Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 16
Itilefni afmælisins er skáldsins og verka hans nú víða minnst. Bókaforlög keppast við að endurútgefa frægustu ritverk hans og margir reyna að breyta út af hefðinni og skrifa um áður óþekktar hliðar Goethe, eins og t.d. um dálæti hans á góðum mat og vínum Lýsing á lífi Goethe ætti ekki að reynast erf- ið, því auk skáldlegra og fræðilegra rita eftir hann byggjast tvö verka hans „Dichtung und Wahrheit" og „Italienische Reise“ á atburðum úr lífi hans. Þar við bætast ótal bréf, dagbækur og skráð viðtöl, sem hann átti við samstarfs- menn sína og þá sem sóttu hann heim. En samt sem áður virðist eins og að ekki sé vitað ýkja mikið um persónuna Goethe. Margir samtíðar- menn hans reyndu að skilgreina sérkennilegt skapferli hans, en án árangurs. Sá hluti per- sónuleika Goethe, sem ætíð hefur vakið ýmsar spurningar og sem enn í dag hvílir mikil leynd yfir, eru ástarsambönd hans og samskipti við . hitt kynið. Goethe hafði gjarnan samskipti við konur og þreyttist aldrei á að skrifa þeim bréf, eins og svo mörgum ættingjum og vinum. Hann skrifaði sérstaklega frá ferðalögum sín- um, hugleiðingar sínar eða bara atvik úr hvers- dagsleikanum. Bréf Goethe til vinkvenna sinna birtast m.a. í bókinni „Lieber Engel, ich bin ganz dein!“. Þar gefur að líta bréf Goethe til kvenna, sem höfðu mikla þýðingu í lífi hans. Móðir og systir Á uppvaxtarárum Goethe í Frankfurt eyddi hann miklum tíma með móður sinni og systur, sem var einu ári yngri en hann. Móðir hans var aðeins 18 ára að aldri og faðir hans tæplega fer- tugur þegar Goethe kom í heiminn hinn 28. ágúst 1749. Af þessum ástæðum stóð hún oft nær bömunum sínum tveimur en eiginmanni. Móðir Goethe var lífsglöð kona, sem þótti gam- an að yrkja og veitti systkinunum gleðiríka og áhyggjulausa æsku. Goethe tileinkar móður sinni hlýlega lýsingu í „Dichtung und Wa- hrheit“, en samband hans við hana eftir að hann flutti að heiman var allt annað en hlýlegt. Eftir dauða eiginmannsins 1782 lifði hún í næstum 30 ár. Goethe heimsótti hana aðeins fjórum sinnum eftir að hann fór að heiman og lét hana afskipta- lausa síðasta áratug ævi hennar. Hann var ekki einu sinni viðstaddur jarðarfor hennar. Sú sem stóð Goethe næst á unglingsárum hans var syst> ir hans Cornelia. Þar til hann fer til Leipzig í laganám er hún eina „ástin“ í lífi hans og trún- aðarvinkona. Þetta systkinasamband, sem líkja mátti við ’tvíburasamband, er talið hafa haft mikil áhrif á síðari ástarsambönd Goethe. Corn- elia var ekki ófríð, en gat heldur ekki talist fal- leg. Goethe hélt því fram að hún hefði átt að ganga í klaustur, því að henni bauð við þeirri til- hugsun að vera gefin manni. Eigi að síður giftist hún vini fjölskyldunnar, að vísu á móti vilja sín- um. Cornelia lést af bamsförum, þegar hún eignaðist annað bam sitt þá aðeins 26 ára göm- ul. Ást hennar til bróður síns var mikil, því hún líktist í engu þeirri holdlegu ást milli manns og konu, sem hún hafði óbeit á. Þessi hugsunarháttur Corneliu átti eftir að fylgja Goethe í ástarsamböndum hans, en hann virtist laðast að konum, sem þvingaðar höfðu verið í fyrirfram misheppnuð hjónabönd og urðu að láta barneignir ganga yfir sig, þvert á móti vilja þeirra. Ungar ástir Á námsárum sínum í Leipzig um 1765 kynnt- ist Goethe dóttur veitingahúsaeigenda, Schönk- opf að nafni. Hann var þá aðeins 17 ára að aldri og vanur að snæða hádegisverð á veitingastaðn- um, þar sem Anna Katharina, kölluð Káthchen, þjónaði til borðs. Ástin grípur hann heljartök- um, en Kathchen er nokkrum ámm eldri en hann og öllu reyndari á þessu sviði. Goethe leyndi ekki tilfinningum sínum til hennar og átti við erfið afbrýðisköst að stríða, þangað til hún batt enda á sambandið í vinskap. Eftir þriggja ára nám í Leipzig átti Goethe við veikindi að stríða og sneri aftur til æsku- heimilis síns til að leita sér lækninga. 