Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MOIH.l \I!I VI)SI\S ~ MLNMNÍ, LISTIR 31. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Refillinn í Bayeux er meira en 900 ára gamalt útsaumsverk og eitt merkasta listaverk sem varðveist hefur í Evrópu frá miðöldum. Á reflinum, sem er 70 m langur, er myndasaga þar sem segir frá herför Vilhjálms sigursæla, her- toga af Normandí, sem lagði undir sig Eng- land 1066 eftir fræga orrustu við Hastings á strönd Ermarsunds. Refillinn er varð- veittur í bænum Bayeux í Normandí og frá honum segir Ingólfur Margeirsson, þekkt- ur blaðamaður og ævisöguritari. Hvert er eðli alheimsins? Stór er spurt, en höfund- urinn, Esther Vagnsdótt- ir, segir að hér sé gerð tilraun til að finna svarið út frá skammtakenning- unni og módelinu um holografiskan alheim. Ný heimsmynd sem komið hefur fram innan eðlis- fræðinnar segir greianr- höfundurinn að bendi til þess að nýr skilningur á lögmálum tilver- unnar sé a opnast. FORSÍÐUMYNDIN Goethe og konurnar Á þessu ári eru Iiðin 250 ár frá fæ'ðingu þýska skáldsins, rithöf- undarins og fræði- mannsins Johanns Wolfgang Goethe. Hrund Eysteins- dóttir fjallar um samband skáldsins við konurnar í lífí þess í tilefni þessa. Hversvegna blómstr- aði ritlist á íslandi en ekki í Noregi? Fyrstu 130 árin eftir að Island byggðist varð ólík þróun hér annarsvegar og hinsvegar í Nor- egi, því þjóðirn- ar voru kristn- aðir með afar mismunandi hætti. í þeim mun telur Stefán Aðalsteinsson að sé að fínna skýringu á því hversvegna íslend- ingar urðu þeir sagnaritarar sem raun ber vitni um, en Norðmenn ekki. ÞORSTEINN VALDIAAARSSON INGIMUNDUR FIÐLA Ég skar mér fíðlu úr skógargrein, og skæni tón á ei önnur nein, þó vítt og langt væri leitað. En fáir þekkja þann huliðshijóm, hve hann er tær, nema dalsins blóm - og vorbjört nóttin, hún veit það. Því fíðlan byrgir í barm sér hljóð hið bjarta undur, sitt huiduijóð, í verðgangsbyggðum ogborgum. Hún þekkirgeð yðar, góða fólk, og gneggjar, jarmar og skilur mjólk að boði trúðsins á torgum. Ég skar hana sjálfur, skoðið þér, ég skar henni strengi úr brjósti mér af veilum huga og hálfum. Ég skar hana’ um óttu við skugga mót; hin skorna björk hafði tvenna rót, og stendur önnur með áifum. Þorsteinn Valdimarsson, 1918-1977, var Vopnfirðingur að uppruna, en bjó síðast [ Kópa- vogi. Fyrsta Ijóðabók hans kom út 1942 en sú síðasto, Smalavísur, ó dónaróri hans. í kvæðum hans er nóttúrurómantik en einnig andúð ó hernaði og félagslegu misrétti. Ingi- mundur fiðla var bróðir Jóhannesar Kjarval og svo nefndur vegna þess að hann var skemmtikraftur fyrr ó öldinni; ferðaðist um og hermdi eftir hljóðum fugla ó fiðlu. Gegnt Kirkjubæjarklaustri skagar brattur hraunhóll út í Skaftá, nefndur Bað- stofuþil. Gísli Sigurðsson var þar á ferð og fann andlit myndarlegrar skessu sem þar er steingerð en hárið hefur hún sett upp í skúf. RABB HINN VITSMUNA- LEGI TILBÚNINGUR HINN 28. júní árið 1914 skaut serbneskur þjóðern- issinni austurríska stórher- togann Frans Ferdinand til bana þar sem hann ók um götur Sarajevo í opinni bif- reið. Þessi atburður er tal- inn hafa hrundið af stað þeirri atburðarás sem leiddi til heimsstyrj- aldarinnar fyrri. Friðarsamningamir í lok stríðsins skiídu