Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 13
EINKAUPPTÖKUR LOUIS ARMSTRONGS GERÐAR OPINBERAR staklega fyrir kjörfurstann, er ljóst að hann notaði verkið sem vopn í baráttu sinni fyrir bættum kjörum og vinnuaðstöðu. Einhverjum gæti þótt það óvið- eigandi notkun á tónlist sem hugsuð er sem liður í guðsþjónustu, en hafa ber í huga, að það sem vakti fyrir Bach var einmitt að efla tónlistarflutning í kirlqum Leipzigborgar. Lengra nær vitneskja okkar um ástæðurnar fyrir tilurð H-moll messunn- ar ekki. Við vitum að Bach bætti seinni köflum messunnar við partítúrinn að Kyrie og Gloriu á síðustu árum ævi sinnar, en getum einungis leikið okkur að getgátum varðandi tilgang verksins. Allt bendir til að Bach hafí upphaf- lega litið á fyrstu tvo kaflana sem sjálfstætt, fullgert verk. Það var messa á borð við þær sem kollegar hans sömdu og sjálfur skrifaði hann á næstu ár- um fjögur slík verk til viðbótar, þótt þau séu reyndar minni í sniðum en kjör- furstamessan og að langmestu leyti unnin upp úr gömlum kantötum, á frek- ar hroðvirknislegan hátt. Hvað varð til þess að hann ákvað að setja saman langa messu með öllum föstum liðum latnesku messunnar? Vitað er að hann endurnýtti hluta af Gloriunni úr messu kjörfurstans í jólakantötunni Gloria in excelsis Deo, BWV 191, í kringum 1745. Á stórhátíðum var Sanctusþáttur guðsþjónustunnar sunginn í fjölradda útsetningu á latínu í Leipzig og það kann að vera að Bach hafí endurflutt Sanctus frá 1724 eftir sjálfan sig sama dag og BWV 191 var flutt. Kannski varð sá samhljómur til þess að Bach hélt smíði H-moll messunnar áfram. Þarna er nefnilega kominn Sanctuskaflinn sem við þekkjum sem fjórða kafla messunnar. Þessi eða aðrar slíkar teng- ingar eða tilviljanir geta hafa komið atburðarásinni af stað. Kveikjunnar er í það minnsta trúlega að leita hjá Bach sjálfum. Rýnt hefur verið í öll tiltæk skjöl og heimildir sem hugsanlega gætu varpað ljósi á málið, en ekki hafa fundist neinar sannanir fyrir pöntun frá hirðinni í Dresden eða úr öðrum átt- um. Johann Sebastian Bach, „konunglegt pólskt og kjörfurstalegt saxneskt hirðtónskáld, kapelmeistari og tónlistarstjóri í Leipzig", tók það sem sé trú- lega upp á sitt eindæmi að semja þessa risavöxnu messu, sem sprengir af sér viðjar alls venjulegs helgihalds. Enn spyrjum við: af hverju? Á tímum Bachs var hugtakið „frjáls listamaður“ ekki til. Tónlistarmenn voru í þjónustu aðals, borgar eða kirkju og tónskáld sömdu tónlist sína með ákveðnar kringumstæður í huga. Þetta átti ekki síst við um þau tónskáld sem störfuðu innan kirkjunnar. Trúarleg tónverk voru samin gagngert í þeim tilgangi að þau yrðu flutt við kirkjulegar athafnir af ýmsu tagi. Bach var barn síns tíma og engin undantekning frá þessari reglu. Við sjáum það á mjög skýran hátt ef við berum saman verk hans frá tveimur síðustu tímabil- unum á ferli hans. í Köthen, þar sem hann starfaði árin 1717-1723, samdi hann nær eingöngu veraldlega hljóðfæratónlist. Ástæðan: kenningar Kalvíns áttu upp á pallborðið þar á bæ og fjölradda tónlist var litin hornauga í kirkjunni. Frá 1723, og til æviloka 1750, gegndi Bach svo stöðu Tómasar- kantors í Leipzig. Þar þurfti hann að sjá aðalkirkjum borgarinnar fyrir tón- list og því liggur eftir hann fjársjóður kirkjukantata. En þegar kom fram á fimmta áratug átjándu aldar og Bach nálgaðist sextugt, fór hann að líta yfir farinn veg. Hann hafði alla tíð verið