1770 hélt hann síðan til Strassburg til að Ijúka við laga- námið og kynntist þar öðrum menntamönnum, þar á meðal guðfræðingnum og ferðapredikar- anum J.G. Herder. Hann opnaði fyrir Goethe nýjan heim og fræddi hann um kenningar upp- lýsingatímabilsins og benti honum m.a. á skáldskap Shakespeare. Mótvægi við þessa andlegu örvun fann Goethe í ást sinni til prestsdótturinnar Friederike Brion. Brion-fjölskyldan bjó í Sesenheim, rétt utan við Strassburg. Goethe leið strax vel innan um þessa óvenju opnu og vinalegu prestsfjöl- skyldu. Strax eftir fyrstu heimsóknina skrifar hann Friederike ástleit bréf frá Strassburg. Þessi nýtilkomna ást og áhrif nýrra hugmynda urðu til þess að Goethe fylltist krafti og sköp- unarþörf, sem áttu sér engan líka. En eftir » nokkurra mánaða samband við Friederike var Goethe orðinn óánægður. Eftir að hann lauk lagaprófi í Strassburg, heimsótti hann hana í síðasta sinn og sleit síðan sambandinu bréflega eftir að hann kom aftur til Frankfurt. Það hefur alltaf verið talað um Friederike GOETHE OG KONURNAR Á þessu ári eru liðin 250 ár frá fæðingu þýska skálds- ins, rithöfundarins og f ræðimannsins Johanns Woll f- gang Goethe, skrifar HRUND EYSTEINSDÓTTIR. Gefin hefur verið út bók um samband Goethe og Christiane Vulpius, en sambúð þeirra vakti mikla athygli. Marianne von Willemer Charlotte Buff Friederike Brion „Lili“ Schönemann GOETHE á fullorðinsárum 1828. Aldurinn kom ekki í veg fyrir hrifningu hans af ung- um stúlkum. Kátchen Schönkopf Charlotte von Stein Brion sem æskuást Goethe, hann orti til henn- ar ljóð og virtist hafa notið sambandsins á meðan á því stóð. En Friederike sjálf átti um sárt að binda eftir að Goethe yfirgaf hana án allra skýringa. Hún giftist aldrei og lifði frekar tilbreytingarlitlu lífi. Hún talaði aldrei um Goethe, en sögusagnir herma að hún hafi eign- ast barn, sem hún hafi gefið frá sér. En sú saga hefur aldrei verið staðfest. „Raunir Goethc unga" Eftir að Goethe kom frá námi í Strassburg, starfaði hann sem lögfræðingur og vann áfram að ritstörfum sínum. Hann ferðaðist m.a. til Wetzlar, til að bæta við starfsreynslu sína á lagasviðinu. Þar kynntist hann sendiherrarit- aranum Johann C. Kestner og unnustu hans Charlotte Buff. Goethe átti eftir að verða mikill vinur þeirra, fyrr en varði fór þó að bera á spennu milli Charlotte og Goethe. Tilfinningar Goethe í garð Charlotte, eða Lotte eins og hún var kölluð, breyttust fljótt í ástríður og eftir tæpa þriggja mánaða dvöl í Wetzlar ákvað hann, sökum þessa, að láta sig hverfa og sneri aftur til Frankfurtar. Eftir brottfór Goethe létu Charlotte Buff og Kestner gefa sig saman, án þess að láta Goethe vita eins og þau höfðu lofað. Þetta atvik, ásamt giftingu systur hans Corneliu og sjálfsmorði vinar hans, sem fyrirfór sér vegna forboðinnar ástar, urðu kveikjan að skáldsögunni „Raunir Werthers unga“. Hún kom út um haustið 1774 og hefur engin bók í Þýskalandi fyrr eða síðar fengið þvflíkar viðtökur. En hún er talin vera mesta ástarsaga heimsbókmenntanna. Lili Schönemann Síðasta ár Goethe i Frankfurt, áður en hann flutti til Weimar, bar nýtt ástríðufullt samband í skauti sér. Það voru kynni hans við Lili Schö- nemann, 16 ára dóttur verslunareigenda í Frankfurt. Þetta var hamingjuríkt tímabil fyrir Goethe og hjálpaði honum að gleyma sárri reynslu með Charlotte. Sambandið við Lili leyddi næstum því til