við Evrópu í uppnámi. Til urðu mörg sjálfstæð fjölþjóðasmáríki, þ.e. þjóðríki með fjölda þjóðernisminnihluta, sem nú nutu ekki lengur þeirrar vemdar og jafnræðis sem gömlu fjölþjóðaríkin höfðu tryggt þeim. Með Versalasamningunum var landamærum breytt án þess að íbúar flyttu sig til. Eftir seinni heimsstyrjöldina var landamæmm ekki breytt en minnihlutahóp- ar miskunnarlaust reknir burtu. Einsleit þjóðríki eru oftast afleiðing þjóðemis- hreinsana. Átökin sem nú eiga sér stað á Balkanskaga era beint framhald þess ferlis sem hófst 1914 og þeirra stjómmálalegu ákvarðana sem teknar vora að styrjöldinni lokinni. Fyrri heimsstyrjöldin markaði þáttaskil í tilgangi og eðli styrjalda í heiminum. Síðan þá hafa styrjaldir fyrst og fremst verið háð- ar á hugmyndafræðilegum granni, þar sem þjóðemisrembingur, byggður á opinberri söguskoðun, hefur vegið þungt. í dag logar Balkanskagi í uppgjöri þjóðabrota og trúar- hópa þar sem öll grimmilegustu einkenni slíks hemaðar koma fram. Þjóðernisleg sögutúlkun og trúarbragðadeilur eru í dag algengasta tilefni fjöldamorða í heiminum. Tilkall Serba til Kosovo grandvallast á ósigri forfeðranna í orastu við Tyrki árið 1389. Bent hefur verið á að með sömu rök- semdafærslu gætu Danir krafist yfirráða yfir austurhluta Englands, þar sem þeir drottnuðu á elleftu öld en hrökktust á brott eftir tapaða orustu. Það hefur verið áætlað að á tímabilinu 1914-1990 hafi tæplega 200 milljónir manna verið drepnar í heiminum. Fyrir 1914 finn- ast fá dæmi um skipulagðar aftökur og hermdarverk. Fasistar, sem vora óbundnir af hefðum og venjum fortíðar, litu á pynt- ingar og aftökur sem sjálfsögð réttindi vald- hafanna, þar sem tilgangurinn helgaði með- alið. Kommúnistar, líkt og Jakobínar í Frakklandi, gerðu pyntingar ólöglegar en iðkuðu þær á laun til verndar byltingunni. Nú er svo komið að manndráp og morð eru helsta afreyingarefni sem nútímamaðurinn sækist eftir. Því hefur verið haldið fram að öll saga sé í raun nútímasaga í skrítnum fötum. Engin fræðigrein hefur verið misnotuð á jafn ár- angursríkan hátt í pólitískum tilgangi og sagnfræðin. Franski heimspekingurinn Descartes taldi söguna vera tilgangslaust slúður og samlandi hans, Emest Renan, hélt því fram að tilvera þjóðar byggðist á því að mistúlka söguna. Sagnfræðingar höfðu í upphafi það hlutverk að réttlæta til- vera stjómvalda og umfjöllunarefnið nær eingöngu stjómmál. Sérstök rækt var lögð við utanríkispólitík þar sem mikilmenni voru sett á stall sem áhrifavaldar sögunnar. Saga var fyrst og fremst saga þjóða og ríkja þar sem hæfileg gleymska var nauðsynleg. Með tímanum varð framþróun í sagnfræði- rannsóknum bein ógnun við þjóðemishug- takið og þar með við þjóðríkið sem stofnun, því tilvera þjóðar byggðist á því að hver kynslóðin af annarri kyrjaði sama sönginn. Hversdagslegum viðfangsefnum var aðeins sinnt ef það hentaði hinni stjómmálalegu hugmyndafræði og því aðeins réttlætanleg rannsóknarefni að hægt væri að sýna fram á yfirburði einnar þjóðar yfir aðra. Þó fræðimenn hafi í seinni tíð snúið sér í ríkari mæli að öðram sviðum sögunnar er áhugi á slíkri sagnfræði takmarkaður. Þannig slitn- ar sagan úr því samhengi sem nauðsynlegt er til einhvers raunveralegs skilnings á for- tíðinni. Forfeðurnir upplifðu heiminn á allt annan hátt en nútímamaðurinn eða eins og Halldór Laxness komst að orði: „Miðalda- menn höfðu aðra meðvitund um heiminn en við núna, aðra erkenntnisteóríu.