Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS - MENMNG LISTIR 30. TÖLUBLAD - 7A. ÁRGANGUR EFNI Einn með bó præll usótt í Iiði Spánverjans Hernando de Soto varð til þess að veikin fór eins og logi yfir akur meðal Indíánanna í Norður Ameríku, seg- ir Baldur A. Sigurvinsson í sfðari hluta umfjöllunar sinnar um leiðangur de Sotos. Veikin kom til viðbdtar við allar hörmung- ar sem þessi leiðangur leiddi yfir þjóð- flokka í suðaustanverðri Norður Ameríku og varð til þess að sérstæð menning, kennd við Pýramída, hrundi, en sjálfur lét de Soto lífið í þessum leiðangri. Bærinn Telc á bæheimska hálendinu er fáum kunnur hér á landi, en þangað hefur Haraldur Jó- hannsson í Vínarborg brugðið sér og segir frá þessum ferðamannastað sem ber yfir- bragð Hðinna alda með kirkju frá 13. ðld og 16. aldar kastala. Nú koma menn lang- ar leiðir til að sjá safn nævistans Jan Kren, sem varðveitt er í Telc, en hann vann alla tíð erfiðisvinnu til að framfleyta stórri fjölskyldu, en málaði á nóttunni og staflaði verkunum í heyhlöðu, enda hefðu yfirvöld litið þau illu auga. Listvinahúsinu sem Guðmundur frá Miðdal stofnaði 1927 var unnið úr íslenskum leir frá Búðardal og utan af Reykjanesi. Listmunum Guð- mundar var tekið tveim höndum og nú þykja þeir verðmætir, jafnvel svo að reynt hefur verið að falsa þá. Um Listvinahúsið og listmuni Guðmundar skrifar Ari Trausti Guðmundsson. Michael Ancher er einn þekktasti listmálarinn sem kennd- ur er við Skagen í Danmörku. í listasafni bæjarins stendur nú yfir 150 ára minning- arsýning listamannsins, stærsta sýningin sem hingað til hefur verið haldin á verk- um hans. Margrét Sveinbjörnsdóttir skoð- aði sýninguna og gekk um hús hjónanna Michaels og Önnu Ancher, sem er safn til minningar um líf þeirra og list. FORSIÐUMYNDIN Á forsíðu er mynd af útskornum 50 sm háum leirvasa frá 1949. Myndin er í tilefni af umfjöllun um leirmuni Guðmundar frá Miðdal í blaðinu. VIÐTVO OG BLÓMIÐ Það vex eitt blóm á bák við húsið mitt íbjörtum reit á milli grárra veggja. Ogþó að blómið sé ei blómiðþitt, á blómið skylt við hjörtu okkar beggja. Sjá, morgun hvem, er morgunsólin skín, er mynd vor búin litum þess og angan. Því okkar hjörtu eru eins og vín, og einnig blómsins sál er vín og angan. Og morgun hvern, er morgunsólin skín, er mildir geislar ungu blöðin kitla, ég minnist þess aðþú varst stúlkan mín, ogþögul tárin falla á blómið litla. Vilhjálmur (Guðmundsson)frá Skóholti, 1907-1963, var Ijóð&káld f Reykja- vtk og selti oft svip á miðbæinn þar sem hann seldi blóm og rak á tímabili verzlun með listmuni viS ASalstræti. í kvæSum slnum er hann gjarnan málsvari lítilmagnans og lýsir örlögum gæfusnauSra einstaklinga sem leita sér lífsnautna í borginni. Fyrsta IjoSabók hans kom út 1931 og síSar gaf hann út þrjór. RABB EG LAS forvitnilega bók um daginn, A Parting Gift, eftir bandaríska barnalækninn Frances Sharkey, sem skrifar um reynslu sína af deyjandi börnum. f tuttugu ár hélt Sharkey því fram að hún hefði valið sér barnalækningar sem sérgrein vegna ástar sinnar á lífinu, enda læknuðust flestir sjúklingar hennar af sjálf- um sér eða með hjálp lyfja sem tekin voru inn í skamman tíma. Það var ekki fyrr en um það leyti sem hún skrifaði bókina, árið 1981, að hún komst að raun um, að þessi sérgrein hafði orðið fyrir valinu vegna þess að hún óttaðist dauðann. Afstaða læknisins til deyjandi barna breyttist eftir að hún í samráði við foreldra leyfði átta ára gömlum sjúklingi sínum að deyja heima, en drenginn hafði hún haft til meðferðar í sex ár vegna hvítblæðis. Fram að þeim tíma hafði ótti hennar við dauðann haft áhrif á hvernig hún nálgaðist deyjandi börn og aðstandendur þeirra á dauðastund- inni. Hún forðaði börnunum frá því að skynja endalokin með því að gefa þeim nægilegt magn verkjastillandi lyfja án þess að slá þau alveg út. Bókina segist hún ekki síður skrifa fyrir lækna en foreldra. Kaflinn um lokabaráttu Davíðs, eins og Sharkey kallar sjúklinginn sinn, er áhrifa- mikill. Hún dregur í lengstu lög að segja honum frá því að hann sé deyjandi, en skýr- ir hins vegar litla bróður hans frá því, en sá hafði orðið ódæll undir það síðasta og sýnt miklar breytingar á hegðun sinni. Það fyrsta sem skaut upp í litla kollinum var hvort hann ætti sök á því hvernig komið • • BORN OG ÆVILOK var, því auðvitað hafði hann