Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 7
HVERT ER EÐU ALHEIMSINS? HVER ERU SVÖR EÐLISFRÆÐINNAR VIÐ ÞESSARI GÖMLU SPURNINGU? Niðurstöður vísindanna óhrekjanlegar? EFTIR ESTHER VAGNSDÓTTUR M miðbik þessarar aldar höfðu þeir dr. Karl Pribram, taugalífeðlisfræðingur við St- anford háskóla í Bandaríkj- unum og dr. David Bohm, kjarneðlisfræðingur við Lundúnaháskóla, komist að þeirri niðurstöðu í rannsókn- um sínum, að ýmislegt af því sem vísindin töldu óvefengjanlegai’ sannanir, byggðist ekki á þeim trausta grunni sem hægt væri að byggja á frekari rannsóknir.Vísindin gátu td. ekki skýrt ýmsa starfsemi í heila mannsins, en rannsóknarsvið Pribrams fólst aðallega í athugunum á heilanum og atferli hans við ým- is konar vitundarástand. David Bohm hafði fengist við að skoða kenn- ingar Einsteins og í kjölfar þess rannsóknir á öreindasviðinu. Hann hafði komist að þeirri niðurstöðu að til væri svið, eins konar „bak- svið“ öreindasviðsins þar sem lögmál hraða og rúms ættu ekki lengur við. Þessir tveir vísinda- menn komust því að þeirri niðurstöðu, óháð hvor öðrum, að margt benti til þess að heimur- inn væri holografiskur í eðli sínu. Kenningin um holografiska heimsmynd gat útskýrt á full- komnari hátt en fyrr hafði verið mögulegt, svo að segja öll yfirskilvitleg og mystisk fyi-irbæri. Arið 1980 setti Kenneth Ring, sálfræðingur við háskólann í Connecticut, fram þá skoðun að hægt væri að skýra nær- dauðareynslu fólks með hliðsjón af holografiska módelinu. Ring, sem er forseti Alþjóðasambands um rannsókn- ir á nær-dauðareynslu, telur að sú reynsla - og þá einnig dauðinn sjálfur- sé í því fólgin að vit- und persónunnar flytjist írá einu sviði yfir til annars innan hins holografiska veruleika. Arið 1985 kom út bók eftir dr. Stanislav Graf, pró- fessor í geðlæknisfræði við John Hopkins læknaháskólann í Bandaríkjunum, þar sem hann setur fram þá skoðun að taugalífeðlisleg líkön af heila mannsins séu ófær um að útskýra mikilsverðar staðreyndir varðandi heilann og ennfremur að holografiska módelið geti út- skýrt fyrirbæri eins og erkitypiska reynslu(erkitýpa er sammannlegt tákn í dulvit- und mannsins) og upplifun reynslu dulvitund- arinnar(the collective unconscious) og aðra óvenjulega vitundarreynslu. I bók sinni „Brú milli efnis og hugar“ sem út kom 1987, heldur eðlisfræðingurinn David Peat því fram að sam- tímun(synchronicity) -tvö atvik sem eiga sér stað samtímis án sýnilegs orsakasambands, en með sálrænu innra samhengi - byggist ekki á tilviljunum, heldur telur að hugsanir manna séu miklu nánar tengdar tveim veruleikasvið- um en áður hafi verið talið. Slíkar „tilviljanir" séu eins konar göt gegnum veruleikann. Yms- ar rannsóknaniðurstöður urðu til þess að auka væjgi holografiska módelsins. I þessu sambandi skipti miklu máli persónu einkenni þeiira tveggja manna, Pribrams og Bohms, sem upptökin áttu að hugmyndinni. Snemma á ferli sínum hafði hvor um sig að baki merka vísindaáfanga sem flestir hefðu lát- ið sér nægja sem starfsgrundvöll til æviloka. A 5. áratugnum hafði Pribram unnið brautryðj- endastarf á sviði rannsókna á heilastöðvum þeim sem stjórna limbiska kerfinu svonefnda. Eðlisfræðirannsóknir Bohms á plasma (skýr.eðlisfr.: gastegund sem inniheldur jafn- margar jákv. og neikv. rafeindir) á 6. áratugn- um teljast einnig brautryðjendastarf.. Það sem þó skiptir ekki síður máli hvað þessa tvo menn varðar er sjaldgæfur eiginleiki sem jafnvel fáir þeirra sem skara fram úr hafa til að bera. Það felst í því hugrekki sem þarf til að halda fast við eigin sannfæringu þrátt fyrir mikla og harða andstöðu, en báðir höfðu þurft að standa andspænis slíkum ákvarðanatökum og harð- snúnum andstæðingum. Bohm hafði td. neitað að vitna gegn samstarfsmanni sínum frammi fyrir stjómvöldum og missti