Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Blaðsíða 8
+ MEGAS HEIMBOÐ Það er fráleit fírra að fjara út með hafi afgráu mannverunum - mara í meinlokunnar hálfa kafi það er illa orðað fer afleitíega á tungu margt hefur maður étið sér að meinalausu aftur oní sig - og bitarnir sungu heimboð væru hláleg það hlypi gegnum sálina straumur háspennu lima og lífshættu en iöngunarvUjinn naumur égþegði nett um nei þó nennti vart þvQíku sadó masokkísku málþófí væri mest incommunicado ókei - lausn í augsýn öllum er dögunin Ijós sumir fara ífrystihús fáeinir til sjós þú ferð hún fer svo líka þær fara og koma ekki meira það fara allir á endanum - en ekki ég - sit hér kyrr - læst vera mikilsmetin veira Megas er höfundarnafn Magnúsar Þórs Jónssonar, dægurlagasöngvara og skálds í Reykjovík. Listvinahúsio var stofnað 1927 og starfar enn. Þar var unnið úr íslenskum leir frá Búoardal og ut- an af Reykjanesi og Islendingar kunnu vel ao meta þessa listrænu framleioslu. Því miður hefur ný- lega verið gero atlagg að lista- mannsheiðri Guomundar frá Miodal með fölsunum g þekktum listmunum hans. GUÐMUNDUR HERMANNSSON JÖKUL BER... Jökul ber við bláan himin bráðum gengur sólin undir þá er Ijúft við lygnan sæ Heyrist hljóð og fugl sést fljúga finna má hvar tófur smjúga móana -yfír bregður blæ Rauðgult skin afsólarlagi slæðu vafínn fjaUahringur hraun og mosi hæfa lit Fjarlægð fagrar myndir málar magnar gleði hljóðrar sálar færir hrifnæmum í nyt Skugga yfir landið leggur litast blárri rökkurmóðu ríkir sveit í sælu og ró Þögul yfír holt og hæðir og hamraborgir nóttin flæðir dularheimur hylur skóg Ég hefi notið náttúrunnar og nóttin er að svipta daginn sól og birtu blíðu ogyl Þá er kært að kveðja staðinn kraftmikill og orkuhlaðinn og halda heimabyggða til Höfundurinn er fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík. VALDIMAR HREIÐARSSON SJÓMANNS- HLUTUR ÁrrisuU æ ýta hverr, sá er sækir sjávarfang skál, og skal ei skeMnn vera hamsleysu hafs né heimaþrá. Höfundur er sóknarprestur á Suðureyri við Súgandafjörð. SKÓGARÞRÖSTUR, selir með kópa, rjúpnapar. Dæmigerðir þryk EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON EIRLIST íslandi á sér ekki jafn langa sögu og víðast hvar í nágranna- löndunum. Engu að síður er íslensk leirlist á allháu stigi. Hún á sér rætur í starfi Guðmundar Einarssonar frá Miðdal og konu hans Lýdíu Pálsdótt- ur, og allt að 30 annarra sem störfuðu ð fyrirtæki þeirra hjóna, Listvina- hús, á lóngum ferU þess. Það var stofnað 1927 en hóf umfangsmikla og listræna framleiðslu leirmuna úr íslenskum og erlendum hráefnum árið 1930, eftir undirbúning og aðlögun. ís- lenski leirinn var fenginn úr Búðardal og utan af Reykjanesi. Munir úr Listvinahúsinu voru á heimssýningunni í New York 1939, á nokkrum sýningum í Þýskalandi og á Norður- löndum og þeir eru á helsta leirlistasafni ítal- íu í Faenza. Fyrirtækið hefur verið rekið sleitulaust frá stofnun, nú síðustu áratugi af Einari Guðmundssyni, syni Guðmundar. Síð- ar komu til sögunnar fyrirtækin Funi, Roði og Glit og fjöldi leirlistarmanna eins og sjá má núna af fjölbreyttri og öflugri leirmunagerð í Reykjavík og víðar. Núna vinnur Einar aðal- lega einn í Listvinahúsinu og beinir kröftum að því að búa til minjagripi handa erlendum ferðamönnum. Stytturnar þekktu Leirmunir úr Listvinahúsinu voru vinsælar gjafir í áratugi. Salan var mikil og framleiðsL an afar fjölbreytt. Hún skiptist í tvö horn. í einn stað var um að ræða þrykkta gripi, unna í gifsmót. I annan stað voru búnir til módel- gripir. Þrykktu gripirnir, eins og módelgrip- irnir, voru fyrst hrábrenndir (hertir) og síðan brenndir í ofni með glerungi. Fyrirmyndirnar að þrykktu mununum mótaði Guðmundur fyrst í leir en gerði síðan eftirmynd af þeim í gifs, þ.e. eina frummynd (kjarna) til að geyma. Þessu næst var búið til margnota gifs- mót af tilteknum mun (af kjarnanum). Það gerði Baldur Ásgeirsson. Eftir það unnu starfsmenn fyrirtækisins að því að „þrykkja út" (eins og sagt var) umræddum mun í gæða- leir, brenna, glerungsmála og brenna svo aft- ur. Mótagripir Guðmundar voru einkum styttur af fólki og dýrum, ýmiss konar ösku- bakkar og kertastjakar og jafnvel bókastoðir. Úr mann- eða hulduheimum mátti sjá naktar konur, hafmeyjar, dverga og finngálkn, konur við störf, sjómann með fisk á baki, börn með VATNSBERINN (48 cm). Þokkafull og vinsæl stytta, þrykkt í mót. ÞESSIR gripir voru hannaðir á dýr, tamningarmann með ólman hest og margt fleira. Af spendýrum má nefna hvíta- birni, rostunga, seli, fHa, sauðnaut, hesta, kött og hund. Sumir gripanna eru þokkafullar eða kraftmiklar uppstillingar en aðrir einföld stöðumynd af fyrirmyndinni. Úr ríki fuglanna sáust t.d. rjúpur, fálkar, hrafnar, kríur, snjó- tittlingar, þrestir, lundar og maríuerlur. Einnig þar er víða kankvísi, spennu eða ein- falda fegurð að sjá. Á ofangreindum gripum eru litir hafðir samkvæmt einhvers konar vali náttúrulita; sem líkastir eru fyrirmyndinni. Meðal þrykktu gripanna eru einmitt munirnir sem menn tengja oftast Listvinahúsinu og Guðmundi, sbr. frasann „rjúpan hans Guð- mundar frá Miðdal". En þrykktu gripirnir tóku, eins og áður segir, ýfir miklu stærri flokk listaverka. Með- al lampa og öskubakka voru munir t.d. í jugend-stíl eða með yfirbragði art deco-muna en einnig samsett myndverk eins og hafmey með hörpudisk, sæljón á holum kletti eða burstabær með kálgarði. Kertastjakar gátu t.d. verið með skreyttum blómaörmum, í líki langskips, dvergs með Ijósastiku eða hannað- ir, sumir glæsilega, án skírskotunar til lífvera eða brúkshluta. Litaval er frjálslegt en skærir litir sjaldgæfir. Þarna er um merkan, lítt kannaðan og fremur vanmetinn þátt fram- leiðslunnar að ræða. FjölbreyK mðdelframleiðsla I annan stað voru hlutir „renndir", þ.e. unn- ir á snúningsskífu. Það gerðu nokkrir starfs- LEIRMUNIR GUD^ 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. ÁGÚST 1999 4-4-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.