Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 11
LJÓÐRÝNI SINDRI FREYSSON DAGSKRÁ KVÖLDSINS Lærðu kærleikann í sjónvarpinu kysstust á þrjátíu tommu ofurskermi og elskuðust milii auglýsingahléa Nei, kysstust á milli auglýsinga og elskuðust í sjónvaipinu inni í ofurstorminum eftir útsendingu Nei, sátu kyrr, skiptu um rás ofurróleg og snertust aidrei Tvöfeldnin er mikilvægt þema í nýrri ljóðabók Sindra Freyssonar sem heitir harði kjarninn (njósnir um eigið líf). Nafn hennar bendir í tvær áttir, að því er virðist, sem vísar aftur til þess að bókin er í raun tvöfóld í roðinu: á hverri opnu birtast tveir textar, ljóð á hægri síðu og svo útdráttur úr því á vinstri síðu - harði kjarninn. Mörg ljóðanna lýsa svo tvöföldu lífi á einhvern hátt með vísun til svikseminnar sem einkennir veruhátt hluta í heimi þar sem enginn veit hvenær þeir eru uppranalegir (framgerð) og hvenær fölsun (eftirgerð) eða jafnvel sitt eigið myndlíki (eftirgerð af eftirgerð). í Ijóðinu Og borgin brosir er einmitt gefið til kynna að tvöfeldnin sé margföld. Borgin er tilbúningur okkar sem erum draumavélar, segir í ljóðinu en fyrra erindið hljómar svona: Við erum draumavéiar en fáum fríá daginn á kvöldin fljóta hins vegar laumulegir vegfarendm• iniJJi sunda og kaffihúsa í borginni sem við búum til Þar hittum við vini okkar og óvini í birtu sem reikna má með neðansjávar oggöngum á næturnarhjá líkkistu Mjallhvítar undrandi á að fegurðin sé orðin svo dýr Hér er ekki einu sinni að finna hin hefðbundnu mörk draums og vöku heldur hefur veruleikinn gufað upp einhvers staðar á mörkunum, hann er ekki til staðar, það er engin frummynd, bara fljótandi, óafvitandi tákn; vaka okkar er sofandi draumur. I seinna erindinu glittir þó í harðan kjarnann í gegnum gömul tákn, „myglu ódýrra sagna / um hrylling, dráp og kvalir“. Þetta ástand myndlíkisins, þar sem frummyndin (veruleikinn) hefur tapast og táknin vísa aðeins á sjálf sig, hefur verið kennt við ofurveraleika. Ljóðið sem birt er hér að ofan, Dagskrá kvöldsins, er skemmtileg útlegging á þessu ástandi sem er afsprengi hinnar vélrænu endurframleiðslu á veruleikanum. Sjónvarpskynslóðin virðist hafa misst tengsl við umhverfi sitt og horfið inn í ofurveruleika sjónvarpins. Hugmyndin tekur á sig aðra og jafnvel enn skýrari mynd í ljóðinu Fólk á ferð þar sem segir: „Dag einn verðum við öll / búin innbyggðu sjónvarpi / og höfum einskis að sakna / þurfum ekki að sofa“. Fleiri ljóð bókarinnar tjá þessa fjarlægð milli manns og veraleika, og einnig á milli fólks. Svo virðist sem tæknin hafi komið upp á milli manna, hún virðist skera á tengsl okkar í milli frekar en að auðvelda þau eins og ætlunin var. „Símsvarinn þinn er ráðgáta,“ segir í einu ljóði. „Skilaboðin breytast nær / daglega eftir voninni um / nýjan elskhuga sem / kann að nota / þetta alræmda tæki / Röddin er aldrei eins / En tónninn í lokin / er alltaf jafn kaldur og / skurðhnífur yfir barkann" (Símsvarinn). En þrátt fyrir allt leynast hólf í veruleikanum þar sem við erum enn óhult. Ljóðið Stór eyru heyi'a fátt hljómar þannig: Við útvarpshúsið í Efstaieiti er gríðarstórt eyra og sperrír sig upp í himininn til að heil þjóð geti heyrt fjarlægt muidrið í stiúðsherrum, lokkandi sönglið í mambókóngum og grátkór þeirra sem tapa. Þetta hvíta, síhlerandi