia Benjamin, og orgel- og semballeik- aranum Robert Howarth. Þau fá gjarnan til liðs við sig einsöngvara og að þessu sinni er með þeim í fór kontratenórinn Robin Blaze. „Hann er einn af uppáhaldssöngvurunum okk- einhvem veginn virðist það hafa farið fram hjá íslensku biskupunum. I kirkjuritúalnum eða kirkjusiðareglunum 1685 er kveðið á um móð- urmálssöng við allar guðsþjónustur en þó er haldið fast við latínusönginn á Islandi. Þórður Þorláksson, biskup í Skálholti, segir í athuga- semd í Grallaranum eða íslensku messusöngs- bókinni 1691 að latínusöngurinn sé þar prent- aður fyrir hátíðarmessur því að latínan sé not- uð til hátíðabrigða í staðinn fyrir hljóðfæri, en þau séu engin á Islandi. Eru þó til frásagnir af hljóðfæraslætti hans. Ekki er vitað með vissu hvenær sálmarnir voru teknir upp við íslensku skólana, en vitað er að Oddur Oddsson (1565-1649), prestur á Reynivöllum, ritaði söngbækur með lat- ínusálmum í folio-broti að undirlagi Odds biskups Einarssonar (d. 1630). Ur þeim var sungið við skólasetningu og skólauppsögn 1734 og fyrr. Vera kann að þetta hafi verið frumhandritið að Hymni scholares, en þau þrjú handrit sem enn eru varðveitt eru í litlu broti og talin uppskriftir skólapilta. Stóru söngbækurnar í Skálholti með latínusálmun- um eru nú glataðar svo að ekki fæst úr þessu skorið með neinni vissu. Lögin við flesta sálmana í Hymni scholares má finna í sálmabókunum sem voru gefnar út á Hólum 1589 og 1619. Við einn sálminn vantar þó alveg lag í íslenskum sálmabókum. Það er jólasálmurinn Personent hodie. Fram úr því má þó ráða með því að notast við lagið sem Flöskukveðjur Eggerts Olafssonar eru sungn- ar við (Ó mín flaskan fríða). Þetta eru ekki einu tengsl sálma og drykkjukvæða sem finna má. Lagið við sálminn Patris sapientia er í íslensku handriti frá 1549 við drykkjusönginn Meum est propositum. Þetta lag hefur einnig verið sungið við jólasálminn Immanúel oss í nátt. Óvíst er hvort latínusálmarnir voru sungnir fjölradda. Einn þeirra er a.m.k. nóteraður tví- radda. Heimildir eru um að á 17. öld hafi verið sungið „bicinium" eða tvíradda söngur í Skál- holtsskóla. En þrjár uppskriftir skólapilta hrökkva ekki til þess að komast lengra í þessu efni. Hymni scholares-handritin sýna að mikil- vægur þáttur þýskrar mótmælendatrúar hefur borist til Islands, það er latínusálma- söngurinn. I Finnlandi hafa menn látið sér mjög annt um latínusálmaarf sinn, enda meira um hann vitað en hinn íslenska. Kannski eru finnsku latínusálmarnir líka dá- lítið skemmtilegri en þeir íslensku. Þar er frægast latínusálmasafnið Piæ cantiones sem var prentað í Greifswald 1582. Það er að mörgu leyti óvenjulegt miðað við lat- ínusálmasöfn frá þeim tíma, og eru heimildir fyrir því að stiginn hafi verið dans við sálm- ana þar. Hymni scholares safnið íslenska er hins vegar um margt venjulegt latínusálma- safn frá 17. öld. ar,“ segir stjómandinn og heldur áfram: „Ég er sérstaklega hrifinn af þessari samsetningu: gömbu og kontratenórrödd. Hvort tveggja er svolítið eins og ójarðneskt, annars heims, og okkur þykir sérstaklega gaman að koma hing- að í þetta landslag, sem er í alvöru talað svolít- ið eins og af öðrum heimi líka. Mér finnst eins og ég sé kominn til tunglsins, það er bara pínu- lítið meira gras hérna. Svo ég tali nú ekki um Skálholt, þennan einangraða en fallega stað. Að spila svona skrýtna tónlist á þessum skrýtna stað á okkar skrýtnu hljóðfæri - það er verulega spennandi!