Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Blaðsíða 7
LEIÐANGUR de Sotos var orðinn illa til reika þegar Spánverjamir ákváðu að snúa til baka til Kúbu. Fátt var eftir af hestum og búfénaði en nins vegar höfðu hundar þeirra fjölgað sér mikið. MENNINGARÁHRIF frá Mexíkó og Mið Ameríku bárust með verslun- armönnum til pýramídahæðamenningarinnar við Missisippi. Akuryrkj- an, sem var aðal grundvöllur þessarar menningar, var þannig upp- runnin í Mið Ameríku. VIÐ DAUÐA de Sotos bundu Spánverjamir steina í við lik hans og sökktu því í vatn eitt til að Indíánarnir kæmu ekki fram hefndum á því fyrir misgjörðir conquistadoranna. til að gefast upp og snúa við heim á leið til Kúbu. Snúið við Hingað tO höfðu leiðangursmenn orðið fyrir fullkomnum vonbrigðum yfir skorti á fljót- teknum gróða. Frjósöm gróðurmoldin, sem var grunnurinn að menningu og samfélagi Indíánanna, komst í engan samjöfnuð við gullið. í lokatilraun tö að finna einhver verð- mæti fyrir leiðangursmenn til að taka með heim, ákvað de Soto að fara í suðvesturátt frá Mississippi. Sú ferð var hins vegar árangurs- laus því um fjalllent og strjálbýlt svæði var að ræða. I byggðum Túníka, þar sem nú eru ríkjamörk Arkansas og Missouri, ákvað de Soto að halda aftur til Mississippifljóts. Stuttu eftir að Spánverjarnir fóru yfir Arkansasfljót, veiktist de Soto og lést hann við fljótsbakka Mississippi, 21. maí 1542. Til að koma í veg fyrir að Indíánarnir reyndu að hefna mis- gjörða Spánverjanna á líki hans, vörpuðu þeir því í skjóli nætur í vatn eitt þar sem ómögu- legt væri að komast að því. Við leiðangur- stjórn tók Luis de Moscoso de Alvaro og fylgdi hann síðustu fyrirmælum de Sotos um að reyna að finna færa leið í vesturátt til Mexíkó. Sú ferð misheppnaðist hins vegar þegar Moscoso ákvað að snúa við í grennd við núverandi San Antonio í Texas en þá var framundan eyðileg sléttan við Rio Grand- efljótið. Við komuna til Arkansasfljótsins var ákveðið að reyna að komast niður Mississippi á bátum og svo heppilega vildi til að í hópnum var skipasmiður frá Genúu sem stjórnaði smíðinni á 7 brigantínum. Þegar bátarnir komu út á Mississippi beið Spánverjanna hundrað eintrjáninga herfloti hinna voldugu Natcheza sem bjuggu á austurbakkanum. Stöðugar árásir Natchezanna á þá olli því að Spánverjarnir reru hver sem betur gat til að komast lifandi undan. Þegar landi Natcheza sleppti tóku aðrar Indíánaþjóðir við af Natchezunum og héldu Spánverjunum í stöð- ugum ótta við árásir. Á17. degi siglingarinnar komust leiðangursmenn loks til ósa Miss- issippi og þann 18. júlí 1543, eftir 52 daga við- bótarsiglingu meðfram ströndinni, náðu conquistadorarnir loks til nyrstu marka ný- lendu Spánverja í Mexíkó við Panucoá. Arfleífð de Sotes Þó svo leiðangur Hernando de Sotos hefði skilið eftir sig slóð líka, brenndra þorpa og skaddaðra samfélaga, þá lá aðal eyðilegging- armátturinn samt sem áður í einum veikum svörtum þræli sem de Soto hafði skilið eftir í hinni blómlegu höfuðborg Kúsanna. Sá þræll var með bólusótt sem er ein smitnæmasta pest sem um getur og sem Indíánar Amerfku höfðu ekkert ónæmi fyrir. Á tæpum 6 mánuð- um hafði bólusótt t.d. dregið til dauða þrjár og hálfa milljón manna eða helming íbúanna í Aztekarfkinu og þannig tryggt Spánverjum yf- irráð yfir því sem í dag er Mexíkó. I suðaustur- hluta Bandaríkjanna hafði hún einnig hörmu- leg áhrif þegar stór hluti landsmanna dó á skömmum tíma í kjölfar heimsóknar de Sotos. Gífurlega stór svæði fóru gjörsamlega í eyði og almenn félagsleg og menningarleg ringulreið skapaðist þegar þekking og reynsla fyrri kyn- slóða hvarf með hinum látnu. Samfélögin sem eftir stóðu voru í besta falli rústir einir og sums staðar hurfu þau með öllu. Víðáttumikil svæði meðfram Ohio og Mississippi voru yfirgefin þegar eftirlifendur forðuðu sér skelfingu lostnir frá hinum sýktu