Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Blaðsíða 2
ISLENSKUR KABARETT I LOFTKASTALANUM SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA í KVÖLD verður frumsýnd í Loftkastalanum sýningin S.O.S. Kabarett eftir þau Karl Agúst Ulfsson, Sigurð Sigurjónsson og Ástrósu Gunnarsdóttur. Sigurður er jafnframt leik- stjóri og Ástrós danshöfundur, þó „...í svona sýningu séu nú mörkin á milli leikstjórans og danshöfundarins býsna óljós," segir Sigurður. „Við Ástrós höfum kokkað þessa köku í sam- einingu og Karl Ágúst var eins konar ritstjóri handritsins ásamt því að semja allflesta söng- textana." Sigurður bætir því við að allur hóp- urinn sem að sýningunni standi eigi sinn þátt í verkinu. „Þetta er samstarfsverkefni okkar allra þrátt fyrir að verkaskiptingin sé sett nið- ur á blað í upphafi. Upphaflegu hugmyndina átti Jóhann Sigurðarson leikari og hún hefur síðan þróast og mótast á marga vegu þar til nú er komið að frumsýningu." Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru leikararnir, söngvararnir og dansararnir Jóhann Sigurðarson, Pálmi Gestsson, Berg- þór Pálsson, Kristjana Stefánsdóttir, Elín Helga Sveinbjörnsdóttir og Hrefna Hall- grímsdóttir. „Sýningin er í bíómyndarlengd, samsett úr einum -20 söng- og dansatriðum með leiknu ívafi, tónlistin er úr ýmsum áttum, léttklassík og dægurlög í anda Sinatra, rokk og popp, allt eftir því hvað hentar stemming- unni hverju sinni," segir Sigurður. „Ahorfend- ur mega gjarnan taka undir og jafnvel dansa ef löngunin grípur þá en enginn þarf samt að óttast að vera dreginn óvænt upp á svið," seg- ir Sigurður og bætir því við að þetta eigi fyrst og fremst að vera létt og skemmtileg sumar- sýning fyrir alla fjölskylduna. S.O.S. Kabarett gerist um borð í skemmti- ferðaskipi sem ferðast um öll heimsins höf og kemur víða við. „Ýmislegt úr þjóðlífinu verður okkur samt að yrkisefni og við munum fylgj- ast vel með og jafnvel taka inn í sýninguna það sem efst er á baugi hverju sinni. Hún get- ur semsagt tekið nokkrum breytingum frá einu kvöldi til annars. Þetta er samt ekki revía þó mörkin á milh" kabaretts og revíu séu kannski ekki alveg ljós alltaf og við höfum velt því talsvert fyrir okkur hvort þetta sé. Niðurstaðan er S.O.S. Kabarett," segir Sig- urður. I hljómsveitinni eru engir aukvisar, þeir Þorsteinn Gauti Sigurðsson á hljómborð, Kri- stján Eldjárn á gítar, Sigurður Flosason á saxófón, Hávarður Tryggvason á bassa og Ingólfur Sigurðsson á trommur. Leikmynd og búninga gerir Sonný Þorbjörnsdóttir og lýs- ingu hannar Björn Helgason. Frumsýningin er í kvöld í Loftkastalanum og önnur sýning verður föstudaginn 13. ágúst. KAMMERTONLIST MILLI HRAUNS OG JÖKLA ÁRLEGIR kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri verða haldnir um næstu helgi, 13.