Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 9
'éð miklu um úrslit bardagans og gaf þeim hraða og hreyfanleika irinn á her Haraldar Englandskonungs. BROT úr myndaröð sem sýnir orrustuna við Hastings. HARALDUR Guðinason sver Vilhjálmi hertoga af Normandí hollustueið. Saumað er í dúkinn á lat- ínu: Ubi Harold sacramentum fecit Willelmo duci: Þar sór Haraldur Vilhjálmi drottinhollustu (í lénsskipulagi). Hinn helgi eiður fer ekki á milli mála því Haraldur leggur báðar hendur á helga gripi, líkamsleifar píslarvotta meðan Vilhjálmur horfir á með brugðnum brandi. Fjöldi vitna er að eiðnum, eitt þeirra bendir meira að segja á Harald sem heldur er sviksamur og fúll á svip. VILHJÁMUR siglir með her sinn yfir Ermarsund 27. september 1066 eftir að hafa beðið vikum saman við Frakklandsstrendur (St. Valéry-sur-Somme) eftir hagstæðum byr. Vilhjámur sigldi skipinu Móru sem var gjöf frá konu hans, hertogynjunni Matthildi. Ekki er vitað hve stór floti Vilhjálms var, en skipin fluttu sex þúsund hermenn Normanna. 'gir sig í augnhæð eftir endilöngum salnum með largesturinn gengur meðfram hinum langa refli. refsað, það verður að byggja flota og sigla með her manns til Englands. Tré eru felld, skip smíðuð og eftir nokkurra mánaða bið eftir hag- stæðum vindi, siglir her Vilhjálms af stað í september á skipum sem einna helst minna á langskip víkinga. Um borð er um 6 þúsund manna her, vopn og hross sem síðar áttu eftir að vera Vilhjálmi mikilvæg í orrustunni við Hastings gegn fótgangandi stríðsmönnum Har- aldar og ekki síst eftir á þegar hann lagði undir sig England. Vilhjálmur nær landi í Suður- Englandi, við bæinn Pavensey, skammt undan Hastings. Haraldur konungur sem grunað hef- ur innrás, er hins vegar búinn að gefa frá sér slíka hugsun því kominn er vetur. Hann hefur því tekið burt strandvarnir sínar enda næg verkefni fyrir herinn við norðausturströndina þar sem norrænir víkingar undir forystu norska konungsins Haraldar harðráða hafa gert innrás. Barist upp á lif og dauda Eftir landgöngu Vilhjálms eru reiðmenn hans sendir í ránsferðir um nálægðar byggðir til að tryggja mat og vistir handa Normönn- um. Vilhjálmur fyrirskipar byggingu virkis (sem einnig reyndist mikilvæg til að tryggja sigur á her Haraldar konungs) og undirbýr lokauppgjörið við Harald. Fréttir berast af sigri Haraldar á víkingunum; Haraldur harð- ráði fallinn við Stamford Brigde og hermenn- irnir reknir á haf út. Haraldur Englandskon- ungur snýr nú her sínum gegn Vilhjálmi. I morgunsárið býst Vilhjálmur til orrustu; Odo biskup heldur messu og tekur sér lurk í hönd, því sem vígður maður má hann ekki út- hella blóði (en má hins vegar berja menn í hel!). Bardaginn hefst; hermenn Vilhjálms sækja fram. Þeir eru ekki bara Normannar heldur einnig frá Bretagne, Maine, Poitou og Boulogne-héruðum, ævintýramenn úr öllum áttum, sumir alla leið frá Rínardal. Hermenn Vilhjálms sitja flestir hesta, vopnaðir spjótum og sverðum en hermenn Haraldar eru fót- gangandi og margir þeirra bogamenn. Engil- saxar eru oft áberandi verr vopnum og klæð- um búnir en atvinnuher Normanna. Orrust- unni er lýst í löngu og ítarlegu myndmáli þar sem allir þrír fletir refiisins eru nýttir til hins ýtrasta: Lifandi, brynklæddir hermenn berj- ast upp á líf og dauða í trylltri örvahríð meðan aðrir liggja látnir og særðir með sverð og örv- ar í búkum, andliti og limum. Afhöggnir limir, fætur og hendur, hross hrasa og falla, standa jafnvel upp á endann, sverðum er veifað, skjöldum beitt til varnar og barist á báða bóga. Hið þétta og magnaða myndmál er svo dramatískt og skýrt að engu er líkara en að sýningargesturinn heyri vopnaskak og heróp, frýs og hnegg hrossanna og dauðavein her- mannanna. Síðasti bútur refilsins er týndur Bardaginn er tvísýnn, heiftarlegar árásir Normanna valda mannfalli og usla hjá Eng- ilsöxum en þeim er einnig hrundið og gagnsókn hermanna Haraldar valda skaða og sundrungu í her Vilhjálms. Odo biskup kemur mjög við sögu í orrustunni; hvetur og kallar saman her Normanna á ögurstundu, þegar Vilhjálmur er talinn af. En lát Vilhjálms reynist sjónvilla; þrír hestar hafa steypst undir honum og sjálfur er hertoginn af Normandí móður en ósár. Hann stendur fyrir framan menn sína og hvetur þá að nýju til dáða. Lokabardaginn hefst, Harald- ur konungur fellur, Engilsaxar flýja af hólmi og Viihjámur og menn hans fagna sigri. Hertogi Normanna er nú kallaður Vilhjálmur sigursæli þótt viðurnefnið bastarður hafi alla tíð fylgt honum einnig. Hér lýkur sögu refilsins eftir 70 metra frá- sögn. Teikningar frá 18. öld sýna, að refillinn i hefur verið eitthvað lengri. í dag er lokastykkið horfið en menn leiða að því líkum, að refíllinn ] allur hefur sagt frá valdatöku Vilhjálms og krýningu hans í Westminister Abbey í Londoa á jóladag 1066. Óvíst er hins vegar hvort refillinn hafi sagt hina sönnu sögu af valdatöku Viihjálms, en hann barði niður alla andspymu af blóðugri L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.