svæðum og báru þannig pestina áfram til næstu þjóðflokka. Bólusóttin lagði þannig í eyði pýramídahæða- menningu þá sem staðið hafði í mörg hundruð ár í austurhluta Bandaríkjanna. Sextán árum síðar eða í ágúst 1559 sendi Spánarkonungur Tristan de Luna með 500 hermenn og 1.000 landnema til að stofna ný- lendu í landi hinna auðugu Kúsa. Það sem þeir fundu voru akrar í órækt, yfirgefin þorp og að hruni komnar pýramídahæðir. Fólkið og menning þess var horfin. Þeir fáu Indíánar sem þeir mættu sögðu þeim að flestir hefðu farist í bólusóttarfaraldrinum og að margir eftirlifenda hefðu soltið í hel því leiðangur de Sotos hafði tæmt eða eyðilagt matarforða þeirra. Á næstu öldum tók við tímabil mikilla þjóðflutninga þegar leifar eitt sinn fjölmennra þjóðflokka hröktust frá einu svæðinu til ann- ars í leit að öruggu skjóli fyrir pestum og stríðsbrölti Englendinga og Frakka um meg- inland Norður-Amerfku. Stundum dóu þessir þjóðflokkar út eða leifar þeirra runnu saman við aðra fjölmennari. Miklar menningarbreytingar áttu sér stað í kjölfar leiðangurs de Sotos. Fjölmennu mið- stýrðu höfðingjadæmin hrundu og á rústum þeirra byggðu eftirlifendur valddreifð samfé- lög. Þó svo sjúkdómsfaraldrarnir í kjölfar leiðangurs de Sotos hefðu verið banabiti pýramídahæðamenningarinnar, þá hafa forn- leifafræðingar og mannfræðingar komist að því að um 100 árum fyrir komu de Sotos, hafi miklar menningarbreytingar orðið á tiltölu- lega skömmum tíma. Hver orsökin að því var er fátt vitað, stríð, hungur eða sjúkdómar er jafn líkleg skýring eins og hver önnur. Það eitt er vitað með vissu að pýramídahæða- menningin lifði þær breytingar af en í breyttu formi. Þegar frásagnir franskra og breskra land- könnuða, verslunarmanna og landnema fóru að berast um fjölda og umfang leifa pýramídahæðanna, gátu hvítir menn í Amer- íku og Evrópu ekki ímyndað sér að frum; byggjar Ameríku hefðu getað byggt þá. I staðinn var rykinu dustað af gömlum þjóðsög- um um Grikki, Rómverja, velska prinsa og týndar ættkvíslir frá ísrael og þeim eignuð hin miklu mannvirki. Eitt áttu allar þessar út- skýringar sameiginlegt en það var að mann- virkin voru eignuð fulltrúum vestrænnar sið- menningar. Þessum útskýringum var viðhald- ið vel fram á þessa öld. Það var ekki fyrr en fornleifafræðin, mannfræðin og sagnfræðin fóru af alvöru að skoða þessar minjar og púsla vitneskjunni saman að sannleikurinn kom fyrst í Ijós. Sú ímynd sem hingað til hefur ver- ið dregin upp af samfélögum Indíána í austur- hluta Bandaríkjanna og á rætur sínar í frá- sögnum Breta og Frakka, er mynd af þjóð- flokkum sem margir hverjir voru í menning- arlegri og félagslegri upplausn. Helstti heimildir: Galloway, Patricia (ritstj.) 1997. The Hernando de Soto Expedition: History, Historiography, and „Diseovery" in the Southeast. Lincoln: University of Nebraska Press. Hodge, Frederick Webb 1907-10. Handbook of American Indians North of Mexico, vol I & II. Was- hington, D.C.: Smithsonian Institution Bureau of Amer- ican Ethnology. Josephy, Alvin M., Jr. 1994. 500 Nations: An Illustrated History of North American Indians. New York: Alfred A. Knopf. Kennedy, Roger G. 1994. Hidden Citíes: The Discovery and Loss of Anci- ent North American Civilization. New York: The Free Press. Mclntyre, Loren 1975. The Incredible Incas and their Timeless Land. Washington, D.C.: National Geographic Society. Newby, Eric 1982. Könnunarsaga veraldar í máli og myndum. Reykjavík: Örn & Örlygur. Sheppard, Donald E. 1997. Spanish Exploration and Conquest of Native America. Veffang: http^/floridahi- story.com/ Swanton, John R. 1911. Indian Tribes of the Lower Mississippi Valley and Adjacent Coast of the Gulf of Mexico. Washington, D.C.: Smithsonian Institution Bureau of American Ethnology. Swanton, John R. 1922/1998. Early History of the Creek Indians and their