af þeim sökum kennarastöðu sína við Princeton háskóla. Pri- bram hafði einnig þurft að horfast í augu við hliðstæða prófraun á ferli sínum. Þetta sýnir að báðir höfðu þurft að láta reyna á eigin sann- færingu, óháð því hverjar afleiðingamar yrðu. Að halda fram hinni nýju og byltingarkenndu hugmynd um holografiskan heim krefst mikils hugrekkis og var áreiðanlega ekki auðveld leið að velja fyrir hvomgan þeirra. Það sem rennir hvað styrkustu stoðum undir holografiska heimsmódelið er hvernig fyrirbæri sem nefnd hafa verið yfirskilvitleg og ekki hefur tekist að skýra með hefðbundnum vísindalegum aðferð- um, var nú hægt að gera nánari grein fyrir með hjálp hins nýja holografiska sjónarmiðs. í þessari grein er gerð tilraun til að nálgast þetta við- fangsefni út frá skammtakenningunni og módelinu um holografiskan alheim. Hin nýja heimsmynd sem komið hefur fram innan eðlisfræðinnar bendir til þess að nýr skilningur á lögmálum tilverunnar sé að opnast. Það er fyrri hluti greinarinnar sem hér birtist. Nýr skilningur á starfsemi heilans Taugaskurðlæknir í Edinborg í Skotlandi, Dr. Wilder Penfield, hafði gert tilraunir með að endurvekja minni flogaveikisjúklings og gat kallað fram endurminningar með raförv- un í heila. Við endurtekningu komu alltaf fram sömu minningamar og virtust sjúkling- arnir endurlifa liðna atburði. Minnið virtist þannig bundið ákveðnum heilasvæðum. Pri- bram kynntist þessum rannsóknum og einnig rannsóknum annars taugaskurðlæknis, Karl Lashley, sem eftir 30 ára rannsóknir á heila í rottum hafði uppgötvað að ekki skipti máli þótt fjarlægðir væru hlutar heila þeirra - minnið hélst þrátt fyrir það óskert. Þetta var ótrúleg uppgötvun að mati Pribrams því að væri minnið bundið við ákveðna hluta heilans, hvernig var þá hægt að útskýra óskert minni eftir að búið var að fjarlægja hluta heflans? Við áframhaldandi rannsóknir sínar á heilan- um komst hann að því að sjúklingar sem hafði þurft að fjarlægja úr hluta heilans, misstu aldrei ákveðna minnisþætti, enda þótt minnið yrði óskýrara. Þá las hann eitt sinn grein í tímaritinu Scientific American þar sem lýst var gerð holograms. Greinin vai'ð honum hrein opinberun og hann sá í einu vetfangi lausn á því vandamáli sem hann árum saman hafði verið að glíma við varðandi heilastarf- semina. Honum skildist að líta varð á manns- heilann sem holografiska starfsheild. Athugum nú nánar hugmyndina um holograf - sem einnig mætti nefna yfirheild- og skoða hvað í því felst. Forsenda holograms er bylgjuverkun, þ.e. samverkun tveggja bylgju- hreyfinga af sömu tíðni þannig að ef hreyfing eykst á einum stað, minnkar hún samtímis annars staðar. Sé steinvölu fleygt í tjöm myndast hringlanga ölduhreyfing, en sé tveim steinvölum kastað myndast tvær bylgjuhi-eyf- ingar sem skarast. Sjálft hologramið myndast þegar lasergeisla er beint að tilteknum hlut, en síðan er öðrum lasergeisla beint á Ijósgeislann sem endurvarpast frá fyrri geislanum. Við end- urvarpið kemur fram mynstur sem er ólíkt upphaflega hlutnum sem geislinn beindist að. Mynsturformið birtist líkt og bylgjur í vatni. Þegar lasergeisla er svo enn beint að myndinni kemur fram mynd af hlutnum og nú í þrívíðu formi, svo raunverulegu að hægt er að ganga umhverfis þessa þrívíðu mynd sem væri hún raunverulegt fyrirbæri og horfa á hana frá mismunandi sjónarhomum. Ef við teygjum hendi inn í myndina grípum við hins vegar í tómt. Annað merkilegt fyrirbæri í sambandi við hologramið kemur í ljós sé holografisk mynd khppt í marga hluta og lasergeisla beint að einhverjum hluta hennar, en þá kemur í Ijós að sérhver hluti myndarinnar felur í sér alla myndina í heild. Það var einmitt þetta einkenni holograms sem Pribram fannst varpa Ijósi á það hvernig minningar í heila mannsins gætu verið dreifð- ar um hann