trúlofunar, en bilið á milli fjölskyldna þeirra var of stórt, hvað varðaði trú- arbrögð og aðrar lífsskoðanir. Auk þess var Goethe ekki alveg viss í sinni sök og óttaðist að binda sig. Til þess að fullvissa sig um að hann gæti verið „án“ Lfli tók hann boði vina sinna og fór í ferðalag til Sviss. En eins og svo oft uppfrá þessu reyndi hann að yfirvinna sálarkreppu, sem hann átti við að stríða, með því að skipta um umhverfi. Annað atvik létti undir með hon- um að slíta trúlofuninni við Lili, en það var boð Carls Augusts, unga hertogans af Sachsen- Weimar-Eisenach hertogadæminu, um að koma og heimsækja hann í Weimar. Og svo fór að Goethe yfirgaf Frankfurt fyrir fullt og allt 26 ára að aldri og sneri sér að nýjum verkefnum og nýjum ástarsamböndum í Weimar. Charlotte von Stein Hertogaynjan af Sachsen-Weimar-Eisenach hafði kallað til sín skáld, rithöfunda og annað mennta- og menningarfólk úr ýmsum áttum til starfa við hirðina. Goethe tók m.a. við ýmsum pólitískum stöðum og gegndi mikilvægu hlut- verki á svið leikhúss- og menningarmála í Weimar. Þar kynntist Goethe hirðmey að nafni Charlotte von Stein. Hún átti eftir að hafa mik- il áhrif á líf og störf Goethe. Charlotte von Stein var 7 árum eldri en hann og var i von- lausu hjónabandi. Hún minnti Goethe á systur hans og hann laðaðist einnig að rólegu og yfir- veguðu fasi hennar, sem hafði góð áhrif á eirð- arleysi hans. Á fyrstu 10 árum Goethe í Weim- ar mynduðust ólýsanlega sterk vinabönd á milli þeirra, sem hann sjálfur átti erfitt með að útskýra. Ljóðin sem hann orti til hennar ein- kenndust af auðsveipni, sem annars var óþekkt í ástarljóðum hans. Þetta sterka trúnaðarsam- band byrjaði að líða undir lok þegar Goethe fór til Ítalíu 1786-88, án þess að minnast á það við nokkurn mann, ekki einu sinni við Charlotte. Hann skrifaði henni alltaf á ferðum sínum, en þegar hann kom heim eftir tveggja ára fjar- veru beið hans aðeins kuldalegt viðmót Charlotte, sem var ekki búin að fyrirgefa hon- um að hafa látið sig hverfa orðlaust. Arið eftir heimkomuna slitnaði síðan algjörlega upp úr sambandi þeirra. „Brúdurin" Tæpum einum mánuði eftir heimkomu Goethe frá Róm flutti inn til hans tuttugu og þriggja ára gömul stúlka, sem hafði heillað hann upp úr skónum. Hún varð fyrst ástkona hans, síðar sambúðarkona og enn síðar eigin- kona Goethe. Þetta var Christiane Vulpius. Goethe var 39 ára þegar hann hitti Christiane í borgargarðinum í Weimar og upp frá því voru þau óaðskiljanleg. Samband Goethe og Christi- ane þótti á þessum tíma hneykslanlegt og ósið- samlegt. Goethe sjálfur sagðist vera giftur maður bara án allrar „seremoníu", þegar hann var inntur eftir því af hverju þau létu ekki gifta sig. Christiane var af fátækum ættum og hafði sjálf unnið fyrir sér á verkstæði fyrir gervi- blóm. Hún þótti ekki vera nógu góð fyrir Goethe og var ekki samþykkt af samfélaginu. Staða hennar innan veggja heimilisins var al- veg jafn erfið, en hún mátti ekki taka sér sæti við borðið ef gestir voru viðstaddir, heldur varð að hverfa inn í eldhúsið og enginn gat vitað hversu hún hlaut að líða fyrir það. Vinir Goethe hunsuðu hana og þökkuðu henni aldrei fyrir sig. Ekki einu sinni Schiller, sem var þó besti vinur Goethe og heimagangur á heimilinu. Að- eins móðir Goethe samþykkti hana sem konu Goethe og tók henni opnum örmum. Eftir eins árs samband fæddist þeim sonur- inn August, en hann var eina bamið þeirra af fimm, sem lifði. Þau lentu auðvitað mikið á milli tannanna á fólki, þar sem þau lifðu í synd og hefur það bitnað mest á Christiane, en Goethe var mikið á ferðinni á þessum tíma. Það var ekki fyrr en í