Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1999, Blaðsíða 10
„HVITA PERLAN" A BÆHEIMSKA HÁLENDINU Myndirnar tók greinarhöfundurinn. TELC séð frá bakka vatnsins sem umlykur bæinn að mestu. EFTIR HARALD JÓHANNSSON ASUÐVESTURHLUTA bömiska hálendisins Tékk- lands stendur bærinn Telc (borið fram Telts) í 525 m hæð miðað við sjávarmál, á nesi út í vatni sem áin Telcar rennur hægfara í gegnum á leiðinni til ósa sinna í ánni Thaya. Umhverfi bæjarins sem er 'næðótt sett skógarrjóðrum, tjörnum, ökrum og ám, er sérlega vel fallið til gönguferða og náttúruskoðunar. Vel merktar gönguleiðir liggja víða og títt meðfram vötnum þar sem glampar á fiska skvampandi í yfirborðinu, og opinbert eftirlit ábyrgist að það sé ekkert sem mælir gegn því að fá sér sundsprett við hlið þeirra. Stundum liggur leiðin gegnum vin- gjarnleg, vel hirt þorp, sem státa kannski af litlum kaffistað á einu horninu, ekki þó alltaf en aldrei að vita. Fjölbreytni skrautjurtanna í blómagörðun- um við hvert hús í þessum þorpum vekur at- hygli, hún er einstæð að litauðugri fjölbreytni. Kannski er litum ekki alltaf raðað saman af listrænni smekkvísi, en fjölbreytnin bætir það upp og óþarft er að taka fram að blómabúðir eru óþekkt fyrirbrigði á þessu landsvæði. Heiti sumra bæjanna koma manni kunnug- lega fyrir sjónir, já einmitt, því að þau koma fyrir í sögunni Góði dátinn Schwejk eftir tékk- neska skáldið Jaroslav Hasek sem svo margir hafa lesið eða hlýtt á útvarpslestur Gísla Hall- dórssonar leikara, sem hann skilaði til ís- lenskra útvarpsáheyrenda af sinni alkunnu snilli fyrir nokkrum árum. Tékkar spyrja útlendinga gjarnan hvort þeir hafi lesið Schwejk, ef þeir fá jákvætt svar bæta þeir við, „við erum hann". Ef þörf gerist og gengið eftir eiga þeir ekki í neinum vanda með að rökstyðja fullyrðingu sína nógu vel til að hún verði trúverðug. Yfir angandi, litríkum gróðri á láði og legi í allar áttir hvolfist himinninn eins og skál sem er dimmblá efst en lýsist þegar neðar dregur og þó mest þeim megin sem sólin skín. Barm- tsrnir eru nær láréttir þar sem þeir snerta jörð við sjóndeildarhringinn allt í kring, að vera staddur í miðju þessarar kristaltæru veraldar inni á ómenguðu hálendinu er hrífandi upplif- un. f rituðum heimildum finnst ekkert um til- vist Telc fyrr en frá árinu 1315 og gaumgæfi- legar rannsóknir eiga að sanna að byggðar- kjarni hafi ekki myndast þar fyrr en á milli ár- anna 1354 og 1366. Til Telc séð úr fjarlægð vekur fyrst athygli manns turninn sem stendur við kirkju Heilags anda sem er byggður á 13ándu öld. Hann er 49 metra hár en ku hafa verið 3 til 4 metrum tærri í upphafi. I eldsvoða árið 1386 sem olli íiklum skemmdum í öllum bænum eyðilögð- ust spírurnar sem voru úr málmi og risu upp af meginbyggingunni, en voru aldrei reistar aftur í upphaflegri hæð. Meginturninn er hlað- inn úr tilhöggnu stórgrýti. Er hann var tekinn til rækilegrar rannsóknar á árunum 1991-1994 kom í ljós að hann hefur haft þrísetta glugga í gotneskum stíl sem hefur verið hlaðið uppí sennilega eftir nefndan bruna eða einhvern síðari. Eru nú orðnar uppi raddir um að ryðja þessum upphleðslum úr vegi og opna glugg- ana á ný. Að byggingu turnsins er talið hafa staðið Menhart frá Hradce, höfðingi af aðal- sættum en hann lét líka byggja kirkjuna og kastalann sem enn stendur, hann fól húsa- meisturum sínum að hanna hús í gotneskum stfl til að byggja kringum sporöskjulagað, steinlagt markaðstorgið sem nú er aðalsmerki Telc. Þessi hús byggðu einstaklingar og áttu sjálfir. Þau eyðilögðust að meira og minna leyti 1 fyrrnefndum bruna sem lamaði kraft og kjark íbúanna í rúma öld eða þar til á lðándu öld að annar höfðingi af sömu ætt, Zachariás z Hra- dce, lætur endurnýja markaðsumsvif á torg- inu, byggja bjórverksmiðju og hefj'a salt- vinnslu. Upp úr þessu hefst blómaskeið byggð- arlagsins og endurbyggð húsanna kringum torgið á sér stað að mestu í sama byggingarstíl en þó gætir þá sterkra áhrifa renisans og síðar barokk á sumum bygginganna. Neðsta hæð þessara yndislegu húsa, eitt þeirra er ráðhúsið, er byggð úr höggnu grjóti en önnur hæð og ris úr múrsteni. Þau standa þétt hlið við hlið allt í kringum torgið, þau eru 30 metra löng, 8-10 metra breið, 2 hæðir og ris. Fyrir aftan hvert hús eru tiltölulega stórir mat- og skrúðgarðar, bakhlið þeirra stóð fyrr á vatnsbakkanum en á síðari árum hefur verið gerð göngugata milli garðanna og vatnsins. Framhlið allra húsanna er inndregin og stend- ur gafl hvers þeirra fremst á súlum, þannig myndast hellulagður allbreiður, skjólgóður göngustígur allt í kringum torgið. Nú eru komnar verslanir á neðstu hæðir all- flestra ef ekki allra húsanna og hafa þær leyst af hólmi markaðinn sem áður var fyrirferðar- mikill á torginu. í eystri og breiðari hluta torgsins stendur súla með Maríu mey gerð 1716-1720 af mynd- höggvaranum David Lipart frá Brtnice. íbúi húss númer 52, frú Zuzana Hodova, lét eftir sig 1.000 gulden til greiðslu fyrir gerð lista- verksins. Neðri brunnurinn er gerður upphaflega úr tré að tilstuðlan Zacharias z Hradec en endur- byggður 1611, efri brunnurinn var líka upp- haflega úr tré en er byggður í núverandi mynd árið 1872, á honum er standmynd af Siline með Dionysos litla í fanginu. Kastalinn sem stendur við vestari enda torgsins var endurreistur á svipuðum tíma en hann átti þá eftir að hýsa margar höfðingja- ættir gegnum aldirnar en sú síðasta, Podsta- tzky-Lichtenstein, frá 1762 til 1945 er hún yf- irgaf Tekkland og fluttist til Austurríkis. Renisanssalir kastalans með voldugum við- arskreyttum loftum eru skoðunarverðir, þeir geyrna merkar minjar, gripi og málverk af valdamönnum sem kastalann gistu. Til hægri við aðalinngang hans er kapella Allraheilagra, á miðju gólfi hennar stendur marmarakista TORGIÐ í Telc ber merki löngu liðinna tíma. MALVERK nævistans Jan Kren á safni f Telc. FRIÐSÆL náttúra í grennd við Telc. ^I O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.