sent stóra bróður illar hugsanir þegar hann fékk alla athyglina. Þegar Sharkey lætur loks verða af því að segja Davíð frá því að hann sé deyjandi lýsir hún þeirri innri baráttu sem hún glímir við í kjölfarið. Og efanum, sem stöðugt skýtur upp kollinum, um hvort hún hafi gert rétt. Lesandinn getur ekki annað en komist að því þegar yfir lýkur, að ákvörðunin var réttmæt, því fjölskyldan fékk þannig aðlögunartíma og tækifæri til að kveðja barnið áðm* en það lagði upp í hinstu för. Áður fyrr þekktu börn bæði fæðingu og dauða af reynslu, því hvort tveggja fór fram inni á heimilunum og þótti eðlilegt. Eftir því sem framfarir urðu í læknavísindum færðist hvort tveggja inn á spítalana og ef fólk dó var engu líkara en menn litu svo á að um læknamistök væri að ræða. Nú virðist svo komið, að mörgum finnst eðlilegur dauðdagi alls ekkert vera eðlilegur, jafnvel þótt um háaldrað fólk sé að ræða sem er orðið satt lífdaga, heldur er spurt hvort virkilega hafi ekki verið hægt að lengja líf þess með lyfja- gjöfum eða nýrri tækni. Á síðustu árum hefur fólki, og þá helst þeim sem haldnir eru krabbameini á loka- stigi, verið gert kleift að deyja heima með því að læknar og hjúkrunarfræðingar hafa veitt þeim hlynningu og líkn inni á heimilun- um. Aftur á móti held ég að óhætt sé að full- yrða, að ennþá hafi börn hér á landi ekkert val um hvort þau vilji deyja heima hjá sér eða á spítala, ef þau eru dauðvona. Sharkey tekur fram, að eðlilega sé svo miklu þægi- legra fyrir lækninn að ákveða að barnið fái að deyja á spítalanum vegna þess að það er ópersónulegra og hann þarf ekki að horfa upp á deyjandi barnið í eigin umhverfi úin- an um sorgmædda fjölskylduna. Hún telur að læknar leggi alltof sjaldan til að barn fái að vejja þennan möguleika og þá séu þeir að hugsa um líðan foreldra og systkina. Oft er ekki vitað hvernig dauðastundin sjálf verð- ur. Verður hún friðsæl og falleg eða óhugn- anleg reynsla? Það veit sjálfsagt enginn fyrr en allt er um garð gengið hverju sinni. Sjálf segir Sharkey að afstaða sín hafi verið þannig framan af og hún hafi fremur horft á málið út frá sjónarhorni foreldranna - sem eiga eftir að lifa áfram við minning- una - en barnsins sem er að hverfa úr þess- um heimi. Það er undarlegt út af fyrir sig, að dauð- inn skuli vera meiriháttar „tabú" í nútíma- þjóðfélagi, einmitt þegar umræðan ætti að vera sjálfsögð vegna þess að lokastundin er orðin fólki svo fjarlæg. Því skyldi ekki vera sjálfsagt og eðlilegt að ræða við lítil börn um dauðann þegar tækifæri gefst til? Það gæti að minnsta kosti orðið til þess að þau haldi ekki að allir sem deyja séu skotnir eins og mörg þeirra upplifa í sjónvarpinu. Sr. Sigurður Pálsson hefur skrifað bók um sorg og sorgarviðbrögð, þar á meðal barna. Hefur þessi bók hjálpað mörgum og aukið skilninginn á því að börn ganga í gegnum sorgarferli á svipaðan hátt og full- orðnir, en þó er það svolítið breytilegt eftir aldri. Sr. Sigurður hvetur meira að segja til þess að bækur sem lesnar eru fyrir börnin fjalli um dauða og sorg á sama hátt og lesn- ar eru bækur sem innihaldi^gleði og ham- ingju. Ennþá hefur enginn Islendingur, mér vitandi, skrifað um reynslu sína af því hvernig koma á fram við deyjandi barn, hvað þá hvort börn eigi rétt á því að fá að deyja heima rétt eins og fullorðnir. Umfjöll- un af þessu tagi vantar í þjóðfélagið. Sjálf átti ég því láni að fagna sem barn, að alast upp við opna umræðu um dauðann. Gengið var að því eins vísu og máltíðunum, að þeir sem á annað borð fæðast muni ein- hvern tímann deyja. Það kom einnig skýrt fram, að ekki létust allir úr elli, því bæði gætu sjúkdómar og slys orðið þess valdandi. I minni fjölskyldu þykir því ekki tiltökumál að ræða það hvar menn vilji hvfla að þessari jarðvist lokinni, hvernig athöftnn skuli fara fram og þar fram eftir götunum. Það má þó enginn skilja það svo að þessi umræða fari fram dags daglega eða með reglulegu milli- bili. En komi hún upp á fer enginn undan í flæmingi. Það sem skipti þó sköpum að umræðunni fylgdi, að enginn þyrfti að kvíða því að deyja, því aðeins jarðlífinu væri lokið og annað líf tæki við. Sú fullvissa gerir fólki einnig auðveldara að horfast í augu við dauðann. HILDUR FRIÐRIKSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. ÁGÚST 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.