Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 2
Handverksdagur í Árbæjarsafni HANDVERK verður í hávegum haft á kynnast þjóðlegum hefðum og faglegu handverksdegi í Árbæjarsafni á morgun, handverki. Myndin er tekin í eldsmiðjunni sunnudag. Þá gefst gestum tækifæri til að í Árbæjarsafni. HEKLA Á GEISLAPLÖTU SÆNSKUR ORGANISTI í HALL- GRÍMSKIRKJU NÆSTSÍÐASTA helgi Kirkjulistahá- tíðar í Hallgrímskirkju fer nú í hönd, og á sunnudagskvöld kl. 20.30 verða þar tónleikar með sænska organistan- um Lars Andersson frá Stokkhólmi. Á efnisskrá Anderssons eru fímm verk. Fyrst leikur hann 6. þáttinn úr Les corps glorieus eftir Olivier Messi- aen. Þetta verk skrifaði Messiaen árið 1939 og í 6. þættinum lýsir hann gleði og hreinleika hinna upprisnu líkama í himneskri birtu. Eftir Bach leikur hann sálmforleikinn Schmúcke dich, o liebe Seele og Prelúdíu og fúgu í Es- dúr. Þetta er með rismestu prelúdíum og fúgum Bachs, m.a. eina fimm- radda orgelfúga Bachs. Bæði prelúdí- an og fúgan hylla hina heilögu þrenn- ingu: þrisvar sinnum þrjú b sem for- merki, þrjú stef bæði í prelúdíu og fúgu. Eftir franska tónskáldið Jehan Aiain leikur hann Aðra fantasíu sem sýnir sterk áhrif frá hljómum og hryn Austurlanda í verkum AJains. Hann lést í byrjun síðari heimsstyrjaldar- innar, 29 ára gamall. Síðasta verkið á efnisskránni er Sinfónísk fantasía og fúga eftir Max Reger sem hann skrif- aði árið 1901. Reger hefur sagt að In- ferno (Víti) eftir Dante væri hug- myndin að verkinu, og er það því oft kallað Vítisfantasían. Lars Andersson fæddist árið 1967 í Járfálla, rétt hjá Stokkhólmi í Sví- þjóð. Hann stundaði nám við Konung- lega tónlistarháskólann í Stokkhólmi, fyrst við kirkjutónlistardeildina m.a. hjá Hans Fagius og Anders Bondem- an og síðan í einleikaradeildinni hjá Erik Boström og Mats Áberg. Þá hef- ur hann einnig stundað nám hjá Naji Hakim í París. Lars Andersson hefur haldið fjölda tónleika og leikið með kórum víða um Evrópu og í Banda- ríkjunum. Hann hefur leikið inn á margar geislaplötur og gert upptökur fyrir Sænska ríkisútvarpið. Lars And- ersson er organisti og kórstjóri við kirkjuna í Járfálla og kennari í orgel- einleik við Ersta-Stora Sköndal há- skólann. SÆNSKA útgáfufyrirtækið BIS hefur gefíð út geislaplötu með verkum Jóns Leifs, leiknum af Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjóm En Shao. I kynningu með plötunni segir Árni Heimir Ingólfsson, að verkin spanni svo að segja alla starfsævi Jóns Leifs. „Elzta verk- ið (svítuna úr Galdra-Lofti op. 6a) hóf Jón að semja á unglingsárum sínum, en þegar hann lauk við Hinstu kveðju op. 53 átti hann innan við sjö ár ólifuð. Verkin gefa því góða mynd af þroskaferli tónskáldsins, og eru jafnframt ágæt dæmi um hversu fjölbreytt stflbrigði er að finna í verkum Jóns, frá trylltri eldgoslýsingunni í Heklu til kyrr- látrar hljómadýrðarinnar í Requiem op. 33.“ Auk framangreindra verka eru á þessari plötu Minni Islands og Endurskin úr norðri. Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar syngja í þremur verkanna, en platan var tekin upp í Hallgrímskirkju í september í fyrra og í febrúar sl. RICHTER MESTI HUÓÐ- FÆRALEIKARI ALDARINNAR Sviatoslav Richter David Oistrakh Vladimir Horowitz RÚSSNESKI píanóleikarinn Sviatoslav Richter er mesti hljóðfæraleikari aldarinnar að mati gagnrýnenda brezka tónlistarblaðs- ins Classic CD. Gagnrýnendumir tilnefndu hver þá 20 hljóðfæraleikara sem þeir telja að verði minnzt sem mestu hljóðfæraleikara aldarinnar og varð Richter þar efstur, en í öðm og þriðja sæti urðu landar hans, David Oistrakh, fiðluleikari og stjórnandi, og Vla- dimir Horowitz píanóleikari. Tímaritið telur upp þá 100 hljóðfæraleik- ara sem flestar tilnefningar hlutu. í fjórða sæti er spænski sellóleikarinn Pablo Casals (1876-1973), fimmti er rússneski sellóleikar- inn Mstislav Rostropovich (1927), þá kemur bandariski fíðluleikarinn Yehudi Menuhin (1916-1999), rússneski fiðluleikarinn Jascha Heifetz (1899-1987) er sjöundi og næstir honum koma; rússneski pianóleikarinn Sergei Rachmaninov (1873-1943), kanadíski píanóleikarinn Glenn Could (1932-1982) og austurríski fiðluleikarinn Fritz Kreisler (1875-1962) skipar tiunda sætið. Síðan em taldir upp; austurríski píanó- leikarinn Artur Schnabel (1882-1951), pólski pfanóleikarinn Artur Rubinstein (1887-1982), argentínski pfanóleikarinn Martha Argerich (1941) er fremst kvenna og sögð geta fyllt hvaða tónleikasal sem er í heiminum. Næst henni kemur rúmenski pí- anóleikarinn Dinu Lipatti (1917-1950, þá chileanski píanóleikarinn Claudio Arrau (1903-1991), brezki sellóleikarinn Jacque- line du Pré (1945-1987) er í sextánda sæti og næstur henni landi hennar, hornleikar- inn Dennis Brain (1921-1957). Austurríski píanóleikarinn Alfred Brendel (1931) er næstur og þá koma tveir aðrir pianóleikar- ar; Englendingurinn Clifford Curzon (1907-1982) og Svisslcndingurinn Alfred Cortot (1877-1962). Bandaríski fiðluleikar- inn Isaac Stern skipar 21. sætið. Af þeim sem em í 100 manna hópnum og enn em á h'fi má nefna írska flautuleikar- ann James Galway, sem er 25. í röðinni, ísraelski fiðluleikar- inn Itzhak Perlman (27), þýzki fiðluleik- arinn Anne-Sophie Mutter (39), franski organleikarinn Marie-Claire Alain (40), enski fiðlulcik- arinn Nigel Kenn- edy (44), Vladimir Ashkenazy (62), en hann var einnig í hópi 100 mestu hljómsveitarstjóra aldarinnar, þegar gagn- rýnendur Classic CD völdu í þann hóp. Rússneski pianóleikarinn Evgeny Kissin er talinn númer 63 og sænski trompetleikar- inn Hakan Hardenberger kemur fyrstur Norðurlandabúa í 68. sæti og kanadíski pí- anóleikarinn Marc-André Hamelin skipar það 89. í hundraðasta sæti er þýzki klarinettu- leikarinn Sabine Meyer (1959) og banda- rísku trompetleikararnir Miles Davis (1926-1991) og Louis Armstrong (1898-1971) skipa 92. og 99. sætið, en Louis Armstrong var einnig í hópi þeirra 100 söngvara sem gagnrýnendur Classic CD töldu fremsta á öldinni. MENNING/ USTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýning: verk Asmundar Sveinssonar. Gallerí Stöðlakot Guðný Svava Strandberg. Til 22. ágúst. Gallerí Sævars Karis Pétur Magnússon. Til 26. ágúst. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs List um list/forvarsla. Til 10. okt. Vestur- og Austursalur: Björg Örvar og Dora Bendixen. Neðri salir: Kolbrún Sigurðardóttir og Inga Rún Harðardóttir. Til 29. ág. Hallgrímskirkja Georg Guðni Hauksson. Til 1. sept. Hafnarborg Sumarsýning á landslagsmálverkum í eigu safnsins. Sverrissalur: Verk úr listaverkagjöf hjónanna Sverris Magnússonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur. Apótekið: Tré- og dúkristur eftir Gunnar Ásgeir Hjaltason. Til 23. ágúst. Ingólfsstræti 8, i8 Kjell Strandqvist. Til 5. sept. íslensk grafík, Hafnarhúsinu Bragi Ásgeirsson. Til 12. sept. Kjarvalsstaðir Vestursalur: Karel Appel. Austursalur: Verk úr eigu safnsins. Til 29. ágúst. Listasafn ASI Ásmundarsalur: Stefán Jónsson. Gryíja: Bryn- hildur Guðmundsdóttir. Arinstofa: Sýnishom verka úr eigu safnsins. Til. 22. ágúst. Listasafn Akureyrar Hlynur Hallsson og Makoto Aida. Til 7. okt. Listasafn Ámesinga, Selfossi Eduardo Santiere, Faith Copeland og Elisabet Jarsto. Til 22. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands Yfirlitssýning á völdum sýnishornum af ís- lenskri myndlist. Sumarsýning. Mokkakaffi Sara Björnsdóttir. Til 6. sept. Rauði veggurinn, Laugavegi 13 Listahópurinn Artemisia. Til 5. sept. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn. Listhús Ófeigs Samsýning þriggja listhúsa; Meistari Jakob, Listhús Ofeigs og Inga Elín gallerí: 17 lista- menn. Til 4. sept. Norræna húsið Ljósmyndir Kay Bergs. Til 22. ág. Anddyri: Einar Vigfússon, Útskomir fuglar. Til 21. sept. Nýlistasafnið Gryfja og Forsalur: Oliver Comerford. Bjarti- og Svartisalur: Kristveig Halldórsdóttir. Súm- salur: Áslaug Thorlacius. Til 22. ágúst. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á verkum Iistamannsins. Til 29. ág. Safnhúsið, Borgarfirði Helga Magnúsdóttir. Til 19. sept. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Ragnar Bjarnason, Hálfdán Björnsson, Gunn- ar Amason, Svava Skúladóttir, Þór Vigfússon, Óskar Beck. Handverk í Húnaþingi, 8 sýnend- ur. Til 29. ágúst. Sjórninjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf. Fiskurinn í list Sveins Bjömssonar. Til 15. okt. Stofnun Árna Magnússonar, Ámagarði v. Suðurgötu Handritasýning opin kl. 13-17 daglega til 31. ágúst. Þjóðarbókhlaðan Ánddyri: Undir bláum sólarsali - Eggert Ólafsson. Til 31. ágúst. List Inúita, Til 4. nóv. TÓNLIST Laugardagur Hallgrímskirkja: Lars Andersson, organisti. Kl. 12. Sunnudagur Hallgrímskirkja: Lars Andersson, organisti. Kl. 20.30. Þriðjudagur Listasafn Siguijóns Ólafssonar: Angela Spohr sópran og Fríða Sæmundsdóttir píanó. Kl. 20.30. Miðvikudagur Salurinn, Kópavogi: CAPUT- hópurinn. Kl. 20.30. Fimmtudagur Ilallgrímskirkja: Hádegistónleikar. Ki. 12. LEIKLIST Borgarleikhúsið: Litla hryllingsbúðin, lau. 21., fös. 27. ágúst. fslenska Óperan: Hellisbúinn, fös. 27. ág. Iðnó: Hádegisleikhúsið: 1000-eyja sósa, fim. 26., fös. 27. ág. Þjónn 1 súpunni, fim. 26., fös. 27. ágúst. Loftkastalinn: S.O.S. Kabarett, lau. 21., fós. 27. ágúst. Kaffileikhúsið, Hlaðvarpanum: Þar sem hún beið og Kallið: Ragnheiður Skúladóttir leik- kona, þríð. 24., mið. 25. ág. Ferðaleikhúsið, Tjarnarhíó: Light Nights: lau. 21., fim. 26. fós. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eft- ir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1,103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.