Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Blaðsíða 9
+
rðir þrykktir munir úr Listvinahúsinu (upprunalega hannaðir 1938-1945).
innaðir árin 1936 og 1938. Form og skreytingar teljast fremur óvenjulegar á þeim tíma.
est og
. hvíta-
ta, kött
lar eða
einföld
glanna
r, snjó-
uerlur.
ða ein-
jripum
íarvali
ndinni.
unirnir
inu og
s Guð-
g áður
i. Með-
t.d. í
)-muna
tiafmey
tti eða
ir gátu
ti, í líki
lannað-
lífvera
skærir
an, lítt
, fram-
e. unn-
starfs-
menn, með eða án afskipta Guðmundar sem
þó teiknaði oft fyrirmyndir eða kom að gerð
gripanna, t.d. litun eða útskurði. Renndu
gripirnir voru vasar, skálar, ker og krukkur
(sumar með skreyttu loki), lampafætur, vegg-
diskar, kertastjakar og könnur, jafnvel heil
te- og kaffisett. Eðli máls samkvæmt er hver
gripur sérstakur; módelgripur. Þó var stund-
um vikið frá því ef fjöldaframleiða þurfti
rennda muni skv. pöntunum, t.d. drykkjar-
mál. Þá var notað lagmót, „skapalón" við
vinnslu hvers munar. Lagið á módelgripum
Listvinahússins er gjarnan klassískt en einnig
er oft um óvenjulega eða frumlega hönnun að
ræða. Töluvert er um útskurð; ýmist mynstur
og t.d. myndir af laufum eða blómum og svo
drekamynstur. Sumir þessara muna eru tvö-
faldir (innri hluti heill, ytri hluti útskorinn).
Vasar og könnur eru afar ólíkar innbyrðis að
stærð og útliti; allt frá 10-20 cm háum gripum
upp í 50-120 cm gólfvasa og stórar könnur.
Skreytingar eru fjölbreyttar, útskurður, utan-
áliggjandi blóm, hringform eða ávextir, rend-
ur og bárur. Litavalið er margvíslegt, allt frá
svörtum, steingráum og fjólubláum litum yfir
í tómatrautt, gult, grænt og hvítt. Glerungur-
inn er iðulega látinn renna þannig að einn lit-
ur myndar tauma eða hálfþekju ofan á öðrum
lit. Stundum eru vasar eða krukkur ekki
hring- eða sporöskjulaga í þverskurði, heldur
ferkantaðar; þá saman settar úr plótum. Fyr-
ir bregður fremur framúrstefnulegri hönnun
miðað við það árabil sem módelgripirnir voru
unnir á.
Þessi bálkur framleiðslunnar var síst minni
en hinn og mun fjölbreyttari þar eð hinir vönu
rennslumenn létu oft gamminn geysa. Svo
virðist sem margir muni síður eftir hinum
renndu gripum, og ósjaldan verður fólk undr-
andi við að heyra á þá minnst eða við að sjá
falleg listaverk þeirra á meðal. Einnig þessi
þáttur í starfi gamla Listvinahússins hefur
ekki verið metinn að verðleikum. í fáeinum
listfræðilegum úttektum hefur ennfremur
verið einblínt á svokallaðan náttúru- og
heimahagaþátt í leirlist Guðmundar og þeirra
allra hinna í Listvinahúsinu. Heildin er mun
flóknari og forvitnilegri; stílar og skírskotanir
mun fleiri.
Vaxandi áhugt
Undanfarin 10-15 ár hefur nær ekkert ver-
ið framleitt af þrykktum gripum Listvina-
hússins. Mótin eru flest slitin og ónothæf. Mó-
delframleiðslan er alls ráðandi og hún hefur
eðlilega breyst. Munir fyrirtækisins eru ekki
lengur með helstu höfundareinkennum Guð-
mundar eða samstarfsfólks hans (reyndar var
Einar Guðmundsson kominn til starfa í fyrir-
tækinu fyrir 1960). Því má segja að fram-
leiðsla Listvinahússins frá 1927 til ca. 1960 sé
orðin sérstæð antíklistvara; listmunir sem eru
merki liðins tíma og geta skoðast sem slíkir.
Hvort sem menn horfa til framleiðslutímans
eða ekki, þá er form hvers leirmunar, litur,
hönnun, myndmál og áhrif hans á skoðandann
lögð til grundvallar mati hvers og eins á feg-
urðar-, menningar- og verðgildi gripanna.
VASI með þremur hönkum og krús með loki. Klassísk hönnun,
kraftmiklir litir.
STÚLKA með lokuð augu. Módelgripur sem ekki
var hafður til fjöldaframleiðslu.