Napóleonstríðinu, eftir að franskir her- menn höfðu ruðst inn í vinnuherbergi skáldsins og Christiane hent sér fyrir mann sinn til vernd- ar, að Goethe ákvað að giftast henni. Árið 1806 gekk hann loksins að eiga hana, en staða hennar í samfélaginu breyttist lítið þrátt fyrir það. Aðgangur hennar að hirðinni var enn sem fyrr lokaður og hafa margir gagnrýnt Goethe fyrir að hafa ekki beitt sér meira fyrir rétti konu sinnar. Samband Goethe og Christi- ane vekur enn í dag margar spurningar. Sigrid Damm hefur nú rannsakað ýmis gögn, sem áð- ur hafa ekki komið fram í dagsljósið og birtist niðurstaða þeirrar rannsóknar í nýútgefínni bók hennar „Christiane und Goethe". Þessi bók er nú með söluhæstu bókum í Þýskalandi og sýnir það áhuga fólks á þessu einstaka sam- bandi. Einnig hefur saga þeirra verið kvik- mynduð af leikstjóranum Egon Gúnther, sem getið hefur sér nafns m.a. með kvikmyndun á „Raunum Werthers unga“. Myndin heitir „Die Braut“, eða „Brúðurin" og var frumsýnd í Þýskalandi í lok maí s.l. Hún hefur ekki fengið góða dóma og þykir þar farið allt of mjúkum höndum um persónu Goethe. Ástir ó efri árum Nokkrum árum eftir dauða Schillers (1805) heimsótti Goethe gömul heimkynni sín, þ.e. Rínar- og Main-héruðin. En eftir að hann missti besta vin sinn og kollega átti hann erfitt með að einbeita sér að vinnu sinni. Þess- ar ferðir fór hann sumrin 1814 og 1815. Þær áttu eftir að gera honum gott, ekki síst vegna þeirrar óvæntu athygli, sem hann fékk frá Marianne von Willemer, konu bankamanns í Frankfurt. Goethe sló ekki hendinni á móti þessari aðdáun, sem honum var sýnd og ekki leið á löngu þar til hann endurgalt henni sömu tilfinningar. Þetta vinasamband varð til þess að Goethe fór að vinna aftur af fullum krafti, sérstaklega að „Westöstlichen Divan“, sem hann hafði byrjað á áður en hann lagði af stað. Þar notar hann m.a. persónu Marianne í skáldsöguna. Stuttu eftir heimkomuna missti Goethe konu sína, Christiane, sem dó þann 6. júní 1816 eftir erfið veikindi. Dauði hennar var mikið áfall fyr- ir hann. Goethe dró sig í hlé eftir fráfall hennar og síðustu tveir áratugir lífs hans voru frekar atvikalitlir og einkenndust af daglegum rit- störfum, eins og t.d. vinnu hans við „Fást“. Síðasta ferð hans til heilsubótarstaðarins Marienbad í Böhmen árið 1823, var þó við- burðarík fyrir Goethe. Hann var gæddur þeim hæfileika að eiga auðvelt með að kynnast fólki og svo fór að hann komst í kynni við unga stúlku, Ulrike von Levetzow að nafni, á meðan á dvöl hans í Marienbad stóð. Á milli þeirra myndaðist næstum því unglingsleg ást, sem varð til þess að Goethe bað um hönd þessarar 19 ára stúlku, en hann var þá sjálfur orðinn 74 ára. Ytri aðstæður og hikandi svar Ulrike urðu til þess að Goethe varð frá að hverfa, sem hryggbrotinn maður. Eftir þessa reynslu gerði hann sér grein fyrir því að hann hafði elst og snéri sér alfarið að ritr störfum sínum. Þar upplifir hann allar sínar ást- ir á ný við skrif á ævisögu sinni. Minningamar um Friederike vakna þegar hann fjallar um tím- ann í Strassburg. Það sama gildir um Lili, sem giftist þangað. Einnig hugsar hann til Lotte, þegar hann er beðinn um að skrifa formála að afmælisútgáfu „Rauna Werthers unga“. Á þennan hátt lifna endurminningamar um falleg- ar og ólíkar konur við, sem allar höfðu það sam- eiginlegt að hafa verið elskaðar af Goethe. # Heimildir: Peter Boemer: Johann Wolfgang von Goethe. Rowohlt Taschenbuch Verlag 1999. Herbert Giinther: Johann Wolfgang Goethe. Stieglitz-Verlag 1966. Richard Friedenthal: Goethe - Sein Leben und seine Zeit. Piper Verlag 1963. 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.