Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1999, Blaðsíða 6
HVERT ER EÐLI ALHEIMSINS - SIÐARI HLUTI NÝOG ÓVÆNT SJÓNARMIÐ EFTIR ESTHER VAGNSDÓTTUR Kenningar þeirra Bohms og Pribram opna nýjg og dýpri sýn á tilveruna. A stærðfræðilegan hátt býr heilinn til hlutlægan veruleika með túlkun á sveiflutíðni sem á uppruna sinn á öðru sviði tilverunnar, dýpra tilverusviði sem er utan tíma og rúms. Veruleikinn handan öreindasviðsins BOHM byrjaði á því að reikna með veruleika handan öreinda- sviðsins, sem vísindin hefðu enn ekki uppgötvað og að elektrónan væri raunveruleg og óháð at- hygli áhorfandans. Hann nefndi þetta svið möguleika-eða mótun- arsvið (quantum potential). Ennfremur gerði hann ráð fyrir að þetta svið væri innbyggt í allt efni. Ólíkt þyngdarsvið- inu og segulsviðinu minnkuðu áhrif þess ekki í hlutfalli við fjarlægð, heldur voru áhrifin jöfn alls staðar. Hann var þess fullviss að raunveruleikinn fól meira í sér en finna mátti samkv. sjónarmiðum Bohrs, og einnig taldi Bohm að rammi vísindanna væri alltof tak- markaður til að taka mið af þeim sjónarmið- um sem hann sjálfur sett fram. I bók sinni Orsakir og tilviljanir (Causalty and Chance in Modem Physics) tekur hann fyrir ýmsar heimspekilegar tilgátur sem skýrt gátu þessa afstöðu vísindanna og færir rök fyrir því að vísindin horfa á eðli orsaka frá of þröngu sjónarhomi. Bohm tók að líta stöðugt meira á mikil- vægi heildar þegar um tengsli efniseinda var að ræða. Venjan hafði verið að líta á hverja heild sem afleiðingu innbyrðis tengsla allra hluta hennar. Skammtakenningin benti hins vegar á að innbyrðis tengsl innan heildar sé afleiðing heildarskipulags. Hér er farið skrefi framúr fullyrðingu Bohrs um að ör- eindir séu ekki óháðar einingar, en jafnframt bent á að heildin sjálf sé sá veruleiki sem efnið grandvallast á. Þetta skýrir einnig hvernig elektrónur í plasma sýna ferli sem um eina heild sé að ræða. Bohm lýsir þessu þannig : „elektrónur eru ekki tvístraðar vegna þess að fyrir tilstuðlan kvantumeigin- leikans fer öll heildin í gegnum samhæft ferli sem minnir fremur á ballettdansflokk en óskipulegan hóp fólks. Slíkt kvantaheildrænt ferli er meira í ætt við skipulega heildræna starfsemi lifandi vera heldur en starfsemi heildar, samsettri úr mismunandi einingum". „Non-locality" - tími og rúm hverfa ó innstu innviðum efnisins Annað athyglisvert við skammtakenning- una tengist spumingunni um staðsetningu. Þegar við hugsum okkur einhvern hlut fylgir venjulega með í hugsuninni hvar hluturinn sé staðsettur. Innan skammtafræðinnar horfir þetta öðruvísi við því að þegar inn á öreindasviðið kemur hefur hugtakið stað- setning enga merkingu lengur.Hér er allt samtengt og ekki hægt að tala um einn punkt hér eða þar. Slíkt ástand nefna eðlis- fræðingar „nonlocality" -staðsetningarleysi. Með hjálp þessa eiginleika gat Bohm útskýrt tengslin á milli tveggja ljóseinda án þess að brjóta lögmálið um ljóshraða þar sem ekkert kemst hraðar en ljósið. Til útskýringar kom hann með samlíkingu: Hugsum okkur fisk í búri og að við höfum aldrei fyrr séð fisk né fiskabúr. Eina þekking okkar varðandi þetta fáum við með hjálp tveggja sjónvarpstöku- véla þar sem önnur hliðin beinist að framhlið fiskabúrsins, en hin vélin beinist um 90? að annarri hlið búrsins. Þegar við horfðum á móttökuskjáina gætum við haldið að fiskur- inn séu í raun tveir fiskar, sitt í hvora búri. Myndimar verða mismunandi þar sem myndavélarnar taka myndimar frá mismun- andi sjónarhornum, en þegar við horfum nánar á fiskana sýnist okkur greinilegt sam- band vera á milli þeirra því að þegar annar hreyfir sig hreyfir hinn sig á