allan, en væru ekki staðbundnar. Ef sérhver partur holografiskrar myndar innihélt alla heildarmyndina, var ljóst að eins var hægt að hugsa sér að allur heilinn inni- héldi sérhvert smáatriði upplýsinga frá hverju heilasvæði um sig. Sjónin holografisk Komið hafði í ljós að sjónkerfi heilans voru furðu ónæm fyrir skurðaðgerðum og tilraunir höfðu sýnt að þótt 90% af sjónmóttökustöðvum heila í rottum hefði verið fjarlægt gátu þær samt notað sjónskynið á margvíslegan hátt. Eftir sjö ára rannsóknir á rafboðum heilans í tengslum við sjónskynið hafði Karl Pribram uppgötvað að bein tengsli voru á milli sjónboða og rafboða í heilanum. Þetta benti til þess að sjónskynið, líkt og minnið, væri ekki bundið til- teknum heilasvæðum, heldur tengdist þeim á sama hátt og sérhver eining holografiskrar mvndar birtir heildannyndina. Enn var spurn- ingunni ósvarað um bylgjuáhrifin sem heilinn notar við myndun hologramsins. Vitað var að rafboðin innan heilans voru ekki ótengd eða sértæk fyrirbæri. Ut frá hverri taugafrumu ganga taugaþræðir, svo tugum eða hundruðum skiptir, og þegar rafboð berast til þessara taugagreina þá senda þær frá sér örsmáa geisla. Vegna þess að taugafrumur sitja svo þétt saman þá eru þessar rafgeislagárur/ bylgjur á sífellri hreyfingu og skarast í sífellu. Pribram skildi að hér var á ferðinni bylgjusam- verkun í taugaboðum heilans og að hér var einmitt komin skýringin á holografiskum eigin- leikum heilans. Og hann segir: „Hologramið var þama allan tímann í þessum bylgjumynd- andi tengslum taugaboðanna. Við tókum bara ekki eftir því“. Árið 1966 kunngerði Pribram uppgötvanir sínar varðandi heila mannsins og brátt fóru aðrir vísindamenn að gera sér grein fyrir að hologramið varpaði nýju ljósi á ýmis taugalíf- eðlisleg vandamál. Til dæmis var hægt að skýra hvernig heilinn varðveitir mikið magn minninga sem aðeins virtist tilheyra litlu, af- mörkuðu svæði. Þannig reiknaði td. stærð- fræðingurinn og eðlisfræðingurinn John von Neuman út að á meðalævi geymir heili manns þúsundir milljarða minniseininga. Hologram stærðfræðinnar Stærðfræðingurinn D.Gabor, sem hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir uppgötvanir sínar, vann við endurbætur á rafeindasmásjánni. Hann notaði stærðfræðilegar aðferðir B.J. Fouriers, sem uppi var á 18. öld, við að um- breyta mynd í rafsegulsveiflur, líkt og þegar sjónvarpstökuvél umbreytir aftur sveiflunum í upphaflega mynd. Fourier hafði sýnt hvem- ig hægt var að nota svipaða aðferð með hjálp stærðfræði. Jöfnurnar sem notaðar eru við að umbreyta mynd/ímynd í bylgjuform nefnast greining Fouriers og þessi aðferð gerði Gabor fært að umbreyta mynd af hlut yfir í bylgju- mynstur á holografiskri mynd, einnig var hægt með sömu aðferð að færa myndina í sitt upphaflega form. Raunar er sérhver heildar- mynd hologramsins ein af þeim hliðarverkun- um sem eiga sér stað þegar mynd er um- breytt með aðferð Fouriers. Á 8. áratugnum höfðu ýmsir rannsóknamenn samband við Pribram og tjáðu honum þá skoðun sína að sjónskynið væri augsýnilega eins konar tíðni- mælingatæki sem sýndi sveiflufjölda bylgna á sekúndu. Taugalífeðlisfræðingarnir Russel og Karen DeValois gerðu um þetta leyti upp- götvun sem studdi hologrammódelið svo um munaði. Áður höfðu rannsóknir sýnt að sér- hver heilafruma á sjónmóttökusvæði heilans er gerð til að geta. svarað ákveðnu áreiti - sumar heilafrumur svara þegar þær skynja lárétta línu, en aðrar svara lóðréttri línu. Þessar sérhönnuðu frumur voru nefndar formskynjarar og ýmsir töldu að heilinn tæki við áreiti frá þessum sérhönnuðu frumum og tengdi þær saman til að samræmd skynjun gæti átt sér stað. Þetta töldu DeValois hjónin aðeins fela í sér hluta myndarinnar og notuðu jöfnu Fouriers til að umbreyta mynstri í bylgjuform, og þvínæst athuguðu