“ íslenskir sagnfræðingar vora framan af, líkt og margir erlendir kollegar þeima, dyggir þjónar hinnar þjóðernislegu hug- myndafræði, þar sem mælistika þjóðholl- ustu var lögð á allt framferði fólks í fortíð. íslandssagan var túlkuð sem einstætt og einangrað fyrirbæri. Andstaða íslenskra höfðingja við erlent vald átti sér að sjálf- sögðu margar hliðstæður í sögu Evrópu. Framan af öldum toguðust héraðshöfðingj- ar á við hið vaxandi miðstjómarvald sem stöðugt sótti á við að styrkja ríkið sem stjómsýslueiningu. Það var fyrst á 17. öld, þegar Islendingar höfðu verið skattgildir þegnar Noregskonungs og síðar Danakon- ungs í nær fjórar aldir, að sum jaðarsvæði Frakklands hófu að greiða Parísarvaldinu skatt. Á meðan hafið tengdi saman ríki Nor- egskonungs og tryggði greiðar samgöngur og flutninga vora mörg landlukt svæði Evr- ópu nánast einangruð frá umheiminum vegna vegaleysis og frumstæðrar flutninga- tækni. Halldór Laxness, sem af sínum al- þjóðlega sjónarhóli hafði yfírgripsmeiri og skarpari sýn á söguna en samtíðarmenn hans almennt, taldi að íslensk sagnfræði hefði „tekið á sig mynd sagnfræðilegrar innanhéraðsstefnu sem einatt verður helsti öfgakennd og stundum ofstækisfull". Engin tilraun var gerð til þess að tengja íslenska sögu umheiminum og allt sem aflaga fór var hinum dönsku kúguram að kenna. Sannleik- urinn er sá að allt fram á þessa öld bjó yfir- gnæfandi meirihluti íbúa Evrópu við ör- birgð og skort. Fátæklingar vora kúgaðir og misnotaðir af fámennri yfirstétt. Ofull- komnar samgöngur orsökuðu að uppskera- brestur var ávísun á hungur og dauða. Ymislegt bendir til að Islendingar hafi búið við meira frelsi en almenningur í Dan- mörku, þar sem í gildi vora ýmis höft, bönn og kvaðir, sem aldrei komust á hér á landi. Á síðustu áratugum hefur sagnfræðin færst frá því að vera lýsandi frásögn yfir í að vera greinandi og skýrandi. Hin nýja sýn á söguna, þar sem kafað er niður fyrir efsta lag þjóðfélagsins, hefur oft á tíðum rispað hina spegilslípuðu, rómantísku sjálfsmynd þjóðar, sem sér sig sem fómarlamb er- lendra kúgara og arðræningja. Nýjar sögu- skýringar hafa því náð takmarkaðri athygli enda er hetjusinfónía afkomenda víking- anna langtum álitlegri söluvara en sá mann- legi harmleikur, sem saga lítilmagna og fá- tæklinga um allan heim var og er sums staðar enn. Nútímamaðurinn lifir á tíma hálfsann- leika og sýndarveraleika, þar sem mörkin milli skáldskapar og veraleika era sífellt að verða óljósari. Rithöfundar sækja sér í auknum mæli efnivið í skráðar heimildir, sem þeir síðan móta og breyta eftir því sem hentar viðfangsefninu. Hugmyndir um for- tíðina mótast æ meir af því sem þykir álitleg söluvara. Sjálfsblekkingaþörf mannsins hef- ur fundið sér ný skurðgoð í afþreyingariðn- aði samtímans. Þegar allt kemur til alls bera mannlegar tilfinningar og hégómi raunveruleikann oftast ofurliði. Fortíðin er vitsmunalegur tilbúningur. ÁRNI ARNARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. ÁGÚST 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.