Neighbors. Gainesville: University Press of Florida. Swanton, John R. 1946. The Indians of the Southeastern United States. Washington, D.C.: Smithsonian Institution Bureau of American Ethnology. Wolf, Eric 1982. Europe and the People Without Hi- story. Los Angeles: University of California Press. Höfundur er með B.A. grááu í mannfræoi. ERLENDAR BÆKUR ARTHUR SCHOPEN HAUER Schopenhauer - Ausgewiihlt und vor- gestellt von Riidiger Safranski. Philosophie jetzt - Herausgeben von Peter Slot ordijik. Deutscher Taschen- buch Verlag 1998. Arthur Schopenhauer: Die Welt als Wille und Vorstellung. Utgefandi Ludger Ltitkehaus. Deutscher Taschen- buch Verlag 1998. Sloterdijik skrifar í forspjalli að þessu úrvali úr verkum Schopenhauers: „Með útgáfu þessa úrvals gefst al- mennum lesendum tækifæri til þess að kynnast þessum sérlundaða og sérstæða heimspekingi. Hann brýtur blað í sögu heimspekinnar". Schopenhauer má flokka til hinna sérstæðu heimspekinga, Lu- kretiusar, Böhme (dulspeki), Spinoza, Kierkegaard, Nietzsche og hvað varðar frávikin frá hefðbundinni aðferðafræði, þá Emerson og Wittgenstein. Schopenhauer er fyrstur heimspekinga sem segir skilið við „skynsemiskirkju" evrópskrar heimspeki. Hann ásamt Marx og arftökum Hegels í formi unghegelíana lauk upp nýjum víddum með byltingar- kenndum skoðunum sínum og frávikum frá hefðbundnum heimspekikenningum heimspekinga 19. aldar. Með kenningum sínum um „viljann" og vilja einstaklingsins, hvarf hann frá rationalismanum eins og hann hafði verið útlistaður allt frá dögum Platons í reynd- ar margvíslegum útlistunum, til viður- kenningar á hinum dökku hliðum and-rationalismans, sem mótunarafls í mennskum samskiptum og sem mótun- arafls í atburðarás sögunanar. Svartsýni er hugtak sem oft er talið einkenna kenn- ingar Schopenhauers. En sú svartsýni reyndist vera raunsæ framtíðarsýn þegar litið er á atburðarás í mannheimum senn liðinnar aldar. Schopenhauer og kenningar hans mót- uðust ekki lítið af viðhorfum þess heims- haturs sem er einkenni austrænna trúar- kenninga og eini ljósi punkturinn í sögu mannkynsins er að hans dómi listirnar og sú fegurð og lausn sem þær færa mönn- um. Fyrsta bindi „Die Welt als Wille und Vorstellung" kom út 1818-19. Kenningar hans voru nefndar „paradox" eða þver- stæða allara viðtekinna skoðana og hann spáði því að viðtökurnar yrðu slíkar. „Sannleikurinn á sér stutta sigurgöngu" eins og hann segir í formála fyrstu út- gáfu. Lengi vel var sú skoðun rííqandi að kenningar Schopenhauers væru þver- stæðukenndar og ómarktækar. Kenning- ar hans um „viljann" sem blint náttúruafl, þýðingarlaust og gildislaust í sjálfu sér. Vilji einstaklingsins er „meðvitaður", en sú meðvitund er verkfæri „alheimsvilj- ans" til þess að tryggja tilveru einstak- lingsins og mannkynsins. Þessar kenn- ingar Schopenhauers féllu vel að kenn- ingum Ný-Darwinismans og Freuds um að maðurinn væri fyrirfram prógrammer- aður, væri ekkert í sjálfu sér, hluti heims- viljans og eina lausn hans væri fólgin í listsköpun, þá kæmist hann út úr prógramminu og væri frjáls. Schopenhauer var þrítugur þegar fyrsta gerð „Die Welt als Wille und Vor- stellung" kom út, síðan komu fyllri gerðir og eru allar þessar útgáfur gefnar út ásamt viðbót: Kritik der Kantischen Philosophie". Alls eru þetta 751 blaðsíða auk formála fyrir 1. gerð, 11 blaðsíður. Úrvalið er 573 blaðsíður. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON LEIÐRETTING I pistli séra Heimis Steinssonar, Þingvallahá- tíð, sem birtist í Lesbók 31 júlí sl. urðu þær villur að Pétur Sigurgeirsson biskup var sagð- ur Siggeirsson. Örnefnið Vígðalaug á Laugar- vatni brenglaðist einnig svo úr varð Víðilaug. Lesbók biður höfund og lesendur velvirðingar á þessum mistökum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. ÁGÚST 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.