-15. ágúst. Listrænn stjórnandi er að vanda Edda Erlendsdóttir píanóleikari sem er prófessor við Tónlistarskólann í Versölum. Hún hefur haldið einleikstónleika um víða veröld en einnig leikið með öðrum, bæði Sinfóníuhljóm- sveitum og kammersveitum. Til liðs við sig hefur hún nú fengið sjö listamenn. Það eru Sól- rún Bragadóttir sópran, Gerrit Schuil píanóleikari, Guðni Franzson klarínettuleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Luc Tooten sellóleikari sem kemur sérstaklega frá Belgíu af þessu tilefni. Efnisskráin verður fjölbreytt alla dagana og verður frönsk tónlist áberandi. Fyrstu tónleikarnir verða kl. 21 fóstudaginn 13. ágúst, þá verður fluttur Kvartett í Es dúr op 79 (k.380) fyrir klarínett og strengi eftir W.A. Mozart, 5 Jónasarlög fyrir sópr- an, píanó, fiðlu, klarinett og selló eftir Atla Heimi Sveinsson, Elegie fyrir selló og píanó eftir G. Fauré, Fiancailles pour rire, sex Ijóð fyrir sópran og píanó eftir F. Poulenc og loks ítalska svítan fyrir fiðlu og píanó eftir I. Stravinski. Á laugardegi verða tónleikarnir kl. 17 og þá verða flutt fimm ljóð úr Ijóðaflokknum Svartálfadansi fyrir sópran og píanó eftir Jón Ásgeirsson, þrjú ljóð fyrir sópran og píanó eftir H. Duparc, Sónata op. 167 fyrir klarínett og píanó eftir Saint Saens, Chan- son perpétuelle op posth. 37 fyrir sópran, píanó og strengja- kvartett eftir E. Chausson og svo Kvartett fyrir píanó og strengi í c moll op. 15 eftir G. Fauré. Á lokatónleikunum á sunnudeginum sem hefjast kl. 15 verða sex þýsk ljóð op. 103 fyrir sópran,klarínett og píanó eftir L. Spohr, Islensk sönglög í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar fyrir fiðlu og píanó og loks Kvintett fyrir klarinett og strengi op. 115 eftir J. Brahms. Morgunblaðið/Jim Smart H-MOLL MESSA BACHS Á TVENNUM TÓNLEIKUM MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju, einsöngvararnir Þóra Einarsdóttir, sópran, Monica Groop, alt, Gunnar Guðbjörnsson, tenór og Kristinn Sigmundsson, bassi og Kammer- sveit Hallgrímskirkju flytja Messu í h-moll eftir Johann Sebastian Bach á tvennum tónleikum í næstu viku. Stjórnandi er Hörður Áskels- son. Föstudaginn 13. ágúst hljómar hún í Skálholtsdómkirkju kl. 20 og sunnudaginn 15. ágúst í Hallgríms- kirkju í Reykjavík kl. 20.30. í messunni túlkar Bach texta lat- neskrar messu í margbrotnum stíl og notar til þess margradda kór, fjóra einsöngvara og stóra hljóm- sveit. I þessum flutningi koma um 90 manns við sögu. Kristinn Sigmundsson er einn af kunnustu einsöngvurum íslend- inga í dag og Þóra og Gunnar eru framarlega í hópi ungra íslenskra einsöngvara. Þau hafa bæði sungið áður með Mótettukórnum. Monica Groop er ein af þekktustu ein- söngvurum Finnlands. Hún er talin í hópi bestu mezzósópransöng- kvenna heimsins í dag og er eftir- sótt bæði sem óperu-, óratóríu-, og ljóðasöngvari. Groop hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir túlkun sína á barokktónlist en hún hefur þar komið fram með mörgum af þekkt- ustu stjórnendum barokktónlistar s.s. Helmuth Rilling, Philippe Her- reweghe og Christopher Hogwood. Groop hefur einu sinni áður sungið á íslandi, þegar hún flutti Jóla- óratóríu Bachs með Mótettukórn- um árið 1995. Flutningurinn í Hallgrímskirkju er liður í dagskrá Kirkjulistahátíð- ar 1999 og markar jafnframt upp- haf hátíðahalda Reykjavíkurpró- fastsdæma í tilefni af 1000 ára kristni á íslandi. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. GaUerí Stöðlakot Guðný Svava Strandberg. Til 22. ágúst. Gallerí Sævars Karls Pétur Magnússon. Gerðarsafn, Listasafn Kripavogs Út úr kortinu: Islensk/frönsk sýning. Til 8. ágúst. Hallgrímskirkja Georg Guðni Hauksson. Til 1. sept. Á Seyði, listahátíð Seyðisfirði Guðrún Sjöfn, Stefán frá Möðrudal, Bernd Koperling, Björn Roth, Daði Guðbjörnsson, Tolli, Eggert Einarsson, Ómar Stefánsson, María Ga- skell, Þorkell Helgason, Rut Finnsdóttir, Vil- mundur Þorgrímsson og Olga Kolbrún Vilmund- ardóttir og finnskur arkitektúr. Til 8. ágúst. Hafnarborg Sumarsýning á landslagsmálverkum í eigu safns- ins. Sverrissalur: Verk úr listaverkagjöf hjónanna Sverris Magnússonar og Ingibjargar Sigurjóns- dóttur. Apótekið: Tré- og dúkristur eftir Gunnar Ásgeir Hjaltason. Til 23. ágúst. Ingdlfsstræti 8 Svava Björnsdóttir, Svava Þórhallsdóttir og Rúna Þorkelsdóttir. Til 8. ágúst. Kramhúsið v. Bergstaðastræti Iðnhönnunarsýning. Hollenskir hönnuðir. Til 15. ágúst. Kjarvalsstaðir Vestursalur: Karel Appel. Austursalur: Verk úr eigu safnsins. Til 29. ágúst. Listakot Aine Scannell og Jóhanna Sveinsdóttir. Til 14. ágúst. Listasafn ASÍ Asmundarsalur: Stefán Jónsson. Gryfja: Bryn- hildur Guðmundsdóttir. Arinstofa: Sýnishorn verka úr eigu safnsins. Til. 22. ágúst. Listasafn Arnesinga, Selfossi Eduardo Santiere, Faith Copeland og Elisabet Jarst0. Til 22. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islamls Yfirlitssýning á völdum sýnishornum af íslenskri myndlist. Sumarsýning. Listasafn Sigurjdns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Baski (Bjarni Ketilsson). Til 8. ágúst. Listhús Öfeigs Sex eistneskir gullsmiðir og myndhöggvarar. Til 18. ágúst. Nýlistasafnið Gryfja og Forsalur: Oliver Comerford. Bjarti- og Svartisalur: Kristveig Halldórsdðttir. Súmsaiur: Aslaug Thorlacius. Til 22. ágúst. Mokka Sara Björnsdóttir. Til 5. sept. Safn Ásgrfms Jðnssonar Sýning á verkum listamannsins. Til 29. ágúst. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Ragnar Bjarnason, Hálfdán Björnsson, Gunnar Árnason, Svava Skúladóttir, Þór Vigfússon, Ósk- ar Beck. Handverk í Húnaþingi, 8 sýnendur. Til 29. ágúst. Sjðminjasafn fslands, Vesturgötu 8, Hafnarf. Sýning á hafrænum málvekrum. Stofnun Arna Magnússonar, Árnagarði v. Suð- urgötu Handritasýning opin kl. 13-17 daglega til 31. ágúst. Þjððarbdkhlaðan Undir bláum sólarsali - Eggert Ólafsson. Til 31. ágúst. Laugardagur Hallgrímskirkja: Szabolcs Szamosi organisti frá Pécs í Ungverjalandi. Kl. 12. Sunnudagur Hallgrímskirkja: Szabolcs Szamosi organisti. Kl. 20.30. Hásalir, Tðnlistarskðlinn í Hafnarfirði: Kammerchor der Universitat Karlsruhe. Kl. 17. Þriðjudagur Listasafn Sigurjdns Ólafssonar: Gerður Bolla- dóttir sópran og Júlíana Rún Indriðadóttir píanó. Kl. 20.30. Fimmtudagur Hallgrímskirkja: Katalin Lörincz organisti. Kl. 12. Fðstudagur Skálholtskirkja: Messa í h-moll e. J.S. Bach. Mótettukór Hallgrímskirkju, Kammersveit Hall- grímskirkju. Gunnar Guðbjörnsson, Þóra Einars- dóttir, Kristinn Sigmundsson og Monica Groop. Kl.20. Borgarleikhúsið Litla hryllingsbúðin, lau. 7., fös. 13. ágúst. Iðnð Hádegisleikhúsið: 100-eyja sósan, mið. 11., fim. 12., fös. 13. ágúst. Loftkastalinn S.O.S. Kabarett: frums. lau. 7. Fös. 13. ág. Þjónn í súpunni, fös. 13. ágúst. Ferðaleikhúsið, Tjarnarbfð Light Nights: lau. 7., fim. 12., föst. 13. ágúst. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupðsti fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.