eyra greinir þó aldrei bylgjumar afástarleik okkar í Vesturbænum eða hinstu frásögn kvöldsögumannsins ÞRÖSTUR HELGASON UÓSMYNDA- SAMKEPPNI Framkvæmdastjórn Árs aldraðra, Lesbók Morg- unblaðsins og Hans Pet- ersen standa saman að ljósmyndasamkeppni, sem kynnt var í Lesbók 26. júní sl. Yfirskriftin er: Lífið orkan og árin. Myndirnar mega vera hvort sem er svarthvítar eða í lit, en frestur til að skila rennur út 15. sept- ember. Aðild Lesbókar felst í að birta verð- launamyndirnar, en þrenn verðlaun eru í boði, sem Hans Petersen veitir. l.verðlaun eru Canon EF linsa að verð- mæti 68.900 kr., 2.og 3. verðlaun eru filmur ásamt framköllun að verðmæti 42.200. Viðfangsefnið er líf og starf aldraðra og hugmyndin er að brjóta upp hefðbundar hugmyndir um aldrað fólk og stöðu þess í þjóðfélaginu. Minnt er á, að þátttakendur sendi myndir sínar til Lesbókar Morgun- blaðsins, merktar dulnefni, ásamt lokuðu umslagi þar sem fram kemur rétt nafn höfundar. Utanáskriftin er: Lesbók Morgunblaðsins. Ár aldraðra - ljósmyndasam- keppni. Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR HUGSAÐ TIL ÞEIRRA... Þegar sólin glampar á laufum og lækurinn tinar milli steinanna örmagna af þurrki - þá hugsa ég til þeirra sem byggðu þennan stað. Þegar regnið bylur á þakinu birkið grætur og lækurinn hækkar róminn - þá hugsa ég til þeirra sem byggðu þetta hús. Þegar sólin rennur til sjávar og roðar himin og haf írökkurkyrrð - þá hugsa ég til þeirra sem byggðu þessa höll sumarlandsins. Höfundurinn er fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2 en hefur nú með höndum Srstjórn upplýsingamiðlunar hjó undsbanka. UNNUR SÓLRÚN BRAGADÓTTIR FERSKEYTLAN ER FRÓNBÚANS... Sumarkvöldið kyrrt og hljótt kyssir varir mínar, framundan er fógur nótt með freistingarnar sínar Ljóðin inn um gluggann gá með gulltónana sína orðin litrík leika á ljóðahörpu mína Og satt er það ég sofna breytt er sólin tekur völdin, dreg ég fyrir daginn þreytt draumagluggatjöldin. Höfundurinn er skóld í Reykjavík. RÚNAR KRISTJÁNSSON í DRANG- EY Hér gnærír hún enn þessi eyja, svo ógurleg virðist hún, sem Grettir hérgangi sem áður um geigvæna hamrabrún, - því Sögunnar kröftugi kjarni þann kappa í hugsýnir ber sem Glámsaugun glóandi eltu og gáldrarnir ofsóttu hér. Svo stórbrotin er þessi eyja að allir það fínna og sjá sem koma og klifa upp bjargið og kófsveittir brúninni ná, - sá sigur með ákefð er unnirin því eyjan er paradís þeim sem óspilltan elska að líta hinn íslenska náttúruheim. Svo magnþrungin er þessi eyja að orð fá ei brot af því tjáð. I allt hennar svipmót er saga með sérstökum frumleika skráð. Hér náttúran tryggir sér tigin svo tröllaukinn virðingarsess. Hér drottnar hin duiramma fegurð og Drangeyjarjarlinn er hress. í DRAUMI NÆTUR Á bak við dagsins djúpu þögn býr draumur gleymdrai* nætur, sem rís á ný með gleðigögn og gefur ylsins bætur í hjartarætur! Sá draumur á sitt eigið mál við aðfall þein-ar nætur, það leitar inn í sefa og sál og sendir ylsins bætur í hjartarætur! Það mál á varir berst svo blítt með brosi í draumi nætur og andar lífí létt og hlýtt og leiðir ylsins bætur í hjartarætur! Höfundurinn býr ó Skagaströnd. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. ÁGÚST 1999 1 1;

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.