“ „Vissulega er gamban melankólskt hljóðfæri og sjálfur hneigist ég líka að melankólíu. Satt að segja hef ég mikla ánægju af dapurri tónlist,“ segir Mark og hlær, „hún virðist hafa þveröfug áhrif á mig,“ segir hann og hlær enn meira. Þetta er í fyrsta sinn sem Concordia sækir Islendinga heim, en tveir úr hópnum hafa raunar spilað hér áður, Mark Levy meira að segja á Sumartónleikum í Skálholti 1992, þá með Bachsveitinni í Skálholti. Semballeikarinn Robert Howarth lék hins vegar með Barokk- sveit Kópavogs í tónleikauppfærslu Kam- merkórs Kópavogs á Arthúri konungi eftir Purcell í maí síðastliðnum. „Ég á góðar minn- ingar úr Skálholti og það er gaman að koma hingað aftur með góðum tónlistarvinum," segir Mark og bætir við að hann hafi komið hingað til lands einu sinni eftir að hann lék með Bachsveitinni í Skálholti. „Ég kynntist flautu- hjónunum Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau og heimsótti þau tveimur árum seinna - um miðjan vetur. Það var mjög gaman en raunar var ég sofandi mestallan tímann. Hér er jú dimmt nærri því allan sólarhringinn á þessum tíma árs. Ég var mjög þreyttur þeg- ar ég kom og sneri aftur úthvíldur!11 Concordia leikur á tvennum tónleikum í Skálholti um helgina, í dag kl. 17 og á morgun, sunnudag, kl. 15. SÁLMANA syngja þau Margrét Bóasdóttir sópran og Finnur Bjarnason tenór og á orgelið leikur Hilmar Örn Agnarsson. Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson hefur útsett fimm sálma, einn úr Hymni scholares, „Beata nobis gaudia“, og hina úr öðrum sönghandritum. Hver sálmur er fluttur tvisvar, fyrst syngja Margrét og Finnur hann beint upp úr handritinu, án undirleiks, og svo syngja þau hann í nýrri útsetningu Hróð- mars við orgelundirleik Hilmars. Að auki munu þau syngja tvo aðra sálma úr söngkver- inu, beint upp úr handriti. Tveir sálmanna sem Hróðmar hefur útsett eru eftir Magnús Jónsson í Vatnsfirði, annar frá árinu 1600, „Líknsamasti lífgjafarinn trúr“, og hinn frá 1660, „Dagur er kominn að kveldi". Þeir eru báðir í handriti frá 1767, sem að mestu er ritað af séra Jóni Bjarnasyni á Rafns- eyri. I handriti óþekkts ritara frá því um 1770 er sálmurinn „Sólin upprunnin er“, þýðing séra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi á vikusálmum Thomasar Kingo. Enn er ótalinn sálmur sem Hilmar segir eiginlega óprenthæfan, nema síð- asta erindið, sem er það eina sem verður flutt á tónleikunum. „Ó Guð ég aumur leita“ er yfir- skrift þessa lokaerindis sálmsins „Himneski Guð og Herra, hvörs dómur réttvís er“. Fyrir- sögnin er hvorki meira né minna en „Harma- klögun Knúts Gregorii hvör í drykkjuskap deyddi sinn samlags þjón“ og í fyrstu þrjátíu erindunum er nær eingöngu talað um drykkju- skap, að sögn tónlistarfólksins. Síðasta erindið er hins vegar auðmjúk bæn til Guðs um mis- kunn og fyrirheit um iðrun og yfirbót. Þegar Hróðmar er spurður hvað hann hafi haft að leiðarljósi við útsetningarnar segist hann hafa verið mjög trúr lögunum. „Nóturnar eru flestar á sínum stað en frjálsræðið kemur í rytmanum. Hann stjórnast náttúrulega líka af textanum. Ég held sömu tóntegundum en þetta er í kirkjutóntegundunum. Fyrir mér er eðlilegast að vinna þetta svona en það sem er hins vegar svo skemmtilegt við þetta er að það er hægt að nálgast lögin á mjög ólíkan hátt. Það sem Snorri Sigfús Birgisson gerði í fyrra og Elín Gunnlaugsdóttir þar áður er svo gjöró- líkt því sem ég er að gera núna - og þess vegna held ég að það verði skemmtilegt að halda áfram og láta fleiri koma að þessu, þá fáum við fullt af fjölbreyttu og skemmtilegu efni.