maður skipulagður og haft yndi af því að raða verkum sínum saman eftir ýmiskonar formúlum þannig að þau mynd- uðu heildir. Nú urðu þessar vangaveltur æ fyrirferðarmeiri og þær skutu hinni praktísku hlið að lokum aftur fyrir sig. Gegnhugsuð og mergjuð verk á borð við Klavierúbung III og Tónafórnina litu dagsins ljós og að lokum einnig Fúgulistin og H-moll messan. Það er alls ekki víst að Fúgulistin hafi verið ætluð til flutnings og Bach nefnir engin hljóðfæri í nótunum. Hljóð- færaskipan er að vísu tilgreind í handritinu að H-moll messunni, en allar kringumstæður og ekki síst lengd verksins benda til þess að Bach hafi samið það án hliðsjónar af mögulegum flutningi. Þegar rýnt er í form messunnar blasir fjölbreytt safn kafla við sjónum. Sérstaklega eru kórkaflarnir margir og mismunandi. Sumir þeirra gætu verið úr veraldlegum hljómsveitarkonsertum, nema hvað röddum kórsins er fléttað inn í þá. Aðrir eru samdir sem djúpar og táknrænar hugleiðingar um örlög Krists. Enn aðrir bera með sér blæ endurreisnar og hvíla örugglega í hinum gamla kirkjustíl. Var ætlun Bachs ef til vill að taka saman dæmabók um messutónlist á svipaðan hátt og hann sýnir ólíka útfærslumöguleika stefs í Fúgulistinni? Það má vel vera. Þessi gnægð hefur reyndar vakið gagnrýn- israddir, sem hafa talið heildarsvip verksins vera ábótavant. Því má svara með því að benda á úthugsað heildarform hinna ólíku þátta messunnar, sér- staklega Gloriu og Credos, sem og samsvaranir milli þessara kafla. Þegar upp er staðið virðist sú tilgáta trúverðug að Bach hafi litið á H-moll messuna sem lokaorð sín á sviði kirkjutónlistar. Verk sem myndi lifa höfund sinn og vera vitnisburður um þá „kunnáttu sem hann hafði aflað sér á sviði tónlistar“. Hann valdi í þessu skyni það form kirkjutónlistar sem lengst hafði lifað og var ekki háð duttlungum tímans. Hinn fomi texti hafði verið tónsettur allt frá fjórtándu öld og Bach þekkti sjálfur margar gamlar messur eftir Pa- lestrina og aðra endurreisnarmeistara. Hann leit síðan yfir verkasafn sitt og valdi kafla sem hæfðu viðfangsefninu. Þetta gerði hann með afar gagnrýnum augum. Einungis það allra besta var nógu gott. Messumar fjórar, sem áður var getið, urðu að víkja fyrir kjörfúrstamessunni stórkostlegu. Þar vom fyrstu tveir kaflarnir, Kyrie og Gloria, komnir. Hinn magnaða Sanctuskafla frá 1724 var líka hægt að taka óbreyttan og tilbúinn. Hann hafði lengi verið í uppáhaldi hjá höfundi sínum og ber ægishjálm yfir annan stakan Sanctus, sem vitað er um eftir Bach. Af níu köflum Credoþáttarins (sem Bach nefnir Symbolum Nicenum, þ.e. Níkeujátninguna) em a.m.k. fjórir nýsamdir, en hinir em trú- lega allir byggðir á kantötum Bachs, þótt ekki hafi allar frummyndirnar varð- veist. Reyndar er nú talið að allt að 17 af 25 köflum messunnar hafi upphaf- lega verið að finna í eldri verkum meistarans, þótt ekki sé hægt að benda á uppmnalega útgáfu nema í sjö tilvikum. Síðustu kaflar verksins, Osanna, Benedictus, Agnus Dei og Dona nobis pacem, em allir endumnnir. Lokakafl- inn, á sér meira að segja tvær fyrirmyndir. Bach notaði nefnilega endumnn- inn kafla úr Gloriu til að enda verkið. Þessi vinnuaðferð barokktónskálda, að endurútsetja gamla tónlist og nota upp á nýtt, hefur farið fyrir brjóstið á sum- um. Oft var vissulega gripið til þessa ráðs vegna tímaskorts eða andleysis og þótti sjálfsagt. Sú er þó ekki raunin þegar Bach er annars vegar, sér í lagi ekki þegar rætt er um H-moll messuna. Áðurnefndur lokakór skal tekinn sem skýrt dæmi um það. Uppmnalega gerð kaflans er að finna sem upphafskór kirkjukantötunnar Wir danken dir, Gott, BWV 29, frá 1731. Tveimur ámm síðar notaði Bach kaflann með nokkmm breytingum sem hluta af Gloriu. Þar er sungið Gratias agimus tibi. Aftur em Guði sem sagt færðar þakkir, en á lab- ínu. U.