Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 4
^ ALDARAFMÆLIS BORGESAR MINNST UM ALLAN HEIM BORGES og María Kodama á Hótel Esju 1976. JORGE LUIS BORGES ÞRÁ TIL NÚTÍÐAR Tileinkað Maríu Kodama Nákvæmlega á þessu andartaki sagði maðurinn við sjálfan sig: Mikið vildi ég gefa fyrir þá sælu að vera við hlið þína á Islandi á löngum ósnertanlegum degi og deila honum með þér einmitt núna eins og menn deila tónlist eða bragði af ávexti. Nákvæmlega á þessu andartaki var maðurinn ásamt henni á íslandi. Jóhann Hjálmarsson þýddi. ÖNNUR Islandsför Borgesar. Borges á Hótel Esju í Reykjavík 1976. ÖLD í LlKI ANDARTAKS Segjg má að Borges sé að mestu óskiljanlegur, en hann gerir það sem kannski er mest um vert skrifar JOHANN HJALMARSSON. Hann fær lesandann til að átta sig á því að hann er að lesa bókmenntir. Líka í ritgerðum sínum. AÐ VAR árið 1976 sem ég hitti Jorge Luis Borges. Hann kom þá til Islands í annað sinn, að þessu sinni í óopinbera heim- sókn ásamt ritara sínum, Maríu Kodama, sem hann kvæntist síð- ar. Ég fékk tækifæri til að ræða við hann en þó einkum hlusta. Borges voru íslenskar fombókmenntir hug- leiknar eins og svo vel og eftirminnilega kem- ur fram í samtölum þeirra Matthíasar Jo- hannessen, en við Matthías hittum Borges að minnsta kosti tvisvar saman. Dálæti Borgesar á fomöldinni, íslandi og hinum germanska arfi hefur án efa farið fyrir brjóstið á mörgum á sínum tíma. Nú láta menn sér það í léttu rúmi liggja. Borges taldi að íslensk skáld ættu að minna á arfinn, ekki með því að þrástagast á honum heldur skírskota til hans með einhverjum hætti. Islensk tunga var honum ofarlega í huga og hann spurði einkum um hana. Eilífðin og andartakið (merkir eitt og hið sama í skáldskapnum) var meðal þess sem Borges orti um. Hann skrifaði líka smásögur sem fjalla um einkennileg örlög og mótsagnir lífsins, en þó einkum um aðrar bókmenntir. Öll verk Borgesar eru full af skírskotunum, heimspeki sem nærist á annarri heimspeki. I smásögunum ferðaðist hann um völundarhús arfleifðar og sálar. Segja má að Borges sé að mestu óskiljan- legur, en hann gerir það sem kannski er mest um vert. Hann fær lesandann til að átta sig á því að hann er að lesa bókmenntir. Líka í rit- gerðum sínum. Borges fæddist í Buenos Aires í Argentínu 24. ágúst 1899 og ólst þar upp, en frá ung- lingsárum bjó hann með foreldrum sínum í Sviss og víðar. Hans er nú minnst um allan heim sem eins helsta skálds aldarinnar. Fjöldi bóka um hann hefur komið út á undanfömum árum. Stundum er drepið á Island þar, píla- grímsferðir hans hingað nefndar, en ekki er vitað til að neinn ævisagnaritara hans hafi kannað Islandsferðir hans sérstaklega. Suður-Ameríkumaður sem ég ræddi við um Borges fullyrti að Borges væri fremsti höf- undur þar um .slóðir. Þegar ég bað hann um rökstuðning var svarið: „Borges er engum lík- ur. Borges er Borges.“ Margir hafa þýtt Borges en aðeins ein bók er til eftir hann á íslensku, smásagnasafnið Suðrið í þýðingu Guðbergs Bergssonar. JORGE LUIS BORGES HARMUÓÐ Vei, örlög Borgesa, að hafa siglt mörg heimshöf eða hið eina og einmanalega haf margra nafna, að hafa verið hluti Edinborgar, Ziirich, Córdobanna beggja, Kólumbíu og Texas, að hafa snúið við eftir margar kynslóðir til gamalla ættaróðala, til Andalúsíu, til Portúgals og til þeirra greifadæma þar sem Saxinn háði stríð við Danann og blóð þeirra blandaðist, að hafa reikað um rautt ogkyrrlátt völundarhús Lundúna, að hafa elst í svo mörgum speglum, að hafa leitað til einskis marmaraaugnaráða styttnanna, að hafa rýnt í steinstungur, alfræðirít, kort, að hafa séð það sem menn sjá, dauðann, hæga dagskomu, sléttuna og smágerðar stjörnurnar, og að ekkert eða næstum ekkert hafa séð nema andlit stúlku íBuenos Aires, andlit sem ekki vill vera munað: vei, þessi örlög Borgesa, kannski ekki markverðari en þín eigin. Jóhann Hjálmarsson þýddi. J -I. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.