þau hvernig frumurnar á sjónmóttökusvæði heilans svör- uðu þessum nýju bylgjuformum. Þau upp- götvuðu að heilafrumurnar svöruðu ekki hinu upprunalega formi, heldur hinu umbreytta Fouriers formi. Af þessu leiddi að heilinn not- aði aðferð Fouriers - sem samræmdist holografiskri aðferð - semsé að umbreyta sjónmyndum í bylgjuform. Þetta var svo sterk vísbending um holografiska gerð heil- ans að Pribram varð fullkomlega sannfærður um réttmæti kenningar sinnar og gekk auk þess út frá hugmyndinni um að sama lögmál gilti um önnur mannleg skynfæri. Staðfest- ingar á niðurstöðum hans tóku að berast frá rannsóknarfólki víða um heim. Innri gerð efnisins Sú uppgötvun stærðfræðinga að elektrónan er fær um að birtast bæði sem efniseining og sem bylgjuform, opnaði nýjan farveg til skiln- ings á innri gerð efnisins - þ.e. þeitrar orku sem við skynjum sem efnisheim. Þennan eigin- leika elektrónunnar mátti alhæfa, það átti við um allt öreindasvið efnis, ljóseindir, rafsegul- bylgjur, gammageisla, útvarpsbylgjur, röntgengeisla, en allar þessar orkueindir gátu birst bæði í formi efniseinda og í bylgjuformi.í dag er það álit eðlisfræðinga að fyrirbæri á ör- eindasviði geti hvorki talist bylgjueiningar né efniseindir, heldur tilheyri einhverju sem er hvorttveggja í senn og nefnt hefur verið orku- skammtar (kvantar). Eðlisfræðingar telja jafn- framt að kvantar séu það grundvallar „efni“ sem alheimurinn er gerður úr. Bohm hafði veitt því athygli að samband virtist vera á milli að því er virtist óskyldra ferla á öreindasvið- inu. Aðrir eðlisfræðingar höfðu veitt þessu litla athygli, en Niels Bohr, einn af frumkvöðlum kjameðlisfi-æðinnar, hafði í þessu sambandi bent á að yrðu öreindir aðeins raunverulegar þegar mælitækin beindust að þeim, hlyti að vera út í hött að tala um eiginleika öreinda ut- an við athyglisvið áhorfandans. Þessi ummæli ollu mörgum eðlisfræðingum óróleika þvi að meirihluti vísindanna byggðist jú á eiginleikum og einkennum fyrirbæra. Ef athyglin átti þátt í að skapa þau einkenni, hvað mátti af því ráða varðandi vísindi framtíðarinnar? Einstein var í hópi þeirra eðlisfræðinga sem ekki voru ánægðir með þá sjálfheldu sem skammtafræðin virtust komin í. Hann leit þannig á að engar forsendur væru fyrir því að efnisöreindir tengdust á þann veg sem Bohm gaf til kynna, en sú forsenda vai- þó sú upp- götvun að ákveðið öreindaferli leiddi til mynd- unar tveggja öreinda sem báðar byggju yfir svipuðum eða sams konar eiginleikum. Sem dæmi um þetta má taka svonefnt „reikult“ atóm sem eðlisfræðingar kalla pósitrónu og er samsett úr elektrónu og pósitrónu (elektróna með jákvæða rafhleðslu). Vegna þess að pósitrónan er jákvæð, en elektrónan neikvæð, þá eyða þessar tvær öreindir hvor annarri og umbreytast í tvær ljóseindir eða „fótónur" sem fara í gagnstæðar áttir, en umbreyting úr einu formi í annað er einmitt einkenni örskammta. Við rannsóknir sínar á plasma hafði Bohm uppgötvað að elektrónur hættu að birtast sem aðskildar orkueiningar og sýndu ferli likt og hlutar stæn-i heildar. Það var eins og hver el- ektróna vissi af stærra og skipulögðu heildar- ferli og hagaði sér samkvæmt því. Hann hélt áfram að velta fyrir sér vandamálunum sem tengdust því sjónæmiði Bohrs að orkueining yrði ekki raunveruleg sem hluti efnissviðsins fyiT en athyglin beindist að henni. Ymsum öðr- um spumingum var einnig ósvai-að hvað þetta snerti. Þegar rit Bohms um skammtakenninguna kom út árið 1951 voru útskýringar hans tald- ar skýra skammtakenninguna fullkomlega. Sjálfur var Bohm þó ekki ánægður og leitaði betri skýringa sem hann var sannfærður um að væru til. Höfundur býr á Akureyri. NIÐURLAG í NÆSTA BLAÐI LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. ÁGÚST 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.