“ Söngvararnir, organistinn og tónskáldið eru á einu máli um að viðfangsefnið sé heillandi og hin gömlu handrit séu mikill íjársjóður. „Þetta hefur ekki einungis varðveislugildi, heldur er þetta líka mjög fallegt og listrænt og glæsileg viðbót við íslenska tónlistarsögu. Hér hafa ver- ið til svo fá lög fyrir einsöng og orgel með kirkjulegum texta, svo það er alltaf verið að syngja sömu lögin. Þess vegna fagna ég þess- ari viðbót alveg sérstaklega fyrir kirkjuna og kirkjutónlistina,“ segir Margrét. Hróðmar við- urkennir að hann hafi átt von á að það yrði meiri vinna að fá líf í þessi gömlu lög og eigin- lega hafi það komið honum á óvart hve falleg þau reyndust vera. „Fyrsta islenska vasasöngbókin" En hvernig skyldi þeim ganga að setja sig í spor Skálholtssveina sem sungu þessi sömu lög á öldum áður? Upp úr „fyrstu íslensku vasa- söngbókinni" eins og Hilmar kallar söngkver skólapiltanna. „Maður reynir bara að vera forn í lund,“ segir Finnur. „Ég ætla að vera mjög jafnréttisleg - þetta er náttúrlega mikið skref í framfaraátt að fá sem aum kvenpersóna að syngja þetta sem var aðeins fyrir Skálholts- sveina hér áður fyrr,“ segir Margrét. Um stund velta þau fyrir sér hvort karlmennirnir eigi að vera í vaðmálsbrókum og sauðskinns- skóm og Margrét í upphlut en komast ekki að endanlegri niðurstöðu. I hinum gömlu handritum er ekki gert ráð fyrir hljóðfæraleik, einfaldlega vegna þess að hljóðfæri voru ekki mörg hér á þeim tíma sem lögin eru rituð, svo orgelleikurinn er viðbót Hróðmars. Hilmar lætur þess þó getið að heim- ildir séu til um að Þórður biskup Þorláksson, sem sat í Skálholti á áranum 1674-1697 hafi á sínum tíma flutt inn regal og symfón frá Kaup- mannahöfn og clavichordium hafí líka verið til. Hins vegar hafi lítið spm-st af því meir. Að- spurður um hvernig hann hafi skrifað orgel- röddina segist Hróðmar fylgja laginu og tónteg- undunum. „Ég reyni að hafa þetta svolítið fjöl- breytt, í sumum lögunum er bara einfaldur und- irleikur og í öðram hefur orgelið sitt sérstaka stef sem vinnur með eða á móti hinum.“ Hróðmar kveðst vilja geta þess að hann hafi notið ómetanlegrar aðstoðar þeirra Kára Bjarnasonar handritavarðar og formanns Col- legium Musicum og Guðrúnar Laufeyjar Guð- mundsdóttur sagnfræðinema við grúsk sitt í handritunum í Þjóðarbókhlöðunni. Margrét leggur áherslu á að flutningur laganna sé næsta skref í uppgötvun þeirra, það sé ekki nóg að finna þau og rannsaka, þeim verði að koma á framfæri. Margrét segir ótrúlegt hve mikið af íslensk- um tónlistararfi hafi týnst og gleymst. „Og það er eiginlega það sem fólk er mest undrandi á, því vegna þess hve þjóðlagasafnið hans Bjarna var mikið að vöxtum þá héldu menn einhvern veginn alltaf að þar með væra öll rit Biblíunnar saman komin. Svo kemur bara í ljós að hann hafði aðeins aðgang að pínulitlu broti af þeim handritum sem til voru,“ segir hún og bætir við að nú sé lykilatriði að fá tónskáld til að útsetja fleiri af hinum nýfundnu lögum. Höfundur er sagnfræðingur. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 3. JÚLÍ 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.