Undanfarin ár hefur áhugi fólks á leirlist
Listvinahússins aukist, m.a. eftir sýningar á
verkum Guðmundar að honum látnum og
ágæta leirlistarsýningu Listasafns Reykjavík-
ur á Kjarvalsstöðum 1995, með tilheyrandi út-
gáfu bókarinnar „Leirlist á íslandi" en þar er
prýðileg ritgerð Eiríks Þorlákssonar listfræð-
ings höfð sem kynning.
Æ fleiri uppgötva listræna og fjölbreytta
framleiðslu Listvinahússins á umræddum ár-
um. Leirmunir frá fyrirtækinu á þessum tíma
sjást í fornverslunum, hjá listaverkasölum og
stundum í Kolaportinu. Verð hefur hækkað
jafnt og þétt, þó án innra samræmis. Enn
vantar miklu meiri kynningu á listiðn og leir-
list áranna 1927-1970 eða svo og fleiri vand-
aðar úttektir á verkunum væru mörgum
áhugaverðar.
Illa gerðar falsanir
Sést hefur nokkuð til viðgerðra leirmuna úr
Listvinahúsi á markaði. Mjög mikill vandi er
að gera við brotna leirmuni og alla jafna er
ekki unnt að lita viðgerðir með brenndum
glerungi, heldur einvörðungu með þornandi
litum. Nota þarf sérstakt lím og kítti. Mest af
viðgerðunum stenst ekki mál og verð við-
gerðra muna er jafnan allt of hátt. Þá hefur
einnig borið á að einhver setji falskan gifs-
botn á muni frá t.d. Funa og Roða eða
jafnvel á erlenda gripi og merki með
burstinni, vörumerki Listvinahússins, ár-
tali og jafnvel upphafsstöfum Guðmundar:
G.E. Þá fæst hærra verð en ella fyrir grip-
inn, glepjist einhver til kaupa. Eigendur
eða kaupendur leirmuna frá Listvinahús-
inu geta þekkt slíkar falsanir á yfirmálun
með lakkhtum og/eða auðrispanlegum
gifsbotni.
Þessar falsanir eru heldur saklausari en
þær tilraunir sem gerðar voru nú 1999 til
þess að falsa styttur úr Listvinahúsinu.
Sem betur fer komst fljótlega upp unf
verknaðinn þegar tvær ólíkar gerðir leir-
muna voru seldar af einum og sama aðila
sem stundað hefur ýmiss kqnar munasölu
í Kolaportinu og í Mjódd. Á hans vegum
voru uppi a.m.k. ein fölsuð stytta af nak-
inni konu með könnu (oft nefnd vatnsber-
inn) og tvær falsaðar styttur af hafmey
með barn (oft kölluð móðir hafsins). Tvær
þeirra a.m.k. voru seldar kaupendum fyrir
hæsta verð. Brátt kom í Ijós að stytturnar
voru unnar úr gifsi í mót sem tekin höfðu
verið af ófölsuðum leirstyttum. Gripirnir
voru handmálaðir með fljótþornandi, lit-
uðu lakki en vörumerki og upphafsstafir
Guðmundar látnir halda sér. Stytturnar
eru of þungar, fremur valtar, auðrispan-
legar; yfirborðið stamt og það lyktaði af
málningu. Framleiðandinn er einn en þó
ekki sami aðili og sá sem seldi hin aug-
Ijósu falsverk. Tveir kaupendur kærðu bæði
sölu og framleiðslu og telst málið upplýst en
dómsmeðferð er væntanlega eftir. Svona fals-
anir er auðvelt að þekkja; nóg er að ýta þétt á
yfirborðið með tannstöngli, borðhníf eða
áþekkum hlutum. Yfirborðið lætur þá undan
og það skín í hvítt. Engar styttur eða aðrir
munir úr Listvinahúsinu eru unnir í gifs. Ver-
ið getur að málað gifs hafi stundum verið not-
að til minni háttar viðgerða (ekki af fagmönn-
um) en þannig gripir þekkjast frá fölsunum á
því að mestur hluti hvers grips er úr brennd-
um, glerhörðum leir.
Falsanirnar hafa eflaust einhver neikvæð
áhrif á sölu og eftirspurn leirmuna úr Listvina-
húsinu. Um leið má vera að árvekni fólks aukist
og að markaður þessara leirmuna jafni sig fyrr
en síðar. Listaverkafalsanir virðast hafa færst í
aukana hér á landi og hafa nú einnig færst yfir í
eftirgerð leirmuna. Ofangreindar tilraunir
mega ennfremur teljast illa grunduð en vænt-
anlega ómeðvituð atlaga að listamannsheiðri
Guðmundar og orðstír Listvinahússins. Og eins
og allar tilraunir til listaverkafalsana eru þær
purkunarlaus aðferð til að græða fé á eigin van-
hæfni til skapandi starfa.
Höfundurinn er jarðeðlisfræðingur.
MUNDAR FRA MIÐDAL
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. ÁGÚST 1999 9