tilsvarandi hátt. Þegar við horfum á framhliðina á öðram fisk- inum, sjáum við hinn frá hlið osfr. Við gæt- um haldið að fiskamir tveir væru í svona góðu sambandi sín á milli, en auðvitað er ekki svo, því að sá veruleiki sem að baki býr er að aðeins einn fiskur er í fiskabúrinu. Þetta telur Bohm samsvara því sem gerist á milli tveggja öreinda - þ.e. á sama hátt og fiskarnir tveir era í raun einn og sami fiskur, þá era öreindimar tvær órjúfanlega tengdar á dýpra og heildrænu sviði. I þessum skiln- ingi er allt efni tengt án tillits til staðsetning- ar. Lifum við I blekkingu skynfæranna? Sláandi er sú fullyrðing Bohms að okkar ytri og daglega tilvera sé raunverulega byggð á blekkingu, líkt og holografiska myndin fyrmefnda. En frá sjónarmiði Bohrs er annað og undirliggjandi skipulag bak hinu ytra og sýnilega, eins konar grandvallandi veraleikasvið sem allt ytra sprettur frá. Þennan dýpri eða undirliggjandi grandvöll tilverannar nefnir Bohm hinn innri skipu- lagsgrandvöll(the implicate order) en ytri veraleikann sem við lifum í nefnir hann hinn birta skipulagsgrandvöll( the explicate order). Þessi hugtök notar hann vegna þess að hann lítur á birtingu alls ytra forms í al- heimi sem afleiðingu ótal hjúpana og af- hjúpana sem stöðugt eigi sér stað milli þess- ara veraleikasviða. Bohm lítur þannig ekki á elektrónu sem aðskilið fyrirbæri, heldur sem heildareiningu með tilvist allsstaðar. Mæli- tæki sem skynjar tilvist einstakrar elektrónu getur mælt hana aðeins vegna þess að hluti hennar hefur opnast út í ytri birtinguna. Með öðram orðum, elektrónur og aðrar efn- iseindir era engu raunveralegri en vatns- gusa í gosbranni. Tilvist þeirra byggist á stöðugu streymi frá baksviðinu og þegar efn- iseind virðist eyðast er ekki svo, heldur hef- ur hún aðeins horfið á ný inn á baksviðið þaðan sem hún kom. Þetta stöðuga flæði milli ytra sviðsins og baksviðsins sýnir sig þegar elektrónan í pósitróneindinni breytist án afláts úr einu formi í annað því um leið og hún fer inn á baksviðið kemur fótóna í henn- ar stað. Þetta skýrir einnig hvernig öreindir efnis geta ýmist birst í bylgju- eða efnis- formi. Bohm telur bæði þessi orku/ efnis- form ávalt til staðar á grannsviði efnistilver- unnar. Vitundin fínlegra form efnis Auk hinna mörgu dæma um tengsli efnisins sem skammtaeðlisfræðingar hafa uppgötvað með því að kafa niður í dýpstu grandvallar- eigindir þess, þá veitir hin holografiska heimsmynd Bohms einnig svör við ýmsum öðram spumingum. Ein þeirra varðar áhrifin sem vitundin virðist hafa á öreindasviðið. Bohm hafnar því sjónarmiði að efnisör- eindir verði ekki raunveralegar fyrr en at- hyglin beinist að þeim. Með þessu er hann þó ekki að reyna að koma í veg fyrir að vitund mannsins og eðlisfræðin mætist á miðri leið, heldur að benda á að í því sé einnig fólgin að- greining - þ.e. að aðgreind eining, vitundin, hafi áhrif á aðra aðgreinanlega einingu ör- eindina..Bohm telur að þetta tilheyri einnig heildarhreyfingu(holomovement)og að út í hött sé að tala um að vitund og efni hafi gagn- verkandi áhrif því að á vissan hátt sé skoð- andinn og það sem hann skoðar eitt og hið sama - skoðandinn er í senn mælitækið, rann- sóknamiðurstaðan og rannsóknarstofan .Og Bohm telur vitundina vera fíngerðari tegund efnis og að grandvöllur vitundar og efnis felist ekki í okkar eigin tegund raunvera- leika, heldur í baksviði efnistilverannar. Vitundin er á mismunandi stigum innan efnisins, í ytra birtingarformi, í duldu formi - og það er kannske ástæða þess að í plasma er að finna suma eiginleika lifandi efnis. „Hæfi- leiki ytra formsins til að vera virkt gefur til kynna