þ.b. 15 ámm síðar notaði Bach svo þessa dýrðlegu fúgu í þriðja sinn, nú sem lokapunkt H-moll messunnar. Textinn er auðmjúk bæn um frið, Dona nobis pacem, og þar eð við heyrum sömu tónlist og í Gratias endurómar þakk- argjörðin sem þá var flutt í huga okkar. Höfundur er dagskrórstjóri ó Klassík FM. SAFNAÐI VINUM SAMAN í HRING OG TÓK UPP SAMRÆÐUR ÞEIRRA EKKI er öllum kunnugt um það en hinn frægi djassisti Louis Armstrong skildi ekki aðeins eftir sig gífurlegt magn frábærrar tónlistar. Eftir hann liggur fjöldi segulbandsupptakna, sem Banda- ríkjamönnum mun bráðlega gefast tækifæri til að hlýða á, þar sem Armstrong ræðir um heima og geima, bæði einn og við annað fólk. Kemur á daginn að listamaðurinn safnaði vinum og vandamönnum gjarnan saman í hring og tók upp samræður þeirra, ýmist með eða án vitundar gesta sinna. Armstrong tók upp á því dag einn árið 1947 að taka upp á band ýmsar hugleiðingar sínar, sem og samræður við annað fólk, og er fram liðu stundir fór hann vart út úr húsi án þess að hafa ferðaupp- tökutæki sitt með i farteskinu. Afraksturinn voru þúsundir klukkustunda af nánum einkasam- tölum, drykkjusögum og dóna- bröndurum, trompetleik meistar- ans sem og nánast öllu því sem vakti áhuga hans. Þekktur fyrir margt annað en að tala undir rós Næstum þrír áratugir eru liðnir frá því Armstrong lést, sextíu og níu ára að aldri, en hann er gjarn- LOUIS Armstrong an talinn meðal fremstu djassista aldarinnar. í bígerð er að breyta heimili Armstrongs í safn til minn- ingar um hann og er stefnt að því að opna árið 2001, en þá verða liðin eitt hundrað ár frá fæðingu Arm- strongs. í haust á hins vegar að ljúka við að taka upp til varðveislu um 650 spólur af efni, sem Armstrong skildi eftir sig, og jafnframt verða segulbandsupptökurnar gerðar op- inberar í fyrsta skipti, og mun þá almenningi í Bandaríkjunum loks gefast tækifæri til að hlýða á meistarann láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar. Upptökumar gefa einstæða inn- sýn í einkalíf Armstrongs, en um hann hafa verið skrifaðar nokkrar ævisögur, auk þess sem hann skrif- aði sjálfur sjálfsævisögu. í frétt The New York Times er haft eftir Michael Cogswell, forstjóra Louis Armstrong-safnsins, sem geymir upptökumar, að þær gefi mönnum tækifæri til að rýna í sálarlíf mannsins sem frægur var fyrir ráma rödd sína og spunaspila- mennsku á trompetið. Armstrong hafði hins vegar sjaldan fyrir því að tilgreina hverj- ir viðmælendur sínir væru, eða hvenær upptökur hefðu farið fram, og því er ekki alltaf auðvelt að átta sig á samhenginu í samræðum hans við annað fólk. Ymis ummæli Armstrongs munu hins vegar óneitanlega vekja athygli fólks en Armstrong var þekktur fyrir margt annað en að tala undir rós. Hann var ekki kallaður „satchmo11 - strigakjaftur - fyrir ekki neitt. „Dramatískt en um leið skoplegt meistarastykki »i'ígÓðar í frábænm bðning lak" ^ ^fÍaX6HTte2 HÁSKÓLABÍÓ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. ÁGÚST 1999 1 3h

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.