hugræn einkenni og við sjáum líka í el- ektrónunni orku sem er í ætt við hugarork- una“-, segir Bohm. Hann telur skiptinguna í lifandi og dautt efni merkingarlausa -þetta tvennt sé óaðskiljanlegt og því fremur sem lífið sé íverandi á undirsviði alls lífs. Tilraunaniðurstaða sem styður hugmynd- ina um holografiskan alheim í bakgranni Margar nýlegar uppgötvanir á sviði eðlis- fræði benda til að holografiska módelið hafi við rök að styðjast. Eins og fyrr segir era all- ar efniseindir jafnframt bylgjur sem merkir að allt sem við skynjum felur í sér formbreytr ingu - og það bendir óneitanlega til holografiskra eiginleika. Árið 1982 var gerð hin fræga tilraun með „tvíbura“ Ijóseindir. Kalkatóm var hitað með lasergeisla og því næst vora fótónusamstæð- urnar látnar fara í gagnstæða átt gegnum 6.5 m langt rör og síðan gegnum síur sem beindu þeim í átt að tveim möguleikum. Það tók þær 10 billjónasta úr sekúndu að skipta milli skauta eða 30 billjónasta úr sekúndu minna en það tók ljósið að fara hina 13 metra vega- lengd milli skauta.Þannig var útilokaður möguleikinn á að fótónumar hefðu innbyrðis samband innan ljóshraðans. Niðurstaða til- raunarinnar þýddi að annaðhvort var stað- hæfing Einsteins um að ekki yrði komist framúr ljóshraða, fallin úr gildi eða að sam- stæðu fótónurnar vora óháðar rými. Vegna þess að flestir eðlisfræðingar vilja ekki viður- kenna að til sé yfir-ljóshraði, þá ér fyrmefnd tilraun venjulega talin sanna að tengsli fótón- anna eigi sér stað utan rýmis. Þessi niður- staða gefur hinu holografiska módeli Bohms gífurlegt vægi þó hún sanni það ekki sem slíkt. Sjálfur telur Bohm að engin vísinda- kenning geti verið fullkomin, heldur aðeins nálgun á sannleikanum. Hann er þess fullviss að í framtíðinni verði fundin tækni þar sem áþreifanlegri sannanir fáist fyrir kenningum hans. í átt að nýjum skilningi Kenningar þeirra Bohms og Pribram opna nýja og dýpri sýn á tilverana. Á stærðfræði- legan hátt býr heilinn til hlutlægan veruleika með túlkun á sveiflutíðni sem á upprana sinn á öðra sviði tilverannar, dýpra tilverasviði sem er utan tíma og rúms. Heilinn er hologram sem á grandvöll sinn í baksviði til- verannar. Pribram var ljóst að hin ytri, hlut- bundna veröld er ekki til í venjulegum skiln- ingi. Það sem við skynjum sem „ytra um- hverfi“ er hafsjór bylgna af mismunandi tíðni og við skynjum það sem raunveraleika vegna þess að heilinn hefur hæfileika til að nota þennan holografiska hafsjó af bylgjum og orkusveiflum til að umbreyta honum í hluti, borð, stóla, myndir - hvaðeina sem við skynj- um sem ytra umhverfi. Við skynjum td. postulínsvasa fyrst eftir að heilinn er búinn að umbreyta sveifluáhrifunum. Ef við gætum skynjað sjálfar sveiflurnar áður en heilinn væri búinn að breyta þeim - myndum við þá skynja vasann sem bylgjuform? Spyrja má hvor skynjunin væri raunverulegri? Þetta era auðvitað æði nýstárleg viðhorf gagnvart tilveranni, en þó er kannske ekki svo erfitt að átta sig á hugtakinu hologram og að heimur- inn sé risavaxið hologram. Erfiðara er að átta sig á því að við eram sjálf hluti hologramsins. Skammtakenningin og hugmyndin um hologram fela í sér mörg ný og óvænt sjónar- mið. Til dæmis má segja að sú niðurstaða að hugur mannsins skapi sjálfur tíma og rúm sé talsvert erfið skilningi flestra. Hún er þó að- eins ein af mörgum niðurstöðum sem af þess- um kenningum leiðir. Heimildarit: „The Implicate and the Explicate Order“ e.D.Bohm, endurútg. ‘95, Routledge, London. „The Holographic Universe“e. Michael Talbot,útg. 1991, Harpar Collins,USA Höfundurinn býr á Akureyri. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.